Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 6
I
YFIRHEYRSLA
nafn: Jón Baldvin Hannibalsson fæddur: 21.02. 1939 bifreið: Opel frá Sambandinu
staða Þingmaður, formaður Alþýðuflokks laun 80.512 kr. áhugamál Fólk, saga og pólitík
heimilishagir: Kvæntur Bryndísi Schram og á með henni fjögur börn heimill Vesturgata 38
Gæti farið austur — eða vestur
eftir Helgo Má Arthúrsson myndir Jim Smort
Þingmenn BJ eru gengnir í Alþýðuflokk. Sögusagnir herma að verkalýðsarmur
Alþýðubandalags líti nú Alþýðuflokk hýru auga — og öfugt. Flokksþing Alþýðu-
flokks er haldið á morgun. Jón Baldvin ræðir þessi mál í Yfirheyrslu HP.
Þú skrifaðir fyrir skömmu grein um
Finnboga Rút — föðurbróður þinn —
sem var allt í senn pólitiskt manífest og
óður til mannsins. I greininni segist þú
vera að sameina jafnaðarmenn „með
bærilegri von um árangur“, en feður
þínir og pólitískir áar gerðu sér. Við
hvað áttu?
„í fyrsta lagi það, að þrátt fyrir málefnaleg-
an sigur yfir kommum, þegar Alþýðuflokkur
klofnaði 1938, þá tókst þeim ekki að afstýra
klofningi. Hvorki verkalýðshreyfing né Al-
þýðuflokkur hafa beðið þess bætur síðan. í
annan stað, þegar Hannibal tók við í Alþýöu-
flokknum 1952, þá mistókst sú aðgerð. Fyrst
og fremst vegna þess, að fóstbræðraiag hans
og Gylfa Þ. Gíslasonar brást. Samanborið við
þau tíðindi, sem nú eru að gerast, þá sérðu
að þar er mikiil munur á. I fyrsta skipti er
þróuninni snúið við.“
Þú gagnrýndir sem ritstjóri Alþýðu-
blaðsins forseta ASÍ ótæpilega. Hvað hef-
ur breyst? Forsetinn, Alþýðuflokkurinn,
eða formaðurinn?
„Gagnrýni mín þá var ekki persónuleg. Ég
gagnrýndi, að verkalýðshreyfingin skyldi
leita til háskóiamenntaðs hagfræðings og
kjósa hann til forystu. Og sú skoðun mín hef-
ur ekki breyst. A þessum tíma var verið að
koma á bandalagi Alþýðubandalags og Sjálf-
stæðisflokks í verkalýðshreyfingu til varnar
liðónýtri ríkisstjórn. Nú tel ég það hins vegar
Ijóst — af viðræðum mínum við Ásmund og
menn í kringum hann — að þeir eru ekkert
nema kratar. Það þefur breyst."
Af ummælum Ásmundar Stefánssonar
í Þjóðvilja í gær má ráða, að til umræðu
hafi komið, að hann gæfi yfirlýsingu um
inngðngu í Alþýðuflokk á afmælisþingi
flokksins á Hótel Örk. Hefur þú rætt
þetta við Ásmund?
„Aldrei komið til greina. Hins vegar mynd-
um við slá upp myndariegu partíi, ef hann
léti af þessu verða. Það væri stíll yfir því.“
Eru fleiri stjórnmálamenn á leið yfir
til Alþýðuflokks? Hafa t.a.m. farið fram
viðræður á milli Alþýðuflokks og for-
manns Verkamannasambands? Má bú-
ast við því, að Guðmundi Jóhanni verði
boðið til sætis í þingflokksherbergi Al-
þýðuflokks í næstu viku — og honum
þannig boðið afturgengnum til sam-
starfs við „ísafjarðarkrata**?
„Það hafa engar slíkar viðræður farið
fram. En nóg er plássið."
í grein þinni um þann mæta mann FRV
gætir i fyrsta lagi mikillar hrifningar á
manninum, og í öðru lagi á herstjórnar-
list hans í pólitik. Er hann fyrirmyndin?
„Nei. Hann er það ekki. Hann getur ekki
verið það. Til þess eru mennirnir of ólíkir.
Væri ekki nær að lýsa mér sem samnefnara
Hannibals og Rúts?
