Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 33
„islenskt landslag er svo
dásamlega afstrakt og timinn svo
eillfur. Þá fer vel á því að vinna
tímafrek verk," segir Erla
Þórarinsdóttir sem sést hér við
verk sitt „Bon voyage".
Erla Þórarinsdóttir sýnir á Gallerí Borg:
• •
Oskurhólshver,
hvalir og
kjarnakvendi
,,Það fer mikið eftir efnum og að-
stœðum hvað ég bý til og úr hverju,"
segir Erla Þórarinsdóttir sem opnar
sýningu á olíumálverkum og teikn-
ingum á Gallerí Borg kl. 17 í dag,
fimmtudag 2. okt. „Stundum hefég
málað á stóra sekki undan kaffi,
einu sinni málaði ég stóra mynda-
syrpu á frönsk dagblöð í París, aðra
á auglýsingatöflur sem vöru til stað-
ar þegar ég flutti inn í stúdíó í Stokk-
hólmi. Svo rekst maður oft á undar-
lega hluti sem maður veit ekki
hvaða tilgangi hafa þjónað. Þá er
upplagt að nota þá í skúlptúra."
Erla, sem er fædd 1955, flutti
heim til íslands í fyrra, að minnsta
kosti í bili, eftir langa dvöl erlendis.
Fyrst við nám í Konstfackskolan í
Stokkhólmi 1976—81 með misseris-
viðkomu á Rietweld Akademie í
Amsterdam. Að námi loknu hefur
hún unnið í Stokkhólmi, París,
Bandaríkjunum og víðar. Áður en
hún kom heim í fyrra hafði hún
dvalist um eins og hálfs árs skeið í
New York. Hún segir að myndirnar
á þessari sýningu séu meira og
minna framhald af vinnu hennar
þar.
,,En að þessu sinni hafði ég virki-
lega þörf fyrir að mála olíumyndir
frekar en t.d. búa til skúlptúra úr
málningardollum og púströrum,"
segir hún. „Flestar myndanna á
þessari sýningu hef ég málað hér
heima í vor og í sumar. ísland verð-
ur æ áþreifanlegra í myndmálinu.
Ég gerði margar skissur úti á landi
sem ég málaði síðan út frá. Lands-
lagið hér er svo dásamlega afstrakt!
Hér er tíminn líka svo eilífur, hér
er svo rólegt. Það gerist lítið frá degi
til dags og þess vegna getur maður
haldið sama hugarástandinu í lengri
tíma. Þá fer vel á því að vinna tíma-
frek verk. En ef mikill hamagangur
er í kringum mig hentar mér betur
að vinna verk í'striklotu. Kaffipoka-
sýninguna vann ég t.d. á tveimur
dögum. En verkin þurfa alls ekki að
vera verri þótt þau séu unnin með
hraði," segir Erla.
Erla bætir við hlæjandi að efnivið-
ur verkanna virðist þó skipta máli
fyrir marga kaupendur, svo og
stærð: „Þannig runnu myndirnar
sem ég málaði á auglýsingatöflurn-
ar stóru út eins og heitar lummur.
Og yfirleitt seljast stóru verkin alltaf
fyrst."
Erla hefur sýnt víða ein eða með
öðrum, hélt síðast einkasýningu
hérlendis í Nýlistasafninu '83. „Þá
keypti Reykjavíkurborg af mér einu
eldfjallamyndina!“ segir hún. „Það
er eins og fólk sé meira fyrir að
kaupa myndir með kunnuglegu
myndefni."
Og á sýningu Erlu á Gallerí Borg
ætti að vera ýmislegt sem kemur ís-
lendingum kunnuglega fyrir sjónir:
hvalir, eldfjöll og hverir. í sumar
málaði hún t.d. Öskurhólshver á
Hveravöllum, skammt frá eldhúsi
þeirra Fjalla-Eyvindar og Höllu sem
hún segir að sé alveg makalaust
absúrd fyrirbæri: minieldfjall með
tveimur opum, og út úr öðru kemur
gufa en blístur út úr hinu.
