Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 23
Patrik Holt, sálfræðingur: „Notum
tölvur til þess að kanna hvernig fólk
hugsar og skrifar og nýtum síðan
vitneskjuna."
ERUM EKKI
AÐ SKAPA
FRANKENSTEIN!
Nokkrir uísindamenn, sem allir
tengjast tœkniháskólanum í Shef-
field í Bretlandi, hafa á undanförn-
um mánuðum unnið að afskaplega
athyglisverðu verkefni. Þeir eru að
hanna ritvinnsluforrit, sem kennir
tölvum að hugsa, og er það fyrsta
tölvuforritið af því tagi sem koma
mun á almennan markað.
Einn þessara manna er íslenskur
sálfræðingur, Palrik Holt, en hann
hefur sérhœft sig á því sviði sálar-
frœðinnnar sem á ensku nefnist
,,artificial intelligence" eða gervi-
greind. Blaðamaður HP greip Patrik
glóðvolgan í sumarleyfi hér heima á
íslandi og spurði frétta af þessu vís-
indaskáldsögulega verkefni í Shef-
field.
Patrik Holt er sonur Guðránar og
Brians Holt, en faðir hans var um
langt árabil breskur konsúll við
sendiráðið í Reykjavík, eins og
mörgum er eflaust kunnugt. For-
eldrar Patriks búa á íslandi, en sjálf-
ur hélt hann til framhaldsnáms í
Bretlandi eftir að hafa lokið sál-
fræðinámi við Háskóla íslands.
Hann er kvæntur íslenskri konu,
Sigríði Pétursdóttur og eiga þau tvær
ungar dætur, Eddu og Önnu. Það
hefur einmitt verið hlutverk Patriks
nú í sumarleyfinu að hafa yfirum-
sjón með dætrunum, því Sigríður
hefur verið að Ijúka við magisterrit-
gerð sína í sálfræði á meðan á fs-
landsdvölinni hefur staðið. Einn eft-
irmiðdag í vikunni tóku afi og
amma hins vegar að sér barnagæsl-
una og Patrik rabbaði við mig yfir
kaffibollum á Hótel Borg. Það
fyrsta, sem mig langaði að fá svar
við, var það hvers vegna í ósköpun-
um sálfræðingur væri að hanna
tölvuforrit.
SÁLARFRÆÐIN
FJÖLÞÆTTAR! EN
MARGIR HALDA
„Þetta er nú ekki jafnóskylt og
ætla mætti, sálarfræðin og tölvur,
enda sálarfræðin margþættari
fræðigrein en margir halda. Islensk-
ir sálfræðingar hafa hins vegar
mestmegnis sérhæft sig í klínískri
sálarfræði, þ.e. að taka einstaklinga
til ýmiss konar meðferðar, og minna
hefur heyrst um aðrar brautir innan
þessarar fræðigreinar, sem þó eru
algengar erlendis. Þetta er annars
svolítið að breytast á síðari árum
með tilkomu vinnusálfræðinga og
stjórnunarsálfræðinga, sem verið
hafa að snúa aftur til íslands að
loknu sérnámi."
— Eru það ekki ýkjur að segja
tölvur kunna að hugsa?
„Hreint ekki. Þeir, sem fylgjast vel
með á sviði vísindanna vita, að
margt sem fólk heldur að verði
aldrei til nema í vísindaskáldsögum,
er að verða að veruleika."
— Segðu mér nánar frá verkefn-
inu.
„Þetta verkefni, sem ég er að
vinna að ásamt 4—5 öðrum er mjög
fjölþætt. Þarna er um að ræða sam-
vinnu sálfræðinga, málfræðinga og
verkfræðinga og er verkið bæði
styrkt af breska ríkinu og IBM-fyrir-
tækinu í Bretlandi.
Upphafið að þessu öllu saman var
sex mánaða forrannsókn, sem við
gerðum fyrir breska ríkið á síðasta
ári. Hún var gerð til þess að fá úttekt
á ritvinnsluforritunum á markaðn-
um, með það í huga hvort hægt væri
að bæta þau. Niðurstaðan var sú, að
forritin sem til voru væru meingöll-
uð. Þessar niðurstöður notuðum við
síðan sem grundvöll að umsókn um
styrk til vinnslu núverandi verkefn-
is, sem felst í því að gera fullkomin
ritvinnsluforrit fyrir tölvur. Forrit,
sem geta átt samskipti við notand-
ann.“
TÖLVAN METUR TEXTANN
OG KEMUR MEÐ TILLÖGUR
TIL ÚRBÓTA
— Þú afsakar vonandi, en hvað
hefur það með hugsun að gera?
