Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 12
eftir Óskar Guðmundsson myndir Jim Smart
BANDALAG
JAFNADARMANNA
In memoriam
Vilhjálmur Þorsteinsson, Karl Birgisson, Snædfs Gunnlaugsdóttir og Stefán Benediktsson á lokafundi BJ sl.
mánudagskvöld. Ljósmynd: Jim Smart.
Bandalag jafnadarmanna er látid. Þad uard
til sídla hausts 1982 er Vilmundur Gylfason
ákvaö aö segja sig úr þingflokki A Iþýduflokks-
ins og stofna Bandalag jafnabarmanna, BJ.
Og þann 15. janúar 1983 uar fyrsta miöstjórn
BJskipud — med þátttöku um 30 einstaklinga.
Auövitad var stofnun BJ fyrst og fremst verk
eins manns, Vilmundar Gylfasonar. Bandalag
jafnaöarmanna átti aö hafa þaö hlutverk aö
breyta tslenskum stjórnmálum, gera þau aö
umrœöu um hugmyndir, ekki kjördæmapot,
ekki samtrygging, ekki fyrirgreiöslupólitík.
Þaö var fyrir eldmóö Vilmundar Gylfasonar
sem Bandalag jafnaöarmanna varö pólitískt
afl. En þaö varö pólitískt afl, afþví aö fólk taldi
þörffyrir pólitískt aöhald inní sölum Alþingis
gagnvart langþreyttum stjórnmálaflokkum.
Það er lokað
Það voru hnípnir menn sem gengu upp stig-
ann í Vonarstræti sl. mánudagskvöld á hinsta
fund landsnefndar Bandalags jafnaðarmanna.
Og stjórnmálaflokkurinn, sem státaði af því að
vera opnari en aðrir, flokkurinn sem kvað í
iögum sínum alla fundi opna, tilkynnti frétta-
mönnum að þessi fundur yrði lokaður.
í húmi næturinnar ákvað iandsnefndin í
reynd að leggja niður Bandalag jafnaðar-
manna, stofna Félag frjálslyndra jafnaðar-
manna — og ganga til liðs við Alþýðuflokk
Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Efast um heimildir
Samkvæmt lögum og venju er landsfundur
BJ æðsta valdastofnun stjórnmálaflokksins.
Allar veigamiklar breytingar, svosem á skipu-
lagi, hafa verið ákveðnar af landsfundi. Telja
verður að endalok Bandalags jafnaðarmanna
séu meiri háttar ákvörðun — og því rökrétt að
kalla hefði átt landsþing saman.
Margir heimildarmenn HP efast um að þing-
mennirnir hafi haft heimiid til að leggja BJ nið-
ur í reynd með þessum hætti. Þó þeir hafi ekki
formlega lagt BJ niður — og einhverjir muni
vilja halda BJ-nafninu á lifi, — þá sé gjörð
þeirra söm og jöfn; hinir kjörnu fulltrúar BJ
hafi verið táknræn staðfesting á að BJ væri á
lífi. Sú táknræna staðfesting er komin yfir til
krata. En þeir telja þingmennina hafa brotið
fleiri leikreglur. Inn á fundinn sem tók loka-
ákvörðunina voru ekki boðaðir varaþing-
menn bandalagsins, þannig að engin vissa er
fyrir því að þeir muni ganga til liðs við þing-
flokk Alþýðuflokksins, ef þeir settust inn á
þing í vetur. Reyndar er vissa fyrir þvi, að
Jónína Leósdóttir, varaþingmaður BJ í
Reykjavík, mun ekki ganga til samstarfs við
þingflokk krata.
Ágreiningurinn við
jafnaðarmenn
Á tímamótum eins og þeim, þegar stjórn-
málaflokkar leggja upp laupana, er tilhlýðilegt
að rifja upp helstu þætti úr sögu þeirra. Innan
BJ tókust á nokkuð ólík pólitísk sjónarmið.
Annars vegar svokallaður frjálshyggjuarmur,
undir forystu Kristófers Más Kristinssonar og
fleiri — og hins vegar svonefndir jafnaðar-
menn, sem lögðu ríkari áherslu á hvers konar
sósíaldemókratísk viðhorf í málflutningi sín-
um.
Þessar deilur risu hæst með stofnun Félags
jafnaðarmanna sumarið 1985, og um haustið
gengu 14 manns úr landsnefnd BJ. Þar með
mátti telja á fingrum annarrar handar þá, sem
höfðu verið með í fyrstu miðstjórninni og enn
voru með í farteski BJ-leiðtoganna aðfaranótt
þriðjudagsins.
