Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.06.1986, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Qupperneq 24
Góða ferð með Guðmundi Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu. ,,Það er allt I paník, ég á eftir ad gera allt nema ad mála myndirnar" sagdi Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaöur og hneggjaði hóg- uœrlega eda m.ö.o. hló, er hann leit uið á HP. Hann opnar föstudags- kvöldiö 20. júní sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Þetta er fimmta einkasýning Guö- mundar á íslandi en hann hefur dvalid og numid myndlist lengi er- lendis,allt of lengi að eigin sögn; í Danmörku, Hollandi og nú síðast í sjálfri Parísarborg. Guðmundur sýnir grafíkmyndir, akrýlmálverk og teikningar sem hann hefur unnið á siðastliðnum þremur árum. „Já, það er alltaf verið að reyna að spyrja mig hvernig ég máli, en mér er meinilla við alla fílósófíu og er hættur að gefa nokkrar yfirlýsing- ar,“ sagði listamaðurinn. „Samt fyll- ist ég stundum heilagri reiði og læt þá einhverja vitleysu út úr mér sem auðvitað er tómt bull. Eg hef nefni- lega aldrei getað hugsað lógískt." Svo hló hann svona ofboðslega, og bætti síðan við alvörugefinn: „Og svo er ég gripinn og það sem ég segi hrakið, en það er líka mjög hollt. Og þess vegna læt ég sömu vitleysuna aldrei oftar en tvisvar út úr mér. En jú, málverkin mín eru fígúratív og kannski svolítið klassísk og ég býst TÓNLIST Jafnvœgi gamalla og nýrra aöferöa eftir Karólínu Eiríksdóttur Yngsta kynslóð islenskra tónskálda var í sviðsljósinu í Norræna húsinu í síðustu viku, þegar Guðni Franzson klarinettleikari og Ulrika Davidsson píanóleikari léku sjö verk eftir ung íslensk tónskáld. Fimm verkanna voru frumflutt. Þetta munu vera fyrstu tón- leikar Guðna hér síðan hann útskrifaðist úr Tónlistarskólanum fyrir tveimur árum og kvaddi hann sér svo sannarlega hljóðs með miklum myndarbrag. Tónskáldin sjö eru flest enn í framhaldsnámi eða á leiðinni í fram- haldsnám. Fyrsta verkið á tónleikunum var Flug fyrir einleiksklarinett eftir Hákon Leifsson. Verk- ið lýsir því, hvernig fugl hefur sig til flugs, flýgur um og hverfur síðan. Þessi hugmynd var mjög skýrt útfærð og á myndrænan hátt, verkið þróaðist úr engu, varð eitthvað og hvarf að síðustu út í buskann. Sporðdrekadans eftir Kjartan Ólafsson á það sameiginlegt með verki Hákonar að sækja hugmyndir til einhvers annars en tónlistar, í þessu tilfelli átti verkið að lýsa skapgerð manneskju, sem er í sporðdrekamerkinu. Ef dæma má af verkinu, þá eru talsveröar öfgar ríkjandi í sporðdrekum; stundum var þessi sporðdreki árásargjarn, svo skyndilega blíð- ur og góður, svo var eins og hann væri hálf- ruglaður og liði ekkert vel, en þá varð hann bara reiður aftur. Burtséð frá þessu þá stend- ur verkið alveg fyrir sinu án útskýringa, það minnir svolítið á nýja málverkið í myndlist- inni, höfundur blandar saman gömlu og nýju tónmáli og aðferðum. Skemmtilegt og frum- legt verk. Næst kom verk eftir Guðna Franzson sjálf- an, Sónatína, en Guðni hefur fengist talsvert við tónsmíðar jafnframt klarinettleiknum. Tónskáld almennt ættu sennilega að láta sér þetta verk að kenningu verða, því það lýsir áreiðanlega innstu ósk margra hljóðfæra- leikara um að fá bara að spila fallega músík, áreynslulausa og lausa við þetta metnaðar- fulla tæknibrellubrölt tónskálda. Verkið er hógværðin uppmáluð, fallega unnið samtal milli hljóðfæranna tveggja. Músík fyrir klarinett eftir Hróðmar I. Sigur- björnsson var næstelsta verkið á tónleikun- um, samið 1984. Eins og í verki Kjartans blandast þarna saman gamalt og nýtt þó á annan hátt sé; formið og uppbygging eru að mörgu leyti hefðbundin, en tónmálið ekki, því að verkið byggir á míkrótónum, þ.e.a.s. áttundinni er skipt í smæstu eindir. Þarna má heyra fagmannleg og sannfærandi vinnubrögð. í Smámyndum Hauks Tómassonar svífur andi