Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 22
Miinchen, horg lífsnautnanna, seiöandi fögur og sudrœn. Sólin skín, gos- brunnarnir spýta uatninu upp íhiminninn en þaö leitar jafnskjótt nidur aft- ur, hílarnir þjóta um hreiöar göturnar og fólkiö brosir. Á sumrin er óhjá- kvœmilegt aö veröa hér ástfanginn aflífinu og þaö þarf, eins og hann segir, sterk bein til aö standast öll kaffihúsin og bjórgaröana sem laöa og lokka, full af freistingum. Enda viöurkennir hann aö hann sé eiröarlaus og eigi erfitt meö aö halda sig innandyra yfir bókunum og rannsókninni um meö- ferö 3. ríkisins á íslendingasögunum. En þaö eru ekki bara lystisemdir borg- arinnar sem toga í hann heldur líka fjöllin á íslandi. Hvaö eftir annaö bregöur fyrir sársauka í augum hans því hann bókstaflega þráir aö komast í fjallaferöirnar meö Úlfari Jacobsen, þar sem hann hefur veriö leiösögu- maöur undanfarin 12 ár. Segist síöar œtla aö reyna aö kría út eina ferö og hafi raunar þegar fariö þess á leit viö feröaskrifstofuna. Eiröarleysiö og bjartar ilmandi sumarnœtur á íslandi hafa sigraö stríöiö viö íþyngjandi sjálfsagann og mollulega, einmanalega inniveruna. HP er á ferð í Munchen og lítur við h)ÁArthúri Björgvin Bollasyni sem svo oft talar frá Vestur- Þýskalandi í fréttatíma íslenska ríkisútvarpsins. Við sitjum við lítið borð í tómlegri, rökkvaðri stofunni í íbúðinni á þriðju hæð í sögufrægu listamannahverfi borgarinnar, Schwabing. í her- berginu eru tveir hálffullir bókaskápar, lítill sófi og símaborð. Arthúr Björgvin er óskaplega kurteis og er umhugað um að mér líði sem allra, allra best. Dregur upp rauðvínsflösku og sér samviskusamlega um að glasið mitt sé alltaf barmafullt og ég fæ ekki ráðrúm til að nota minn eigin sígarettukveikjara því hann er alltaf í viðbragðsstöðu með sinn. Það er langt síðan ég hef fengið aðra eins þjónustu og það liggur við að ég fari svolítið hjá mér. .. FYRRVERANDI LEIGJANDI SONUR FORSETA VESTUR- ÞÝSKALANDS ,,Já, þú ert hissa á því að ég hafi komist í svona ódýra íbúð á besta stað í bænum og þar að auki í næsta húsi við háskólann." Hann hlær. „Já, ég gæti ekki átt heima á betri stað, svo mikið er víst. Mönnum sem búa hér hættir líka til að fara aldrei út úr hverfinu, því hér eru frægustu lista- söfnin, flest bíóin og aðalknæpurnar og svo er miðbærinn líka í allra næsta nágrenni. En þetta fornfræga listamannahverfi hefur sett svolítið niður, því húsaleigan er svo dýr að listamanns- ræflarnir geta ekki leyft sér að búa hér. Ég var heppinn, ég deili þessari stóru íbúð, sem raunar skiptist í tvær litlar, með gamalli konu sem finnst óskaplega gaman að færa mér bakkelsi annað slagið. Já, hvernig ég fékk íbúðina? Jú, ég þekki mann sem þekkir fyrrverandi leigjanda sem er sonur forseta Vestur-Þýskalands." Hann ræskir sig og hlær. „Ég hef komist í nokkuð góð sambönd í gegnum fréttamennskuna fyrir út- varpið. Þegar ég flutti inn var íbúðin alauð og ég þurfti að setja allt inn í hana.