Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 31.10.1985, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Qupperneq 22
eftir Sigfinn Schiöth fiWmm HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagurinn 1. nóvember 19.15 ö dáfinni. 19.25 Norsk æska. Prúð, skilst mér . . . 19.50 Táknmálið. 20.00 Smámálið. 20.40 Þingsjá. Palli einn í heiminum, í galla- buxum. 20.55 Kastljós. Þáttur með mistökum, vand- ræðaþögnum og yfirliði í sjónvarps- sal. 21.25 í þjónustu föðurlandsins. Norskur gaman(?)þáttur um utanríkisþjónustu landsins og starfsmenn hennar. Þýð- andi: Arne Treholt. 22.05 Derrick. Entschúldingen Sie bitte, aber ich glaube du bist der mörd- erer.. .! — Ach so! 23.00 Kóngur íríki sínu. (The King of Marvin Garden) ★★★ Bandarísk bíómynd frá '72. Aðalleikarar Jack Nicholson, Bruce Dern, Ellen Burstyn og Julia Anne Robinson. Sennilega besta mynd á endasleppum ferli Bobs Rafa- elsonar. Samleikur Dern og Nicholson í hlutverkum bræðranna er hreinasta þrusa. 00.45 Fréttir í dagskrárlok: Sprenging í Bil- bao og þríburafæðing á Fjarðar- heiði. . . Laugardagurinn 2. nóvember 16.00 Móðurmálið — Framburður (Skeiðar- ár?). 16.10 Við feðgarnir: Bjarni Felixson og Gísli Felix Bjarnason fara yfir valda kafla úr þeim leikjum danska handboltaliðsins Ribe, sem Gísli hefur fengið að vera með í. 18.30 Enska knattspyrnan: Arsenal — Ribe. 19.20 Baddnaebbni. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttaágrip á Hávamáli. 20.25 Aulasýningar. 20.35 Staupasteinn (Cheers). Fræðsluþátt- ur á vegum SÁÁ. 21.10 Fastirliðir„einsog venjulega". Forsýn- ing á endursýndum skemmtiþætti sem verður frumsýndur samtímis í til- efni af lokum kvennaáratugar. 21.40 Harry og Walther halda til Nýju Jór- víkur (Harry and Walther Go to New York). ★★ Bandarísk bíómynd frá '76. Leikstjórn: Mark Rydell. Aðalleikarar: James Caan, Elliott Gold, Diane Keaton, Michael Caine og Charles Dunring. Ein af þessum myndum sem litu svo vel út á pappírnum. En þrátt fyrir einvalalið riðar verkið, í þessu til- viki á slöppu handriti. Leikmynd hins- vegar frábær og svo er einnig um flesta aldamótakæki Golds ogCaans í rullum Harry og Walthers, en . . . 23.40 Fjárveitingar fást ekki til lengri dag- skrár, bæ. Sunnudagurinn 3. nóvember 16.00 Síðdegislúrinn. Séra Ólafur zzzzvæfir. 16.10 Hestarnir mínir. Séra Ólafur skellir sér á bak. 16.25 Áfangasigrar. Séra Ólafur skeiðar í mark. Nei, annars, einhver nýr fræðsluþáttur um sjúkdóma . . . 17.20 Á framabraut. Séra Ólafur sendur á Evrópumót hestamanna . . . hí vonna ræd forever. 18.15 Stundin okkar. Séra Ólafur tekur við Evrópubikarnum fyrir hönd okkar ís- lendinga . . . 19.45 Fréttaágrip á hestamannamáli. 20.00 Fréttir: Helgi E miðar mækinum á séra Ólaf. 20.40 Sjónvarp síðustu viku. Helstu mistök rifjuð upp. 20.55 Sinfóníetta. Tónverk eftir Karólínu Eiríksdóttur. Aðalsteinn Ingólfsson kynnir hana og verkið. 21.25 Verdi. Séra Emil Björnsson ræöir viö tónskáldið! 