Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 12
ALNÆMI Á ÍSLANDI:
FÆRRISÝKTIR EN SPÁÐ VAR
ÁRANGUR ÓTRÚ-
LEGUR SEGIR
SIGURÐUR
BJÖRNSSON.
SÉRFRÆÐINGAR
ÖSAMMÁLA.
MARGRÉT: 80%
VÆNDISKVENNA
SÝKT.
ÓSSKAR: GLEÐI-
KONUR ERU EKKI
ÁHÆTTUHÓPI
Á íslandi greinast árlega 600 ný krabbameinstilfelli.
Starfandi krabbameinslæknar á íslandi eru 8-10. Fram til
þessa hafa 32 einstaklingar greinst með Aids-veiruna,
fjórir þeirra haldnir alnæmi á lokastigi og af þeim eru
tveir látnir. Við beinar rannsóknir á alnæmi starfa 6
manns.
eftir Önnu Kristine
Magnósdóttur
12 HELGÁRPÓSTURINN
í fljótu bragði virðist mörgum sem
verið sé að sóa of miklum fjármun-
um í rannsóknir á Aids. Þegar betur
er að gáð virðast hins vegar flestir
sammála því að verja fé til þeirra
rannsókna:
„Ég álít að þeim fjármunum sem
varið er til rannsókna á Aids sé mjög
vel varið," sagði Sigurdur Björnsson
krabbameinslæknir í samtaii við
HP. „Ég held að aldrei hafi komið
fram sjúkdómur sem á jafn skömm-
um tíma hefur verið eins vel unninn
upp og þessi sjúkdómur. Aids er erf-
iður sjúkdómur og vírusinn er svo
breytilegur, hann fer undan í flæm-
ingi og er sífellt að breyta sér og
fleiri atriði að finnast. Það hefur gíf-
urleg bylting orðið á undanförnum
fimm árum og þó okkur finnist
kannski ekki nóg hafa verið að gert,
vegna þess að Iækning hefur ekki
fundist, þá er með ólíkindum hversu
mikið hefur áunnist á stuttum tíma.
Ekki bara fyrir Aids, heldur líka
aðra vírussjúkdóma, smitsjúkdóma
og einnig krabbamein. Mér finnst
ekki hafa verið eytt of miklum fjár-
munum í þessar rannsóknir. Það
hillir nú undir það sem menn þorðu
ekki að vona, bæði lyf til að með-
höndla þá sem eru sýktir og eins
hillir undir bóluefni á næstu fáu ár-
um. Þetta er hræðilegur sjúkdómur
sem á ekki að spara peninga til að
rannsaka og ná sem mestum
árangri í. Við á íslandi höfum ekki
hellt okkur mikið út í þessar rann-
sóknir því svörin koma frá stóru
löndunum sem geta eytt í rannsókn-
irnar gífurlegum fjármunum og
hafa framúrskarandi mannskap í
þessu, og mér finnst fyllsta ástæða
til að við tökum þetta mjög alvar-
lega."
ÓTTINN VIÐ AIDS FER
MINNKANDI
Murgrét Guðnadóttir prófessor er
ein þeirra sem sátu nýlega ráðstefnu
um Aids í Washington. Hún segir
ógerlegt að rekja í stuttu máli allt
það sem fram kom á ráðstefnunni,
enda stóð hún yfir í viku og skýrt
var frá 1.250 verkefnum: „Það eru
allar línur að skýrast núna í sam-
bandi við svo margt. Þessi ótti sem
greip um sig í fyrstu hefur farið
minnkandi því fólk er farið að botna
meira í sjúkdómnum en áður. Það.
sem mér fannst merkilegast á þessu
þingi var það hversu vel þekkt veir-
an er orðin. Veiran hefur verið
könnuð ákaflega vel á þessum fáu
árum frá því hún fyrst fannst og það
vekur sérstaklega athygli, að
minnsta kosti hjá eldra fólki í veiru-
fræði, hvað það hefur verið komist
að miklu um hana á svo stuttum
tíma. Þessa þekkingu eigum við
mikið því að þakka að til var tækni
sem áður hafði verið beitt á skyldar
veirur."