Antons Weberns yfir vötnum. Þetta eru samþjappaðar, efnismiklar smámyndir, sem hver um sig er mjög heilsteypt smíð með sterkan svip. Svo ég haldi áfram að tala um aðrar listgreinar þá fannst mér þetta verk í góðu samræmi við fallega sýningu Thors Vil- hjálmssonar og Arnar Þorsteinssonar, sem gaf að líta í anddyri Norræna hússins þetta kvöld. Slúðurdálkur Lárusar H. Grímssonar er enn eitt verkið á þessum tónleikum, sem sækir innblástur í annað en tónlist. Verkið minnir um margt á Sporðdrekadans, þ.e. snögg umskipti á skapbrigðum. í Slúður- dálki er lýst hinum mismunandi aðferðum slúðurberans við að koma slúðrinu áleiðis,- ýmist notar hann ísmeygilega lævísi eða bara hreina frekju. Lárus nýtir sérlega vel vítt blæbrigðaróf klarinettsins. Verk fyrir klarinett eftir Hilmar Þórðarson var samið 1983 og var því elsta verk kvölds- ins. Það byggir annars vegar á hljóðblokkum eða hljóðgusum, sem skiptir snöggt um, og lagrænum miðkafla hins vegar. Rithátturinn gefur hljóðfæraleikurunum nokkuð frjálsar hendur í gusuköflunum og í þetta skipti lögðu flytjendur áherslu á kómískari hliðar verksins. Þetta var skemmtilegur enda- punktur á skemmtilega tónleika. Guðni Franzson hefur yfir að ráða góðri tækni og leikur hans er hugmyndaríkur og músíkalskur, hann er fundvís á blæbrigði og leiðir til að túlka ólík verk og gefa hverju um sig sterk eigin einkenni. Samleikur hans og Ulriku var í alla staði lifandi og sýndi innlifun og skilning á viðfangsefnum. Eftir svona tónleika, þar sem tónlist einnar kynslóðar er borin fyrir áheyrendur á silfur- fati, finnst manni tilhlýðilegt að draga ein- hverja heildarályktun af því sem heyrt var. Verkin eru ólík, persónuleg einkenni ólíkra höfunda koma sterkt fram í hverju þeirra. Þó má merkja ýmislegt sameiginlegt, t.d. snögg umskipti milli hugmynda, eins konar kassa- uppbyggingu, hjá Kjartani, Lárusi og Hilm- ari, ljóðrænan biæ í verkum Hákonar og Guðna, hefðbundna uppbyggingu þeirra Há- konar, Guðna og Hróðmars og ákafann í verkum Hróðmars, Lárusar og Hilmars. Haukur Tómasson er dálítið sér á báti með samþjöppuðu karakterstykkin sín. Það sem er einkum sameiginlegt öllum verkunum, er hversu skýrt mótaðar hugmyndir liggja þeim að baki og hversu laus þau eru við tilgerð og sýndarmennsku, hugmyndir eru fagmann- lega settar fram og öll vinnubrögð bera vott um kunnáttu. Það er eins og jafnvægi hafi fundist milli gamalla hefða og nýrra aðferða og tilrauna. Allt sprettur eðlilega og áreynslulaust fram. Þá er bara spurningin hvort einhverjir sakni átakanna, en það er allavega engu að kvíða um framtíð islenskr- ar tónlistar. POPP * A brandarakonsert meö Shadows Loksins kom að því að eitthvað verulega bitastætt rak á fjörur þeirra sem helst vilja enga nýrri hljómlist heyra en tuttugu ára. Broadwaybændur hafa verið ótrúlega dug- legir við að flytja inn listamenn sem skört- uðu sínu fegursta um miðjan sjöunda áratug- inn. Og sú fegurð er í býsna mörgum tilvik- um farin að fölna ískyggilega núna. En hljómsveitin Shadows er allt annað kalíbet en það sem áður hefur verið flutt inn (Fats Domino er vitaskuld undanskilinn, enda einni kynslóð á undan hinum á stjörnu- himninum). Erida eru Skuggarnir gömlu enn i fullu fjöri, selja plötur sínar enn í stórum upplögum, leika í meðalstórum hljómleika- sölum víða um heim — og verðskulda það fyllilega. Shadows héldu hér sex konserta frá fimmtudeginum 12. júní til og með sautj- ánda. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað um aðsókn á síðustu tvo tónleikana en hún var mjög góð á fjóra þá fyrstu. Til þess að showið mætti heppnast sem best komu hingað til lands hljóð- og ljósamenn löngu á undan stjörnunum sjálfum og umturnuðu öllum kerfum í Broadway svo að tónlistin mætti berast sem best og tærust í ystu kima diskó- teksins og að hljóðfæraleikararnir sæjust í réttu ljósi. Enda voru tónleikar Shadows tæknilega séð vel heppnaðir. Hljómburður hefur ekki í annan tíma verið betri í Broadway og sviðs- lýsingin var sú fagmannlegasta sem ég hef séð hér á landi til þessa. Hvert smáatriði var úthugsað, tímasetningar ljósamannanna kórréttar, réttir litir við blæbrigði tónlistar- innar. Sem sagt enginn sofandabragur á tækniliði hljómsveitarinnar. Ég get á þessari stundu ekki almennilega gert það upp við mig hvort tónleikar Shadows í Broadway hefðu staðið eða fallið ef þessa þrautþjálfaða tækniliðs hefði ekki notið við. Hefðu þeir verið jafn brjóstum- kennanlegir og sumar aðrar ,,stjörnur“ sjö- unda áratugarins sem hafa tekið fyrir okkur lagið að undanförnu? Tæpast. En víst hafði ytri umbúnaður sitt að segja til að gera kvöldið með Shadows í Broadway skemmti- legt. Og vissulega kom þar ýmislegt á óvart. Til dæmis var Hank Marvin gítarleikari ekki maður kvöldsins í mínum huga heldur Brian Bennett trommuleikari. Á plötum Shadows ber sjaldnast neitt á Bennett. Á hljómleikum á hann stærstan þátt í að lyfta tónlist hljóm- sveitarinnar vel upp fyrir meðalmennskuna. Vissulega er Hank Marvin afar sérstæður git- arleikari og á sitt eigið sánd en tæknilega séð er hann enginn snillingur frekar en Bruce Welch og aðstoðarhljóðfæraleikararnir tveir sem leika með Shadows á hljómleikum. Fyrir utan afbragðs trommuleik Bennets, góðan hljóm og smekklega lýsingu var það enn eitt sem hélt uppi tónleikum Shadows; kímnigáfa Marvins og Welch. Sér í lagi var sá síðarnefndi orðheppinn með afbrigðum og fundvís á að gera sér mat úr veðrinu hér á landi, aðstæðum í Broadway og drukknum tónleikagestum sem nokkrir voru ósparir á framíköll. Brandarar Marvins voru meiri ut- anbókarlærdómur. Hann hafði meira að segja notað þá marga í sjónvarpsþætti sem sýndur var hér einhvern tíma á síðasta ári. Prógramm Shadows er skynsamleg blanda gamalla laga og nýrra. Þau gömlu fengu mun betri viðtökur en þau nýrri, sér í lagi þó Atlantis, Wonderful Land og Apache. Áheyr- endur voru þó prýðilega með á nótunum er Shadows léku Cavatinuna úr Deer Hunter og Don’t Cry For Me Argentina úr Evitu svo að dæmi séu tekin. I heildina séð fengu Shadows ágætar viðtökur og þær verðskuld- aðar. Sviðsframkoman var dásamlega hall- ærisleg á köflum. Shadowssporin marg- frægu voru stigin, gítarleikararnir sveifluðu hljóðfærum sínum í takt og hneigðu sig djúpt á eftir hverju lagi að launum fyrir gott klapp áheyrenda. Einna mesta athygli og hlátur vakti þó Cliff Hall hljómborðsleikari i laginu Hang’em High. Þá gerði hann sér litið fyrir og stóð á höndum á hljómborðinu og hélt samt áfram að spila! Geri aðrir betur. Ef einhvers staðar mátti finna meinbug á hljómleikum Shadows þá var það þegar Bruce Welch og Hank Marvin tóku upp á þeim andskota að syngja. Þeir sungu saman lögin Livin’Doll og Wonderful World eftir Sam Cooke og hefðu betur látið það ógert. í sjónvarpsþættinum sem drepið var á hér að framan kom í ljós að Welch og Marvin geta ágætlega raddað með aðalsöngvara, til dæmis Cliff Richard. Sem aðalsöngvarar eru þeir hins vegar kolómögulegir — vart sveita- ballsfærir. Hljómsveitin Shadows er búin að vera að síðan í lok sjötta áratugarins. Þremenning- arnir hafa staðið af sér alla tískustrauma og eiga miklu fylgi að fagna enn þann dag í dag víða um heim. Þeir halda enn stefnunni sem þeir mörkuðu sér í upphafi: að flytja létt og melódískt ósungið popp. Það gera þeir með stæl. Og eiginlega meiri stæl en maður átti fyrirfram von á, samanber hrósyrðaflaum- inn um Brian Bennett hér að framan. Og þó að ég hafi ekki gert mikið úr gítarleik Hank Marvins þá er það vafalaust hinn sérstæði stíll hans sem er lykillinn að velgengni hljómsveitarinnar. Það var gaman að fá hljómsveitina Shadows í heimsókn og hún var góður gest- ur eins og sagt er í rabbþáttunum í útvarp- inu. 24 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.