Helgarpósturinn - 17.06.1987, Síða 9

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Síða 9
MATTHÍAS BJARNASON SAMGÖNGU RÁÐ- HERRA: HÆKKAÐAR BÆTUR HAFA ÁHRIF Á FARGJÖLDIN Á þessum myndum má sjá hvernig Kristján Jón Guðmundsson leit út fyrir slysið og hvernig hann lítur út í dag. „Mér er kunnugt um það," sagði Matthías Bjarnason, samgöngu- ráðherra, þegar Helgarpósturinn innti hann eftir því hvort honum væri kunnugt um hversu iila ábyrgðarhluti loftferðalaganna hefði haldið verðgildi sínu. „Hins vegar er hér um sam- vinnu ansi margra þjóða að ræða og það er mismunandi verðbólga í þessum löndum. Það er hverjum og einum í sjálfs- vald sett, að taka sér sínar trygg- ingar sjálfur og það gera, sem bet- ur fer, flestir menn." Jafnt þeir sem ferdast innan- lands og utan? „Já, hvort sem það er innan- lands eða utan. Þeir sem ferðast oft taka tryggingu fyrir heilt ár. Svo er hægt að taka tryggingu fyrir hverja einstaka ferð og það gerir fjöldinn allur af fólki." Er von til þess að þessi ákvœði loftferðalaganna verði endur- skoðuð? „Ja, þeim verður ekki breytt nema í samráði við þær þjóðir sem við erum tengdir í loftferða- lögum, ásamt fleiri breytingum." Og það þrátt fyrir að samkvœmt nýjum umferðarlögum séu há- marksbœtur þeirra sem slasast I rútum 38,8 milljónir króna, en samkvœmt loftferðalögum eru há- marksbætur rúmar 800 þúsund krónur? „Ef við hækkum þetta mikið hefur það áhrif á fargjöld, ef félög- in þurfa að borga iðgjöldin. Það Matthías Bjamason, samgönguráð- herra. verður hver einstaklingur fyrir sig að sjá um að hann sé tryggður. Alltaf eru tryggingafélögin að bjóða. Ekki vantar nú auglýsing- arnar. Ég tryggði mig fyrir nokkr- um áratugum. Að vísu tryggir rík- ið mig núna, en ég tók alltaf árs- tryggingu." Þyrfti ráðuneytið ekki að upp- lýsa fólk betur um hversu léttvœg tryggingin í farseðlinum er? „Eg held að það hafi komið ótal fregnir af þessu. Það er ekki hægt að auglýsa stanslaust. Ég fékk mér sérstaka tryggingu fyrir einum þrjátíu og fimm árum af því ég spurðist fyrir um þessa tryggingu í lögunum og fannst hún litil. Ég vildi tryggja mína fjölskyldu. Bætur almannatrygginga koma einnig inn í þetta. Það eru ekki bara þessar þætur í loftferðalög- unum. Ef fyrirvinna fjölskyldu ferst koma þessar átta ára bætur, sem eru auðvitað gífurlega miklar bætur. Það var skynsamlegt að taka þær upp á sínum tíma. Síðan koma barnabætur. Þetta eru ekki bara bæturnar í loftferðalögun- um. Við búum við meira öryggi en það,“ sagði Matthías Bjarnason, ráðherra samgöngumála. svona. Á jólunum þandist svo út stór kúla framan á leggnum. Svo sprakk hún. Það sprautaðist úr henni alls- kyns drulla; dautt blóð, gröftur og annað því um líkt. Þá vissu þeir hvað var að. Það var komin sýking í brotið. Þetta var baktería sem hafði verið þar í frá upphafi. Brotið var svo lengi opið. Tíu eða fimmtán tíma, held ég. Vel opið og sundur- glennt. Þáfór ég aftur suður 17,janúar. Þá kom í ljós á röngenmyndum að ég hafði alítaf verið að labba á fætinum hálfónýtum. Ég var með járn fram- an á leggnum sem var skrúfað í beinið. Það hafði brotnað og beinið bognað út. Þeir sögðu að beinið væri eins og deig við brotið. Vegna sýkingarinnar hafði það aldrei harnað. Það gaf eftir þegar ég steig í fótinn. Ég hafði bara verið að harka á járninu. Svo á endanum hafði það brotnað og ég fór að halla alltaf meir og meir. Ég var skorinn 27. janúar til að hreinsa upp í kringum brotið. Járnið var tekið. Það átti að setja það í aftur í næstu aðgerð. Þá átti að skera gat frá hliðinni og taka beinið með öllu saman út. Bæta síðan í fótinn annars staðar af líkamanum. Það vantar svo mikið hold framan á fótinn og skinnið þar var svo lélegt að það þoldi þetta ekki. Sárið eftir skurðinn lokaðist ekki fyrr en 12. mars. Tæp- um tveimur mánuðum eftir að ég var skorinn. „...SAUTJÁN ÞÚSUNDÁ MÁNUÐI..." Næst fór ég suður 18. maí. Þá kom í ljós að þetta hafði gengið mjög vel. Fóturinn var farinn að gróa mjög vel. Þeir höfðu aldrei reiknað með því. Það var hætt við að setja járnið aftur í hann og þeir tóku af mér gips- ið. Ég