í Ijósi nýjustu tíðinda er rétt að rifja upp
helstu ágreiningsefni hinna stríðandi fylkinga
í BJ frá árinu 1985. Jafnaðarmennirnir lögðu
áherslu á samstarf við A-flokkana og andstöðu
við frjálshyggjuna, meðan frjálshyggjuarmur-
inn lagði áherslur í anda frjálshyggjunnar. Það
sem hélt BJ saman frá 1983 til 1985 var hins
vegar andstaðan við spillingu og samtrygg-
ingu og afhjúpunarkrafa sem lá á bandalaginu
og aflaði því fylgis.
Frjálshyggjuarmurinn gagnrýndi jafnaðar-
mennina fyrir að vera eins og kerfisflokkarnir
enda voru þeir ósáttir við ofuráherslu BJ á
„stjórnkerfisbreytingar" og kváðu jafnaðar-
mönnum nær að ganga í Alþýðuflokkinn.
Þingflokkurinn var löngum beggja blands í
þessum deilum, en þegar á reyndi skiptist
hann í tvennt. Kristín Kvaran gekk úr þing-
flokknum, og Kolbrún Jónsdóttir og Kristín
voru meðal stofnenda Félags jafnaðarmanna.
Kolbrún var samt áfram í þingflokknum með
Stefáni Benediktssyni og Guðmundi Einars-
syni. Kristín hefur síðan starfað sem sjálfstæð-
ur þingflokkur. Jafnaðarmennirnir sem gengu
út við stofnun Félags jafnaðarmanna höfðu
flestir verið meðal stofnenda BJ — og fór nú að
lengjast í upprunann.
í yfirheyrslu HP fyrir mánuði, kvaðst Guð-
mundur strax hafa tekið afstöðu með Kristófer
Má, en hélt til streitu afstöðu BJ til annarra
flokka og afstöðu sjálfs síns til A-flokkanna,
eins og sjá má annars staðar á síðunni.
Kaldhæðnin
Þeir sem eftir voru í BJ, voru einmitt þeir
sem fóru háðulegustum orðum um Jón Bald-
vin Hannibalsson og meint daður hans við BJ.
Þeir voru einnig harðvítugir gagnrýnendur af-
stöðu Alþýðuflokksins til lifskjarasáttmálans
sl. vetur, þannig að efnahagsstefna Alþýðu-
flokksins (sem í raun er einnig efnahagsstefna
Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags með „lífskjarasáttmálanum" sl. vet-
ur) er orðin efnahagsstefna þeirra sem greiddu
atkvæði á móti henni á sl. þingi.
Það er einnig mikil kaldhæðni, að þeir sem
hæddust mest að jafnaðarmönnum og sökuðu
þá um kratadekur, skuli nú ganga inni þann
flokk, sem sakaður var um að vera ekki skárst-
ur Fjórflokksins hf. á sínum tíma.
Prósentið hans Jóns
Nú hefur það komið fyrir öðru hvoru síðustu
misseri að áhugi BJ-ara á Alþýðuflokknum
hafi spurst út. Er skemmst að minnast hug-
mynda um að Stefán Benediktsson tæki opin-
berlega afstöðu með flokknum fyrir siðustu
borgarstjórnarkosningar í vor. Af þvi varð þó
ekki — en munaði mjóu.
Það varð hins vegar sögulegt hlutskipti Guö-
mundar Einarssonar sem einna dýpst hefur
tekið í árinni gegn hugsanlegu samstarfi við
Alþýðuflokkinn og Jón Baldvin, að verða sá
sem stendur í samningamakki við Jón Bald-
vin. Og þetta makk sem stóð aðeins í nokkra
daga fór fram án þéss að margir framámanna
í BJ hefðu verið með í ráðum.
Það er einnig umhugsunarvert, að enginn
þeirra sem gekk út til stofnunar Félags jafnað-
armanna í fyrra, hefur í hyggju að ganga í Al-
þýðuflokk Jóns Baldvins í dag, svo vitað sé.
Fylgi BJ hefur farið dvínandi með breyttum
áherslum síðustu misseri. í skoðanakönnun
HP fyrir tæpum mánuði fyrir fylgi þess 1,6%
og í skoðanakönnun DV á dögunum var fylgi
þess 1,2%. Slíkt fylgi nægir ekki til þátttöku á
Alþingi Islendinga.
