Helgarpósturinn - 19.06.1986, Side 9

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Side 9
PðUTÍSKRI SFORYSTIJNNAR Óskar Guðmundsson, ritstjórnarfulltrúi Þjóðviljans, hefur sagt upp störfum í kjölfar átakanna um Þjóðviljann lega af forystu verkalýðsins en einn- ig af öllum stjórnmálaflokkunum. Og það er ekkert tillit tekið til þeirra í kjarasamningum. En það eru ein- mitt þessir hópar sem halda 1000 manna fundi í Háskólabíói, sem verkalýðsforystan getur ekki. Það er ekki tekið mark á fólkinu vegna þess einfaldlega að það hentar stjórnmálaflokkum vel að jarða svona hreyfingar. Síðan hefur það farið fyrir brjóstið á verkalýðsfor- ystunni og forystu Alþýðubanda- lagsins hversu eindregið Þjóðviljinn hefur lagst á sveif með þessum hóp- um. SORGARSAGA VERKA- LÝÐSHREYFINGAR- INNAR Þróunin í Alþýðubandalaginu hin síðustu ár, svo og á Þjóðviljanum, er sorgarsaga verkalýðshreyfingarinn- ar. Verkalýðsforystan í dag gerir tvennskonar kröfur til annarra: Annaðhvort styður fólk allt sem þessum örfáu mönnum sem stjórna dettur í hug að segja eða það þegir. Yfirleitt nægir forystunni þögnin og þeir berjast fyrir því að fólk þegi. Menn sem vilja halda völdum eru ekki eins hræddir við neitt og verk- föll. Þessir menn óttast verkföll. Ég held ég fari rétt með að Ásmundur hafi aldrei leitt verkfall. Innan verkalýðshreyfingarinnar ræður hagfræðingaveldi sem finnur ekki til með fólki. Og þessir menn eiga við alvarleg siðferðisvandamál að etja: Að ætla fólki að lifa af lágum launum en vera hátekjumenn sjálfir. Að vera með meira en 100.000,- krónur á mánuði og vera að semja um laun fvrir fólk sem ekki nær 20.000,- krónum á mánuði. Áð ekki sé minnst á þjónkunina við ríkis- stjórnina þegar verkalýðsforystan sér ástæðu til að júbílera og færa, stjórninni blóm. Og það segir ekki litla sögu að nú skuli Guðmundur J. Guðmundsson tíunda það sér til af- sökunar að hafa þegið fé af þáver- andi fjármálaráðherra, vidsemj- anda Dagsbrúnar. Siðblindan er al- ger. Það eru margir sem halda að Þjóðviljinn sé hneykslunargjarn og að lýðræðiskynslóðin sé einangruð með sífellt niðurrifshjal. Þetta er ekki rétt. í þeim átökum sem hafa komið upp á yfirborðið hefur stór hópur eldra fólks haft samband við okkur og lýst yfir stuðningi við okk- ar baráttu. Þannig að við erum hvorki enangruð né með niðurrifs- hjal. Ég veit að margir fyrrverandi forystumenn ASÍ eru miður sín út af ástandinu. VERKALÝÐSFORYSTAN HEFUR EKKI SINNT SÍNU FAGI Það verður að athuga það að á síðustu 6—7 árum hefur eingöngu verið samið um kaupmáttarrýrnun. Þetta sýnir að verkalýðsforystan hefur alls ekki getað sinnt sínu fagi — að tryggja fólki mannsæmandi laun — og það öllum, ekki bara for- ystunni sjálfri. Það er því ekki nema von að verkalýðsforystan vilji tryggja sér þögn í fjölmiðlum. Vinstri menn hafa ekki hjólað í verkalýðsforystuna vegna þess að menn hafa talið að verkalýðshreyf- ingin ætti undir högg að sækja vegna fjandsamlegs ríkisvalds. Það væri því nauðsynlegt að umbera þverbresti hreyfingarinnar vegna þess að andstaða kæmi atvinnurek- endum og ríkisvaldinu best. Með þessu gerði vinstrihreyfingin í land- inu ægileg mistök. Vert er að athuga í þessu sambandi að vesöld í samn- ingum og á málafylgju á þingi, má skrifa á reikning forystumanna og flokkseigenda vegna þess að t.d. samþykktir miðstjórnar og lands- funda Alþýðubandalagsins hafa hljóðað upp á allt aðrar kröfugerðir. En yfirbyggingin hefur hreinlega hundsað samþykktirnar. LÝÐRÆÐISKYNSLÓÐIN ER EKKI BARA í ABL Eftir BSRB-verkfallið hafa skilin á milli fólks og flokkseigendafélaga allra flokka aukist. Það varð breyt- ing á umræðu fólks í öllum flokkum. Umræða um lýðræði fékk nýtt og sterkara innihald á þeim tíma. Þetta á við um fleira en lýðræði, t.d. krist- ið siðferði. Þetta er umræða venju- legs fólks sem ekki er ástæða til að tengja neinum ákveðnum stjórn- málaflokki. Og þetta ábyrgðarlausa hugtak lýðræðiskynslóð á ekki bara við um Alþýðubandalagið, heldur fleiri flokka. Þetta er fólk sem er