Helgarpósturinn - 19.06.1986, Side 25

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Side 25
Guðmundur ævintýra- maður, grallari og myndlistarmaður Thor- oddsen. Mynd Jim Smart. við að það sé eitthvað nýtt í þeim. Svo er ég líka svolítill ævintýramað- ur og það má segja að ég ferðist sjálfur svolítið um inni í verkum mínum." Verkin á sýningunni eru öll til sölu. Sýningin stendur til 29. júní og er opin frá kl. 16 til 20 virka daga en kl. 16 til 22 um helgar. HP óskar væntanlegum áhorfendum góðrar ferðar með Guðmundi.. . Mrún KVIKMYNDIR Luktar dyr Regnboginn: Oltra la porta (Bak viö lokaöar dyr) ★★ ítölsk. Árgerð 1982. Leikstjórn: Liliana Cavani. Handrit: Enrico Medioli/Liliana Cavani. Kvikmyndun: Luciano Tovoli. Aðalhlutverk: Elenora Giorgi, Marcello Mastroianni, Tom Berenger, Michel Piccoli o.fl. Liliana Cavani er meðal markverðari kven- leikstjóra á Ítalíu í dag. Fyrstu kvikmynd sína af fullri lengd (Francesco di Assissi) gerði hún árið 1969, þá þegar 32 ára gömul, og er hún einmitt ein úr hópi þeirra ítölsku kvik- myndagerðarmanna, er fengu tækifæri til að spreyta sig og sýna hvað í þeim bjó þegar rík- isrekna sjónvarpsstöðin góðkunna, RAI öðru nafni Radiotelevisione ltaliana, hóf á þessum árum hina margrómuðu tilraunastarfsemi sína með framleiðslu kvikmynda í samvinnu við fjármagnsaðila utan stofnunarinnar. í kjölfar Francesco di Assissi fylgdu síðan myndir á borð við Portiere di Notte (1973), sem var einskonar hryllingsmelódrama um afleiðingar þess tíðaranda er þúsundáraríki Hitiers hafði í för með sér, og Al di lá bene e delmale frá árinu 1977, en sú mynd var eink- ar persónuleg og jafnframt stórfrumleg túlk- un á lífshlaupi og kenningum þýska heim- spekingsins Friedrich Wilhelm Nietzsche. Þó svo að sú mynd, sem hér er til umfjöll- unar, standist e.t.v. ekki samanburð við það besta sem Cavani hefur látið frá sér fara um dagana, þá er hún þó engu að síður góðra gjalda verð, þó ekki væri nema fyrir þá sök að meðlimum Mánudagsmyndaklúbbs Regnbogans gefst hérmeð tækifæri til að sjá hvað sú mæta kona hefur verið að fást við á liðnum árum. Oltra la porta er einskonar hálf-freudi- anskur psykóþriller. Sögusviðið er lítið bæj- arfélag einhversstaðar á strönd Norður-Afr- eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur og Ólaf Angantýsson íku. Matthew (Tom Berenger), sem er banda- rískur verkfræðingur í olíubransanum, kem- ur til bæjarins og kynnist þar Nínu (Eleonora Giorgi), sem lifir þar.að því er virðist, einkar undarlegu og tvöföldu lífi. Annarsvegar sem leiðsögumaður erlendra ferðamannahópa og hins vegar í undirheimum borgarlífsins, meðal vændiskvenna og eiturlyfjaprangara. Matthew verður þegar ástfanginn af stúlk- unni og verður jafnframt um síðir staðráðinn í að bjarga henni upp úr soranum með því að kvænast henni og flytjast með henni á brott úr þessu, að því er hann telur svo miður æskilega umhverfi. Helsti þrándur í götu hans er Enrico (Marcello Mastroianni) fóstur- faðir hennar og jafnframt elskhugi. Á milli þeirra feðgina ríkir einkar þversagnakennt ástar/haturssamband, sem Matthew á býsna erfitt með að átta sig á i fyrstu en er þó ein meginforsenda þess að honum megi takast ætlunarverk sitt. Ó.A. Léttfríkud og lúmsk aulafyndni Regnboginn: Compromising Position ( Teflt í tvísýnu) ★★ Bandarísk. Árgerð 1985. Leikstjórn: Frank Perry. Handrit: Susan Isaacs, byggt á metsölubók eftir hana sjálfa. Kvikmyndun: Barry Sonnenfeld. Tónlist: Brad Fiedel. Aðalhlutverk: Susan Sarandon, Edward Herrman, Mary Beth Hurt, Judith Ivey, Joe Mantegna o.fl. Já, mikil ósköp, þessi mynd er þrælfyndin og að því leyti sker hún sig úr hópi kvik- mynda þar sem blaðamenn leggja sig í lifs- hættu við að rannsaka og koma upp um hina hræðilegustu mál þar sem svo grimmt kveð- ur að morðum og spillingu að áhorfendur standa á öndinni. Ein slík var í sjónvarpinu fyrir skemmstu, eða China Syndrome eftir James Bridges. En hugmyndin að baki metsölubókinni sem þessi mynd er byggð á er léttfríkuð eins og útfærsla myndarinnar og allir sem hafa gaman af lúmskri aula- fyndni ættu endilega að drífa sig á myndina og sömuieiðis þeir sem hafa áhuga á að skyggnast inn í líf bandarískra húsmæðra. Og ekki skemmir að myndin verður nokkuð spennandi í lokin. Judith Singer er húsmóðir sem hugsar af alúð um eigingjarnan mann og 2 börn. Hún er fyrrverandi blaðamaður en hætti því starfi vegna kvenlegrar skyldutilfinningar, eins