Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 37
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart o.fl.
i,EGASTAR Á ÍSLANDI í LAUFLÉTTRI SKOÐANAKÖNNUN HP
OG VIGDÍS FORSETI"
SLENSKRA KARLA
STJÓRNMÁLAKONUR,
SJÖNVARPSSTJÖRNUR OG
SÖNGKONUR
Greinilegt er, að íslenskum karlmönnum
verður hugsað til stjórnmálaheimsins, þegar
þeir velta fyrir sér frambærilegum konum.
Varaformenn Aiþýðuflokksins og Alþýðu-
bandalagsins, þær Jóhanna Siguröardóltir og
Kristín A. ólafsdóttir, voru meðal þeirra sem
tilnefndar voru. Einnig Sigríöur Dúna Krist-
mundsdóttir, alþingismaður, Sólveig Péturs-
dóttir, prófkjörsframbjóðandi í Sjálfstæðis-
flokknum, Ragnheiöur Björk Guömunds-
dóttir, Bryndís Schram og Maríanna Friö-
jónsdóttir, alþýðuflokkskonur.
Kvenfólk, sem töluvert hefur sést í sjón-
varpinu, var karlmönnum einnig minnis-
stætt, þegar þeir áttu að nefna myndarlegar
íslenskar konur. Edda Andrésdóttir, frétta-
maður, fékk nokkurn fjölda atkvæða. Einnig
Arnþrúöur Karlsdóttir, fréttamaður í Noregi,
Kristín G.B. Jónsdóttir, þula, Unnur Ólafs-
dóttir, veðurfræðingur, Sigurveig Jónsdóttir,
fréttamaður, og „stelpan í Dílettóauglýsing-
unni“, eins og það var orðað.
Söng- og leikkonur komust líka á blað í
könnun okkar á myndarlegustu og fram-
bærilegustu konum á íslandi. Úr þeim hópi
var aðallega minnst á Ragnhildi Gísladóttur,
Eddu Heiörúnu Backmann og Diddú — alias
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Þar að auki fékk
Kolbrún Halldórsdóttir, leikkona og dag-
skrárgerðarmaður á rás 2, atkvæði nokkurra
karlmanna. Þótti sumum þeirra hún hafa
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, hefur sungið sig inn í
hug og hjörtu íslenskra karlmanna.
Maríanna Friðjónsdóttir, starfsmaður sjónvarpsins og
varaþingmaður Alþýðuflokksins, var nefnd til sög-
unnar.
staðið sig einstaklega vel í sjónvarpsþætti
um fjölmiðlun í síðustu viku.
FEGURÐARDROTTNINGAR
OG FLEIRI
Auðvitað varð körlunum einnig hugsað til
ýmissa fegurðardrottninga, sem unnið hafa
til verðlauna á síðari árum. Þeirra vinsælust
var án nokkurs vafa Unnur Steinsson, sem
nýverið var ráðin fréttamaður á Stöð 2.
Þeim sjónvarpsfélagsmönnum er greinilega
mikill fengur í nýja fréttamanninum, sem á
sér þegar stóran aðdáendahóp.
Aðrar fegurðardísir, sem hlut náð fyrir
augum karlanna, voru t.d. Snœfríöur Bald-
vinsdóttir, Stephanie Sunna Hockett, Anna
Margrét, Halla Bryndts og „nýja ungfrú
ísland“, svo einhver nöfn séu nefnd. Þegar
um fegurðardrottningar var að ræða, höfðu
karlmennirnir oft ekki föðurnöfn þeirra á
takteinum og stundum ekki einu sinni nöfn
þeirra stúlkna, sem þeir vildu tilnefna. Urðu
þá til margar mergjaðar lýsingar og ekki
allar frá hjartanu, heldur einhverju allt öðru
líffæri — eftir því sem næst varð komist.
Reyndar var þessi neðan-mittis-afstaða
alveg ótrúlega algeng, sérstaklega þegar
mennirnir veltu fyrir sér hvaða merkingu
þeir legðu í orðin ,,myndarleg“ og „fram-
bærileg". Komu karlarnir gjarnan með yfir-
lýsingar um það hvernig konur ættu að vera
til þess að vera spennandi hjásvæfur.
Þekktur ritstjóri hér í bæ sagði t.d.: „Hún á
að vera þannig, að mig langi til að sofa hjá
henni og tala við hana í fimm mínútur á
eftir.“ Jammm....
