Helgarpósturinn - 28.08.1986, Page 20
LIFANDIMYNDIR
G
Það mun vera sannara en flest önnur sannindi að íslendinaar eyða tíma sínum
í fátt annað í jafnríkum mæli og bíóferðir. En hverjir fara í bíó og hvers veana?
Fer fólk í bíó til að borða poppkorn? Hvers vegna eru fleiri karlmenn á eílefu-
fimmtán-svningunum? Hara dansspor meiri áhrif á sálarlífið en blóð? Eru list-
rænar kvikmyndir langdregnar? ALLT UM ÞAÐ.
I myrkvudum sal, þar sem sólar-
geislarnir hafa aldrei brotiö sér leiö
inn, eru menn skornir á háls, hengd-
ir, kyrktir, sprengdirí loft upp, skotn-
ir og jafnvel étnir lifandi. Þar má sjá
jöröina gleypa fólk, djöfla og forynj-
ur byrla mannfólki kvalafullt
dauöastríö, himnana rigna eldi og
brennisteini og jörðina hrista af sér
allt kvikt. Og á meöan þessu fer
fram situr fólk og horfir upp á hörm-
ungar meöbrœöra sinna í mannfé-
laginu og boröar poppkorn.
Það hefur reyndar verið búið til
huggulegra myndefni en greinir frá
hér að ofan en það þarf ekki að líta
lengi yfir auglýsingar kvikmynda-
húsanna til að sjá að megnið að sýn-
ingartíma þeirra fer í að leiða gest-
ina á vit sundurtættra Iíka og of-
beldissjúkra fanta. Hér er ekki um
að ræða skemmtan fyrir fámennan
og sálsjúkan minnihlutahóp held-
ur er þetta vinsælasta aðferðin til
þess að hafa ofan af fyrir sér meðal
alls þorra fólks. Þetta þykir reyndar
svo hentugt til þeirra hluta að kvik-
myndin hefur nánast þurrkað út
eldri aðferðir til þess brúks og ekk-
ert virðist geta keppt við hana nema
smækkuð eftirlíking til heimanota.
Eðlilegar sálarhamfarir
Það er þokkalega viðurkennd
staðreynd að mannkynið sé nú á
dögum meira friðelskandi og hjarta-
hreinna en það hefur áður verið og
það eru óvefengjanleg sannindi að
Islendingar hafi báða þessa eigin-
leika í ríkari mæli en aðrar þjóðir
hér í heimi. Það kann því einhverj-
um að þykja lítið eitt á skjön við eðli
Islendinga að þykja meira gaman að
því en öðrum þjóðum að sjá fólk lim-
lest á sem fjölbreytilegastan máta.
En hér fer fólk svo oft í bíó og hér
eru svo margir kvikmyndasalir að
Kínverjar þyftu að reisa sér bíó fyrir
rúmlega hundrað milljón manns ef
þeir ætluðu að komast með tærnar
þar sem við höfum hælana. Og sýna
þrjú, fimm, sjö, níu og ellefu-fimmt-
án.
En þó svo að mannþekkjarinn
Zorba hafi sagt að ef mannskepnan
lyktaði af innræti sínu yrði ekki líft
hér fyrir fýlu, þá sækjast ekki allir
eftir dumbrauðu blóði og púðurreyk
í bíó. Greinarhöfundi er til dæmis
kunnugt um eldri konú sem hefur
ekki fundið neitt við sitt hæfi í bíó-
húsum borgarinnar síðan hætt var
að sýna Tónaflóð, eða Sound of
Music, eins og sú kvikmynd hét á
frummálinu. Fyrir aðra sem eru
ekki eins kröfuharðir slæðast hing-
að á tíðum myndir sem fjalla um til-
tölulega venjulegt fólk sem kemst
oft á tíðum lifandi frá þeim ævintýr-
um er handritshöfundurinn hefur
sett fyrir það. En þetta eru fremur
fátíðar myndir og það má segja að
markaðurinn sjái um að drepa það
sem handritahöfunda skortir kjark
til að sjá um sjálfir, því þessar mynd-
ir staldra yfirleitt stutt við í bíóhús-
unum.
En það má einnig deila um hvort
tiltekinn fjöldi manndrápa í bíó sé
hættulegri geðheilsunni en til
dæmis visst magn af danssporum
eða tárum. Þar sem minnst var á
kvikmyndina Tónaflóð er hægt að
benda á þau gríðarlegu áhrif sem sú
mynd hafði á sálarlíf þeirra er á
horfðu. En þar sem nær því öll
heimsbyggðin sá þessa kvikmynd,
og fór við það hamförum í sálinni,
var það ástand smátt og smátt talið
éðlilegt og því á engan hátt hættu-
legt.
Markhittnir fræðingar
En þó svo sálarfræðingar og kvik-
myndaeftirlitsmenn hafi sýnt áhrif-
um kvikmynda á bíógesti áhuga,
hafa félagsfræðingar lítið gert að
því að sundurgreina og flokka þann
hóp sem mest stundar bíóin. Það
kemur kannski til af því að helsta
ástæðan fyrir því að fólk fer i bíó er
nokkurskonar ,,tabú“ á íslandi;
nefnilega það að fólki leiðist heima
hjá sér.