andmiðstýringarsinnað, vill mann- sæmandi laun og eðlilegan vinnu- tíma. Þetta er fólk sem gerir kröfur og reynir að standa á móti því að valdið safnist á fáar hendur. Þetta er fólk í öllum flokkum og þó helst fólk utan flokkanna. Og það má lesa slíkt gagnrýnið hugarfar út úr ræðum presta, út úr nýjum samtökum, út úr ýmsu í fjölmiðlum. Það á sér nú stað meiriháttar félagsleg gerjun sem þó fer ekki mikið fyrir. Og þessi gerjun mun eignast fleiri birtingarform. Á FLÓTTA UNDAN FÓLKINU Verkalýðsaðallinn og flokkseig- endafélögin í Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu geta reynt að bjarga sér á flótta undan fólkinu með því að sameinast og reyna þannig að auka tiltrú. Það yrði þá undir formerkjum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Þrastar Olafs- sonar, sem vilja mynda ríkisstjórn með höfuðandstæðingum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Á sama hátt og gert er í verkalýðshreyfingunni. Æ fleiri sjá að það er ekki um ann- að að ræða en að endurreisa verka- lýðshreyfinguna, byrja upp á nýtt, jafnvel stofna nýja verkjalýðshreyf- ingu ef ekki vill betur. En fólk utan af landi, sem á ekkert sameiginlegt með forystunni í Reykjavík, venjulegir félagsmenn í flokkunum og venjulegt fólk í hin- um ýmsu hópum, gæti bundist sam- an í laustengda hreyfingu á móti þessu. Hreyfingu sem er raunveru- legur valkostur, vill raunverulegt lýðræði. Og það skiptir miklu fyrir það fólk að fjölmiðlar sofni ekki á verðinum. Það er mikilvægt að gagnrýnin blaðamennska verði of- an á. Og baráttan er rétt að byrja, það er aðeins forleikurinn sem er af- staðinn. Það er þess vegna sem ég er núna að kanna möguleika á út- gáfu nýs blaðs og vegna þess að fjöl- miðlar þurfa að hafa aðhald hver af öðrum," sagði Óskar Guðmundsson að lokum. FLOKKSBLOÐ ALDAUÐA FYRIRBÆRI ,,Þegar Jean-Paul Sartre spádi stjórnmálaflokkum endanlegum dauða og að einsmálshreyfingar tœkju viö, þá talaði hann ekki sérstaklega um málgögn. Það er ekki nema von, því flokksblöð á vinstri vœngnum eru nœstum aldauða fyrirbœri um allar álfur. Það eru því meira og minna málgagnslausir stjórnmálaflokkar, sem eru að vinna 40—50% kosn- ingasigra í löndum Evrópu þessi árin. Og framtíð dagblaða er mjög í þoku af tœknilegum ástœðum. Hins vegar hefur fólk breyst í þeim fjöl- þáttaþjóðfélögum sem við báum í. Venjuleg manneskja er ekki reiöu- búin í sama mœli og áður að stinga sér inn í hólf stjórnmálaflokks og setja jafnaðarmerki milli sinna viðhorfa og einhvers eins stjórnmála- flokks. Manneskjan er sem betur fer yfirleitt plúralistískari en svo. Og einmitt í því efni má greina ginnungagap í málflutningi þeirra sem hafa fjallað um stjórnmálin og Þjóðviljann á fundum í Alþýðubandalaginu að und- anförnu: Þeir sem hafa valið sér sjónarhól einnar tegundar sósíalisma, einnar hreyfingar, eins flokks, eins málgagns og eins foringja — og svo þeirra sem horfa vítt yfir lendur og sjá margflókinn veruleika með ótal leiðum, þar sem við þurfum að efast og spyrja, leita og hugsa sjálfstœtt. Og afþví svarið er ekki fólgið í því að segja já eða þegja yfir hverju einu sem fram er borið afvörum tiltekinna stjórnmálamanna eða dagblaða, þá getur þú bœði verið með og á móti hinum ýmsu atriðum í hreyfing- unni, í flokknum, í blaðinu, og í rœðum foringjans. Það er enginn absa- lút sannleikur til í þessu efni." Þetta er bútur úr ræðu Óskars Guðmundssonar á fundi Útgáfu- félags Þjóðviljans, sem hann flutti í nóvember í fyrra. Hún olli miklu fjaðrafoki og hvatti gamla flokkseigendafélagið til að smala á næsta aðalfund Utgáfufélags Þjóðviljans sem var haldinn 3. júní síðastliðinn. í Mosfellssveit bjóða ferðafólk velkomið. Hvernig væri að koma við hjá okkur í WESTERN FRIED á leiðinni útúr bænum og fá sér gómsæta kjúklingabita frá ÍSFUGL, þeireru í umbúðum sem halda þeim heitum. Einnig er tilvalið að líta við á heimleiðinni og borða kvöldmatinn hjá okkur, eða taka hann með heim. ísfugl Mosfellssveit GÓDAFERD- VELKOMIN HEIM HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.