„Sjáðu til. . . Til þess að geta end-
urbætt ritvinnslukerfi, þarf maður
að rannsaka hvernig fóik skrifar
þegar það notar þau og hvernig sú
aðferð er öðruvísi en þegar menn
skrifa á ritvél eða með penna. Það
er þess vegna nauðsynlegt að
kanna nákvæmlega texta, sem unn-
ir eru á tölvur, og sjá hvaða breyting-
um þeir hafa tekið í vinnslu. Fyrir
þann hluta könnunarinnar er IBM
fyrirtækið einmitt að borga okkur,
því þetta kemur þeim að góðu við
þróun eigin forrita. Það hefur komið
í ljós, að menn skrifa texta yfirleitt í
belg og biðu, þegar unnið er með
tölvu. Síðan fara menn yfir hann á
eftir og laga það sem má betur fara.
Það eru á markaðnum ritvinnslufor-
rit sem leiðrétta stafsetningarvillur
og önnur slík einföld mistök með
því að gefa frá sér hljóðmerki í hvert
sinn sem eitthvað fer úrskeiðis. í
ljósi notkunar fólks á ritvinnslukerf-
um, er greinilegt að slík forrit eru
afar truflandi og alls ekki í takt við
það vinnulag, sem menn temja sér
við tölvuvinnuna. Athugasemdir
tölvunnar verða að koma eftir á og
samkvæmt beiðni notandans. Þann-
ig koma þægindi tölvuforritsins best
að notum.
Áhugi breska ríkisins á verkefn-
inu er til kominn sökum þess að hið
opinbera vill að texti, sem það send-
ir frá sér, sé eins aðgengilegur og
„réttur" og hægt er. Við þekkjum öll
hvað það getur verið erfitt að henda
reiður á máli skriffinna og annarra
sérhæfðra starfsstétta, og nú vill
breska ríkið sem sagt gera sitt besta
til þess að kippa þessu í liðinn.
Við vorum þess vegna fengnir til
þess að hanna forrit til notkunar fyr-
ir fólk í störfum hjá hinu opinbera.
Það gerum við með því að mata
tölvuna á upplýsingum um það
hvernig texti af þessu tagi eigi helst
að vera. Tölvan meðtekur þá fyrst
þann texta, sem viðkomandi not-
andi lætur frá sér fara, en kemur síð-
an með athugasemdir þegar hann
æskir þess. Ríkið fær þarna forrit,
sem hefur að geyma ákveðnar upp-
lýsingar um hvernig uppbygging
texta á að vera, hvernig hann á
að vera skipulagður og hvernig
innihaldið á að vera. Öllu þessu hef-
ur verið komið inn í minni tölvunn-
ar og hún nýtir sér það við að meta
texta og betrumbæta þá. Þar af leið-
andi má segja að tölvan hugsi, því
hún metur, lagfærir og kemur með
tillögur til úrbóta."
ALLAR VIÐMIÐANIR FRÁ
SÉRFRÓÐUM AÐILUM
— Geturðu gefið mér nánari lýs-
ingu á því hvernig tölvan kemur til-
lögum sínum til skila?
„Já. Segjum sem svo að þú værir
að skrifa biaðagrein og værir með
sérhæft forrit í tölvunni.
í fyrsta lagi gæti tölvan þá leiðrétt
stafsetningarvillur, tvítekningar á
orðum, skort á bili miili orða og allt
slíkt. Það er sem sagt eins konar
prófarkalestur og slík forrit eru þeg-
ar á markaðnum.
í öðru lagi búa blaðamennskufor-
ritin yfir vitneskju um það hvernig
góður texti af því tagi á að vera, en
allar viðmiðanir eru fengnar hjá sér-
fróðum og reyndum mönnum í við-
komandi fagi. Það er t.d. búið að
mata tölvuna á orðum, sem hafa
óskýra merkingu, eins og ,,góður“,
„fólk“, „margir" og fleiri slíkum.
Hún veit einnig hver lengd setninga
á helst að vera svo textinn teljist
góður, og svo framvegis. Þegar þú
biður síðan um viðbrögð frá tölv-
unni, kemur hún t.d. með tillögur
um að tekið sé nákvæmar til orða,
að setningar séu lengdar eða styttar,
að uppbyggingu sé breytt eða annað,
í þeim dúr.
Tölvan býr sem sagt yfir vitneskju
um það hvernig góður texti blaða-
manns á að vera og hún fer yfir
greinina þína og notar þessa við-
miðun til þess að meta hana. Þetta
forrit má auðvitað aðlaga að hvaða
textagerð sem er, því það gilda að
sjálfsögðu mismunandi reglur eftir
því hvert viðfangsefnið er.“
— Hafið þið ekki fengið á ykkur
þá gagnrýni, að þið viljið móta alla
í sama horfið?
„Jú, biddu fyrir þér, og skáld fá
bókstaflega áfall þegar á þetla er
minnst. Það er hins vegar alls ekki
meiningin að allir láti frá sér sams-
konar texta, heldur er í fyrsta lagi
verið að stuðla að því að fólk geti
einbeitt sér að innihaldinu og látið
tölvunni eftir að snurfusa próförk-
ina. í öðru lagi er notendum þarna
gefin viðmiðun, sem þeir geta not-
fært sér í þeim tilgangi að skila betra
efni en ella. Viðmiðun, sem fengin
er með því að leita ráða hjá fjölda
sérfróðra aðila í hverju fagi fyrir
sig.“
— Verða einhver önnur not affor-
ritinu?