Þá málar Erla mikið frummyndir,
bæði af persónulegum toga og aðr-
ar táknrænar út frá gömlum menn-
ingarsamfélögum. Til dæmis vúdú.
„Margar táknmyndanna koma upp í
huga mér aftur og aftur. Þær hljóta
því að vera mikilvægar á einhvern
hátt. Sumar eru draumkenndar
enda trúi ég á uppfyllingu draums-
ins,“ segir hún.
„Space-prinsessur, „superladies",
hvalir, eldfjöll og kúltúrinn sem
dregur fiskinn á land eru meðal við-
fangsefna Erlu á þessari sýningu á
Gallerí Borg sem er opin frá 10—18
virka daga en 14—18 um helgar.-75
Sovéskir dagar
MÍR 1986
Dagana 2,—12. okt. efnir félagið
MÍR, Menningartengsl íslands og
Ráðstjórnarríkjanna, til Sovéskra
daga á íslandi í ellefta sinn og kynn-
ir nú sérstaklega þjóðlíf, þjóðmenn-
ingu og listir í einu af Miðasíulýð-
veldum Sovétríkjanna, Úzbekistan.
Af þessu tilefni kemur hingað til
lands hópur listamanna frá Úzbe-
kistan og meðal þeirra eru 20 félag-
ar í Söng- og dansflokknum „Lazgt'",
einum kunnasta þjóðdansaflokki
lýðveldisins. Einnig hefur borist til
íslands margvíslegt sýningarefni frá
Úzbekistan, svo sem myndlistar-
verk, sýnishorn af þjóðlegri nytja-
list, barnateikningar, ljósmyndir,
bækur, kvikmyndir o.fl.
Listafólkið kemur fram á tónleik-
um og danssýningum í Þjóðleikhús-
inu sunnudaginn 5. okt. kl. 14, á
Vestfjörðum 6.-8. okt., í Hlégarði,
Mosfellssveit, föstudagskvöldið 10.
okt., og víðar. Einnig flytur hópur-
inn brot úr efnisskrá tónleikanna
við opnun sýninga í húsakynnum
MÍR að Vatnsstíg 10 föstudaginn 3.
okt. kl. 20.30 og að Kjarvalsstöðum
laugardaginn 4. okt. kl. 14. í húsi
MÍR verður sýning á svartlist frá
Úzbekistan, ljósmyndum, barna-
teikningum og bókum. Einnig
verða þar sýndar kvikmyndir. Á
sýningunni að Kjarvalsstöðum
verða ýmskonar listmunir, sem hóp-
urinn kemur með frá Úzbekistan og
tekur aftur með sér utan. Þetta eru
ofin og saumuð teppi, leirmunir,
munir skornir í tré, málmhlutir o.fl.
NÝR MYNDAFLOKKUR Á
nms
,u»
* »
I ntilM »'* V1
tutt* *
w«t» t* >
spólum
Fæst á flestum mynd
bandaleigum lands-
ins.
Aðalhlutverk: Sam
Neil (Kane and
Able).
Dreifing:
Myndform
ATIAST-AIWOVIE AS BUi
ASTHE LKUKIMD
SAM NEIIL in
**$fi%'«***H
HMISIUtlttV. I «
l»l I R -< IIKtsiOflil K< I T*l/ \»*Í
11 <m i.is si sn i imh w w itntm i mi'
Kl tl\ .HM MtMI MS MOHI KI I.RI HK
l'KOUI IHMD J<H h»i »IK
i tt H Mt hlStltSMtU imttl »»l HHtHIII
S tl «1 Kmsl UIIH «<»\t HOKfMI I I
Sími 651288.
Þættir sem enginn ætti að láta
fram hjá sér fara.
HELGARPÓSTURINN 33