Helgarpósturinn - 31.07.1986, Síða 27

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Síða 27
er æðisleg sálfræði að eiga við hár. Meðan ég var enn að læra hugsaði ég stundum: Guð minn góður, nú er ég búinn að fá nóg! En á seinni árum hefur hver dagur verið öðrum skemmtilegri. Eg bíð eftir því að komast í vinnuna og get ekki hugs- að mér að fást við neitt annað. Og Elsa er alveg sérstök. Hún hefur al- gjörlega alið mig upp í faginu. Hún er mjög strangur skóli. t>að eru margir sem halda að nafnið á hárgreiðslustofunum, Salon V.E.H., sé einhver sérviska eða útlenska. En þetta eru bara upphafsstafir Elsu því hún heitir fullu nafni Valborg Elsa Haraldsdóttir. En hún verður alveg brjáluð ef maður kallar hana í gríni frú VEH! Hún veitir stafsfólki sínu mjög góða þjálfun, og alltaf þegar hún fer út á námskeið eða sýningar tekur hún einhvern með sér á sinn kostn- að. Enda segir hún að það sé strembnara að fylgjast með hártísk- unni en fatatískunni. Ef maður fer ekki út a.m.k. tvisvar á ári dettur maður út.“ Starf I París I næsta mánuði fer Simbi í sumar- frí: Fyrst í tvær vikur á Ibiza en síð- an ætlar hann á hágreiðslusýningu í París og að öllum líkindum einnig í London. ,,Ég get aldrei verið alveg í fríi frá starfinu", segir hann. „Bæði stirðnar maður alveg ótrúiega í puttunum á þremur fjórum vikum, og svo verður maður að nota tæki- færið og fylgjast með tiskustraum- um þegar maður fer til útlanda." Þar fyrir utan segist Simbi vera Parísarsjúklingur og fyrir rúmu ári vann hann reyndar um tíma hjá þekktum hárgreiðslumanni í París, Jean Pierre Eudes, aðallega við tískumyndatökur. ,,En Eudes er með stofu á George V, rétt hjá Camps Elysées, og þar vann ég líka um tíma,“ segir Simbi. „Þangað kem- ur mikið af gömlum kerlingum í Chanel- eða Dior-drögtum. Þær eru margar svo nískar að þær koma með lagningarpeninga sína inn- vafða í plastpoka! Greyin. Frönsku viðskiptavinirnir þekktu reyndar ótrúlega mikið til Islands. Ein konan átti son sem safnaði ís- lenskum bókmenntum á íslensku sem hann skildi sama sem ekkert í. „Guð minn góður, ekki tala um ís- land!“ sagði þessi kona stundum við mig. „Sonur minn er sírugiandi og bullandi um þessar íslendingasög- ur!“ “ — Þaö hefur ekki freistaö þín að vera lengur í París? „Ekki í svipinn. En það er ofsa- lega gott að vita að maður á þarna inngrip. Og mér þykir mjög vænt um fastakúnnana mína á Salon V.E.H. Yfirleitt kynnist maður ætt- um þeirra og vinum. Það skapast náin tengsl milli míii og þeirra og þau skipta mig jafn miklu máli og að „gera gott hár“." Ekki hægt að breyta endalaust „Það veitir mikið sjálfsöryggi að vera með gott hár. Sumar konur vilja koma viku eftir viku, og biðja alltaf um gjörbreytingu. Það er aftur á móti ekki hægt að verða við þeim óskum. Ein kona kom t.d. í hverri viku, bara vegna þess að hún fílaði sig svo vel á stofunni. Samt bað hún alltaf um breytingu. Þá varð mér einu sinni á að segja við eina sam- starfskonu mína: Hvað á maður að gera við kúnna sem kemur svona oft? Þá brotnaði vesalings konan al- veg niður. Það var greinilega eitt- hvað að hjá henni. En það er bara ekki endalaust hægt að skapa eitt- hvað úr engu.“ — Eru einhver verkefni í sérstöku uppáhaldi hjá þér? „Því er erfitt að svara. En hingað koma t.d. margar eldri konur sem vilja hafa stíl og línu í hárinu, en í samræmi við sinn aldur. Það finnst mér t.d. mjög skemmtilegt verkefni, því víða rekst maður á konur sem ientu í „lagningartímabilinu" svo- kallaða, og hafa aldrei kynnst neinni línu í hárskurði. Sumar þeirra, einhvers staðar á fimmtugs- aldri, eru enn fastar í formleysinu en fíla sig alltaf jafn smart." Þegar ég kveð Simba fjórum tím- um síðar og þakka fyrir spjallið og meðferðina er ég gjörbreytt mann- eskja, og fíla mig alveg rosalega smart. .. Sannkallaður bjargvættur í hárinu! FREE STYLE FORMSKUM LOREAL nrrr'ri r . 1 ^gningarskúmið SKÚM í hánfi? ** ^oreah l UUI og hárgrnislan verður leikur einn. ÞÓRSMÖRK (Verslunarmannahelgin) Af gefnu tilefni skal það tekið fram að Húsadalur í Þórsmörk er öllum opinn. Næg tjaldstæði og skála- pláss fyrir hendi. Verið velkomin. SÍMI 622666 Þórsmerkurvökur Laugavegi18A Sfmi622 666. 3. ACt/ST *»**/ 4 ;%Ét§m> Wffl mm TÓNLElKAR lau9a,dagog.unnua„ --sr” Lótus BjarniTrYggva oa hVÍttldónGústalsson ogAbd Hátfðardagskrá sunnudag Danssýningar Siggi Sigurjóns. Bardagasýningar Karl Agúst Úlfsson fþróttir og örn Árnason Tónlist meðléttgrin Hátíðarræða Jón Gústafsson :rkJdsTú°íö a,,a he/g/na 'Mk*$&&&*** áro M- Ip W ^ |N Aðgöngumiðav SÆTAFERÐIR FRÁ BSl. AOEINS kf. 20C SÆTAFERÐIR FRÁ BSÍ. Aðgöngumiðaverð AÐEINS kr. 2000.- HELGARPÖSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.