Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 31.07.1986, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Qupperneq 24
SKÁK Hvaða eftir Guðmund Arnlaugsson hæfileikum þarf taflmeistari að vera búinn? í síðasta þætti minntist ég á kappana Karpov og Kasparov sem nú eru rétt byrjaðir að reyna með sér í keppni um heimsmeistaratit- ilinn í London, og þá undarlegu til- viljun — ef það er þá tilviljun — að þeir skuli bera langt af öllum öðr- um skáksnillingum í heimi um þessar mundir, en vera sjálfir svo jafnir að þar kemst ekki hnífurinn á milli — og jafnframt svo ólíkir í taflmennsku sinni og viðhorfi til skákarinnar að undrum sætir. Þetta leiðir hugann að gamalli spurningu sem þó er alltaf ný: Hvaða munur er það á skapgerð og gáfnafari sem veldur því að menn komast mislangt í þessari íþrótt, þótt þeir leggi sig fram af öllum sínum mætti og allri orku? Svo skemmtilega vill til að Hall- dór Laxness leikur sér að þessari spurningu í Skáldatíma, í kafla þar sem hann rekur minningar um vin sinn Erlend í Unuhúsi. Eins og flestum sem þessar línur lesa mun kunnugt, bar Erlendur öðr- um mönnum meira skynbragð á list, jafnt á bókmenntir og tónlist sem myndlist. En hann var einnig afbragðs skákmaður og hafði mik- inn áhuga á þeirri íþrótt. Ég hitti Erlend ekki oft og talaði enn minna við hann, en minnisstæð- astur er hann mér eina nótt fyrir um það bil fjörutíu árum, að minnsta kosti var styrjöldinni ný- lokið. íslendingar tefldu símskák við Færeyinga, þetta voru tvær eða þrjár samráðaskákir að mig minnir og íslensku keppendurnir voru í Listamannaskálanum við Austurvöll. Færeyingarnir heima í Þórshöfn, og leikirnir sendir sím- leiðis á milli. Ég hafði verið beðinn að sýna skákirnar á veggtöflum og spjalla um þær jafnharðan og þær voru tefldar, fyrir þá áhorfendur sem þarna voru. Ég vissi að stundum mundu verða nokkur hlé þar sem fátt gerðist markvert, þegar tefl- endur sökktu sér djúpt í hugsanir sínar, og hafði búið mig undir með skákþrautir til að sýna áhorfend- um og láta þá glíma við meðan beðið var eftir leikjum. Þetta var nýlunda þá og menn höfðu gaman af. Greinilega man ég eftir Erlendi er sat á fremsta bekk, og ég sé hann enn fyrir mér, einkum augun sem Ijómuðu svo þegar hann sá fléttu sem honum þótti falleg, að ég gleymi því seint. En nú langar mig að vitna í Hall- dór Laxness, næstu línur eru tekn- ar úr kaflanum „Sonur Guð- mundar í Apótekinu og aðrir menn“ í Skáldatíma: „eftilvill lýsti fátt betur fjölhliða gáfnafari hans en afskifti sem hann hafði af skák frá bernsku og alltaf meðan hann lifði. Á tímabili var hann all- ur á kafi í skák og ekki aðeins sem lærður taflfræðingur, heldur tók hann daglega þátt í tafliðkunum með mönnum sem sérhæfðu þessa íþrótt; félagar hans töldu að hann ætti heima á alþjóðavett- vángi sem skákmaður. Þeir sem hafa kynnt sér sálar- fræði skákmanna vita best að til þess að ná árángri í þessari undur- samlegu íþrótt útheimtist heil og víðtæk samstaða af flestum al- mennum sálargáfum. Fyrir utan grundvallaða þekkingu á sjálfri greininni verður taflmaðurinn að hafa athyglisgáfu yfirlit ímyndun- arafl samteingingarhæfileika, hugareinbeitingu sem steingir af- gánginn af veröldinni úti, ró dirfsku og takmarkalausa þrætu- gáfu (dialektík) auk