22.30 Ingiríður drottning. Hrottafengið og hrikalega opinskátt viðtal við þessa síðustu krónprinsessu okkar hérna á skerinu. 23.15 Dagskrárlok, ef Ingiríður hefur ekkert meira að segja. . . sem er ólíklegt. Fimmtudagskvöldið 31. október 19.00 Réttir. 19.50 Dagleg einkamál Sigurðar Gé Tómas- sonar. 20.00 Gagnslaust gaman? Já, alveg tví- mælalaust! 20.30 Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur í Há- skólabíói. 21.10 „Lífið er kapall". Birgir Svan Símonar gengur upp. 21.35 Klassískt gaul af teipi. 22.25 Fimmtudagsumræðan. Stjórnarand- staðan? Já, hún . .! 23.35 Píanótríó eftir Lúlla fann Bit. 24.00 Dagskrárlok, skulum við vona . . . Föstudagurinn þyrsti nóvember 7.00 i nafni guðs föður og allt það . . . 7.17 Morgunvaktin. Takmarkalaus svefn- drykkja. 9.05 Morgunstund barnanna (sem eru far- in í skólann). 9.45 Þingfréttir (dýranna í Hálsaskógi). 10.40 Sögusteinn. Haddú woodoo magnar seið að norðan. Jónas ærist af myrk- fælni (Rúvak). 11.10 Málefni aldraðra. Þórir Ess í yngingar- aðgerð. 11.25 Morguntónleikar. 12.20 Fréttir á sínum staö með soðning- unni. 14.00 Miðdegissagan. „Skref fyrir skref". 9. lestur af 5. 14.30 Sveiflur. Sveri Páll í trjánum á Akur- eyri. 16.20 Sinfónían í Björgvin að leika sér. 17.00 Útvarp barnanna (í Ólátagarði). 19.00 Útvarp Reykjavík, nú verða sagðar fréttir... 19.50 Daglegt mál. Guðvarður Már flytur þáttinn milli hæða á Skúlagötunni. Endar úti á Kolbeinsskeri. . . 20.00 Lög unga fólksins (á Hlemmi). Vand- ræðamál, skilst mér, en sem betur fer komið í nefnd. 20.40 Kvöldvaka. Rokkurinn tekinn fram. 21.30 Atli Heimir bankar í veggi. Altso; nú- tímatónlist. 22.25 Kvöldtónleikar. 22.55 Svipmynd. Jónas segir sjálfum sér að vera hamingjusamur. Nordvision — sænska sjónvarpið! 00.05 Jassþáttur — Jón M. Árnason dillar sér. * Eg mœli meö Rás 1, föstudagurinn 1. nóvember, klukkan 20.40: Kvöldvaka, meðal efnis: Hjónin í Kúvíkum, Þengill og Þuríður, syngja saman „Smaladreng- inn" eftir Skúla Halldórsson og Steingrím Thorsteinsson. 01.00 Jón Emm þessi býður landsmönnum góða nótt. Laugardagurinn 2. nóvember 1 7.00 Óðinn, Þór og þessir strákar teknir fram og tilbeðnir. 7.20 Morguntrimm. Jónína tilbiður sjálfa sig. 9.30 Óskasjúkdómur lögmanna. Helga Þonn Stephens kynnir. 11.00 Bókaþing. Gunnar Stefáns fitlar við saurblöðin. 12.20 Fréttir í hádeginu. 13.50 Hér og nú. Fréttamenn niðrá bryggju, uppum fjöll og útí veður og vind. En því miður, enginn þeirra nær sam- bandi við Skúlagötuna. Æ, æ .. . 15.00 Miðdegistónleikar. Af því bara. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar. Um allt það sem betur mátti fara en ekki vannst tími til. 15.50 íslenskt mál. Um allt það sem betur mátti segja en ekki fannst hugsun fyrir. 16.20 Listagrip. Sigrún Björns smjaðrar fyrir listaliði. 17.00 „Ævintýraeyjan" eftir Enid Blyton. Denni gaf út. 17.30 Einsöngur í útvarpssal. Robert Becker fer hjá sér í stúdíói eitt... 19.00 Fréttir. 19.35 Stungið í stúf. Skemmtiþáttur sam- kvæmt dagskrá. 