Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.06.1986, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Qupperneq 16
TARKET Sænska gæðaparketið HREINNA LOFT Þaö er ekki bara hreinna loft og auðveldari þrif sem fylgja því að velja TARKETT PARKETT á gólfin. TARKETT PARKETT er heimsfrægt fyrir stöðugleika. TARKETT PARKETT hefur sérstaklega sterka lakkhúð. TARKETT PARKETT er auðvelt I uþpsetningu. Þeim fjölgar sífellt sem velja TARKETT PARKETT á gólfin, því þeir vita að þau verða fallegri og fallegri með hverju ári sem líður. HARÐVIÐARVAL Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 671010 frá í síðasta blaði ætlaði Haukur Haraldsson, áhugamaður um létt- an klæðnað, að opna „klámbúllu" í húsnæði við Laufásveginn, sem er í eigu Matthíasar Einarssonar í Glæsi. Eftir að grein Helgarpóstsins um skipulagt vændi og fyrirætlanir Hauks varðandi húsnæðið komu fram, þótti Matthíasi sem komið hefði verið aftan að sér, því hann hafði ekki hugmynd um hvað til stóð, að því er heimildir HP herma. Nú hefur það gerst að hann hefur gert nýjan samning við leigutakana, sem vel að merkja eru ekki Haukur, heldur Vilhjálmur Svan og Gunn- laugur Ragnarsson hjá skemmti- staðnum Uppi og niðri. Þeir munu vera ,,góðu mennirnir, sem standa á bakvið mig“, eins og Haukur orðaði þetta I HP. I nýja samningnum er Vilhjálmi Svan, Gunnlaugi og vænt- anlega Hauki heimilt að hafa þarna skrifstofur, en ekki klámsjoppu, og allar breytingar á starfsemi í hús- næðinu verður að bera undir leigu- salann Matthías Einarsson... l Gufudalshreppi (sem er næstur við Múlahrepp þar sem enginn býr) eru menn frekar óhressir með fréttaflutning útvarpsins af kosning- um. Ríkisútvarpið sagði semsagt að oddviti síðasta kjörtímabil hefði kol- fallið í kosningunum með aðeins þrjú atkvæði. Við kosningarnar fyr- ir fjórum árum hefði sami bóndi aft- ur á móti verið með flest atkvæði. Hið rétta í þessu máli er að Reynir Bergsveinsson, oddviti í Fremri- Gufudal, er fluttur burt úr sveit sinni en varð aðeins of seinn með að til- kynna aðsetursskipti og lenti því óvart inni í kjörskrá. Þá fékk Reynir ekki þrjú atkvæði — sem teldist ekki svo laklegt þar sem íbúar eru ekki nema um 40 — heldur fékk hann eitt atkvæði. Það er líka rangt að Reynir hafi fengið flest atkvæði í kosningunum 1982; það var Sam- úel Sakaríasson í Djúpadal sem var atkvæðahæstur þá. Nú báðust bæði Samúel og þriðji hreppsnefnd- armaðurinn, Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal, undan kjöri — af Á GÓÐU VERÐI - BENSÍNDÆLUR AC Delco Nr.l BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 persónulegum ástæðum að |rví er heimildir HP vestra herma. Hrepps- nefndin er því öll ný og hana skipa Hallgrímur Jónsson, hreppstjóri í Skálanesi, Magnús Helgason í Múla og Jenný Leifsdóttir, kona Samúels í Djúpadal. . . ^Ííðindi úr Grímsnesi: Þar í sveit ætlar Gísli Hendriksson, bóndi á Hallkelshólum, að ráðast í gríðar- stórt laxeldisfyrirtæki í samvinnu við Norðmenn. HP hefur frétt að þarna verði vinnustaður fyrir 10—15 manns og velta fyrirtækisins ekki minni en 200 milljónir á ári. . . O,...., _, Grímsnesinu fóru kosningar nokk- uð á annan veg en menn huguðu, þar sem listi sá sem oddviti sveitar- innar, Böðvar Pálsson í Búrfelli, bar fram fékk aðeins tvo menn inn af 5 og er því í minnihluta. Eitt af því sem gerði mönnum erfitt með að reikna út hvernig kosningar færu í Grímsnesinu var rýmkun á kosn- ingarétti sem heimilar ósjálfráða fólki að kjósa. Að Sólheimum í Grímsnesi er rekið heimili fyrir vangefið og þroskaheft fólk sem nú fékk í fyrsta sinni á ævinni að kjósa. En aðrar ástæður og ekki ósenni- legri fyrir fylgistapi Böðvars í Búr- felli eru áhugaleysi hans og hans manna á kosningabaráttunni og óeining um uppröðun á oddvitalist- anum... Örfáar v sekúndur - í öryggis skyni u as®0*" :GAN heppnast betur með ^örum frá Kjötiðnaðarstöð t n gengur fljótar, innihajdið i mt þrátt fyrir hita og holótt« - en umfram allt er maturinn lum þér tæpan tug mismunandi hvorki meira né minna. NAUTABJfa K.IOIIONAOAkSTIit) fKmdatóóf í SOÓi _ Kjötbúöingur f! Kjötbolluf i brúrmi $óstl .m.rntfif 'ifi; Grófhakteú kindakjöf áðmgur 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.