“ ER MIKLU MEIRI NORÐUR- ÞJÓÐVERJI í MÉR Segðu mér aflífinu í Miinchen. Ertu búinn aö vera hérna lengi? kóng — Franz Josef Strauss, forsætisráðherra, minnir oft á slíka persónu. Og svo þessi enda- lausa kaffihúsa- og knæpuseta. Útlendingar og Norður-Þjóðverjar sem hingað koma hafa það oft á orði að hér geri greinilega enginn neitt nema að sitja á veitingastöðum. En það er kannski ekki alveg að marka, hér er mikið af ferðalöngum og listamönnum sem vinna skorpuvinnu og eiga frí á meðan góðborgararn- ir sinna sínum störfum. Sjálfur er ég tíðari gestur á þessum stöðum en ég hefði viljað." TEKUR LENGRI TÍMA AÐ EFNA TIL VINÁTTU VIÐ BÆJARA EN MENN HALDA Vid brosum. Mér viröist hann standa í hálf- geröu ástar- haturssambandi viö borgina, og spyr hann hvort svo sé. „Jú, það er rétt, það er erfitt að vera hlutlaus gagnvart Múnchen. Tilfinningar mínar til borg- arinnar eru mjög sveiflukenndar. Hún er engri annarri þýskri borg lík. Hún er mesta menning- arborg landsins og hingað koma allir heims- frægu snillingarnir. En þótt Bæjarar séu elsku- legir í viðmóti tekur lengri tíma að efna til vin- áttu við þessa þjóð en menn halda við fyrstu sýn.“ Hann hellir meira rauövíni íglasiö mitt, en ég má ekki vera aö því aö bergja á því, því hann talar hratt og hönd mín hamast viö aö festa orö- in á blaöiö áöur en þau detta dauö útí tómiö. Hann er rólegur og hefur lag á því aö setja hlut- ina fram á hlýlegan og áhugaveröan hátt. Kannski er þaö bara hljómfall raddarinnar? NASISTAR NOTUÐU ÍSLENDINGASÖGURNAR í ÁRÓÐURSSKYNI En mér finnst nóg komiö af frásögninni um Munchen og Bœjara, brenn í skinninu aö fá aö vita hvert rannsóknarverkefni hans sé og hvort þaö sé ekki doktorsverkefni. Augu hans skjóta gneistum, síöan lygnir hann þeim aftur og vipr- ur fœrastyfir munn hans. Hann heldur glaöleg- ur áfram. „Já, ég fékk þessa grillu fyrir nokkrum árum reyndu að bregða mjög undarlegu ljósi á fornís- lenska bókmenntaarfinn. Þeir fá þá grillu í höf- uðið að þarna hafi lifað kynstofn sem hafi borið af öllum öðrum. Gera sér mikinn maí úr „hetju- siðferðinu" sem þar birtist og telja hollt fyrir Þjóðverja að taka það sér til fyrirmyndar. Þeir eru mjög hrifnir af þessum hávöxnu, ljóshærðu hetjum sem voru duglegar að salla niður fjendur sína og kippa sér ekki upp við smámuni í þeim efnum. Þeir eru líka sérstaklega spenntir fyrir hefndarskyldunni, drengskapnum og fóst- bræðralaginu. I einstökum óvönduðum útgáfum voru sumar persónur síðan færðar í stílinn því svarthærðar og þungbrýndar hetjur féllu ekki sem best að hinni arísku mynd. Á þessum árum urðu til mörg karlasamtök — Mánnerbunde — sem urðu öflugar stoðir 3. ríkisins, og íslend- ingasögum og fóstbræðralögum haldið að þeim. Menntamenn og skólamenn höfðu líka mikinn áhuga a aðnotaþessar sögur í þessum tilgangi í kennslunni og brýndu fyrir ungviðinu fornís- lenskar dyggðir. Fjölmargar greinar birtust líka í tímaritum þar sem fjallað var um tengsl kyn- þáttastefnunnar og íslendingasagna. Þetta er mjög margflókið mál, það var að vísu takmark- aður hópur norrænufræðinga sem tók þátt í þessum söng en síðan tóku aðrir menn þetta upp og glæstu Islendingasögurnar fyrir þjóðinni sem einhvern háreisulegasta kapítula germanskrar sögu.