20.00 Harmónikkuþáttur. Steini stóll þenur Berta gömm. 20.30 Smásagan „Eitthvað illt í húsinu": (Markús örn McCarthy les úr endur- minningum sínum). 21.05 Tónleikar. 21.20 Vísnakvöld. Gísli Helgason flautar á eftir skvísu. 22.30 Á ferð. Sveinn Einars á leið 4, Hagar- Sund. 23.05 Danslög. Sveinn Einars stekkur út við Glæsibæ. 00.05 Jón örn Marinósson velur sér plöt- ur. . . 01.00 ... en nennir því ekki lengur. Sunnudagurinn 3. nóvember til dæmis 8.00 Morgunandakt. Séra Sváfnir Svein- bjarnarson á sjötta kaleik messu- vínsins. 8.35 Látt morgunlög. Þulur léttir á sér. 9.05 Morguntónleikar. Þulur hleypir í brúnir. 10.25 Sagnaseiður. Þulur gufar upp. 11.00 Messa. Séra Sváfnir gufar upp. 12.20 Fréttir af séra Sváfni og þuli. 13.30 Rödd rússnesku byltingarinnar. Kristján Árnason kynnir Majakovskí skáld. Jón Múli byltir sér í svefni. 14.30 Píanótónleikar. 15.10 Englar lífs og dauða. Stefán-Aid Haf- stein ræðir við íslenska hjúkku í Eþíópíu. 16.20 Vísindi og fræði. 17.00 Með á nótunum. Páll Heiðar spyr, fátt um svör. 19.00 Fréttatími. 19.35 Eyvindi Erlends hleypt að í dag- skránni. 20.00 Stefnumót. Markús örn segir frá fyrsta sjensinum í lífi sínu í opinskáu unglingaþáttarviðtali. 21.00 Ljóð og lag. Hermann Ragnar Stefánsson tjúttar. 21.30 „Saga Borgaraættarinnar". 22.25 íþróttir. Bein lýsing frá ríkisspítalanum í Salzburg þar sem Ásgeir Sigur- vinsson veröur skorinn upp vegna gamalla meiðsla. 22.40 Svipir — Tíðarandinn 1914—1945. 23.20 Kontrabassi og selló. 00.05 Milli svefns og vöku. Hildur Eiríks- dóttir mókir. 01.00 Og dettur út af. Fimmtudagskvöldið 31. október ef ekki vill betur. 20.00 Vinsældalisti stjórnenda rásar tvö. 21.00 Gestagangur. RagnheiSur lögga I aukavinnunni, stendur sennilega í húsbyggingu. 22.00 Rökkurtónar. Svavar Gests spilar SG- hljómplötur. 23.00 Fbppgátan. Hver samdi lagið og hve- nær og í hvernig nærbuxum var hann þá? Og hversvegna ... ? Föstudagurinn fizzdi nóvember! 10.00 Morgunþáttur. Ásgeir hlær að Páli sem hlær að sjálfum sér, en tækni- maður rispar plötur. 12.00 Tveggja tíma löiis, Þorgeir býður á lín- una. 14.00 Pósthólfið. Valdís les upp úr bréfum sem hún og aðrir starfsmenn rásarinn- ar hafa sent þættinum. 16.00 Jón Ólafsson. 18.00 Tveggja tíma dinner, í boði forsetans á Bessastöðum. 20.00 Hljóðdósin. (Því miður, allir að horfa á sjónvarpsfréttir!) 21.00 Djassspjall. Venni vinnur spjöll á plötusafni sínu. 22.00 Rokkrásin, rokkrásin, rokkrásin, rokk- rásin . . . 23.00 Næturvaktin. Viggi og Toggi vaka frameftir, annars skilst mér að þetta sé nú bara allt á teipi. ..! Laugardagurinn 2. nóvember 10.00 Morgunþáttur. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri plantar sér í stúdíó- inu. 12.00 Hlé í að minnsta kosti tvo tíma, að því er menn vona. 14.00 Laugardagur til lukku. Svavar Gests að ærast af ánægju yfir eigin útliti. 16.00 Listapopp. Gunnar; aldrei þessu vant listalaus. .. 17.00 Hringborðið, aliasfundur íhringorma- nefnd. 18.00 Þögn. 20.00 Á svörtu nótunum. Pétur Botha Guð- mundsson stjórnar. 