anda leiksins sem er grundvöllurinn að öllu saman; alla þessa hæfileika hafði Erlendur betur útilátna en flestir ef ekki allir menn sem eg hef kynst. Þegar fram liðu stundir fanst honum hann eyða í skákina of miklum tíma, einkum þar sem aldrei hafði fyrir honum vakað að gera sér íþrótt þessa að höfuð- verkefni og allra síst á alþjóðavett- vángi sem þó hefði legið beinast við. En þó hann legði sjálfur niður tafl las hann skákbókmentir áfram og hafði ævinlega gætur á öllum taflafrekum í heiminum." Mér sýnist vel við hæfi að Ijúka þættinum á fléttu úr tefldu tafli, það hefði verið gaman að geta sýnt Erlendi í Unuhúsi hana: Liðsafli er jafn og peð hvíts á drottningararmi í nokkurri hættu. En hitt vegur meira að svartur liggur undir þungum þrýstingi kóngsmegin. Drottningin er bund- in við að valda g7 og He8 þarf að valda Hc8. Hins vegar fer því fjarri að taflið tefli sig sjálft, við 1. De6 á svartur vörnina Dd8 og við 1. Hff7 á hann Rd6. Engu að síður getur fléttan naumast verð langt undan, og hvítur fann hana: 1. Rf6! Dxg4 2. Rxe8l! Það er þessi millileikur sem ræð- ur úrslitum! Svartur hefur ekki tíma til að bjarga drottningunni vegna mátsins í borði, hann tapar því hrók. SPILAÞRAUT ♦ Á-7-3 8-2 O K-10-8-4-3 + 9-6-3 ♦ K-D-5 ^ Á-K-G-10 O D-9 + Á-G-5-2 Sagnir: suður vestur norður austur 2 grönd pass 3 grönd pass pass pass Vestur lætur spaða tíuna, sem tekin er með kóng suðurs. Hvern- ig er spilaáætlun ykkar? Vangaveltur: Við eigum sex toppslagi og spil- ið er unnið ef við nælum okkur í þrjá tígulslagi. Reyndar nægir að fá tvo tígulslagi ef við fáum einn aukaslag í hjarta. Einnig nægir okkur einn tígulslagur ef hægt er að fá fjóra hjartaslagi. En hvernig er ákjósanlegast að spila? Lausn á bls. 10. LAUSN Á KROSSGÁTU G • L. . ö H s ö L. • V Æ N T / t-J G V P fí R T u R R £ K fí H '0 L fí R /V fí R 'fí R N fí V 1 R l< U R • fí R fí 'fí L fí R 'fí S T s L fí S fí Ð fí R S fí L T r i s K u R . fí fí R '/ f fí S fí T fí fí L £ / R • fí K T ft R N r T u fí \ fí /V fí fV fí S £ / R fí F Ú L ft u fí V 4 ö R • m 'h T /< / Ð R /£ T / N • Æ /? fí Ú T S fí u m P Ú r fí H fí r fí R . r • ú T U m G L U <S G ft R N B R o s ft • 5 L 'o 13 L ■ G fí T fí N Z? ft 2) fí . L fí G A F m rt L i £> S fí L - G / L s ~T £ L u R 6 fí u R • R fí m ft R 'O m ft • L ö 3 r 0 N ft l | \r PLfíTft SKftR TRfíÐkR FÆDft L£/>1ur £L5KR RÖDd 'l' fugl. HE/DUR GfíNGPL- T/L- 5>ölU LOflftÐ/ GLJfl LftUSftR Ó6N H/mr/R ‘ VBRft SflmHL. K/ND LfíRÐi ^ IftftK HLUTfllifl ftÐS/HS K/Sft / y?. ÞvfíGfí 'DN/EÐ/ HEILL. HZJliu kykrð KPNft 'Duft VfífíP/ S/VfíWÞ V£/p/ 'ftÐUR HLJÓÐ F/LR/ Þurrkub v’/hber KfíSTf/F Holh þOFPftfíl Tó,v/V BÉLjflK/ TrrkrR ~þrykk FYKí? '/ , fíHPlNU £RF/Í 'OGíLFA T/'nD/ 1BL//SW SflrfiSi. l Sæí- öÆr/ /IJKÐU Lftufí 5 KK K - UR F/.ÐUR F£Ð A f HVfíÐ flGN/R GUTí. V/£> FlSKflf? • 1 AVÆZV Dratt A5T /ftop- fíNDl FIK6LIR GLRlR ÚRIÐ VfíT/Vfl GRÓÐUR KLfíKfl BftúN þ£F~/ SOflG KfLPftN BfíRfí 5 - Bol/ SKflP RftU/vJ HNÖTr UR KfíUN SKi'tur JfíftV V/NNU TÆK! L'/T/l. PLRtVTft HV/Ðfl vi r STolr JL/YlF/ -pfl FjftLLS TnTOfíR £l~D S TY£~D/ VflGéft GREin >R Gfló)Ð Lft/rp keyrð/ HfETTfl Sj'o WfuT ,ft R MftLm UR Us/i>;n StöVu m'ftrtufc ' • *■> VftflÐ hbtri . /ÐK Púkft * ► 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.