Þú skilgreinir þig þá ekki sem mann
bakherbergja í íslenskri pólitík?
„Nei.“
Þú hefur lýst því, að margir framá-
menn í verkalýðshreyfingu eigi heima í
Alþýðuflokki. Eftir hverju ertu að slægj-
ast?
„Það hélt ég að allir vissu. Markmið mitt í
íslenskri pólitík er, að skapa hér í fyrsta sinn
sósíaldemókratískan fjöldaflokk. Flokk, sem
er jafnoki — og helst ofjarl Sjálfstæðisflokks-
ins í pólitík. í þessu felst krafa um breytingu
á flokkakerfi, sem er ónýtt, og í þessari bar-
áttu hef ég staðið frá 1964“
Alþýðuflokkur sker sig mjög úr sam-
fylkingu jafnaðarmannaflokka á Norð-
urlöndum. Hefur aðra hefð. Hann er
frjálslyndur hér. Miðstýrður þar. Ertu
ekki með taktík þinni, að hafna hefðum
Alþýðuflokks og búa til miðstýrðan
fjöldaflokk með því að taka miðstýring-
armenn ASÍ uppá þtna arma?
„Nei. Ég er „ísafjarðarkrati". Og þeir
gengu út frá því, að þeir væru meirihluta-
menn ...“
Þú sækist eftir miðstýringarmönnum
úr verkalýðshreyfingu, en ekki eftir
stjórnmálamönnum úr Alþýðubanda-
lagi á borð við þá Þráin Bertelsson og
Svavar Gestsson. Af hverju?
„Til hliðar við Alþýðuflokk er pólitískur
dínósár — flóttamannasamtök úr fortíðinni
— Alþýðubandalagið. Þetta bandalag er í -
skjóli fámennisvaids of valdamikið. Fulltrúar
úr verkalýðshreyfingu hafa við þær ríkjandi
aðstæður, sem nú eru í landinu, málefnalega
samstöðu með Alþýðuflokki. Þeir eiga því
heima í flokki jafnaðarmanna. Og varðandi
pólitíska forystu í Alþýðubandalagi þá segi
ég þetta: Hvaða forystu eru menn að tala
um? Félagi Svavar Gestsson er eins og strá í
vindi. Og Þráinn Bertelsson. Hann er ágætur
— og skemmtilegur kvikmyndagerðarmað-
ur. Og vafalaust þægilegt að hafa hann í
kringum sig. Fyrir svo utan það, að fjölmiðla-
byltingin kallar á vana myndatökumenn."
Hvernig hugsar þú þér samstarfið við
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, eða
BJ? Er um að ræða samkomulag forystu-
manna, eða fylgja þeim Guðmundi,
Kolbrúnu og Stefáni sveitir stuðnings-
manna?
„Félag frjálslyndra jafnaðarmanna gengur
inní Alþýðuflokkinn. Ekki er um að ræða
baksamninga. Þeir völdu sér þessa leið, að
eigin frumkvæði. Hrossakaup eru engin.
Þetta er í grundvallaratriðum öðru vísi sam-
eining, en Hannibal og Gylfi Þ. reyndu 1974.
Spurningunni um það hverjir fylgja þeim —
henni verður ekki svarað fyrr en í næstu
kosningum."
En þig vantar fólk í áhrifastöður innan
Alþýðuflokks — ekki satt?
„Eg geri þetta vegna þess, að þetta er liður
í hinni stóru hernaðaráætlun. I öðru lagi
vegna þess að þær hugmyndir sem Vilmund-
ur setti fram hafa verið að mörgu leyti gagn-
legar. Bandalagið hefur ekki lifað til einskis.
Hér er um að ræða aldurshóp. Og ef ég lít á
aldursstrúktúr í alþýðuflokksfélögunum í
Reykjavík, þá er Alþýðuflokkurinn veikur í
þeim hópum, sem BJ var sterkt í. Hér er því
um að ræða eðlilega nýliðun í flokknum."
í viðtali í DV er haft eftir þér, að mistök
Vilmundar væru leiðrétt með samstarfi
BJ og Alþýðuflokks. Hver voru mistök
Vilmundar?