Unglingar eru allra manna dug-
legastir við að fara í bíó og þeir eru
einnig sá hópur þjóðarinnar sem
mest leiðist heima hjá sér. Þeir eru
farnir að átta sig á því að heimilis-
haldið í foreldrahúsum snýst ekki
um þarfir þeirra og leita sér því að
einhverjum tilverugrundvelli utan
þess, enda snýst uppeldi á Islandi að
mestu um að koma krökkunum sem
fyrst í húsbyggingar og ektastand.
Því hafa margir innsiglað tveggja
manna húsbyggingasamband í bíó-
húsunum með handbandi undir
heitum Arabíunóttum, þvaiir í lóf-
unum af taugaveiklun og ást.
Reyndar hafa markaðsfræðingar
komist að því hvar unglingarnir
halda sig þegar þeir flýja ráðs-
mennsku eða afskiptaleysi foreldr-
anna. Þessa uppgötvun hafa þeir
síðan selt þeim sem hafa vinnu af
því að búa til og selja kvikmyndir,
með þeim afleiðingum að nú þykir
ekkert vit í öðru en framleiða mynd-
ir sem enginn getur horft á nema
lífsleiðir unglingar. Þetta hefur síð-
an orðið þess valdandi að enginn
sem vill láta lita á sig sem fulltíða
getur látið sjá sig nálægt kvik-
myndahúsunum. Þetta þykir orðið
vont mál í kvikmyndaheiminum og
vinna nú markaðsfræðingar að því
að finna upp nýjar kenni- og mark-
aðssetningar til þess að bjarga mál-
inu fyrir horn.
Hausverkur ellefu-
sýninganna
En það eru fleiri en unglingarnir
sem leiðist heima hjá sér. Eins og
fram hefur komið í lesendabréfum
og víðar eru um tvö þúsund karl-
menn á Stór-Reykjavíkursvæðinu
dæmdir til einlífis á besta aldri.
Þessi harkalegi dómur er til kom-
inn sökum þess að sveinar fæðast
fleiri en meyjar og því eru karlmenn
fleiri en konur í öllum aldurs-
flokkum — þar til þeir fara að deyja
úr einmanaleik uppúr fimmtugu. í
aldursflokkunum milli fimmtugs og
grafar eru hinsvegar fleiri konur.
Þessum lánlausu karlmönnum
leiðist flestum að kúra á heimilum
sínum eins og fram hefur komið í
mörgum vísum og einhvernveginn
hefur því verið svo fyrir komið að
þeim bjóðast fáar skemmtanir aðrar
en að fara í bíó. Sárast svíður ein-
manaleikinn á síðkvöldum og því er
þessi hópur bíógesta mest áberandi
á ellefu-fimmtán sýningum. Það fyr-
irkomulag sem tíðkaðist fyrir fáum
árum að sýna helst ekkert annað en
klám og annan dónaskap varð
næstum til þess að rúa þennan lán-
lausa hóp ærunni og skapa honum
einhverskonar kynlífsbrjálæðis-
ímynd í hugum þorra fólks. Það
eimir eftir af þessu viðhorfi enn í
dag og hugmyndaríkar unglings-
stúlkur þora ekki fyrir sitt litla líf að
fara i ellefu-fimmtán bíó nema
minnst fjórar saman. Ef reynsla mín
sem eintaks af þessum ólánssömu
körlum léttir hugarvíl þessara
stúlkna get ég frætt þær á því að ég
verð undantekningarlaust ástfanginn
af aðalleikkonu hverrar bíómyndar
og því verða allar raunverulegar
konur hálf grámyglulegar í bíóun-
um og vekja hjá mér litlar kenndir.
En ekki eru allir karlar ógiftir á
ellefu-fimmtán sýningum. Sú kenn-
ing hefur verið sett fram að karlar
noti ellefu-fimmtán sýningar á sama
hátt og konur hafa notað hausverk-
inn í gegnum aldirnar. Þegar hugur
þeirra og líkami gerist fráhverfur
kynlífi og þeim býður í grun að
sama sé ekki uppi á teningnum hjá
ektamakanum, skella þeir sér í bíó
og vona að makinn verði sofnaður
er þeir koma heim.
