Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 19
skammdegisins. Sjónvarpið ætti að hafa mikla möguleika á því að gera þeim lífið léttbærara og skemmtilegra. Enda höfum við ekki nema tvo möguleika: að drukkna í erlendri fjölmiðla- bylgju eða stjórna þessu sjálf. Sjónvarpsstöð kemst ekki upp með það til langframa að lifa á afþreyingu einni saman. Fólk vill menningu, en ekki leiðinlega menningu, t.d. ekki misheppnuð sjónvarpsleikrit. Það vill ekki sænska vandamálaþætti þegar það kemur þreytt heim úr vinnunni uppfullt af eigin vanda- málum. Það vill eitthvað menningarlegt en um leið skemmtilegt!" Tilfinningareynslan múrbrjóturinn Hér neyðist ég tii að stoppa stjónvarpsstjórann í miðjum klíðum, því við eigum eftir að ræða fleira en skemmtilega menningu. Persónulegar hremmingar, til dæmis. Jón Óttar varð fyrir þeim ósköpum að missa fyrri eiginkonu sína ungur að árum. Hann skildi við síðari eiginkonu sína og þrjátíu og þriggja ára gamall stóð hann bæði í sporum ekkils og fráskilins manns. Síðan hefur gengið á ýmsu í einkalífi hans. Núna býr hann einn ásamt tólf ára dóttur sinni og svarta kettinum hennar, og segist varla hafa haft tíma til að sinna öðru en vinnunni síðasta árið. Ég spyr hann hvaða augum hann líti ástina. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að elska," svarar Jón Óttar snöggt. „En íslendingar eru að mínu mati mjög lokuð þjóð og því held ég að þeir eigi erfitt með að elska, gefa sig tilfinning- unum á vald. Mér finnst mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað ástin er og hvaða máli hún skiptir. Síðan geta menn gert upp við sig hvort þeir vilja lifa án hennar. Vissulega geta fylgt henni sveiflur sem koma þvers og kruss á allt annað sem maður er að fást við, ýmist lyft því á æðra plan eða drepið niður eldmóð og áhuga. Ég held að það sé mikilvægt að tileinka sér afstöðu Miðjarðarhafsþjóðanna að því leyti að ástin sé meira og minna rauði þráðurinn í Iíf- inu. Minn draumur er sá að geta látið tilfinning- arnar sitja í fyrirrúmi, en geta samtímis haldið aga og skipulagningu. En vissulega er alltaf erf- iðara að stefna að tveimur markmiðum en einu.“ — Hvernig hefur þér sjálfum gengiö aö midla málum? „Það skal fúslega viðurkennt að það hefur gengið upp og niður. Ég hef alls ekki fundið lausnina á þessu máli frekar en aðrir. Hjá mér hefur tilfinningalífið verið múrbrjótur út úr þess- um fjötrum sem norðurhjarafólk er oft þrúgað af. Ég held að öll tilfinningaleg lífsreynsla sem ég hef lent í hafi fyrst og fremst komið mér til góða að því leyti, haft jafn mikið heilsugildi og næringarfræðin. En auðvitað eru takmörk fyrir því hversu mik- ið er hægt að leggja á eina manneskju. Hún get- ur alltaf brotnað og þá er reynslan einskis virði. Lendi maður í slíkri reynslu tiltölulega snemma á ævinni meðan maður er ennþá sveigjanlegur held ég að hún sé yfirleitt mjög jákvæð." Óuppfylltir draumar og slúður — Nú hefur þú veriö talsvert áberandi per- sóna, sjálfsagt bœöi í einkalífi og opinberu lífi. Hefuröu oröiö fyrir baröinu á kjaftasögum eins og gjarnt er um slíkt fólk hér á landi? Þessu svarar Jón Óttar með enn einum fyrir- lestrinum: „íslendingar lentu í því að um sex hundruð ára skeið voru allir þeirra draumar jafnaðir við jörðu, samanber lýsingar á óförum Skúla Thoroddsen í leikriti Ragnars Arnalds eða túlkun Halldórs Laxness á Ljósvíkingnum. Með- an á þessari norsk-dönsku kúgun stóð var það þjóðareinkenni að eiga sér draum sem aldrei varð að veruleika. Fyrir bragðið urðu margir mjög bitrir. Án efa eru íslendingar sú þjóð sem hefur eignast hvað mesta beiskju í arf. Þegar draumar fólks rættust ekki var eina úrlausnin að lifa í gegnum aðra. Af þeim sökum urðu allir sem sköruðu fram úr eða voru áberandi á ein- hvern hátt öðrum fyrirmynd. En jafnframt lentu þeir milli tanna þessa sama fólks að einhverju leyti. Það er eðli þessa þjóðfélags og ekki um annað að ræða en að sætta sig við það. Ég held þó að þeir sem trúa því enn þann dag í dag að þeir geti klekkt á öðrum með gróusög- um hafi ekki áttað sig á því að sá tími er liðinn. Nú er svo margt að breytast, samkeppni t.d.