„Ég hef orðað þetta með eigin hendi á
annan hátt. Þar tala ég um þau mistök, sem
leiddu til þess, að Vilmundur varð viðskila
við Alþýðuflokkinn. Þau mistök þarf ég ekki
að útskýra fyrir viðmælanda mínum. Hann
er gjörkunnugur þeirri sögu allri. Vilmundur
átti stærstan þátt í að rífa flokkinn upp á hár-
inu á árabilinu 1976—1980 og gerði hann að
mögulegu stórveldi. Þá vorum við Vilmund-
ur bandamenn. Og hann beitti sér m.a. fyrir
ráðningu minni sem ritstjóra Alþýðublaðs-
ins. Þess vegna er ég hér. Stærstu mistökin
sem gerð voru er ríkisstjórnarmyndunin
1978. Hún var hrikalegt póiitískt umferðar-
slys.“
Það vekur athygli, að þú leggur í und-
irbúningi undir flokksþing mikla
áherslu á „sögulegar sættir'* Hannibals
Valdimarssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar
— holdgervingu samkomulags BJ og Al-
þýðuflokksins — en enginn kannast við
að þeir hafi verið uppá kant hin síðari ár.
Hver er meining þín? Er fjölsky Iduerjum
að ljúka, eða ertu að sýna þeim eldri
hvað þeir hefðu átt að gera fyrir 34
árum?
„Það er rétt hjá þér, að enda þótt Hannibal
og Gylfi Þ. hafi farið sína leiðina hvor í pólitík
eftir 1954, þá ieiddi það ekki til óvináttu. Það
er persónulegt. Hitt er söguleg staðreynd, að
þeir hófu pólitískan feril sinn sem pólitískir
fóstbræður og eru afsprengi sömu andófs-
manna í Alþýðuflokki. Það er mikil ógæfa
fyrir íslenskt launafólk að þeir Hannibal og
Gylfi Þ. skuli ekki hafa varðveitt sitt pólitíska
fóstbræðralag á úrslitatímum. Pólitískur
veruleiki væri ella allur annar. Það hefði ver-
ið á valdi þessara tveggja manna að endur-
nýja Alþýðuflokkinn. Þeim.brást bogalistin.
Ég ætla að bæta fyrir það."
Þú vaktir rækilega athygli á þér
snemma hausts, þegar þú lýstir því yfir,
að þú myndir fara fram fyrir austan —
hótaðir Austfirðingum til og með fram-
boði. Ertu ennþá staðráðinn í því að
skella þér í framboð eystra?
„Nei. Ég var aldrei staðráðinn í því. Og er
það ekki. Þessi ummæli voru nákvæmlega
þau, að ef heimamenn gerðu ekki að því
gangskör innan ákveðinna tímamarka, að
sameinast um sigurstrangiegan kandídat —
heimamann — þá hótaði ég þessu. Ekki veit
ég, hvort hótun mín hrífur. Það eru ákveðnir
heimamenn að velta þessu fyrir sér og síðan
var það auðvitað rætt við krata á Austfjörð-
um, að allt málið yrði að skoða í ljósi þess,
hvað gerðist í Reykjavík."
Hvað áttu við?
„Málið er einfaldlega þetta. Ég hef leitað
fyrir mér á undanförnum tveimur árum eftir
verkhögum og traustum mönnum til að
sinna trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokk. Og
það er dæmigert fyrir íslensk stjórnmál, að
það hefur ekki borið mikinn árangur. Það
hlægir mig, að þegar ég hefi leitað til ungra
— og við skulum segja vel menntaðra manna
— þá er fyrsta svarið sem ég fæ: Ég hef ekki
efni á því. Og það er út af fyrir sig rétt. Þátt-
taka í pólitík skilar mönnum ekki rífandi
tekjum. Og í flokki eins og Alþýðufiokknum
sem er opinn, og þar sem menn verða að
leggja sjálfa sig undir í opnum prófkjörum er
erfitt að veita mönnum tryggingar. Við get-
um ekki veitt vammlausum heiðursmönnum
tryggingar. Og þeim virðist þykja það ófýsi-
legur kostur. Eftir stendur, að ég sem formað-
ur verð að beita mér til þess að ná inn nýju
fólki. Og ef það feist í því að færa mig til —
úr einu kjördæmi í annað, þá er ég til. Og þá
gæti svo farið, að ég færi austur — eða vestur.
Þetta kemur allt í ljós.“