Helgarpósturinn - 28.08.1986, Page 22

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Page 22
SKAK Tvennir tímar Nú er þeim tólf skákum sem Karpov og Kasparov eiga að tefla í London að Ijúka, en þá verður einvígið flutt til Leningrad og síð- ari tólf skákirnar tefldar þar. Þegar þeirri viðureign lýkur verða þeir félagar búnir að tefla nærri hundr- að kappskákir hvor við annan á tveimur árum og mundi einhverj- um þykja nóg komið í bili. Sjald- gæft er að sjá jafn ólíka kappa og þessa tvo eigast við, þeir eru eins og dagur og nótt. Kasparov er maður hinnar snörpu sóknar, hann sveiflar sverðinu svo hratt að þrjú sýnast á lofti. Karpov er hins vegar meistari rólegra liðsflutn- inga, hann safnar smáum ávinn- ingum (eins og hann safnar frí- merkjum) og þrengir smám sam- an að andstæðingi sínum. Þótt viðhorf þeirra Karpov og Kasparovs til skákarinnar séu svona ólík, þá er árangur þeirra, mældur í sigrum og ósigrum, svo jafn sem hugsast getur. Eftir sjötíu og tvær skákir í fyrstu tveimur einvígjunum mátti kalla að þeir stæðu jafnt: Karpov hafði tvo vinninga yfir þegar því fyrra var slitið, en Kasparov sigraði með tveggja vinninga mun í hinu síð- ara. Og þegar þessar línur eru rit- aðar hefur hann eins vinnings for- skot að loknum tíu skákum í Lund- únum. Fyrir hálfri öld tefldu tveir aðrir snillingar tvö einvígi um heims- meistaratitilinn á tveggja ára bili. Þeir tefldu samtals sextíu skákir saman í þessum tveimur viður- eignum, en höfðu teflt tíu skáka einvígi áratug fyrr. Aldursmunur þessara tveggja manna var tæpur áratugur, svipað og nú, og þeir höfðu nokkuð ólík viðhorf til skákarinnar, þótt munurinn væri ekki jafn greinilegur og nú. Þetta voru þeir Aljekín og Euwe. Aljekín hafði unnið Capablanca í einvígi um heimsmeistaratitilinn árið 1927, nokkuð óvænt því að Capablanca var talinn hartnær ósigrandi, Aljekín hafði teflt tíu kappskákir við hann fyrir einvíg- ið, tapað þrisvar og gert jjö jafn- tefli, en enga skák unnið. I einvíg- inu vann Aljekín sex skákir gegn þremur og jafnaði þannig metin. Þeir tefldu aðeins tvær kappskákir saman eftir þetta og vann hvor sína. Þessir tveir höfuðsnillingar dóu því án þes að úr því yrði skor- ið hvor væri öflugri. En eftir að Aljekín var orðinn heimsmeistari tefldi hann glæsi- legar en nokkru sinni fyrr og vann sigra sem naumast eiga sinn líka. Enginn vafi var á því að hann var fremsti meistari síns tíma, sumir gengu jafnvel svo langt að telja hann fremsta taflmeistara sem uppi hefði verið. Snilldarbrögð hans og leikfléttur voru helsta frétta- og aðdáunarefni skákunn- enda um allan heim. Euwe var níu árum yngri en Aljekín og einhver efnilegasti skákmaður yngri kynslóðarinnar. Hann var á besta aldri taflmeist- ara, að því er þá var talið: 34 ára, er Aljekín tók áskorun hans um einvígi árið 1935. Samt sem áður datt víst fáum annað í hug en að Aljekín myndi eiga alls kostar við hann. En þess voru farin að sjást merki að Aljekín var farinn að slakna. Sjálfsrýni hans hafði sljóvgast af of mikilli sigursæld og hann var orð- inn full handgenginn Veiga- drottni. Euwe sigraði í einvíginu með 151/2 gegn 14'/2 vinningi og var þá í senn orðinn heimsmeistari í skák og þjóðhetja Hollendinga. Næstu áratugi var hann einn af fremstu skákmeisturum heims, afkasta- mikill höfundur um skák og mikill kennari. Hann skrifaði mikil verk um byrjanir, miðtafl og endatafl, gaf út skáktímarit, og greinar hans um merkisskákir: „Skák mánað- arins" voru þýddar og birtar í skáktímaritum um allan heim. Á ýmsan hátt má telja Euwe læri- svein Tarraschar, en