Helgarpósturinn - 17.06.1987, Side 16
MINU SKAPI
EKKI AÐ
„Nei, ég er ekki með afruglara og ekki myndbandstœki heldur. Satt ap
segja finnst mér ég ekki fara á mis við mikið þótt þetta vanti á heimilið. Ég
nœ fjórum átvarpsstöðum íbílnum mínum og lœtþað duga. Þessar stöðvar
eru að vísu meira og minna allar eins. Ég óttast að allt þetta fjölmiðlaflóð
muni ekki styrkja okkur menningarlega, heldur þvert á móti innleiða hér
vissa lágmenningu. Það breytir þó ekkiþvíað mér fannst ágœtt að fá aukna
samkeppni á þessu sviði. Efvel er á málum haldið getur hán veitt nauðsyn-
legt aðhald og orðið okkur til góðs."
Það er Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur sem
hér talar. Maður ræðir ekki lengi við Sigurlaugu
áður en manni verður ljóst að skoðanir hennar
og viðhorf eru hennar eigin, ekki annarra. Hún
virðist óvenju laus við þær flokkslegu forskriftir
sem svo oft setja mark sitt á þá sem lengi hafa
verið virkir í pólitíkinni. Kannski er það þess
vegna sem hún gerði uppreisn fyrir fjórum ár-
um? Og kannski er það þess vegna sem hún situr
ekki á þingi í dag?
I síðustu viku heimsóttum við Sigurlaugu á
heimili hennar við Njörvasund í Reykjavík. Ætt
hennar og uppruni eru fjölmörgum vel kunn.
Við báðum hana samt að segja okkur svolítið frá
sér og sínu fólki. Sigurlaug hefur orðið.
BJÁLFAÞÆGÐ
SAMSINNUNGSINS
„Ég er fædd og uppalin í Vigur, eyju á ísa-
fjarðardjúpi. Föðurafi minn, séra Sigurður Stef-
ánsson, kom þangað á seinni hluta síðustu aldar.
Hann var prestur, bóndi og alþingismaður. Afi
var alla tíð mikill baráttumaður fyrir íslenska
málstaðnum í sjálfstæðisbaráttunni, vildi hvergi
hvika og var mikill vinur og samherji Skúla
Thoroddsen. Faðir minn fór aftur á móti aldrei
á þing, en þess var þó oft farið á leit við hann.
Hann tók samt mjög virkan þátt í stjórnmálum,
var mikill sjálfstæðismaður og átti í miklum erj-
um við Vilmund Jónsson, þingmann Alþýðu-
flokksins.
Á heimili okkar var mikið talað um pólitík og
mikið um blöð og tímarit. Þótt pabbi væri alla
tíð mjög pólitískur hikaði hann ekki við að gagn-
rýna eigin flokk. Oft átti hann líka til að taka
undir með andstæðingunum. Pabbi hafði alla tíð
skömm á því sem Kaj Munk kallaði bjálfaþægð
samsinnungsins."
— Hafði þessi afstaöa áhrif á dótturina?
„Já, vafalaust hafði þetta áhrif á mín pólitísku
viðhorf. Maður ólst upp við að taka ekki for-
takslaust beina línu heldur hugsa sjálfur hvað
maður gerði. í stjórnmálum hefur mér alltaf þótt
nauðsynlegt að flokksmenn segi ekki já og
amen við öllu. Heilbrigð gagnrýni er nauðsyn-
leg.“
— Heldur þú að þessi uppruni hafi haft ueru-
leg áhrif á stjórnmálaskoðanir þínar?
„Sjálfsagt hefur hann haft áhrif á mín viðhorf.
En þegar ég komst til vits og ára fannst mér stað-
festast það sem ég áður hafði talið mér trú um
sem ómótaður unglingur, að sjálfstæðisstefnan
væri best fyrir okkar þjóðfélag."
ALLT INDÆLIS STRÁKAR
Þegar Sigurlaug talar um sjálfstæðisstefnuna
leggur hún áherslu á að þar eigi hún bæði við
frelsi einstaklingsins og það frjálslyndi og víð-
sýni sem hún telur að hafi dregið flesta að Sjálf-
stæðisflokknum í gegnum tíðina. Sigurlaug hef-
ur verið menntaskólakennari til fjölda ára og oft
látið skólamálin til sín taka. Við spyrjum hana
hvernig þessum málum hafi verið háttað heima
í Vigur fyrir fimmtíu árum.
„Nú, við systkinin vorum úti á eyju og þurftum
að læra heima hjá föður okkar. Stöku sinnum
kom þó farkennari og kenndi okkur og fleiri
16 HELGARPÓSTURINN
börnum úr hreppnum. En mín fyrsta reynsla af
eiginlegum skóla var að taka próf upp í 2.
bekk Menntaskólans á Akureyri. Menntaskól-
ann las ég að mestu utan skóla með tilsögn eldri
systkina. Af 6 vetrum sat ég aðeins 2 heila vetur
í honurn."
