Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 25
aðarmanna hafa um langt skeið lagt hausinn í bleyti og reynt að finna flokknum leið og aukið braut- argengi í íslenskum stjórnmálum. Nú eru þeir orðnir frjálslyndir krat- ar, en samkvæmt heimildum HP renndu þeir hýru auga til samstarfs við samtökin, sem berjast fyrir jafn- rétti á milli landshluta, þar sem Pétur Valdimarsson verkfræðing- ur á Akureyri hefur verið í farar- broddi. En nú er það fyrir bí. Hins vegar heyrðum við á HP, að Ellert Schram þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á förum, hafi verið orð- aður mjög við þessi samtök og jafn- vel formennsku.. . H ■ ■ estaútflutningur frá íslandi til útlanda varð fyrir áfalli á dögun- um. Pannig var, að hingað kom þýskur auðkýfingur, Dietz að nafni og sagði Morgunblaðið af ferð hans hingað upp. Erindið var að kaupa stóðhestinn og verðlauna- hestinn Skó frá Flatey. Samið var um kaupin yfir hafið og taldi sá þýski sig hafa tryggar upplýsingar um gripinn. Samið var um 300 þúsund krónur fyrir hann. Síðan skáluðu Dietz og félagar í kampa- víni áður en auðkýfingurinn fór til íslands til að sækja hestinn. Hingað kom hann með fulla tösku af þýsk- um mörkum, en þegar til átti að taka kom í ljós, að gæðingurinn stóð engan veginn undir nafni og var illa á sig kominn. Kaupin gengu snar- lega til baka og harma menn í hesta- heiminum, að reynt sé að plata inn á útlendinga hestum, sem standast ekki skoðun. Verst í þessu dæmi þykir, að seljendur voru hvorki meira né minna en Hrossaræktar- samband Suðurlands og Hrossa- ræktarsamband Vesturlands. . . v eitingahusin eru þessa dag- ana að undirbúa vetrarstarfsemina. Samkeppnin er hörð í þessum bransa og hyggja margir eigendur matsölustaða á ýmsar nýjungar til að tæla til sín kúnna. Þannig höfum við til dæmis heyrt að veitingastað- urinn Monte Christo á Laugavegin- um hyggi á breytingar. En lang- stærsta umbyltingin hefur átt sér stað í Blómasal Hótels Loftleiða. Sal- urinn hefur verið endurnýjaður upp í topp eins og sagt er... s ^^^álfræðibokmenntir eru á leið- inni. Forlagið hyggst gefa út sál- fræðibók handa unglingum sem nefnist „Kæri sáli“. Er bókin eftir Sigtrygg Jónsson sálfræðing sem sá um unglingaþáttinn Frístund á rás 2. Og fyrst við erum með bóka- fréttir í vélinni: Bókaútgáfan Vaka/ Helgafell mun senda frá sér mikla og vandaða bók er heitir væntan- lega Eldgos og eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson jarð- fræðing. Bók þessi hefur verið á þriðja ár í smíðum. Og Forlagið sendir á markaðinn nýja barnabók eftir Sigrúnu Eldjárn sem heitir því stutta nafni ,,B2" með litmynd- um eftir höfund. Jú, ef einhver skyldi spyrja: B2 er geimvera með tvö höfuð sem kemur til jarðarinn- ar. . . A ^^^^fram með fréttir af boka- markaði: Bjarnfríður Leósdóttir hefur látið skrá endurminningar sínar. Það er Elísabet Þorgeirs- dóttir skáld sem heldur á pennan- um og hefur enn ekki verið ákveðið nafn á bókina en vinnutitillinn mun vera „Bjarnfríður í blíðu og stríðu". Lífssaga Bjarnfríðar spannar yfir margt eins og gefur að skilja og komið niður í Alþýðubandalagi og baktjaidamakki og sölumennsku í verkalýðshreyfingunni, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá mun Bjarnfríður ennfremur lýsa reynslu sinni sem drykkjumannskona og annarri bit- urri lífsreynslu. . . u tvarpsrað er vinsælt um- fjöllunarefni, enda að vonum. Hing- að til hafa starfsmenn Ríkisútvarps- ins talað fremur varlega um þetta merka ráð. En nú bregður svo við, að Ingvi Hrafn Jónsson frétta- stjóri sjónvarpsins segir skoðun sína umbúðalaust á a.m.k. tveimur út- varpsráðsmanna í grein um „Hrafn- ana“ tvo hjá sjónvarpinu eftir Björn Vigni Sigurpálsson, sem birtist í næsta Mannlífi. Þar segir Ingvi Hrafn hreint út, að tveir útvarps- ráðsmenn, þeir Eiður Guðnason og Markús Á. Einarsson leggi sig í einelti og reyni að koma því orði á sig, að hann vilji halda uppi æsi- fréttamennsku í sjónvarpinu. í sama Mannlífi, sem kemur út eftir helgi, skrifar Jón Viðar Jónsson leiklist- arstjóri útvarpsins grein um íslenska leikritun. Niðurstaðan er sú, að hún sé gjörsamlega stöðnuð og undir- seld steingeldri raunsæisstefnu. . . Íftirtektarvert er hvað DV er farið að haldast illa á blaðamönn- um, en flestir starfsreyndustu hauk- arnir á þeim bæ hafa verið að hverfa til annarra miðla á síðustu vikum. Nú síðast hefur Kristín Þorsteins- dóttir ákveðið að yfirgefa Þverholt- ið, en eftir því sem HP veit best ætl- ar hún að gerast fréttamaður gömlu Gufunnar. .. SJÁLFSTÆÐISMENN! BESSÍ í 6. SÆTI Af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er nú aðeins ein kona. Sinnum kalli tímans, kjósum BESSÍ JÓHANNSDÓTTUR í 6. sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Aukum hlut kvenna í flokknum. KQsningaskrifstofan er í Hafnarstræti 19, sími 621514. Opið klukkan 17—21 daglega. Stuðningsmenn. Átt þú OOO,- kr. og ef til vill eldri naaauno? Með nýju skiptikjörunum okkar getur þú hæglega eignast nýjan _ amm BBEJO Uno 87 Dæmi Peningar kr. 65.000,- Iántil6mán. - 64.600,- eldri bifr. ca. - 150.000,- = NÝR FIAT UNO Ef ofangreint fyrirkomulag hentar ekki, bjóðum við einnig mjög góð greiðslukjör til lengri eða skemmri tíma, eða uppítöku á öðrum gerðum eldri bíla. anaa umboðið SKEIFUNNI 8 - SÍMI*688850 PÁV • Prentsmiðja Áma ValHemarssonar hf. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.