Veiran er orðin það vel þekkt, all-
ur hennar ferill, hvernig hún ný-
myndast og erfðaefnið í henni,
eggjahvítuefniðsem hún hefur utan
um sig og gerð hennar, þannig að
það eru víssir „veikír biettir" á
henni, ef svo má að orði komast,
sem hægt er að verka á með efnum.
Nú er verið að prófa efni á hana sem
virðist gefast ágætlega. Það eru
ýmsir að prófa sig áfram og ég veit
um efni sem verið er að reyna á
sjúklingum og kallast AZT. Það er
komin nokkurra mánaða reynsla á
það efni, en það er ekki reynt nema
á fársjúku fólki, og það lengir greini-
lega líf sjúklinganna og bætir ástand
þeirra heilmikið. Þetta virkar þó
þannig að það dofnar heldur yfir
mergnum þannig að þurft hefur að
taka suma af því. Það er alltaf spurn-
ing um að finna iyf sem heldur veir-
unni niðri, ekki lyf sem iæknar hana
alveg. Eftir að sýking hefur einu
sinni orðið nær enginn veirunni
burtu úr þeim frumum sem hún er
sest að í.“
FÍKNIEFNANEYTENDUR
ÁHYGGJUEFNI
— Er það rétt að Bretar og Banda-
ríkjamenn séu ekki sammála um
hvernig alnæmi smitast?
„Slíkt verður aldrei gert með sam-
þykktum. Veirur liafa sína lifnaðar-
hætti. Þær eru eins og hverjar aðrar
lífverur, þær breyta sér svolítið í
náttúrunni og þær reyna að lifa eins
og allar lífverur. Það er þeim eigin-
legt og það er ekkert útséð um það
hvernig þessi veira berst eða hvern-
ig hún kom í upphafi, þetta eru hlut-
ir sem eru ekki þekktir ennþá.
Menn þekkja auðvitað þær leiðir
sem eru mest áberandi eins og er,
hvernig hún berst með samförum
fólks og byrjar í þröngum hópum
eins og kunnugt er. Homosexual-
hóparnir eru þeir fyrstu sem verða
fyrir henni, en það sem mér heyrist
er að báðum megin Atlantshafsins
sé aðaláhyggjuefnið hvernig hún
hefur breiðst út hjá fíkniefnaneyt-
endum, bæði með nálum og kyn-
mökum þeirra. Þetta er oft á tíðum
ungt fólk sem stundar vændi til að
aflasér fjár til fíkniefnakaupa. Þetta
er sú leið sem er hvað erfiðust núna
og ekki gott að ná til þessa fólks.
Þetta eru þeir hópar sem fæða göll-
uð börn, annaðhvort stúlkur sem
hafa verið eða eru í vímuefnum eða
makinn er, eða hefur verið, stungu-
efnaneytandi. Þá berst veiran í
gegnum fylgjuna yfir í fóstrið og
það er talið að það gerist í annarri
hverri þungun, svona u.þ.b. Nú hafa
fæðst nokkur hundruð börn í
Bandaríkjunum með veiruna í sér.
Blóðgjafareftirlitið virðist .hins veg-
ar hafa tekist vel í flestum löndum,
en svo eru iönd sem hafa ekki fjár-
magn til að láta líta eftir blóðbönk-
unum, eins og Afríkulöndin. Þó
þetta sé tiitölulega auðveld og ódýr
aðferð hafa þeir ekki peninga til að
kanna blóðbankana þannig að þar
er enn gefið sýkt blóð og í þessum
löndum er langhæsta tíðnin.
Ástandið þar er minna þekkt en á
Vesturlöndum og sýkingin miklu
útbreiddari." W
— Erum við að eyða of miklum
fjármunum í rannsóknir á alnæmi?
„Nei, það finnst mér ekki. Mér
finnst mjög gott sem fræðimanni
hversu mikið hefur áunnist á stutt-
um tíma. Ég er mjög bjartsýn eftir
þettaþing að við fáum meðferð sem
hægt er að nota á fólk sem hefur
smitast þannig að það haldi heilsu í
langan tíma þótt það hafi smitast af
veirunni."
— Er eitthvað sem ástæða er til að
vara við á þessum tíma?
