Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 15
sömu þægindi og við flest hinna leyfum okkur. Grasnytin hefur aðallega verið sauðfjárrækt og félagsbúið verið með um 120 fjár. Jóhannes hefur að mestu séð um þennan hefðbundna búskap en Eysteinn hlunnindabú- skapinn. Selveiðar og dúntekju á sumrin, hreinsun dúnsins og skinna- verkun síðsumars og fram eftir vetri. Alls eru um fjögur þúsund kollur í Skáleyjalöndum og mikil vinna að hirða allan þann dún. Skepnuhald er engan veginn létt í Skáleyjum. Sauðfé er flutt í land yfir sumartím- ann í beitiland í Kollafirði í Gufu- dalssveit. Ekki þó allt, því í hverri eyju hafa þeir bræður tvær til þrjár ær svo hefta megi útbreiðslu hvann- arinnar. „Ef hvönnin er ekki bitin þá nær hún sér upp og drepur allan annan gróður," og viðmælanda okk- ar er síður en svo vel við þetta ill- gresi. A vetrum gengur fé svo í úteyjum, fram í janúar og lengur þegar snjó- létt er. Var fram í mars síðastliðinn vetur og hefði getað verið enn leng- ur. Þann tíma sem við stöldrum við er farið á bát til mjalta kvölds og morgna. Það heitir þó að þær séu í heimalöndum en um stórstraumana verður ófært út til þeirra, aðra hvora viku. Tún eru ekki mikil, telja 6 hektara, sumstaðar harðlend, jarðgrunn og holótt, grasgefin þó og taðan því þurrkfrek. Þangskurður fyrir Þörungaverk- smiðjuna á Reykhólum er drjúg vinna sumarmánuðina,og til aðstoð- ar við það verk er ráðinn vinnumað- ur til heimilisins. Spottákorn frá bænum grillir í sláttuprammann, nokkurskonar skip með sláttuvél sem verksmiðjan á og leigir bænd- um. „Þessi verksmiðja verður að starfa áfram og hlýtur að geta það. Það hefur sýnt sig að hráefnið sprettur ekki miður en ráð var fyrir gert upphaflega. Og það er ekki einkamál heimahéraðs ef atvinna leggst af. Auk þess sem fólkið sem af henni lifir myndar meiripartinn af okkar litla byggðakjarna á Reykhólum, þá hafa fjölmargir bændur á allri strandlengju flóans nokkrar tekjur indi og var og lítið fengist fyrir skinnin undanfarin ár. Það er búið að hrekkja selinn með því sem frægt fólk gerði sér til frægðar. Við gerð- um fénu tæpast gagn með því að sleppa því og friða. Það sama á við um villtu tegundirnar. Þessi verð- felling á selnum hefur leitt af sér þá vitleysu að það er farið að skjóta hann í stórum stíl. Við hér veiðum kópinn á hefðbundinn hátt í lögnum og án skotvopna. Búum að þessum mat allt árið. Skinnin höfum við verkað þessi verðlausu ár, kannski af tómri þrjósku, því lítið hefur fengist fyrir þó margir hafi viljað búa til vöru úr þeim eða markað fyrir þau. í ár fara skinnin okkar til Grænlands. Þar hefur nú einhver markaður mynd- ast hvernig sem stendur á því. Margt er skrýtið ef Grænlendingar eru ekki sjálfum sér nógir með selskinn. Annars er hægt að fá verð fyrir sel- inn á annan hátt. Hringormastjórn- völd borga nú refa- og minkabúum fyrir að kaupa hann í fóður. Við höf- um lítið notað þann markað." — Þið notid ekki þann markad. Finnst ykkur á einhvern hátt lítid leggjast fyrir selinn aö verða loð- dýrafóður...? „Já, mér þykir það. Og ekki bara það, heldur var þetta fundið upp um leið og farið var að herja á hann með skotvopnum. Það er einblínt á selinn og fjölgun hans þegar verið er að tala um hringorminn. Það er mín skoðun að allur sá fugl sem er að óþörfu alinn á fiskúrgangi eigi einhvern þátt í þessu, en því hefur enginn gaumur verið gefinn. Ekki ansað. Og ég er viss að eins fer með hvalinn ef svo fer fram að hann verði friðaður. Það verður honum sami hrekkurinn og selnum. Það þarf eðlilega nýtingu þessara stofna. En til þess þarf líka fólk og það er ekkert hægt að nýta selinn nema búið sé á þessum stöðum. Selkjötið er ákaflega vandmeðfarið, auðvelt að spilla því. Selurinn er bestur heima í héraði. Annars er nýi hlunn- indaráðunauturinn samt eitthvað að reyna að koma kjötinu á markað, en það getur orðið erfitt. Það eru komnir allir þessir sælkeraréttir og kynslóðir sem éta ekkert nema eitt- hvert andskotans drasl... Allir þessir vera eftir að vinnudegi lýkur er það samt mikill tímaþjófur svo manni liggur við samviskubiti ef maður sest niður. Ég hef aldrei komist