Ekki skal dæmt um tilhneigingar þeirra
fimm manna, sem nefndu ákveðinn karl-
mann þegar þeir voru beðnir um að tilnefna
myndarlegasta og frambærilegasta kven-
fólkið á Islandi. Allir unnu mennirnir á sama
vinnustað og fannst þessi uppástunga sín
greinilega bráðsnjöll. Þar sem búast má við
að um hafi verið að ræða einhvern hrekk-
lausan vinnufélaga þeirra, skal hans ekki
getið með nafni.
Tvær röggsamar konur í stjórnunarstörfum
fengu atkvæði aðspurðra karla í þessari
könnun. Það voru þær Herdís Þorgeirsdóttir,
ritstjóri Heimsmyndar, og Lára Ragnars-
dóttir, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags-
ins.
Færri þekkja hins vegar Kolbrúnu Hauks-
dóttur, sem starfar á Morgunblaðinu sam-
kvæmt upplýsingum þess sem greiddi henni
atkvæði. Karlmenn á Patreksfirði litu sér
nær, þegar þeir tilnefndu Kolbrúnu Sigmars-
dóttur og Jóhönnu Helgadóttur. Báðar eru
þær búsettar fyrir vestan og mun Jóhanna
vera skólastjórafrú í Krossholti, að því er
eldhressir karlmenn á Patró tjáðu okkur.
Enn aðrir þátttakendur í könnun HP að
þessu sinni áttu erfitt með að nefna nöfn, þó
þeir vissu svo sem innst inni hvaða eigin-
leikum hinar myndarlegu og frambærilegu
konur væru búnar. Þegar þeir voru spurðir,
fékk blaðamaður svör eins og „Ég er enn að
leita, manneskja", „Ég var einmitt á hött-
unum eftir þessari konu núna um helgina",
„Hún á að vera þrifaleg, Ijóshærð og lítil“
og annað í þessum dúr.
GLEYMUM ÞEIM STRAX
Það sem stendur eftir að lokinni þessari
óformlegu könnun, er ekki ágreiningur karl-
manna um hvaða konur þeim þykja fram-
bærilegastar á landi hér. Langmest áberandi
var mismunurinn á viðbrögðum karla og
kvenna, þegar þau voru beðin um að taka
afstöðu til myndarlegra einstaklinga af gagn-
stæðu kyni. Það kom blaðamanni sem sagt
stórkostlega á óvart hve erfitt karlmennirnir
áttu með að svara spurningunni, svo ekki sé
meira sagt. Þeir þurftu hreinlega að rembast
við að kalla fram í hugann myndir af fram-
bærilegum konum.
Þegar mennirnir voru síðan spurðir að
því, hvers vegna þeir héldu að þetta gengi
svona stirðlega hjá þeim, voru svörin yfir-
leitt á sömu lund. Þeir sögðust vissulega
horfa á kvenfólk og taka eftir framkomu
þess og öðru atgervi, en það hyrfi einfald-
lega úr huganum um leið og eitthvað annað
bæri fyrir augu. Sem sagt „out of sight, out
of mind“, eins og Bretar myndu segja. En
síðasta orðið fær karlmaður á besta aldri,
sem tjáði sig einmitt um þetta atriði:
„Maður verður kannski fyrir miklum
áhrifum af konu, sem maður sér í sjónvarp-
inu, og finnst hún stórkostleg. En um leið og
t.d. Bleiki pardusinn er kominn á skjáinn í
hennar stað, er maður búinn að steingleyma
henni!“
Edda Andrésdóttir, fréttamaður. „Afskaplega fram-
bærileg og röggsöm," sagði einn.
Arnþrúður Karlsdóttir, fréttaritari í Noregi, stendur
karlmönnum á íslandi greinilega fyrir hugskotssjón-
um þó hún sé handan hafsins.
Edda Heiðrún Backmann var ein af fáum leikkonum,
sem komust á blað.
Unni Steinsson, fyrrum fegurðardrottningu og tilvon-
andi fréttamann, mun örugglega ekki skorta áhorf-
endur, þegar hún tekur til starfa á Stöð 2.
Stephanie Sunna Hockett. „Fegurðardís í sérflokki."
Herdís Þorgeirsdóttir hefur gert marga góða hluti í
blaðaheiminum og á aðdáun ýmissa af gagnstæða
kyninu.
HELGARPÓSTURINN 37