Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 31.07.1986, Qupperneq 37

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Qupperneq 37
borgfirska sposk og mátar Reykvík- inginn sem heimtar liðsauka úr höf- uðborginni: „Þetta er sko ekki hægt. Ég er einn á móti þessum sjö landshornasirklum!" á hefur starfsmannahóp- ur frá Borgarspítalanum verið að snæða nauta- steik á útigrillinu — teppalaus — og kemur inn til að ilja sér fyrir brottför. Allir í sólskinsskapi og að- eins einn drukkinn að því er séð verður; félagi hans tekur því með jafnaðargeði þegar hann hellir í ógáti rauðvíni yfir buxurnar hans. Svo eru nokkrir skeifugarnar- og ristilbólgubrandarar látnir fjúka, en þeir eru svo „lókal" að utangarðs- fólk skilur ekki bofs. Og þar sem þeim þykir lítið til þess koma að ég hafi fengið mjög góða þjónustu hjá þeim í hitteðfyrra, („hún er rugluð að vera að tala um uppskurð núnaV', hefur áreiðanlega einhver hugsað), gef ég mig frekar á tal við tvo unga bakara og við tökum saman lagið rétt áður en barnum er lokað. Sumir eru óhressir með að barn- um skuli vera lokað klukkan hálf- tólf. En með natni og ákveðni fær starfsfólkið þá hótelgesti sem ekki eru til í að fara strax í háttinn til að færa sig inn í setustofuna. Ein starfs- stúlkan segir mér frá því að fyrir skemmstu hafi hópur íslenskra kvikmyndagerðarmanna borðað kvöldmat á hótelinu, fært sig inn á barinn á eftir, en ein af forsprökkun- um brugðist ókvæða við lokunar- tímanum; nægði ekki að fá hann staðfestan hjá hótelstýrunni, heldur heimtaði hún að kölluð yrði til lög- reglan og sýslumaðurinn í Árnes- sýslu sem gæfu henni það skriflegt að barinn mætti ekki vera opinn lengur. Urðu yfirvöld sýslunnar snarlega við þeirri bón. Um hálfeitt leytið eru flestir horfn- ir af sjónarsviðinu; ég held út í sum- arnóttina ásamt fararstjóra Frakk- anna, gamalli bekkjarsystur minni. Hún segir það koma sér heldur bet- ur vel fyrir leiðsögumenn Frakka að síðasta landsigið á Þingvöllum skyldi hafa átt sér stað 1789. „Ég kalla þetta alltaf mestu áhrif frönsku stjórnarbyltingarinnar hér á landi," segir hún. AVöllunum er kyrrt, en löggubíllinn lónar milli hótelsins og tjaldstæðisins. Lög- reglan þarf iðulega að fjarlægja af tjald- stæðinu drukkna unglinga sem halda vöku fyrir friðsömu fjöl- skyldufólki; þeir eru lóðsaðir alla leið til Reykjavíkur ef því er að skipta, í samvinnu við Reykjavikur- lögregluna. Og i stilltri sumarnóttinni gaum- gæfum við þessa sakleysislegu bletti sem áður voru sauðsvörtum almúg- anum tákn dauða og ærumissis: Höggstokkseyri þar sem menn voru höggnir með öxi fyrir sakir á borð við „kvennamál og svall" og eru dæmi þess að axarhöggin hafi orðið þrjátíu áður en af fauk höfuðið. . .; Kagahólm þar sem menn máttu emja við staurinn fyrir ekki stærri sakir en að hafa farið óvarlegum orðum um kvensemi hans hátignar Danakonungs sem þó var dag- sanna; „Það var með ólíkindum sem menn voru ósínkir á annarra hold,“ segir enda Björn Th. Björns- son í Þingvallabók sinni; Brennugjá og Drekkingahyl, en um hann segir Björn: „Upp að þessum djúpa hyli voru þær ógæfusömu konur áður leiddar sem miskunnað höfðu sig yf- Samankomið fólk, sitt úr hvorri áttinni — með glens yfir glasi. ir holdsins óþreyju eða verið bornar yfirliði í vetrardimmri baðstofu." Þótt karlmenn þyrftu lítið til að komast í gálga, á stokk eða köst, fóru konur jafnvel