“ RÉÐST í ÞAÐ VERKEFNI AÐ HREINSA ÞENNAN SORA ÚT Arthúr Björgvin bergir á rauövíninu og þaö er Ijóst aö honum finnst ofsalega gaman aö tala. Hann heldur viöstööulaust áfram og mér veröur Ijóst aö þaö er mjög stutt í kennarann í honum. En ég hef líka unun af því aö hlusta á hann.. . Hann brosir. „Ég réðst sumsé í það þakkláta verk að hreinsa þennan sora út svo menn þyrftu ekki að sitja uppi með óþefinn í vitunum. Þetta er tvíbent verkefni, þýskir norrænu- og bók- menntafræðingar hafa mjög mikinn áhuga á þessu máli og þetta er líka forvitnilegt fyrir ís- lendinga. Það er líka heppilegt að maður með minn menntunarlega bakgrunn ráðist í þetta rannsóknarverkefni. Ég lærði þýskar bók- menntir og heimspeki í Freiburg hér í Vestur- Þýskalandi og seinna í Hannover og lauk magisterprófi í hvorutveggja. Nietsche var sér- svið mitt í heimspekinni og hann kemur líka inn í þetta mál og ég ætti að vita hvernig farið var með hann í þessum fræðum. Þetta verkefni á eftir að taka mig nokkur ár í viðbót og það er enn ekki ljóst hvort það verður doktorsritgerð mín.“ nei7 takk, þá gerist ég FREKAR BÓNDI Þetta er mjög spennandi, segi ég, en hvaö ligg- ur síöan fyrir hjá þér?Þú skrappst eftir magister- prófiö í nokkur ár til íslands og kenndir í MH og viö háskólann. Ætlaröu aö veröa kennari þegar þú ert oröinn stór? „Mér fannst kennslan ágæt framan af og það var tilbreyting að vera hinum megin við púltið en ég er ekki skapaður fyrr það starf. Ég þori lít- Erasmus frá Rotterdam var glettinn guðsmaður og einn af frægustu trúspekingum endurreisnar- tímabilsins. Hann var kallaður „Ijós heimsins" og þótti einn gáfaðasti maðurinn sem var uppi á þessum tíma. Bókin kemur út hjá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi í lærdómsritaröðinni. Og ég skrifaði langan og mikinn formála og skýringartexta." FRÉTTAMENNSKAN OG GÓÐU SAMBÖNDIN Gaman affjölmiölastússi, segiröu. Þú ert fyrir utan aö vera meö fasta þœtti í Skúlagötuútvarp- inu, þœttina „Söguslóöir í S-Þýskalandi", ótta- lega afkastamikill fréttamaöur. Þaö heyrist nán- ast íþér á hverjum degi. Hefuröu gaman af því aö vera erlendur fréttaritari? Hann hlær og hellir í glasið mitt. „Ég hef yfir höfuð mjög gaman af því að vinna fyrir útvarp. Ég hef verið lausamaður við Ríkisútvarpið í ein átta, níu ár og nuddað saman útvarpsþáttum um bókmenntir og heimspeki. Ég sá m.a. um fastan þátt í útvarpinu í fyrra sem hét „Uglan hennar Mínervu" og var tilraun til að búa til heimspeki- legar samræður í útvarpssal. Þar ræddi ég við ýmsa andans menn um þeirra andans svið. Þessi þáttaröð var eitthvert skemmtilegasta starfið sem ég hef unnið á íslandi. Ég byrjaði hins vegar ekki á fréttamennskunni fyrr en fyrir einu og hálfu ári. Ég skrapp þá í nokkra mánuði til Þýskalands eftir að ég hætti kennslunni í kenn- araverkfallinu og fór að senda fréttapistla og hafði gaman af. Síðar, þegar ég fór hingað út til að setjast að til langframa var samið um að ég segði íslenskum útvarpshlustendum frá því hvað væri að gerast hér í Vestur-Þýskalandi. Þetta er mjög skemmtilegt og í gegnum þetta fréttastand hef ég kynnst mörgu merkilegu