í fjöl- miðlaheiminum eykst jafnt og þétt og æ oftar á Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 í HP-viðtali það við sem Oscar Wilde sagði: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.““ Stoltur, hefnigjarn og bældur — Og þú ert auövitaö barn þíns tíma? „Já, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Ég hef alla þessa eiginleika íslendings- ins sem ég var að reyna að lýsa áðan: Ég er stolt- ur, bældur og stundum hefnigjarn. Ég hef von- andi skánað með tímanum. Um leið er ég mjög opinn fyrir nýjungum. En mér finnst eins og um marga fleiri að ég sé smám saman að sjá í gegn- um múrana, að skiljast að manneskjur sem ættu að vera andstæðingar mínir, eru í raun besta fólk. Og mér finnst það mjög ánægjuleg niður- staða að þeir menn sem hafa hvað mest verið umdeildir hér eru oft besta fólkið þegar á reyn- ir.“ — Ogmá ekkijafnframt segja aöþú sért dálít- iö skemmtileg blanda af lífsnautnamanni og streitara sem passar vel upp á matarœöi og ann- aö? „Það getur verið. Auðvitað er ég mjög metn- .aðargjarn, en æ minna fyrir eigin hönd en áður. Sá metnaður sem byggir eingöngu á eigin egói er yfirleitt misskilningur sem stafar af því að menn halda að þeir verði útilokaðir ef þeir eru ekki alltaf að sanna sig.“ — / hvaö eyöiröu svo frístundunum? „Ég er mikið í þessum margfræga sumarbú- stað. Það er lífsnauðsyn að komast út af mölinni út í náttúruna við og við. Svo horfi ég mikið á kvikmyndir og les. Áður fyrr las ég aðallega skáldsögur en á síðari árum les ég mest ljóð. Þegar maður hefur lítinn tíma gefa þau manni mest. Svo er ég náttúrulega alltaf að skrifa. Ég fæ ekkí yfirsýn yfir hlutina nema að skrifa þá niður. Ég spila mikið á píanó. Sem t.d. alltaf nokkur lög á ári og þá helst þegar ég er uppi í skýjunum eða dapur. Tónlistin er frábær örygg- isventill." Rómantík, góski og grótur „Ég er í rauninni mjög rómantískur í mér. Þeir listamenn sem standa mér naest eru yfirleitt austur- eða suðurevrópumenn. Ég hef t.d. lítinn áhuga á þýskri músík, hlusta aldrei á Beethoven eða Mozart en þeim mun meira á Verdi, Rach- maninof, Smetana og fleiri. Ég veit ekki hvort þetta er flótti frá Beethovenmúsíkinni sem glumdi í eyrunum á mér frá fæðingu eða hvort þetta stafar af eðlisávísun. Eins er það með aðrar listgreinar, ég á fá uppá- höld í Norður-Evrópu. Ég hef t.d. lítinn áhuga á skandinavískum listamönnum með örfáum und- antekningum. Mínir menn eru Dostójevskí og Tchekov." Nú tekur Jón Óttar sér loks málhvíld, en hún stendur aðeins yfir í mínútu eða svo. Bætir svo við til útskýringar: „Norðurhjaramanninum hættir nefnilega til að vera sentímental, væm- inn. Mér finnst ég finna það mjög vel í þýskri músík. í stað þess að verða tregafullur og gefa sig alveg tilfinningunni á vald sem ekki má, verður hann sentímental, intellektúalíserar til- finninguna. Ég á erfitt með að þola sentímental- ítet í listum vegna þess að mér finnst það vera eftirlíking af tilfinningalífinu. Eins verður sorgin honum tilefni til reiði eins og hjá Beethoven. Meðal austur- og suðurevrópubúa ríkir aftur á móti miklu meiri gáski og lífsgleði annars vegar og hins vegar tregi og sorg, jafnvel grátur! Það hefur af einhverjum ástæðum alltaf höfðað meira til mín,“ segir Jón Óttar Ragnarsson að lokum og ekki laust við að hann hafi komið við- mælanda sínum á óvart með þessari síðustu at- hugasemd. Og þá geta þeir sem þegar hafa fest kaup á af- ruglara lagt saman tvo og tvo og spáð í dagskrá Stöðvar 2 út frá því sem hér hefur verið sagt. Þeir þurfa alltént ekki að hafa miklar áhyggjur af að þeim verði drekkt í sænskum vandamála- leikritum...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.