— Eg frétti að þú vœrir einmitt á leiðinni norð-
ur að halda upp á 40 ára stúdentsafmœlið. Þetta
hefur auðvitað verið góður árgangur?
„Já, mikil ósköp. Þetta var allt öndvegisfólk
sem þarna útskrifaðist vorið 1947 — allt aldavin-
ir og kunningjar enn þann dag í dag.“
— Og þjóðkunnir menn, pólitíkusar eða prest-
ar?
„Já, hvort tveggja. Auk mín komu þrír aðrir
stjórnmálamenn úr þessum bekk og svo
skemmtilega vill til að um tíma sátum við öll
fjögur saman á Alþingi; ég, Jón Skaftason, Ingv-
ar Gíslason og Bragi Níelsson. Ur þessum bekk
komu líka nokkrir prestar: Séra Kristján Rób-
ertsson, Björn Jónsson og Gísli H. Kolbeins. Allt
indælis strákar."
DREYMDI UM AÐ VERÐA
FLUGMAÐUR
— Og hvað langaði nú Sigurlaugu mest að
gera vorið 1947?
„Það var nú svo voðalega margt skal ég segja
þér. Á þessum tíma var flugið að byrja hér og
mig dreymdi mikið um að verða flugmaður.
Söngur og leiklist heilluðu mig líka. Jafnvel lög-
fræði og læknisfræði hérna heima. En það sem
réð úrslitum var að ég átti kost á styrk frá
Menntamálaráði sem kallaður var stóri styrkur-
inn. Þetta var 4 ára styrkur sem 4 eða 5 nemend-
ur fengu á hverju ári. Þessi styrkur gerði mér
kleift að fara til Leeds haustið ’48 og læra þar
tungumál, ensku og frönsku.
Þegar ég svo lauk mínum prófum átti ég ár eft-
ir af styrknum. Þetta ár notaði ég til að vera í
París og lesa þar bókmenntir ásamt fleiru."
— Þú velur ólíkar borgir.
„Já, Leeds var fyrst og fremst mikil iðnaðar-
borg og alveg feiknalega skítug. París var auð-
vitað allt öðruvísi. Maður finnur sig hvergi eins
vel í nafla heimsmenningarinnar og í París,
nema ef vera kynni í London sem mér hefur alltaf
fundist stórkostleg borg.“
— Var það áhrifaríkt fyrir þig sem ungastúlku
að komast út í hinn stóra heim?
„Það er nú líklegt. Á þessum árum voru það
aðeins örfáir sem áttu þess kost að fara út og
bara það eitt að koma í járnbrautarlest var upp-
lifun út af fyrir sig. Já, auðvitað var þetta mikil
lífsreynsla. Maður drakk þessi ár í sig og lifir á
því enn þann dag í dag.
BÓKMENNTIRNAR AUÐGA
LÍFSSÝNINA
Ég held að menn geri sér oft ekki grein fyrir
því hvað tungumálanám er mikilvægt til að
opna okkur glugga að umheiminum. Sem
tungumálakennari brýni ég það fyrir nemend-
um mínum að tungumálanámið er fyrst og
fremst til að gera þá að menntuðu fólki, ekki
bara til að fá atvinnu og peninga."
— En nú eru svokallaðar þarfir atvinnulífsins
mjög ofarlega á dagskrá.
„Já, það er í sjálfu sér gott og gilt að menn lagi
menntunina að þörfum atvinnulífsins. Það má
hins vegar ekki ganga svo langt að hið almenna
menntunarsjónarmið verði útundan. Við verð-
um að gera okkur grein fyrir því að við höfum
gagn af allri menntun, jafnvel þótt hún nýtist
okkur ekki til fjár."
— / Sorbonne valdir þú bókmenntirnar. Á
hvern hátt hefur þessi námsgrein áhrifá ungan
nemanda?
„Hún opnar honum sýn og vekur hann til
umhugsunar. Þegar maður les þessa klassisku
höfunda, frönsku og ensku, þá fer ekki hjá því
að lífssýn manns auðgist. Bókmenntirnar vekja
mann til umhugsunar, fá mann til að efast, til að
spyrja og leita. í bókmenntunum er alltaf verið
að fjalla um manninn og maður kemst alltaf að
þeim upphafspunkti að eðli mannsins er alltaf
það sama og verður alltaf það sama. í þessu
sambandi er það til dæmis hrein upplifun að lesa
Hávamál. Já, bókmenntirnar auka skilning
manns á ævarandi gildum mannlífsins."
— Attu þér einhverja eftirlœtishöfunda
franska?
„Eitt af þeim ljóðskáldum sem mér þótti hvað
forvitnilegast að lesa var Baudelaire. Einnig
hafði ég mikið dálæti á Moliére og Racine."