fólki og þýsku þjóðlífi á annan hátt en verður ef maður er bara venjulegur námsmaður eða góðborgari. Og svo hef ég líka kynnst þýskum fjölmiðlum. Eg er skráður hér sem fréttaritari fyrir útvarpið heima og ef eitthvað kemur upp í sambandi við ísland, sem gerist alltaf annað slagið, er hóað í mig og ég beðinn um að koma með stutt innskot eða segja frá einhverju efni ef þeir eru með þátt um landið." HEF HAFT VIT Á ÞVÍ AÐ BIRTA MJÖG FÁ LJÓÐ Þú yrkir aö því, aö mér er sagt, alveg þrusu- góö Ijóö. Hefuröu gefiö út einhverjar Ijóöabœk- ur? Hann er undrandi. „Hvernig í ósköpunum vissir þú að ég hef ort? Nei, ég hef aldrei gefið út bækur en ég birti nokkur ljóð í Tímariti Máls og menningar og í Samvinnunni fyrir nokkrum árum. Nei, ég er bara eitt af þessum rugluðu skólaskáldum en hafði vit á því að hafa hægar um mig en sumir og nú nefni ég engin nöfn. Ég gerði mér nefnilega grein fyrir því að ég yrði ekkert stórskáld. Annars er ég alltaf að setja saman ljóð og ljóð. Ég held hins vegar að það hafi mjög neikvæð áhrif á „skáldgáfu" manna að læra grein eins og bókmenntir, sem getur drepið niður alla lýríska tilburði í mönnum. Þrusugóð ljóð, segirðu. Nú ferðu alveg með mig. VIL DREKKA HVERN BIKAR „Já, frá því í fyrrahaust," segir hann og dæsir örlítið, „ég fékk lítinn styrk til að vinna að rann- sókn og verð að reyna að halda mig að henni. Ég varð að koma til Múnchen út af einum pró- fessor sem er sá eini í gjörvöllu Þýskalandi sem ég get unnið hjá vegna þessarar rannsóknar. Annars er ég miklu meiri Norður-Þjóðverji í mér og ég flækist mikið til Norður-Þýskalands. Múnchen er svo sem ágæt, en mér fellur ekki þessi letibragur sem er á mörgu hér. Ég er t.d. mikið upp á það kominn að fá bækur í ríkisbóka- safninu hér, sem er það stærsta í öllu Þýskalandi. En Bæjarar fara sér svo hægt, maður pantar bók og það tekur 3 daga að fá hana í hendur. Helm- ingur starfsmanna virðist vera í fríi en hinn helmingurinn vinnur ekki meira en hann nauð- synlega þarf. Bæjarar eru sko ekki uppfullir af vinnugleði, ef maður ætlar t.d. að kaupa inn, verður að fara nógu snemma því síðasta hálftím- ann eru þeir búnir að taka allar vörur úr borðun- um. Þetta er dónalegt, en fólk kyngir þessu. Jú, þetta er indæl þjóð, en hún lítur líka svolítið stórt á sig. Hún á alla kastalana og Lúðvík annan, sá hinn fræga konung sem byggði fullt af glæsihöll- um og dáði Richard Wagner. Bæjarar eru íhalds- samir og hefðu ekkert á móti því að vera þegnar í konungsríki." Hann brosir. „Þeir eiga að vísu þegar ég var að gera pistil fyrir þýska útvarpið. Ég sat á bókasafninu í Bremen og rakst þar á 3 bindi með völdum köflum úr íslendingasögum. Þrjúhundruð síðna inngangurinn var mjög sér- kennilegur. Þar var verið að gera því skóna að Þjóðverjar gætu mikið lært af siðferði þessara sagna og því hversu göfugur íslenski kynstofn- inn hefði verið á Söguöld. Höfundurinn tengdi þetta síðan þýskri þjóðernishyggju. Ég sagði frá þessu í pistlinum en nú var ég orðinn svo forvit- inn að ég fór að ganga nánar eftir þessu og komst að því að á dögum 3. ríkisins voru íslend- ingasögur og