Helgarpósturinn - 19.06.1986, Síða 28

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Síða 28
eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur myndir Jim Smart og Bjarni Jónsson ÁTTU ÞÍR EITTHVERT 4 „Atkvœdi mitt og mottó er þetta: Sannur þjódvilji, sigur lýda!" þrum- adi ritsjórinn yfir grandalausum mönnunum í einþáttungi Matthías- ar Jochumssonar, „Hinum sanna þjóövilja". Ekki œtlar HP að fara að fjalla um Össur Skarphéðinsson hér eða Þjóðviljamenn heldur hitt, að síðan einþóttungur Matthíasar var fluttur í Lœrða skólanum árið 1875 hafa menn sýknt og heilagt verið að setja sér mottó, hvort sem þeim hef- ur tekist að fara eftir þeim eða ekki. Það getur líka stundum verið óskap- lega erfitt að þurfa alltaf að vera samkvœmur sjálfum sér og jafnvel leiðinlegt, ekki satt? En nú hefur HP borist það til eyrna að mjög hafi dregið úr þessari áráttu og tók því hús á hópi fólks til að kanna hvort mottó, smálegar lífsreglur og því- umlíkt vœri enn við lýði. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur: „Já, ef þú færö ekki allt sem þú óskar þér, hugsaðu þá um allt sem þú færð án þess að óska þér þess. Ég hef alltaf þurft að hafa þessi eink- unnarorð." Alltaf? ,,Já, finnst þér þetta ekki gott?“ Já, mér finnst þetta bara skrambi gott. Og tekst þér að lifa svona í sátt og samlyndi við tilveruna? ,,Já, já, ég lifi eftir þessu, það gera flestir." Einhver minniháttar sérviska? „Nei, ekkert í alvörunni, nema ég fer aldrei í sund á miðvikudögum." Vigdís hlær. „Finnst þér það ekki ágætt? Ja, ég kemst ekki ofan í laug- ina. Það er bara svo voðalega þrúg- andi á miðvikudögum. Ég veit ekki af hverju.“ Inga Bjarnason leikstjóri: „Hvort ég hafi eitthvert mottó? Ég er nú voðalega mottólaus mann- eskja. En, jú að gefast aldrei upp við það sem ég byrja á, þótt það sé von- Iaust.“ Hvenœr settir þú þér þetta mottó? „Ég held að ég hafi bara aldrei sett mér það. Eg er bara svona heimsk og þrjósk." Inga hlær. Tekst þér að fara eftir þessu? „Já, ég geri það enn. Én þetta er náttúrlega fullkomin heimska." En einhver önnur minni mottó? „Mér hefur nú verið sagt að ég sé óskaplega kærulaus og ég veit ég er það. Þess vegna reyni ég að vera glöð ef ég get. Og það fer ægilega í taugarnar á umhverfinu." Guðbergur Davíð Davíðsson, upp- tökustjóri og kvikmyndagerðar- maður: „Þetta er erfið spurning." Guð- bergur hlær. „Veistu, ég held að ég eigi mér bara ekki mottó. Jú, nema það að ég reyni eftir megni að láta mér ekki leiðast. Já, einmitt, ég reyni að þrauka og láta mér ekki leiðast." Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður starfsmannafélagsins Sókn- ar: „Já að koma til dyranna eins og ég er klædd." 28 HELGARPÓSTURINN ono Steingrímur Aðalheiður Inga Regína Hvencer settir þú þér þetta mottó? Aðalheiður er ákveðin. „Ég held að þetta hafi alltaf fylgt mér svolítið, en hefur kannski orðið meira áber- andi í fari mínu eftir því sem ég eld- ist.“ Einhver önnur einkunnarorð? „Nei, ekki svona sérstaklega. Ég hef bara alltaf verið afskaplega hneigð fyrir það að líta ekki upp til neins og ekki niður á neinn. Svona beggja megin við mig er kannski fólk sem ég skil ekki, en mér finnst hvorttveggja óhugsandi að líta mik- ið upp til fólks, kannski fyrir stöðu, efni og þess háttar, og eins að líta niður á einhvern fyrir aðstæður hans.“ Tekst þér að lifa eftir hvoru tveggja? „Það held ég nú héðan af. Ég er orðin svo gömul að ég þarf ekkert að vera að taka það nærri mér hvernig fólk er eða bregst við. Ég þarf það ekki.“ Regína Thorarensen, fréttaritari DV á Selfossi: „Ja, ég reyni nú alltaf að lifa eftir því að koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig.“ Regína er ákveðin. „Þetta hef ég kennt börnunum mínum og það hefur komið þeim nokkuð vel, eða ekki veit ég annað." Hvenœr settir þú þér þessa reglu? „Jú, það var eftir að ég eignaðist fyrsta barnið mitt sem nú er 46 ára. Mér fannst ég finna til svo mikillar Gerður ábyrgðar gagnvart honum, ég vildi ala hann upp eftir settum reglum. Ég bjó á þessum tíma i Skerjafirði, sem þá var mjög barnmargt hverfi. Og mér þótti það svo ógeðslegt þeg- ar mæðurnar voru að rífast út af börnum sínum og héldu því fram að hlutirnjr væru ekki þeirra börnum að kenna, en vildu varpa sökinni á önnur börn. Þetta fannst mér lær- dómsríkt því það var eins og þær bæru ekki ábyrgð á uppeldi barna sinna. Það má ekki kenna börnum opinberlega að Ijúga, þau verða eins og aðrir að taka afleiðingum gerða sinna. Þess vegna þýddi ekk- ert fyrir börnin mín fjögur að klaga í mig. Ég lagði ríka áherslu á að þau yrðu að bjarga sér sjálf. Og það held ég að sé besti undirbúningur sem börn geta fengið í foreldrahúsum áður en þau fara út í lífið." Ólafur Ragnar Grímsson stjórn- málafrœðingur: „Nei, það hef ég ekki." Þú ert sumsé alveg mottólaus maður? Ólafur hlær. „Já, það er satt. Þeg- ar ég var hins vegar í Englandi var það ógurleg tíska hjá mönnum að setja sér einhver mottó, en sjálfur hef ég aldrei sett mér mottó. Svo einfalt er það nú.“ Kristín Olafsdóttir blaðamaður á Þjóðviljanum: „Já, ég hef mörg mottó og prins- íp.“ Kristín er róleg en einbeitt. „Eitt Kristfn af grundvallarmottóunum er að taka á einhvern hátt virkan þátt í baráttunni fyrir bættu mannlífi og núna finnst mér að baráttan hljóti að snúast einna mest um bætt kjör launþega. Kjarabarátta kvenna og reyndar kvennabarátta almennt, er mér sérstaklega hugstæð í þessu sambandi en konur hafa eins og allir vita farið verst út úr þeirri láglauna- stefnu sem verið hefur við lýði á allra siðustu árum. En nú akkúrat á þessari stundu og að gefnu tilefni finnst mér mjög brýnt að lýðræði og valddreifing séu í hávegum höfð. Þetta tvennt finnst mér að eigi að hafa forgang í öllu starfi. Heyrðu, ætlaðu annars að lesa þetta yfir fyrir mig, áður en þetta verður birt, því ég hef það fyrir mottó að fá að heyra allt sem haft er eftir mér.“ Og svo rekur hún upp þennan rokna hlátur. Steingrímur St. Th. Sigurðsson list- málari: „Ja, nú kemur þú mér aldeilis á óvart." Steingrímur er móður og másandi. „Ég er nefnilega nýkom- inn úr heilmiklum leiðangri norðan af landi og er að setja saman minn- ingargrein. Mér finnst dálítið erfitt að svara því í fljótu bragði, sko, því ég stökk frá ritvélinni. Annars er þetta góð blaðamennska að koma manni svona í opna skjöldu. Ég er nú hrifinn af því.“ Hlær kurteislega. „En á ég nokkuð að vera að setja mig í stellingar?" Vigdís Nei, nei... „Þetta er nú undir ýmsu komið og ég á kannski fleiri en eitt mottó. Mér hefur nú oft fundist vissir þættir vera nauðsynlegir. Ég myndi segja að sjálfsvirðingin hafi gífurlega mik- ið að segja fyrir mig. Þú veist alveg hvað ég á við, ekki satt?" Steingrím- ur hlær. „Og með því að viðhalda sjálfsvirðingunni forðast ég að öf- unda nokkurn. Það var nokkuð sem mér var kennt í uppvextinum. Van- metakenndarafstaða til lífsins og til- verunnar og manna og málefna er óþolandi. Finnst þér það ekki sjálfri sem blaðamanni?" Steingrímur hlær. Jú, jú. Tekst þér að lifa eftir þessu? „Sko, það getur vel verið að það komi ekki nógu vel út á pappírnum hjá mér eða á yfirborðinu. En innra með mér er það gífurlegt atriði að safna í einhvern sjálfsvirðingarsjóð. Ég legg nú ekki borgaralegan mæli- kvarða á margt í lífinu, ég nota bara þann mælikvarða sem ég hef öðlast við kynni mín af lífinu. Og ég reyni að láta tilfinningar og skynsemi vega salt. En hvort mér tekst það, það er svo annar handleggur. Og hvort ég æpi þetta inní eyru mín, það er líka annað mál. Heyrðu, þú ert annars stórkostleg að koma mér svona í opna skjöldu, hverra manna ertu góða mín...?“ Gerður G. Bjarklind útvarpsþulur: „Mitt mottó er „aðgát skal höfð í nærveru sálar," og það finnst mér

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.