„Já, það er fyllsta ástæða til að
ítreka það að vœndiskonur eru ekki
undir heilbrigðiseftirliti. Þess mis-
skilnings hefur gætt að það sé heil-
brigðiseftirlit með vændiskonum
hvað þennan sjúkdóm snertir. Það
er ekki rétt. Það eru harðar stað-
reyndir að menn slysast inn á værid-
ishús og það má benda á að þar er
mikil hætta á sinitun. Um 80%
þeirra sem stunda vændi, bæði inni
á vændishúsum og götum úti, eru
sýkt"
ÓSKYNSAMLEGT AÐ
FARA ÚT í RANN-
SÓKNIR HÉR
En það eru önnur sjónarmið ríkj-
andi en þau hvort of miklu sé eytt í
rannsóknir á alnæmi. Óskar Arn-
bjarnarson lœknir segir sitt mat að
ekki sé varið of miklum fjármunúm
til Aids-rannsókna í heiminum,
,,enda er það ævintýri líkast hvernig
tekist hefur á skömmum tíma að
komast að orsökum sjúkdómsins og
finna mótefnapróf gegn veiruqni.
Þá virðist sem áhrifaríkt bóluefni
muni verða framleitt á næstunni
auk þess sem svo virðist að fram sé
komið lyf sem verði alnæmissjúkl-
ingum til hjálpar. Að þetta skuli hafa
gerst á sex árum er ævintýri líkast
og þetta hefði ekki tekist nema
miklurn fjármunum hefði verið var-
ið til Aids-rannsókna. Hvað ísland
varðar er mér ekki kunnugt um að
neinar grundvallarrannsóknir fari
fram á Aids-veirunni. Ég mundi í
fljótu bragði ekki telja skynsamlegt
að íslendingar færu út í rannsóknir
þar sem þeir fjármunir sem við get-
um eytt til slíkra rannsókna eru svo
litlir að þeir myndu aldrei nýtast.
Það sem við gætum frekar lagt til
markanna til þekkingar manna yfir-
leitt á alnæmi er útbreiðsla þess á
eyju úti í Atlantshafinu, hvernig það
byrjar og breiðist út. Þær rannsókn-
ir sem fara fram á íslandi á alnæmi
virðist mér vera fyrst og fremst mót-
efnamælingar og mér er ekki ennþá
Ijóst að hve miklu leyti þær eru vís-
indalegar til að kanna útbreiðslu al-
næmis í litlu, einföldu samfélagi,
sem er öðruvísi samansett en flest
samfélög í kringum okkur, hvað
varðar bæði notkun fíkniefna sem
gefin eru í æð og vændi. Mér er ekki
Ijóst hversu mikið af þessum rann-
sóknum er aðeins liður í rannsókn
eða að hve miklu leyti þær eru hugs-
aðar til að hefta útbreiðslu sjúk-
dómsins. Hins vegar veit ég ekki
hversu miklum fjármunum er varið
til rannsókna á Aids á íslandi og get
því ekki svarað þeirri spurningu
hvort of miklu sé eytt til þeirra hér
á landi."
ALNÆMISH RÆÐSLAN
„Hins vegar eru fleiri vandamál í
sambandi við alnæmi en rannsókn-
ir og fleiri vandamál en sjúkdómur-
inn sjálfur. Það er komið upp nýtt
vandamál, sem er alnœmishrœösl-
an. Þar er nýtt vandamál sem þarf
að bregðast við og ég tel að á ísiandi
hafi menn ekki verið nógu varkárir
þegar umræðan um ainæmi fór af
stað. Hún einkenndist of mikið af
hræðslu. Útbreiðsla á alnæmi á ís-
landi er afskaplega lítil. Það eru
aðeins rúmlega 30 manns sýktir af
veirunni, adeins fjórir hafa sjúk-
dóminn alnœmi og aðeins tveir hafa
dáið. Þótt þetta sé auðvitað mikil
sorg fyrir þá sem fyrir þessu hafa
orðið er þetta ekki þjóðfélags-
vandamál. Þetta er í rauninni af-
skaplega lítið heilsuvandamál enn
sem komið er. Það sem menn óttast
er að þetta veröi vandamál. Það
sem allt málið snýst um er: Hvernig
er líkiegt að alnæmi breiðist út á ís-
landi? Eg tel persónuiega að út-
breiðsla alnæmis verði hægari en
gert hefur verið ráð fyrir og það er
afskaplega ánægjulegt tii þess að