með enn smærri syndabelg í hylinn. Eitt þeirra dæma er Björn Th. tiltekur í bók sinni er á þessa leið: „hin (var) vinnukona á Bessastöðum sem barn hafði átt með dönskum og lagt það út í grasið einn góðviðrisdag, þaðan sem illfylgi — og væntanlega örn — hreif það á brott. Og fyrir nú það að missa barn sitt með svo sorglegum hætti fékk hún sjálf að súpa hvelj- urnar í Drekkingarhyl. Höfðingjarn- ir lágu hinsvegar mágkonur sínar og jafnvel föðursystur, án þess að nokkur svo mikið sem vöknaði. Þannig var jús." Og þannig er hann víst enn, ef marka má brambolt þekkts lögfræð- ings úr Reykjavík sem við vorum svo óheppnar að koma að óvörum í döggvaðri Stekkjargjánni þá um nóttina... Annað sem verður að flokkast undir óheppni þessa annars yndis- legu nótt var að ég lenti i herbergi við hliðina á að ég held eina parinu á ganginum sem söng og drakk sleitulaust alla nóttina ásamt hjón- um í svipuðum gír sem þau höfðu hitt á barnum. Með sumarbirtuna og Þingvallakyrrðina fyrir utan gluggann sofnaði ég með ,,Garún, Garúrí' í eyrunum, sungið temmi- lega digrum karlarómi. Vaknaði nokkrum tímum síðar þar sem setið er og gamnað sér ögn öls við pel, segir ein konan í hópn- um: „Á bak með þig, Jónas! Hún er komin aftur!" „Nei, þetta er ekki „hún," svarar þessi Jónas hálfvandræðalegur. En ég skil ekkert, heldur ekki erlendu ferðamennina sem segjast vera „all too happy in Thingvellir. Why can't we spend the night here?" Þar sem hún Óxará rennur etja tveir unglingsstrákar kappi hvor við annan í róðri, en vinkonur þeirra lopavæddar í skutnum sitja pinnstíf- ar eins og ítalskar senorínur á gond- óla og kippa sér ekkert upp við þótt herramennirnir æpi klámyrði til þeirra sem rölta meðfram árbakk- anum: „Heyrðu, ertu hóra?" Svona er nú þjóðin mín sæl á þessum fornhelga stað hvort sem hún nú rær á báti, kynnir börn- in sín fyrir hröfnum og gróðri í gjánum, eða ina, og því er saga hennar og Þing- valla slík sem er.“ Lektorinn reyndi árangurs- laust að hringja í Björn til að fræðast nánar um skandalana í nefndinni. Þá reyndi hann árangurslaust að koma sér í mjúkinn hjá tveimur píum úr MS sem héldu að vinkonan væri eiginkona lektorsins, sama hvað þau sóru og sárt við lögðu að svo væri ekki, og þær hugsuðu með sér: „Guð, hvað hann er mikill lúði! Er að reyna við okkur beint fyrir framan konuna sína." Enda urðu þær samferða skóla- bræðrum sínum niður á tjaldstæði, þó að þeir voru orðnir nokkuð svo við skál. Þá uppgötvaði vel meinandi kona að á svörtum sólarlandajakka lekt- orsins stóð vörumerkið GIGOLO. Þá var hann lentur í rifrildi við mið- aldra hjón sem höfðu reist sér ein- ingasumarbústað á tveimur dögum og höfðu af því verulegar áhyggjur GJÁIN ALMENNINGS & HÖTEL HAMINGJA Jóhönnu Sveinsdóttur myndir Árni við sama sönginn, en nú hafði fólk skrúfað frá Rás 1 og tók undir ,,Ave María,, í óskalagaþætti sjúklinga; slökkti svo og söng „Jingle Bells" að eigin frumkvæði, en skrúfaði að því búnu aftur frá óskalagaþættinum: „Þrúður og Guðmundur á stofu 102 á Heilsuhælinu í Hveragerði senda bestu kveðjur. . . með laginu Hestur- inn í flutningiSkridjöklanna'.' Þegar þau í næsta herbergi höfðu hlaupið á skeið sá ég mína sæng út reidda og dreif mig út í sólskinið. Upp við Steingerði stórskornu í Stekkjargjá lá ungur lektor og sólaði sig ásamt vinkonu sinni. Hann var frá sér numinn yfir fegurð þessa fornhelga staðar og jafnframt