BJ var stofnað eftir að Vilmundur Gylfason
hafði gefist upp á lítilsvirðingu við pólitísk við-
horf sín innan Alþýðuflokksins. Hann taldi sig
vera búinn að reyna til þrautar innan þess
flokks. Mótstöðumenn hans þar voru menn á
borð við Jón Baldvin Hannibalsson. Eftir þá
reynslu taldi Vilmundur nauðsynlegt að leggja
mikla áherslu á aðhald og gagnrýni á pólitík og
starfshætti „gömlu" stjórnmálaflokkanna. Og
margir eru þeirrar skoðunar að enn sé þörf á
slíku aðhaldi. En þingmennirnir hafa valið BJ
þann kost að deyja — og ganga sjálfir inní Al-
þýðuflokkinn.
Guðmundur Einarsson í HP
fyrir mónuði, 3. september sl
Langcsr ekkert i
framboð fyrir
slika flokka...
Guðmundur Einarsson
í dag, 2. október
Ætlar í framboð
fyrir Alþýðu-
flokkinn...
„A-flokkarnir! Fyrir hvaö œtli þeir
svo sem standi — annaö heldur en
þaö sama og stjórnarflokkarnir.
Hver var munurinn á afstööu þess-
ara flokka til kjarasamninganna lé-
legu í vetur, Hafskipsmálsins, Út-
vegsbankamálsins? Þú veist þaö vel
aö A-flokkarnir hafa ekki getaö tek-
iö á málum nema undir formerkj-
um samtryggingarinnar. Viö eigum
ekki samleiö meö þessum gömlu
flokkum." Þessi fleygu orö mœlti
Guömundur Einarsson alþingis-
maöur í Yfirheyrslu Helgarpóstsins
3. september sl. — fyrir mánuöi.
í Yfirheyrslunni var Guðmundur
spurður hvort BJ væri að deyja:
12 HELGARPÓSTURINN
„Nei, þjóöin getur ekki án þess
veriö, þaö getur ekki dáiö."
Um stjórnmálaflokkana almennt
sagði Guðmundur m.a.:
„Svo langar mig til aö benda þér
á aö gróskan í stjórnmálum á und-
anförnum árum hefur veriö meöal
hœgri flokka. Viö kunnum aö meta
þessa grósku."
I lok Yfirheyrslu HP var formaður
BJ spurður hvort kjósendur ættu eft-
ir að sjá hann í framboði fyrir ein-
hvern gömlu flokkanna í næstu kosn-
ingum?
„Nei, viö höfnum samstarfi viö
fjórflokkana... Ég get líka sagt þér
í hreinskilni aö mig langar alls ekki
í framboö fyrir slíka flokka. ..“
„Alþýöuflokkurinn hefur ekkert
breyst síöustu vikur. Hann er 70 ára
kerfisflokkur en í endurnýjun og aö
því viljum viö vinna," sagöi Guö-
mundur Einarsson alþingismaöur í
samtali viö HP í gœr er hann var
spuröur hvaö heföi breyst í Alþýöu-
flokknum síöan HP talaöi viö hann
síöast í Yfirheyrslu 3. september sl.
„Ená síöustu misserum hefur margt
breyst. Alþýöuflokkurinn hefur á
þessu kjörtímabili nálgast þá efna-
hagspólitík sem BJ hefur haldiö
fram, þ.e. frjálslynda efnahags-
stefnu. I síöustu sveitarstjórnakosn-
ingum staöfesti Alþýöuflokkurinn
þá getu sína aö halda pólitík sinni
fram. Innganga okkar er einnig
spurning um aöferö og hlutskipti,
hlutskipti okkar sem smáflokks eöa
sú hugmynd aö reyna þá aöferö aö
menn vinni saman á breiöum
grundvelli án þess aö hver og einn
þurfi aö leggja niöur sína sérvisku."
Þá spurði HP Guðmund hvort Al-
þýðuflokkurinn væri að hans mati
hægri flokkur?
„Einsog í fyrri viötölum mínum
viö Oskar Guömundsson um þetta
atriöi, segi ég: Skýrgreiningarnar
um hœgri og vinstri nota ég til aö
muna hvort menn eru örvhentir eö-
ur ei."
Er er þá gróska í Alþýðuflokkn-
um, — en þú sagðir í Yfirheyrslu HP
að gróskan væri mest í hægri flokk-
unum?
„Þaö er vissulega gróska íAlþýöu-
flokknum. En skýrgreiningar um
hœgri og vinstri leiða menn bara í
öngstrœti. Þetta er bara oröaleikur."
En ætlar þú í framboð, — svona
klassísk spurning?
„77/ aö hafa áhrif í pólitík þurfa
menn aö gefa kost á sér, — og þaö
er gert meö prófkjörum og framboö-
um. Eg hef áhuga á aö hafa áhrif í
pólitík."