„Já, það getur líka komið að
gagni við mat á því hve torskilinn
ákveðinn texti er. Slíks mats er oft
þörf þegar um er að ræða efni, sem
koma á fyrir sjónir fjölda fólks.
UNESCO, Menningar- og framfara-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur
t.d. þá reglu að láta ekki frá sér fara
texta nema á máli, sem auðskilið er
13—14 ára unglingum. Ritvinnslu-
kerfið okkar ieggur m.a. mat á það
hvaða aldurshópi textinn hentar og
þá vitneskju er hægt að fá fram með
því að þrýsta á hnapp.“
MARGS KONAR NÝTING
Á TEXTAGREININGU
— Nú hafið þið unnið mikið texta-
greiningarstarf við þetta verkefni,
Patrik. Er ekki hœgt að nota þá
vitneskju til annarra hluta en búa til
ritvinnsluforrit, sem hugsar?
„Það er vissulega rétt. Við höfum
einbeitt okkur að því að kanna
hvernig fólk hugsar og kemur síðan
hugsun sinni á blað. í þessu skyni
höfum við notað fólk, sem er þannig
óbeint þátttakendur í rannsókninni.
Það er ekki til betra tæki í dag en
tölva, þegar rannsaka á hvernig
hugurinn vinnur. Tilgangurinn er
hins vegar að skilgreina hugsunina,
ekki að skapa einhvern Franken-
stein. Tölvan er einungis atvinnu-
tæki okkar við rannsóknir á mann-
skepnunni og við erum þarna með
stórkostlegt tæki í höndunum.
Forritið okkar mun eflaust geta
komið að góðum notum í réttar-
höldum í framtíðinni, við að sanna
eða afsanna hver sé höfundur
ákveðins texta og hver ekki. Við
gerðum tilraun með texta eftir
skáldin D.H. Lawrence og Thomas
Hardy, sem við létum tölvuna
greina vísindalega, og hún gat í öll-
um tilvikum sagt eftir hvorn þeirra
textinn var. Fram að þessu hafa
ýmsir sérfræðingar verið látnir
framkvæma kannanir af þessu tagi
fyrir dómstólana, en tölvan mun
örugglega taka algjörlega við af
þeim innan skamms.
Ég get sagt þér sem dæmi, að
tæknideild lögreglunnar í Bretlandi
hafði nýlega samband við okkur og
bað um aðstoð í máli manns, sem nú
afplánar langan refsidóm í fangelsi.
Það var þeim áhyggjuefni hve sönn-
unin um sekt mannsins var byggð á
veikum rökum, en hún felst einmitt
í því hvort hann skrifaði ákveðið
plagg eða ekki.
Nú munum við láta tölvuna gefa
sitt álit. Þetta er annars trúnaðarmái
enn sem komið er, því hvorki mað-
urinn sjálfur né fjölskylda hans vita
af því að farið er að vinna í málinu
að nýju."
— Einhver fleiri svona dœmi?
„Ja, við munum ef til vill kanna
það hvort tölvan er fær um að nema
þau stílbrigði, sem talin eru að-
greina texta og mál geðklofa. En
þetta er nú bara tilraun og ekki vísl
að neitt hagnýtt komi út úr henni.
Þar að auki eru málaflokkar sem
þessir óskaplega viðkvæmir, og
einnig réttarrannsóknirnar. Maður
verður að gæta þess aö fara ekki út
á hálan ís í þessum fræðum, eins og
þú skilur. Við höfum t.d. reynt að
halda okkur frá öllu, sem tengst
gæti stjórnmálum og hernaði. Það
er alltaf áhugi á rannsóknum sem
þessum hjá hernum og hann stend-
ur þar að auki auðvitað að siíku
sjálfur."
— Verðið þið virkilega fyrstir í
heiminurn tilþess að koma sérhœfð-
um, „hugsandi“ ritvinnsluforritum
á markaðinn? Hvað með risa eins
og IBM og ATT Bell?
„Eins og ég gat um, þá fáum við
styrk frá IBM í Bretlandi til okkar
rannsóknarstarfs, en IBM-fyrirtækið
í Bandaríkjunum er hins vegar að
láta vinna svipað verkefni og við.
Einn þátttakandinn í mínum hópi fór
í heimsókn yfir hafið í sumar og
ræddi við kollegana þar. Þá kom í
ljós, að þeir eiga u.þ.b. 5 ár eftir í að
komast á markaðinn. Við stefnum
hins vegar að því að markaössetn-
ing geti orðið eftir 18 mánuði. Ég
held að það hljóti að takast. Það
verður reyndar að takast, því við
það miðast allar fjárhagsáætlanir."
leftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart
HELGARPÖSTURINN 23