stil Björns Th.; sagðist vera nýkominn úr sólarlandaferð, en heil helgi að Hótel Valhöll í góð veðri væri á við tvær sólarlandaferðir. Vinkonan tók í sama streng, sagðist vera orðin svo afslöppuð í sólinni í gjánni að hún væri hætt að banda hendi við flugnagerinu. „Er ég annars ekki í gjánni sem kennd er við almenn- ing?" spurði hún. Eg held áfram göngunni og þar sem ég er að klöngrast yfir gadda- vírsgirðingu ríður hóp- ur hestamanna upp Vellina neðri og yfir í Snókagjá. „Er þetta nokkuð friðhelgur stað- ur?" spyr einn úr hópnum um leið og reiðskjóti hans kemst ekki hjá því að spæna upp lyngið í hlíðinni. Bæt- ir svo við: „Heyrðu, Jónas, þú þarft ekki að glápa svona þótt þú sjáir sæta kerlingu." Þessi „sæta kerling" er ég, dulbúin í túristabol með pallí- ettum og með svört sólgleraugu. Þegar ég geng svo af tilviljun fram á þennan sama hóp skömmu síðar brosir við löndum sínum á Valhall- arbarnum og les fyrir þá frumsamd- ar smásögur og ljóð. Sumir eiga bara erfitt með að skilja hvernig stendur á því að hótelið í þjóðgarð- inum sem hlýtur að mala gull er ekki þjóðnýtt, hvernig má það vera að það er í einkaeign? í fyrsta skipti nú í ár er það leigt út og rekið undir handleiðslu Ferdaskrifstoíu ríkisins. Og hvernig stendur á því að Þing- vallanefnd, ein þessarar hrútfúlu þingskipuðu nefnda, og á að sjá um hagsmuni „almennings" á Þingvöll- um, er svo atkvæðalitil sem raun ber vitni? Við þessari spurningu fengust engin óyggjandi svör meðal þeirra þjóðkórsmeðlima er stungu saman nefjum á Valhallarbar á laugardags- kvöldið. En skemmst er að minnast þess er Þingvallanefnd meinaði Söguleikjunum að uppfæra Njálu í hinni björtu og blíðlyndu Hvanna- gjá, þar sem áður voru haldnar sum- arhátíðir og norrænir stúdentar höfðu tjaldborg sína á Alþingishá- tíðinni 1930. Lektorinn dró upp bók Björns Th. þar sem segir um téða Þingvallanefnd: „En nefnd þessi taldi sig brátt eiga við aðra en þjóð- Auður Ingólfsdóttir, hótelstjóri á Valhöll. að almennir skattborgarar borguðu undir rassinn á svona liði eins og há- skólakennurum. Þá sá lektorinn sitt óvænna það kvöldið og ákvað að kasta sér ásamt bók Björns Th. í rúmið, ekki hylinn. orguninn eftir: Garún, Garún-par- ið komið á stjá með svanaþyt og söng fyrir allar aldir og mætt eld- hress á barinn í hádeginu; dóluðu sér svo í matsalnum fram eftir degi og tóku á móti utanaðkomandi gest- um. Allt í einu birtist áður drykkfelld- ur ungur myndlistarmaður úr Reykjavík með konu og barn í sunnudagsbíltúr: mesta glæsimenni Valhallar þann sunnudagseftirmið- daginn. Sannarlega ánægjuleg um- skipti það! Og Gylfi Þ. Gíslason mættur með hóp Dana í hádegismat. Það er víst alveg áreiðanlegt að sá sjentilmað- ur talar betri dönsku en t.a.m. Páll Pétursson, og svo þá sem gömlu Þingvallaklerkarnir í lúðu sjakket- unum töluðu við útlenda ferða- menn sem forvitnir lögðu leið sína um þennan hraunkranga fyrr á öldum. Margir í sunnudagsbíltúr með ömmu eða börnin; sumir splæsa í pönsur eða smurt brauð á hótelinu, aðrir láta sér nægja pulsu með öllu í sjoppunni. En hér er þjóðin mín mestanpart sæl hvort sem hún er edrú eins og almenningur í gjánni á Þjóðhátíðinni 1974 af því að ríkið hafði verið lokað í viku, eða hvap- kenndur og vel slompaður að dandalast um með frillu eins og Magnús í Bræðratungu forðum. . . hress á barinn í HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.