Helgarpósturinn - 17.06.1987, Side 4

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Side 4
Afkomandi egypskra forsætisráðherra GLÆPAMAÐUR NAGIB ZAGHLOUL BIÐUR UM AÐ FÁ NAFN SITT AFTUR FINNST HANN GANGA UNDIR FÖLSKU NAFNI Þegar Nagib Zaghloul kom til Islands árid 1959 var hann að leita þess frelsis sem ríkir ekki í heimalandi hans, Egyptalandi. Hann haföi lokiö stúdentsprófi og prófi frá sjólidsskóla og herskóla í heimalandi sínu og starfaö sem sjóliösfor- ingi í mörg ár þegar leið hans lá til íslands. „Á ferðum mínum um heiminn hafði ég kynnst íslenskri fjölskyldu sem ég kom til að heimsækja fyrir 28 árum og ætlaði mér aðeins að dvelja hér í stuttu fríi. Mér leist hins vegar svo vel á iandið að ég hef ekki farið héðan. Eftir að þriggja mán- aða dvalarleyfi mitt rann út bað Út- lendingaeftirlitið mig um að ég fengi mér starf á íslandi ef ég vildi vera hér áfram. Ég gerði það og hef lengst af starfað sem verkstjóri í verksmiðjum en er nú gæslumaður á geðdeild Landspítalans við Kleppsveg." Forfeður Nagibs voru meðal þeirra sem yfirgáfu meginlandið Atlantis er það sökk í sæ og á hann því rót sína að rekja til Arian-kyn- stofnsins, þaðan sem spámennirnir eru komnir, en Abraham var forfað- ir þeirra. Langafi Nagibs var þekktur stjórnmálamaður í Egyptalandi, Saad Zaghloul, en hann stofnaði Þjóðarflokkinn (National Party) sem barðist gegn hlutdeild Breta í stjórn- un Egyptalands. Zaghloul var lög- fræðingur að mennt og gegndi embætti dómsmála- og mennta- málaráðherra frá stofnun fiokksins og var á þeim tíma m.a. fangelsaður af Bretum og tvisvar sendur í útlegð til Möltu og Sikileyjar. Eftir að Egyptaland fékk takmarkað sjálf- stæði árið 1922 varð Zaghloul for- sætisráðherra landsins. Honum auðnaðist þó ekki að gegna því embætti lengi því hann lést árið 1927. Það þarf því engum að koma á óvart að rík áhersla var lögð á að nafnið héldist innan fjölskyldunnar og að sögn Nagibs var algengt að frændsystkini giftust til að viðhalda ættarnafninu. Það hefði raunar átt að liggja fyrir honum einnig og var það m.a. þess vegna sem hann hafði ekki hug á að búa í Egyptalandi: ,,í heimalandi mínu ríkja sterkar hefð- ir og siðir sem oft á tíðum er erfitt að búa við því slíkt heftir að sjálfsögðu persónulegt frelsi hvers og eins. Þessar hefðir eru ýmist ríkjandi inn- an ákveðinna fjölskyldna eða í þjóð- félaginu í heild." í Egyptalandi giltu þau lög að sá sem fór frá landinu og sneri ekki aft- ur heim innan fimm ára missti ríkis- borgararétt sinn: ,,Ég ákvað að snúa ekki aftur heim og missti því minn ríkisborgararétt," segir Nagib. „Árið 1967 tók ég mér íslenskan ríkisborg- ararétt — og missti þá um leið nafn- ið mitt. Það er vægast sagt furðulegt að ísland skuli vera eina landið í heiminum sem krefst þess að menn afsali sér nafni sínu vilji_ þeir búa í landinu. Hversu margir Islendingar eru ekki búsettir erlendis og halda þar sínu nafni? Ég er stoltur af nafni mínu og finnst ég hafa fulla ástæðu til. Sadat breytti gömlu lögunum í Egyptalandi þannig að allir Egyptir sem búsettir eru erlendis halda nú ríkisborgararétti sínum sem Egypt- ar. Nú er hins vegar svo komið að ég geng undir fölsku nafni, Róbert Jónsson. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt það af mér sem veldur því að ég get ekki gengið undir mínu eigin nafni. Ekki er ég smyglari, þjófur eða glæpamaður sem þarf að fara huldu höfði og ganga undir fölsku nafni! Mér finnst í rauninni glæpsamlegt að fólk sé skyldað til að bera falskt nafn, það er ólöglegt ef eitthvað er það.“ Nagib var aldrei sáttur við ,,ís- lenska nafnið" sitt en árið 1985 þeg- ar útlendingum sem hlotið höfðu ís- lenskan ríkisborgarrétt var boðið að taka á ný sitt rétta nafn gat Nagib ekki sótt um: „Þá var ég mikið veik- ur á sjúkrahúsi og gat ekki sótt um að fá nafnið mitt til baka. í október á síðasta ári leituðum við réttar míns hjá dómsmálaráðuneytinu, sendum dómsmálaráðherra beiðni þess efnis ásamt vottorði frá lækni á Borgarspítala sem staðfesti að ég hefði verið veikur á þessum tíma og því ekki getað beitt mér fyrir því að fá að bera rétta nafnið mitt á ný.“ Helga Haraldsdóttir, eiginkona Nagibs, segist hafa farið í eigin per- sónu til Jóns Helgasonar, dóms- málaráðherra, og rætt málið við hann: „Ég spurði hvort Nagib gæti ekki fengið nafnið sitt aftur fyrir jól- in þannig að það yrði jólagjöfin hans. Það hefði verið stærsta og besta jólagjöf sem nokkur hefði get- að fært honum. Dómsmálaráðherra tók mér vel og lofadi að af þessu yrði, tók meira að segja í hönd mína því til staðfestingar. Síðan hefur ekkert gerst nema hann sagði að við yrðum að bíða þinglausna því ný lög væru á leiðinni. Þau eru nú komin og hljóða upp á það að útlendingur getur fengið að halda sínu rétta nafni með því skilyrdi að hann beri einnig íslenskt nafn! Þetta þýðir að Nagib getur haldið sínu rétta nafni ef hann kallar sig Róbert Nagib eða Nagib Róbert. Hver er eiginlega til- gangurinn? Þetta er bara klúður. Loforðið var sem sé eingöngu kosn- ingaloforð þegar allt kom til alls, lof- orð sem aldrei stóð til að efna.“ Nagib tekur undir orð konu sinnar og bætir við: „Þetta eru allt lygar. Það er logið að fólki og það virðist enginn gera sér grein fyrir að það að taka nafn af manni er skerðing á mannréttindum. Hér á landi hafa út- lendingar fengið að halda nafni sínu, en aðeins einstaka maður. Það á ekki að þurfa að uppfylla skilyrði um að vera frægur til að halda nafni sínu, það eru sjálfsögð réttindi hvers og eins og einkum og sér í lagi í lýð- ræðisþjóðfélagi eins og Islandi. Ég bið ekki um neitt nema það að fá að halda nafninu mínu. Ég er ekki Rób- ert Jónsson og verð aldrei Róbert Jónsson. Þegar ég dey verður sjálf- sagt skráð á legsteininn minn ís- lenska nafnið sem þýðir þá að ég sjálfur, Nagib Zaghloul, dey aldrei. Það mun að minnsta kosti enginn finna legstein með nafninu mínu á! Ég vil ekki trúa því að ég eigi eftir að hvíla undir legsteini með nafni manns sem ég þekki ekki. Ég trúi ekki öðru en ég fái að taka nafnið mitt upp aftur. Að minnsta kosti mun ég ekki gefast upp fyrr en ég hef náð því eina takmarki mínu. Mér finnst ég ekki vera að gera neinar kröfur, ég bið bara um að það nafn sem foreldrar mínir völdu mér við fæðingu verði ekki af mér tekið." 4 HELGARPÓSTURINN eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.