21.00 Milli stríða. Jón Gröndal les upp úr Víkurfréttum. 22.00 Bárujárn. Siggi Sverris þenur bad- mintonspaðann. 23.00 Svifflugur. 24.00 Jón Axel Ólafsson segir til nafns næstu þrjá tíma og leikur lög á milli ef tími vinnst til. Sunnudagurinn 3. nóvember 13.30 Óskalagaþáttur hlustenda. 15.00 DV. 16.00 Óskalagaþáttur stjórnenda. 18.00 Kartöflurnar yfir, ókey; bless. ÚTVARP eftir Sigmund Erni Rúnarsson Gœlt við hlustendur Nokkur síðustu ár hefur útvarpið verið með fárra mínútna þætti í kringum kvöld- fréttir um helgar, þar sem menn hafa verið að gaspra að gamni sínu um það sem kunn- ingjarnir sögðu þeim í síðustu viku og svo framvegis. Það er í sjálfu sér sniðug hug- mynd að skjóta svona skyndiþáttum fram- an og aftan við kvöldfréttirnar, þó ekki væri nema til þess að útvarpshlustendur heyrðu eitthvað annað en frásagnir um morð og mannréttindabrot úti í heimi og árekstra innanlands. Þetta mildar menn, gerir þeim góðlátlega grein fyrir því að það er líka hægt að hafa gaman af þessari ver- öld. Það er jafn ljóst að ekki er sama hvaða og hverskonar menn tala í þessum þáttum. Það er sjálfsagt fáum lagið að skrifa nota- legar frásagnir af hversdagsleikanum sem allir skilja og geta þar af leiðandi brosað að. Eflaust er það á valdi enn færri að geta sett svoleiðis á blað og flutt það jafnframt í út- varpi. Þráinn Bertelsson gat hvortveggja. Þættirnir hans „Það var og..voru hrein unun á að hlusta og er mikil eftirsjá að þeim. Þráinn gerði í því að ljúga upp ein- hverjum kunningjasögum, allar frásagnir hans miðuðust við að félagar hans hefðu verið söguhetjurnar en auðvitað var hann Betur að Þráinn væri kominn á sinn gamla stað í dagskránni í stað Eyvindar... þar að tala um sjálfan sig og dagleg asna- prik sín. Fólk fattaði þetta, fannst fyndið, einfaldlega vegna þess aö það sjálft er að gera álíka asnaprik allan liðlangan daginn. Aheyrendur gátu svo auðveldlega sett sig í spor sögumanns, en um það snýst málið í þáttum sem þessum. Upplestur og áherslur Þráins voru sí'ðan til að kóróna allt saman. Maðurinn gældi við hiustendur, fitlaði nánast áþreifanlega við eyrti. þeirra. Og þó þetta síðastnefnda sé kannski ofsagt, þá felst þó það sannleiks- korn í meiningunni að áheyrendur slöpp- uðu allir af undir þessari orðanna meðferð. Það var svo notalegt aö láta þetta oröa- gjálfur flæða yfir sig að maður náði ósjálf- rátt að slaka á í þessu líka ansans amstri dagsins. I reyndinni er það alveg æðislegt að útvarpsefni geti haft þessi áhrif á mann. Nema hvað, nú heyra þessir þættir Þráins sögunni til. Annar maður með annan hreim er kominn að hljóðnemanum og er að reyna að flytja álíka efni og Þráinn forð- um. Eyvindi Erlendssyni mistekst það hrapallega. Að mínu viti er alveg hræðilegt að hlusta á hvernig hann kemur efninu frá sér. í stað þess að gæla við hlustendur, sem sitja uppi í sóffa þegar þarna er komið í dagskránni og drekka kaffið sitt eftir upp- vask, fer hann á slíku hundavaði yfir mjúk- an textann