Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 31.07.1986, Qupperneq 36

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Qupperneq 36
skyggnst ofan í gjótur og inn í hótelherbergi o Þingvöllum Undirvitund sögunnar magnar upp lotningarfulla þögn í Almannagjá: hvar barði Gunnar Hallgerði augum í fyrsta sinn? Hvaða leið var Jón Hreggviðsson teymdur í böndum áður en Snæfríður frelsaði hann? Þögnin er næstum efniskennd þrátt fyr- ir stöku krunk og hnegg, jafnvel þrátt fyrir skvaldrandi hópa erlendra ferðamanna, eða gandreið slompaðra hestamanna. Þingvellir eru skuggsjá íslenskrar sögu, en jafnvel án tillits til sögufrægðar er allt hér „sem stórfenglegt listaverk.. . eitt hið fegursta og merkilegasta á öllu fslandi," eins og sænski jarðfræðingurinn C.W. Pajkull sagði þegar hann ferðaðist hér um byggðir og óbyggðir landsins 1865. Hann tók sérstaklega til þess hversu áhrifamikil sýn opnaðist yfir Almannagjá þegar komið er að henni vestan úr Reykjavík. Og vissulega verður manni orða vant að mæta Þingvallafegurðinni á sólbjörtu sumar- kvöldi. (Og mikið verður maður væminn!) Fyllist síðan ofsakæti þegar manni verð- ur hugsað til þess að Þingvallalandið er þjóðgarður „undir vernd alþingis og ævin- lega eign íslensku þjóðarinnar“. Er það svo? Hér verður nú hugað að mannlífinu á völlunum grænu eina góðviðrishelgi. Kem að Hótel Valhöll um áttaleytið á föstu- dagskvöldi, enn með bæjarstreituna í kjálk- unum, og spyr í mót- tökunni hvort ég megi heilsa up á hótelstjórann, hvar ég geti fundið hann. Og í þeim svifum kemur hann, hótelstjórinn, Auður Ingólfsdóttir, eins og fíngerð álf- kona, ljóshærð í bláum kjól, skelli- hlæjandi. Varla að maður trúi því að þetta sé áttunda sumarið hennar sem hótelstýra, að vísu það fyrsta í Valhöll. „Gjörið þið svo vel! í hvaða sal vilj- ið þið borða?“ spyr hún mig og Ijós- myndarann, leiðir okkur síðan inn í annan af minni matsölunum. „Sumir vilja nefnilega síður borða 36 HELGARPÓSTURINN í stóra salnum, finnst þar of hávaða- samt,“ segir Auður til útskýringar. „En það er auðvitað misjafnt, og þeir sem panta fyrstir hafa forgang að litlu sölunum ef þeir kjósa það. Einn kunningi minn lýsti borðaskip- aninni hérna á eftirfarandi hátt: I litlu sölunum borðar „fólkið", ind- jánarnir í stóra salnum, en indjána- höfðingjarnir á útigrillinu" — Indjánahöfðingjarnir? spyr ég skilningssljó. „Jú, hann átti við fólkið á tjald- stæðinu sem gjarnan pantar grillið og þá sveipa karlmennirnir kannski um sig Álafossteppinu þegar fer að kvölda!" segir Auður sposk. Á næsta borði við okkur Árna sitja eldri hjón, afskaplega sæl á svip og snæða hamborgara og skyr með rjóma í eftirrétt. Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem þau búa á hóteli og þau skemmta sér við bera saman Hótel Valhöll við „Hótel-sjónvarps- þættina. Eru að halda upp á merkis- afmæli hans. arna er líka Jónas Krist- jánsson ritstjóri og mat- arspekúlant ásamt eigin- konu sinni og fríðu föru- neyti. Auði hótelstýru finnst ekki nema tilhlýði- legt að inna Jónas eftir hvernig hon- um hefði líkað maturinn. Jú, jú, mik- il ósköp, Jónasi fannst þetta ágætt. Þá spyr einn úr DV-fylgdarliðinu orðinn agnarögn kenndur: „Ætl- arðu ekkert að spyrja okkur hin? Ég get svo sem alveg sagt þér að þetta var alveg skítsæmileg lúða!“ I stóra salnum situr sparibúinn hópur á vegum eins ráðuneytisins að halda upp á merkisafmæli. „Fram, fram fylking!" syngja þau í góðum gír. En bara þetta eina lag. Þá situr hópur af rólyndislegum Frökkum ásamt íslenskum farar- stjóra og dásama íslenska náttúru, og einkanlega það að hún skuli ekki kosta nokkurn skapaðan hlut! Það þurfti ekki einu sinni að borga sig inn í þjóðgarðinn á Þingvöllum. Frakkarnir dásama líka laxinn sem þeir hafa nýlokið við að sporð- renna; í fyrsta skipti í ferðinni sem þeir fá eitthvað annað en lambakjöt í kvöldmat. Þeim finnst gengilbein- urnar líka föngulegar; og svo síðast en ekki síst hótelstýran. Þrír karl- menn veðja hvort þeir geti spennt greipum um hana miðja. Þeir þora þó ekki að láta reyna á veðmálið. Frakkarnir eru dálítið dasaðir vegna þess að nóttina áður voru þeir svo óheppnir að gista á sama hóteli og Faraldur skemmti á til klukkan langt gengin í fjögur um nóttina. Þeir tóku þessu þó með ró, sátu úti á tröppum og stúderuðu miðnætursólina. Því fara þeir nú beinustu leið í háttinn eins og er reyndar siður flestra útlendinga á ís- lenskum sumarhótelum. Fararstjór- inn verður mér aftur á móti sam- ferða á barinn, og Auður hótelstjýra segist þurfa að huga að nokkrum hestamönnum; hún sé lítt vinsæl í þeirra hópi þar sem hún „skilji" ekki að þeir „þurfi' að fala af henni flösk- ur á ýmsum tímum sólarhrings. Ekki fer á milli mála að ókunnugt fólk hristist meira og betur saman á börum úti á landi en í höfuðstaðnum: Margir eru þarna greinilega í leit að skap:Á eldri hj hótelini reið, un sumt af víkingu er dálíti hornini valla og að kom tæku t Amerík fyrir að en börr „Eigii mann a an að v „Jú, ]: ánægði ur,“ seg firðinur Síðan glaði Re dóttur fjallveg. einhver fara að um. Hc sjentílm en kver finnast, arlaust „Viltu fc lokað!" „Miki þessari henni i ingurin; Borgf að h'an næstu verður að segjc lega ek veginur „Þú r viðgerð

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.