hann var hvergi nærri jafn kreddufastur og gamli maðurinn. Á efri árum Euwes sameinuðust menn um hann sem forseta Alþjóðaskák- sambandsins FIDE og jsar leysti hann margan vanda með glögg- skyggni sinni og góðmennsku. En það er af Aljekín að segja að hann gerbreytti lifnaðarháttum sínum eftir ósigurinn og honum tókst að endurheimta titilinn í nýju einvígi 1937, þótt hann næði ekki aftur þeim yfirburðum yfir aðra taflmeistara er hann hafði á ár- unum um og eftir 1930. Aljekín og Euwe áttu vel saman, ekki síður en Karpov og Kasparov, og margar skákanna úr einvígjum þeirra eru býsna snjallar og vel tefldar. Því miður er ekki rúm hér fyrir neina þeirra, en ég tek í stað- inn stöðu úr skák þeirra frá skák- þingi í Zúrich árið 1934. Hún sýnir að Euwe stóð vel fyrir sínu, einnig í leikfléttunum. Þessi staða kom fram eftir fléttu Euwes sem Aljekín taldi að kost- aði mann, og var svo viss í sinni sök að hann lék 30 - f6 í stað þess að verjast með 30 Re7. En Euwe hafði löngu séð þetta fyrir: 31 Rf7!!! Og nú kemur í Ijós aö 31 - Kxf7 strandar á 32 Dh5+ Ke7 33 Hxe6+ Kxe6 34 Hel+ Kd6 35 Dc5+ Kd7 36 Df5+ Kd6 37 De6 mát. Ekki dugar heldur (31 - Kxf7 32 Dh5+) g6 33 Dxh7+ Kf8 34 Dh8+ Ke7 35 Hxe6+. Aljekín varð því að leika 31 - De8 32 Hxe6 Dxe6 33 Rd8 De4 34 Rxc6 Euwe hefur nú unnið peð og stendur vel, enda vann hann skák- ina. Hann tefldi alla skákina mjög vel, en það er einkum leikurinn 31 Rf7 sem gerir hana minnisstæða. GÁTAN Hvað hefur tíðkast hér á landi allt frá fornöld? ■ • •jnjeg SPILAÞRAUT ♦ Á-G-2 Vestur lætur hjartakóng og síð- O 10-6-3 an drottninguna, sem við tromp- O D-5 + D-G-9-5-4 um heima. Vangaveltur ♦ D-7-6-4 Sögnin virðist vera harla góð. o 4 Það eru möguleikar á að vestur sé O Á-G með kónginn annan. Þess utan er + Á-K-10-8-7-3 möguleiki á að svína tíglinum, sem ætti að vera óþarfi ef spaðarn- Sagnir: ir Iiggja 3 hvoru megin. Við sjáum S V N A hvað gerist. 1 lauf 1 hjarta 3 lauf 3 hjörtu 3 sp. pass 5 lauf pass pass pass Lausn á bls. 10. LAUSN Á KROSSGÁTU • ö - • • • R • - L - • R . /f\ T V £ / R • 'fí - r L £ K fí • £ L J fí Ú h R • Æ T L fí R • N 'fí i< p L D u R r L F) V S * K L fí 0 5 T U R • R. R R • L £ T U U a L fí T u s l< O R r fí T fí • £ / T o R • /í R. l N • S 5 fí R. K Æ 1> / R 5 h/ Ú 'h 5 T / N % b S • R fí U T T • N F L ö S K U s X B y T / • r R fí U /< fí H u /e K K fí R fí U Ð s Æ R Z? U L U R * H /£ K R U m fí R L H > L fí U R fí • /3 R fí £ N 'fí » N T r A/ • R fí U p / R Ð /Z L U N fí • O s * . /í R N /V N 'M U Ð <? i r T / N G u R. ö 5 K i £> • fí F fí N <5 / • /e zr / K fí A K FfíP/R /ne'Ð TóLuR stLjn TrRr GRóVUr, IfíND/ NfíLL! 6RoÐU(i LFSTiR rrifíNN 2j VROP/ -rfí upp HR- STúLKfí /Y1£L> GUlT . Hfíf?! — RbSfí Mfl TUR /<■//✓/> > ■ j/ HRIPR -r/=)F/-Fi PLRNTfí / HNDURs mERk/ SKJLU^ SPn-iV MÖGLfí GRBBfl ~ _ A/ —> 'DOTr/N v/n /<OL*L- -tonn KtyR' !R PSKfíR GfíLVRR KVLNW HfíT/D RETTfí V/U STULT) Rú/yj- stæt/ /flisr- V/nJúUr HUÚDU VÉRUR KÓ5TUH LOFfíDI t/T/le DUGLtfr GL'oFfíR VlSSfl 'fíur/N fímfíöÐ RfímR LtfáRfí fíFTUfí. £/NK. 5T. þVOTf my/<k TfífíS ) 5/6/9 5ÆZ>£? GEV/fUR JÖKP HRYJSR KRoTfín JurT/R f TÖ//6U mN/-/Ð uRm- ULL- STflUK RR mrtfí f?/ gutl. fíRFúíl SfíR DRfífíL SP/RF) £/</</ LRUSfí FúLfíG £FN! 5 OGN GERt R/NtjL le/t £/</<' u/)/n/.R sMfítí -■ DÝPI FRoSr 0rr þRfíÚT 5E/OJR /?/< sr % GLEÐ- ////? mbTfíR RfíldB tLSKn V/T 5TOLR /3/9/. L'/Tfí SKfíP RúyKlR SKjfíT, físr SK.ST. SKoli Tj'oNIÚ - x, TÓNN Hfí&fíL t brunm DVéLUJl 1- - - - /Brrfííz 5£TuR H/tRÐúR /rffíLrn UR /L/fífí l KEYTfí SPOT-r fíR > 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.