mátti ekkert Stíga í fótinn. En ég á að fara aftur suður í ágúst. Þá á að kíkja á þetta." Er búið að meta þig til örorku? „Nei. Maður veit ekkert um þetta. Ég ætla að reka á eftir því þegar ég fer suður 23. júní. Þeir hljóta alla- vega að geta metið augað. Ég veit ekki hvort ég verð nokkuð metinn fyrr en þetta er allt búið." Hefur þú fengið einhverjar bœtur frá Tryggingastofnun? „Ég hef fengið sjúkradagpeninga, 17 þúsund krónur á mánuði. Svo hefur laekniskostnaður verið greiddur. Ég hef ekkert þurft að borga fyrir tannlækningar, meðul og annan sjúkrakostnað." En flugferðirnar suður? „Ég hef lagt út fyrir þeim sjálfur. Síðan fæ ég endurgreitt í sjúkrasam- laginu hér fyrir vestan." Hefurðu engar aðrar bœtur feng- iö? „Jú. Ég var svo heppinn að verka- lýðsfélagið hérna keypti hóptrygg-' ingu eftir febrúarsamningana. Eg var sá fyrsti sem fékk greitt vegna hennar. Það eru tvö þúsund krónur á viku. Svo fékk ég bætur í gegnum þessa tryggingu vegna augans. Þeir meta manninn á 900 þúsund krónur og ég fékk 20% af því.“ Ekkert annað? „Nei. Ekki frá opinberum aðilum. En fólkið í plássinu hefur hjálpað okkur. Rækjubátarnir hérna gáfu okkur andvirði eins hals hver. Það voru einar 330 þúsund krónur. Síð- an hafa Lionsmenn hjálpað okkur og skipsfélagar mínir líka." „...ALVEG NÝR MAÐUR..." En tryggingafélag flugfélagsins? „Þeir hafa ekkert afgreitt enn. Þeir eru bundnir af erlendu trygg- ingafélagi sem þeir endurtryggja sig hjá. Ég fékk fyrst svar frá þeim ný- lega. Þar kom fram að þeir telja sig ekki þurfa að greiða meira en sam- kvæmt þessum lögum. Það er ekk- ert við þá að sakast. Þeir verða nátt- úrulega að fara eftir lögum." Hafðir þú tekið á þig einhverjar skuldbindingar þegar þú lentir í slysinu? „Nei, sem betur fer ekki. Við er- um að kaupa í verkamannabústöð- um og það eru tiltölulega léttar af- borganir af íbúðinni. Maður hefur það til að borga. Manni mundi sjálf- sagt líða illa ef ekkert væri til að borga." Þú ert mikið breyttur í andliti. „Alveg nýr maður, finnst mér." Hvernig líður þér þegar þú lítur í spegil? „Það er náttúrulega ekki skemmtilegt. En þetta plagar mig ekki. Þá hefði ég aldrei farið út. Ég var þaninn fyrst. Það settist bjúgur á andlitið á mér og hann er enn að fara. Ég var kominn með skúffu þeg- ar ég kom út. Nefið er öðruvísi en það var. Kinnbeinið liggur niðri á miðri kinn öðru megin. Það á eftir að færa það upp. Ég á að mæta í tannréttingar í lok mánaðarins. Það er náttúrulega endalaust verk líka. Tennurnar eru mikið brotnar og það vantar tennur hingað og þangað. Þeir segja að það sé tveggja eða þriggja mánaða verk að rótfylla níu tennur að framan. Það var allt brot- ið upp í rót. Býstu við því að geta unnið í fram- tíðinni? „Já, ég ætla að vinna. Ég ætla að komast aftur á sjóinn. Ef fóturinn verður almennilegur þá sé ég ekk- ert því til fyrirstöðu. Ég hef ekkert stigið í hann enn. En læknarnir gefa mér góðar vonir. Það eru ákveðin atriði sem verða ekki eins. Tilfinn- ingin verður ekki sú sama. Það drápust taugar í báðum fótum. Það er því mikil ofskynjun í þeim. En taugarnar eiga víst að vaxa aftur. Þetta er náttúrulega ekki mjög myndarlegur fótur í dag. En það ætti að vera hægt að labba hann til. Maður verður bara sjá hvernig það verður. Ef ég má stíga í fótinn í ágúst og fara að þjálfa hann reikna ég með því að komast í vinnu tveimur mán- uðum síðar." Þú ert bjartsýnn. „Það þýðir ekkert annað. Ef mað- ur væri ekki bjartsýnn væri maður fyrir löngu dauður úr leiðindum. Ég var svo bjartsýnn þegar ég var uppi á gjörgæslu að ég reiknaði með því að fara í frí með haustinu. Þá var ég enn ekki farinn að sjá eða getað talað. Ef maður ætlar að taka þátt í leiknum verður maður að halda í vonina. Við erum búin að fá pláss á leik- skóla fyrir yngri dótturina, svo kon- an getur farið að vinna. Bráðum verð ég líka það góður að ég get litið eftir börnunum. Þetta blessast allt saman. Þegar maður hugsar til ætt- ingja þeirra sem fórust þakkar mað- ur fyrir að hafa komist lífs af og hafa von um að geta unnið." HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.