íslenskar fornbókmenntir mikið notaðar í áróðursskyni. Beinlínis til að skjóta stoðum undir þjóðernishyggjuna. Þetta á sér að vísu lengri sögu, því að á síðustu öld, þegar rómantíkin var upp á sitt besta, fengu menn inikinn áhuga á þessum fornu sögum og kvæð- um og þýsku 19. aldar skáldin Fouque og Uhland og tónskáldið Richard Wagner notuðu mikið stef úr fornbókmenntunum, aðallega Eddu- kvæðum. En í byrjun þessarar aldar fara menn að uppgötva íslendingasögurnar fyrir alvöru og sérstakt útgáfufyrirtæki — Dietrichsforlagið — gaf út margar þeirra. Þessi útgáfa var mjög vönduð og ekki mjög lituð pólitískt en ýmsir norrænufræðingar sem fylgdu stefnu Foringjans ið að hugsa útí það hvað ég ætla að verða þegar ég er orðinn stór, eins og þú orðar það svo skemmtilega. Nei, ég held ég muni ekki sækjast eftir kennslunni, þá gerist ég frekar bóndi. Kennslan er ekki fýsileg, launalega séð. Ef kenn- urum verður áfram haldið í þessu launalega svelti hrynur íslenska menntakerfið saman. Kennslustarfið er líka ófrjótt þótt ég hafi haft gaman að nemendum. Maður þarf alltaf að vera að ryðja út úr sér sömu hlutunum. Menn bæta lítilli þekkingu við sig, hafa hreinlega ekki tíma til því þeir þurfa að slíta sér út í eins mikilli kennslu og þeir geta mögulega fengið, til að halda lífi. Þannig hættir kennurum til að staðna og það er það versta sem fyrir menntamann get- ur komið. Ég get notað menntun mína í ýmsum tilgangi og er ekki sáttur við það að menn sem menntaðir eru í húmanískum greinum þurfi að daga uppi sem kennarar. Ég hef alltaf haft mjög gaman af fjölmiðlastússi og skriftum. Ég var t.d. að enda við að ganga frá bók um daginn sem ég þýddi í samvinnu við Þröst Ásmundsson, kennara og félaga minn á Akureyri. Hún heitir „Lof heimskunnar" og er eftir hinn fræga Erasmus frá Rotterdam. Hann skrifaði þetta rit í byrjun 16. aldar og ég var einmitt með langa dagskrá um hann í íslenska útvarpinu um páskana. Ég hef bara haft vit á því að birta mjög lítið og þá ekki nema ég sé sæmilega ánægður með þau. Ég hef aldrei verið neitt æðibunuskáld, enda ekki verið neitt skáld." Hann hlær. „Á sama hátt og menn tala um sunnudagsmálara má segja að ég sé sunnudagsskáld. Þegar ég var lítill strákur var ég mikill rímari og ég dunda mér stundum ennþá við að ríma. En þá eru það aðallega tækifærisvísur og árshátíðarkvæði. Það litla sem ég hef reynt að setja saman af al- vöruskáldskap er yfirleitt órímað. Hins vegar hef ég fengið orð fyrir það hjá vinum og kunn- ingjum að ég væri óduglegur að takast á við heimspólitíkina í kvæðum mínum." Um hvaö yrkiröu þá? „Svo ég vitni í þá sem hafa gert bestar athuga- semdir um þessi mál, þá er ég eiginlega róman- tískur rugludallur. Ég hef ort töluvert af við- kvæmnislegum sálarlífskvæðum og reynt að feta í fótspor mér merkari lýrikera með því að yrkja um konur, ástina og allt sem er ljúft í þessu lífi." Hann hlær og það bregður fyrir angurværð í augunum. HEF ALDREI VERIÐ MÓTFALLINN HINU LJÚFA LÍFI Ertu mikill lífsnautnamaöur? FRÆÐIMAÐURINN, FRÉTTAMAÐURINN OG LÍFSNAUTNAMAÐURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.