í það undarlega ástand að sjá fram úr verkefnunum, hvað þá að hafa tíma aflögu. Fjölþættur búskapur mynd- ar mörg verkefni og leiðir hvert af öðru. Nú þurfa fáar héndur að sinna ýmsu sem fleiri unnu áður og nútím- inn hefur reyndar myndað störf í stað þeirra sem horfið hafa. Dæmi um tímaleysið hérna er ófullgert húsið sem við höfum búið í í þrjú ár. Maður gefur bara skít í allt saman öðru hvoru... Ef maður þarf að fara suður eða annað þá fer tími í það og við þurf- um að leysa hvert annað af þegar eitt fer. Ef húsfreyja hefur brugðið sér af bæ, þá þarf að vinna heimilis- störfin," — og blaðamaður ímyndar sér að í Skáleyjum sé matseld sjald- an leyst með pulsum og tilbúinni kartöflumús. „Nei, það er ekki aldeilis beðið hér á veturna. Maður gefur sér varla tíma til að lesa bók, við erum ekki með vídeó og okkur var gefinn Megas á plötu fyrir nokkrum árum, en fónninn hefur orðið útundan á fjárhagslistanum svo Megas kapp- inn bara bíður síns tíma eins og fleira. Kannski er hann týndur!“ — Og ekki þrágandi öryggisleysi á svona afskekktum stað? „Nei, öryggi hérna við slysum og óvæntum atvikum byggist á þjón- ustu þessara tækja sem nú eru; síma og þyrlu. Nú það varð smáslys hér í fyrra þegar ég meiddi mig og var þá sóttur hraðbátur. Ferð með honum tók ekki nema klukkutíma. Það hef- ur lent hérna flugvél, Ómar Ragn- arsson gerði það einu sinni að gamni sínu að fljúga með mig heim og lenti hérna á ís.“ Það verður okkur til happs að næsta morgun er þurrkur og Skál- eyjabræður ákveða að halda okkur í eyjunni fram á þriðjudag. Þennan sólarhring sem við erum veður- teppt sýnir Eysteinn okkur dún- hreinsun og við fljótum með í síð- ustu hroðaleitir út í Hróvaldseyjar- hólma og Trésey. Undir kvöldmatar- leytið er slegist við tudda, kálfa og kvígur þar sem heita Seleyjar í Norðurlöndum og nautgripirnir Mjaltir í Skáleyjum, — þangað kemur þó enginn mjólkurbHI heldur er mjólkurinnar neytt heima og úr henni unnið smjör, skyr og súrmjólk til heimilisins. af þanginu. Það er orðið fastur punktur í tilveru margra, m.a. okk- ar.“ Og við erum komnir að selveið- inni sem kemur blaðamanni spánskt fyrir sjónir að Skáleyja- bræður skuli telja tekjulind, öndvert við flesta aðra sem höfðu af þessum veiðum atvinnu fyrir tíma Birgittu Bardot. En Jóhannes hefur orðið. ÞAÐ SEM FRÆGT FÓLK GERÐI SÉR TIL FRÆGÐAR... „Selveiðin er ekki sömu hlunn- skyndibitar sem fólk étur, þetta kemur af minnkandi fjölskyldu- stærð..." MEGASARPLATAN BÍÐUR SI'NS TÍMA... — Hvað með veturna á svona stað, eru þeir ekki bœði langir og leiðir? „Sumum þykir það sennilega..." segir bóndinn og mér finnst að hann glotti að vitleysunni. Svarar samt. „Við horfum talsvert á sjónvarp. Þó að dagskráin eigi að mestu að Selskinn hafa verið verkuð I Skáleyjum þó Ktið hafi fengist fyrir þau, kannski af tómri þrjósku. Nú hefur myndast skinna- markaður á Grænlandi og einhver von til að úr rætist. ferjaðir með lítilli trillu út í Skáldsey og Langeyjar. Jafna beitina. Morg- uninn eftir eru selskinn spýtt á spónaplötur sem er nútímaráð og gefur góða raun. Vinnudagurinn er langur og lík- astur ævintýri þar sem siglt er milli rómantískra töfraeyja. Undir mið- nætti hafa uppkomin börn, barna- börn og vinnuhjú raðað sér inn í stofu og bóndinn Jóhannes les fróð- leik um þessar eyjar sem allt byggist á. En blýantsnagari að sunnan sofn- ar örmagna og alsæll ofan í bring- una undir lestrinum... Helðurslaun Brunabótafélags íslands 1987 í tilefni af65 ára afmæli Brunabótafélags íslands l.janúar 1982, stofnaði stjórn félagsins til stöðugildis hjá félaginu tilþess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyriríslensktsamfélag hvortsem erá sviðilista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn er: Heiðurslaun Brunabótafélags íslands Stjórn B. í. veitir heiðurslaun þessi samkvæmt sérstökum reglum og eftir umsóknum. fíeglurnar fást á aðalskrifstofu B. í. aðLaugavegi 103 í fíeykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1987 (að hluta eða alltárið) þurfa að skila umsóknum tilstjórnarfélagsins fyrir 10. október 1986. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.