og gengur. Henni er umhugað um tennur sínar og fer því reglulega til Bruce Fleckstein tann- læknis eins og raunar flestar aðrar húsmæð- ur í bænum. Sá er aldeilis ekki við eina fjöl- ina felldur í kvennamálum eins og hetjan okkar verður óþætilega vör við þegar hann stígur i vænginn við hana þegar hún situr varnarlaus í tannlæknastólnum. En skyndi- lega er tannlæknirinn myrtur og Judith, sem Bleikir draumar Háskólabíó: Pretty in Pink (Sœt í bleiku). ★ Bandarísk. Árgerð 1986. Framleiðandi: Lauren Shuler. Leikstjórn: Howard Deutch. Handrit: John Hughes. Aðalhlutverk: Molly Ringwald, Harry Dean Stanton, John Cryer, Annie Pötts, James Spader, Andrew McCarthy o.fl. Það er með eindæmum hvað draumaverk- smiðjur Kaliforníufylkis ætla að endast við að velta sér upp úr Highschool-próblematík- inni. Enn gefst okkur að berja augum nýja út- gáfu af fyrirbærinu: Andie er dugleg lítil hnáta af lægri milli- stétt, sem saumar sjálf utaná sig spjarirnar, vinnur hluta úr degi með náminu, tekur góð próf, er sæt og frumleg og skemmtileg og öðruvísi og allt það... í stuttu máli afburða- gott kvonfang fyrir yfirstéttardraumaprins- inn Blane, sem er soldið skotinn í Andie, sem er soldið skotin í honum, sem er besti vinur Steff, sem er soldið skotinn í Andie, sem er ekki skotin i honum, því hann er skúrkur og spilltur og ofalinn á peningaseðlum pabba og mömmu, sem eru ekki eins og aulinn pabbi Andie, sem er latur og atvinnulaus og í þokkabót í ástarsorg yfir mömmu Andie, sem stakk af með öðrum, og samt er Andie dugleg, og því er Duckie soldið skotinn í Andie, sem er ekki skotin í honum því hún er skotin í Blane, og því verður Duckie að sjálf- sögðu ósköp leiður og fer út að hjóla og gráta i rigningunni, þeirri sömu og rignir á fyrsta koss þeirra Andie og Blane, sem svíkur að sjálfsögðu Andie um miðann á skólaballið, bregður mjög við þau tíðindi, fær fljótlega gífurlegan áhuga á að rannsaka málið. Sér- staklega þegar hún fréttir að vinkona henn- ar í húsinu á móti hafi verið síðasti sjúkling- urinn sem sá hann lifandi áður en hann varð óþægilega fyrir barðinu á einu atvinnutóli sínu, sem hann hefði betur geymt ofan í læstri skúffu. Fyrrverandi kollega okkar á HP dauðlangar að skrifa um málið fyrir blað- ið sem hún vann einu sinni á og þótt frétta- stjórinn þar sé ekki ginnkeyptur fyrir því að uppfylla þá ósk hennar, lætur hún ekki hug- fallast. Áhuginn er að drepa hana og hún kemst að því að tannlæknirinn hafi ekki bara veirð óður í konur heldur líka hinn versti klámhundur. Og hún er áður en varir orðin svo flækt í málið að hún er orðin hættuleg hinum kaldrifjaða morðingja, sem verður að fara að láta til skarar skríða gegn vinkonu okkar ef hann á að halda ró sinni... Mynd þessi gefur trauðla tilefni til mikilla heimspekilegra vangaveltna nema þá um stöðu húsmæðra og skort á sjálfstrausti en slík umræða er fjarri því ný af nálinni. Mynd- in verður á köflum svolítið skemmtilega ,,banal“, sérstaklega þegar kuldalegur rann- sóknarlögreglumaðurinn biðlar til vinkonu okkar í eiginlegri merkingu og vill hjálp hennar til að leysa málið. Ekki skilaði sá leik- ari hlutverki sínu sérstaklega, var helsti klunnalegur og stífur fyrir minn smekk. Leikurinn er þó í heild sinni þokkalegur og Susan Sarandon, sem mest mæðir á, stendur fyrir sínu. Myndin er stundum svolítið ein- kennilega klippt, t.d. þegar skot að ofan er klippt inn í röð skota úr venjulegri hæð, án nokkurs skiljanlegs tilgangs. Eitthvað var hljóðið líka skerandi i eyrun og raddir allra verða einkennilega likar. En sumsé léttfríkuð mynd og skemmtileg afþreying, meira að segja á sjálfan 17. júní. . . Mrún því Steff segir Blane að Andie sé ekki sæt og góð, og skúrkurinn Steff glottir, og glottir svo meir, því Andie fer með Duckie á ballið og er sætust í bleika kjólnum sínum, sem hún saumaði sjálf og allt það, svo Blane snýst enn hugur og talar að sjálfsögðu yfir hausamót- unum á Steff, og heldur svo áfram að vera skotinn í Andie, sem er svo góð og dugleg... þó að hún sé af lægri millistétt. Sem sagt dæmigerð „unglingamynd" úr draumaverksmiðjunni við Kyrrahafið... eina ferðina enn. Og hvað veldur því svo að menn þrjóskast enn við að framleiða óskapnaðinn? Hugmyndaþurrð í höfuð- draumaframleiðenda þar vestra? ekki mál aö linni þessari gegndarlausu lágkúru, sem dunið hefur yfir okkur á liðn- um misserum?! q.A. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.