vita að enn sem komið er virðist al-
næmi á Vesturlöndum ekki hafa
breiðst út fyrir áhættuhópana og að
líkur til þess að maður sem ekki er
í áhættuhópi fái alnæmí eru hverf-
andi litlar og nánast engar. Og það
eru líkur til þess að þetta breytist
ekki á næstunni. Mér hefur stund-
um virst sem það hafi verið farið
óvarlega með áróður um hættuna
sem almenningi stafar af alnæmi á
íslandi. Til dæmis hefur því verið
haldið fram að ungt fólk sem „gjarn-
an geri tilraunir í kynlífi og fíkni-
efnaneyslu" sé í sérstakri hættu. Það
er enginn aldurshópur í þjóðfélag-
inu, hvorki á íslandi né á Vestur-
iöndum, sem er í eins lítilli hœttu á
að fá alnæmi og unglingar. Ástæðan
er sennilega sú að þeir nota ekki lyf
og stunda ekki þá tegund homo-
sexual kynlífs sem hefur átt mestan
þátt í að breiða sjúkdóminn út í Evr-
ópu og Bandaríkjunum. Mér finnst
ekki rétt að hræða unglinga á þenn-
an hátt því líkurnar á að unglingur
sem ekki er í áhættuhópi fyrir al-
næmi smitist af alnæmi á íslandi í
dag eru hverfandi iitlar eða nánast
engar. Mér finnst einnig að ieggja
eigi meiri áherslu á að útskýra fyrir
fólki hverjir eru í áhættuhópi og
hverjir ekki. Gleðikonur eru til
dæmis ekki í áhættuhópi þeirra er fá
alnæmi, hvorki í Bandaríkjunum né
í Evrópu. Nýlegar rannsóknir á
u.þ.b. 100 gleðikonum í London
sýndu að engin þeirra var með al-
næmi. Jafnframt var svona rann-
sókn gerð í París á 100 konum, eng-
in þeirra reyndist sýkt af alnæmis-
veirunni, og af 400 gleðikonum í
Núrnberg var engin þeirra með al-
næmisveiruna. Hitt er annað mál að
auðvitað eru margar gleðikonur
sem hafa aðra áhættuþætti fyrir al-
næmi, nota annaðhvort fíkniefni
sjáifar eða búa með mönnum sem
hafa aðra áhættuþætti. Faraldurs-
fræði sjúkdómsins á Vesturlöndum
er mjög vel þekkt og við vitum mjög
vel hvaða fólk er í áhættuhópum
almennt. Þess vegna er ekki rétt að
tala um „svokallaða áhættuhópa" —
þetta eru áhættuhópar. Faraldurs-
fræði alnæmis á Vesturlöndum er
vel rannsakað mál.“
— Hvað um það atriði að Banda-
ríkjamenn og Bretar séu ósammáia
um hvernig alnæmi smitast?
„Þessu verður að svara í tvennu
lagi. í fyrsta lagi er það spurningin
um faraldursfræði alnæmis. Eins og
áður sagði er faraldursfræðin mjög
vel þekkt. Það er vitað að alnæmi
smitast viö kynmök, viö sameigin-
lega notkun ódauöhreinsaöra
sprautunála, viö blóögjafir og frá
móöur til barns, en ekki á annan
hátt. Það er því alveg ljóst faraldurs-
fræðilega hvernig alnæmi smitast.
Hins vegar vantar þó nokkuð á líf-
fræðiiega þekkingu manna á því
hvernig veiran berst frá einum ein-
staklingi til annars og þeirri spurn-
ingu verður ekki svarað með meiri-
hlutasamþykktum á þingum eða
með rökræðum, heldur aðeins á
grundvelli frekari vísindalegra
rannsókna. Ég vissi ekki sjálfur að
það væri munur á þekkingu og
skoðunum manna eftir löndum.
Hins vegar er talsverður ágreining-
ur um það við Afríkumenn hver far-
aldursfræði alnæmis er í Afríku en
því hefur verið hreyft að hluti af
þeim ágreiningi sé pólitískur, þ.e.a.s.
að yfirvöld í vissum Afríkuríkjum
vilji ekki viðurkenna að útbreiðsla
alnæmis sé eins mikil þar og vís-
indamenn álíta. En þeirri spurningu
verður auðvitað líka aðeins svarað
með áframhaldandi rannsóknum,
sem eru mjög erfiðar í Afríku."