Hetjuöld Fjalakattarins
Einhverjum fannst þessi kenning
svo góð að hann bjó til einhvers
konar framhaldskenningu sem
hljóðaði á þá leið að þeir sem færu
í sjöbíó ættu konur sem elduðu
vondan mat. Þetta finnst mér djarf-
ari kenning en svo að ég treysti mér
til að taka afstöðu til hennar. Hins-
vegar hefur það loðað við sjö-bíó að
þangað sækja þeir sem telja bíó
vera list, og þá jafnframt að list sé
óumdeilanlega betri en það sem
ekki er list. Þetta mun vera komið til
af því að sökum þess hversu sjö-sýn-
ingar eru illa sóttar hafa bíóeigend-
ur ekki séð sér hag í því að opna
popp-sölurnar fyrir þessar fáu
hræður og þar sem þessi listhneigði
hópur hefur skömm á hléum, sem
rjúfa einbeitnina og trufla innlifun-
ina, hefur hann fundið sér afdrep í
sjö-bíó. Ef hins vegar hin djarfa
kenning, sem nefnd var áðan, er að
einhverju leyti rétt, sannar fámenn-
ið á sjösýningum enn og aftur kosti
hefðbundinnar íslenskrar matar-
gerðar, en það er önnur saga.
Margir þessara manna, er sitja á
sjö-sýningum og hatast út í hlé,
gegna nafngiftinni kvikmynda-
áhugamaður. Mánudagsmyndir og
kvikmyndahátíðir eru þessu fólki
sem töfraorð og þegar minnst er á
hina glæstu hetjuöld Fjalakattarins
brestur þetta fólk í grát og sér í
gegnum tárin óupphitaðan sal þar
sem fólk kúldraðist á trébekkjum og
reyndi að gera sér grein fyrir í gegn-
um skruðninga og þokukennda
drauga á tjaldinu um hvað listaverk-
ið snerist.
Langrýndir gagndrag-
endur
Úrvaldsdeildin úr þessum hópi
hefur síðan fengið aura hjá dagblöð-
unum fyrir að lýsa því sem hún sér
á sjö-sýningunum. Þetta hefur verið
kölluð kvikmyndagagnrýni en öf-
ugt við aðra gagnrýni kemur eng-
inn, sem átt hefur þátt í að framleiða
það sem verið er að gagnrýna, til
með að lesa margnefnda gagnrýni.
Þetta kemur til af því að nær allar
þær kvikmyndir sem sýndar eru í
kvikmyndahúsunum eru frá lönd-
um þar sem islenskukunnátta er
ekki mjög útbreidd en það hefur
samt ekki hindrað gagnrýnendur
kvikmynda í að vera með föðurleg-
ar leiðbeiningar til höfunda kvik-
myndanna og hafa sumir þeirra
jafnvel tamið sér dálítið óvæginn stíl
til þess að hrista enn betur upp í höf-
undunum. íslenskar kvikmyndir
eru reyndar undantekning frá þessu
þar sem allir kvikmyndaáhuga-
menn bera vöxt og viðgang hinnar
ungu listgreinar fyrir brjósti og vilja
því ekki verða þess valdandi að þeir
sem eru að þreifa sig áfram á henn-
ar hálu brautum missi kjarkinn og
tapi dampi.
En þar sem bíóeigendum þykir
hópur kvikmyndaáhugamanna fá-
skipaður og lítt til þess fallinn að
græða á, hafa þeir lítið gert að því
að sýna hér myndir sem ýmist eru
kallaðar listrænar eða langdregnar.
Þetta hefur siðan orðið til þess að
kvikmyndagagnrýni hefur orðið
skemmtilegust allra gagnrýna og
verður það allt þar til myndlistar-
gagnrýnendur taka til við að gagn-
rýna útlit þvottaduftspakka, tónlist-
argagnrýnendur auglýsingaballöð-
ur og bókmenntagagnrýndur kross-
gáturnar.
Heilagleiki bíóhúsanna
Þessir hópar, sem minnst hefur
verið á og eru einungis lítið brot af
þeim fjölda sem sækir kvikmynda-
hús af mismunandi ástæðum, hafa
lítil samskipti sín á milli og í raun
hefur hver hópur lítil samskipti inn-
byrðis. Þrátt fyrir að fólk eyði ekki
tíma sínum í jafnríkum mæli í nokk-
uð annað utan heimilis síns, að at-
vinnu slepptri, eru bíósýningar
nefnilega, öfugt við kokdillaboð og
skipulegar gönguferðir, ekki hvetj-
andi til samskipta. Það heyrir nær til
undantekninga að ókunnugir yrði
hver á annan í bíóhúsunum, og þá
einungis til þess að biðja um eld eða
nákvæma tímasetningu. I bíóunum
situr hver í sinni þögn, en sammann-
legum draumaheimi, og allt tal og
pískur er óæskilegt og jafnvel suss-
að niður í fæðingu.
Á þessu eru reyndar til undan-
tekningar en þær er yfirleitt hægt
að skýra með því að sökum drykkju
eða æsku hafi viðkomandi ekki skil
ið heilagleika bíóhússins. Hinir
reyna að hafa stjórn á þessum trufl-
unum og sitja þöglir, maula popp-
korn og horfa á hetjur nútímans
reka illt út með illu; skjóta vasaþjófa
milli augnanna, brenna ölvaða öku-
menn inni í synd sinni og reka hníf
í bakið á þeim er hrekkja aðra með
dónalegum símtölum.
20 HELGARPÓSTURINN
leftir Gunnar Smára Egilssonl