að liggur við öskri og hrópum. Maður stressast allur upp, og siekkur á þessu í besta falli, blótar manninum í ofan- álag ef maður er til dæmis illa fyrir kallað- ur. Þetta gengur ekki, kannski um miðjan dag þegar maður er spenntur hvort eö er, en alls ekki þegar mann langar að setjast niður heima og skilja að vinnu og hvíld með ljúfu hjali úr viðtækinu. SJÓNVARP eftir Eddu Andrésdóttur Opniði gluggann betur! Maður er alltaf eitthvað að agnúast út í takmarkaða framleiðslu Sjónvarps á inn- lendu efni. A fyrstu dögum vetrar hefur þó heldur ræst úr, samanber Fasta liði... og Gluggann. í svipinn man ég ekki eftir fleiri blönduðum þáttum á dagskrá Sjónvarps en þeim síðarnefnda. Ekki þar með sagt að ís- lenskir þættir þurfi endilega að vera bland- aðir. Það er hreint ekkert síðra að búa til stutta þætti um einstök efnisatriði. í fljótu bragði dettur mér það sama í hug og ungl- ingunum; þættir um íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. Eg hef til að mynda enn ekki hitt þann sjónvarpsáhorfanda sem ekki kunni að meta Bítlaþættina hér á dög- unum, þó þeir hafi kannski ekki verið al- veg af sama toga og um er rætt. Nema hvað, hér var aðallega lagt upp til að benda á eitt og annað í fyrrnefndum Glugga sem betur hefði mátt fara. Annars ágætir umsjónarmenn, Örnólfur Thorsson og Arni Sigurjónsson báru það svolítið með sér að þeir væru að stíga sín fyrstu skref í þáttagerð, og ekkert ljótt um það að segja. Samt hefði verið miklu skemmti- iegra að hafa þá ögn hýrari á skjánum. Einn áhangenda Helgarpóstsins hefur vel á minnst bent á að það eigi að varða við lög að vera fúll á sjónvarpsskermi. Það hafi enginn maður rétt tii að mæta þannig inn í stofu hjá manni. Nota bene; þetta á ríú ekki við þá fyrrnefnda félaga. Það hefði líka verið skemmtilegra að þeir félagar hefðu verið víðsýnni í efnis- vali. Þátturinn er sagður eiga að fjalla um listir, menningarmál og fleira. Nú ætla ég að afhjúpa menningarsneyði minn með því að segja að það vantaði þetta „fleira". Það þarf engan ramma að setja utan um „fleirá', það getur náð yfir hvað sein er. Það hefði veriö kjörið að nota það til að létta annars fremur þunglamalegan þátt. Það er ekki þar með sagt að menningar- legt efni þurfi að vera þunglamalegt, síður en svo. Og þá erum við nú aldeilis með rétt- an miðil í höndunum, sem býður upp á tal og mynd. En einmitt þetta aðal sjónvarps var á engan máta notfært í Glugganum að þessu sinni. í endurminningunni er þáttur- inn eins og hann hafi verið ætlaður til flutnings í útvarpi. Kannski eru það smáatriði, en tæplega var þeim Þóru Kristinsdóttur og Beru Nordal greiði gerður með því fyrirkomu- lagi sem haft var á þeirra innleggi í þáttinn myndlega séð. Og einhvern veginn er eins og upplestur ætli aldrei að gera sig í sjón- varpi. Land míns föður var rúsínan i pylsu- endanum, myndrænt og fjörlegt og gerði baggamuninn. Svo það mætti gjarnan opna Gluggann betur. . . 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.