„ÞETTA ER HANN STEINI TÓR"
Að námi loknu kom Sigurlaug heim og hóf
störf í blaðamennsku á Morgunblaðinu. En
hvernig líkaði henni blaðamennskan?
„Afskaplega vel. Mér þótti hún afskaplega
skemmtileg. Maður var alltaf að kynna sér ný og
ný mál, kynnast nýju og nýju fólki. Á Morgun-
blaðinu kynntist ég mörgu góðu fólki, þar á
meðal manninum mínum, Þorsteini Thorar-
ensen.“
— Og hvernig bar það nú til, ef mér leyfist að
spyrja?
„Það var nú bara þannig að ég spurði hver
þetta eiginlga væri. Og þá var svarað: „Þetta er
hann Steini Tór, gáfaðasti maðurinn hér á blað-
inu.“ Þetta svar varð síðan til þess að vekja enn
meiri áhuga minn á þessum náunga."
— Þið voruð þarna í ritstjórnartíð Valtýs Stef-
ánssonar?
„Já, hann ritstýrði blaðinu ásamt Jóni Kjart-
anssyni og Sigurði bróður mínum (fyrrum þing-
manni og sendiherra. Innsk. G.Sv.). Mér þótti
afskaplega gaman að vinna með Valtý og sam-
starfsfólkinu yfirleitt. En auk okkar Þorsteins
voru þarna m.a. Sverrir Þórðarson, Þorbjörn
Guðmundsson, Anna Bjarnason og Atli Stein-
arsson. Allt skemmtilegustu krakkar."
— Hvenœr tók svo kennslan við?
„Það var árið 1955 þegar fyrsta barnið, Ing-
unn, fæddist. Þá ákvað ég að skipta yfir í kennsl-
una. Á þessum tíma hef ég kennt víða, en síðast-
liðin 15—20 ár hef ég verið í Menntaskólanum
við Hamrahlíð."
ÞEIR MÓTÞRÓAGJÖRNUSTU
SKEMMTILEGASTIR
— Þetta er langur tími. Verður þú vör við ein-
hverja breytingu á nemendum, til dæmis meiri
lausung?
„Mér er nær að halda að agavandamál hafi
farið minnkandi eftir að við breyttum yfir í
áfangakerfið. Það myndast ekki lengur nein
stemmning fyrir því að gera sprell og þess hátt-
ar. En þegar bekkjarkerfið var við lýði voru allt-
af einhverjir nemendur sem héldu uppi ákveð-
inni spennu. Og ef ég á að vera hreinskilin þá
finnst mér nokkur missir að þessum stundum
hnökróttu samskiptum nemenda og kennara.
Mér fannst þeir nemendur oft skemmtilegastir
sem voru mótþróagjarnastir og uppvöðslusam-
astir. Mér fannst Stuðmenn til dæmis mjög
skemmtilegir nemendur. Ég fékk oft mjög mót-
þróagjarna nemendur í minn bekk og fannst
það jafnvel spennandi verkefni við að glíma.
Þetta eru nemendur sem búnir eru að sitja á
skólabekk frá sex ára aldri. Er furða þótt þessi
grey séu orðin dálítið þreytt?"
Við Sigurlaug höldum áfram að ræða um
skólamál. Hún segir að unglingarnir komi nú
verr undirbúnir í menntaskóla. Þeir virðist eiga
mun erfiðara með að einbeita sér og taka á. Sjálf
segist hún halda að myndbandamenningin eigi
þarna verulegan hlut að máli, en einnig sú stað-
reynd að 30—40% nemenda vinna með nám-
inu.
„Að hluta til er það vafalaust skortur á nægju-
semi sem er rótin að þessari vinnu. Sumstaðar
eru það þó, því miður, bágar heimilisaðstæður
sem valda mestu hér um. Það er stór hópur í
okkar þjóðfélagi sem er svo illa launaður að
hann hefur ekki fyrir brýnustu nauðsynjum,
einmitt nú í öllu þessu góðæri. Þótt meðaltölin
hækki þá situr þetta fólk eftir. Þetta er alvarlegt
pólitískt vandamál."
LAUNABIL Á ÍSLANDI FER
VAXANDI
— Hafa þínir menn verið of daufir gagnvart
þessari staðreynd?
„Mér hefur fundist nokkuð á skorta að þeir
gerðu sér grein fyrir þeirri staðreynd að launabil
á íslandi fer stöðugt breikkandi."
— Hefur Sjálfstœðisflokkurinn breyst í afstöðu
sinni til þessara mála? Finnst þér til dœmis þeir
yngri hafa minni áhyggjur af þessari þróun?
„Ég hef ekki dregið dul á að margir hinna
ungu frjálshyggjumanna hafa fælt fólk frá
flokknum. Einstakir menn hafa túlkað frjáls-
hyggjuna þannig að hún sé öfgafull og ómann-
úðleg — gangi þvert á almenn manngildissjón-
armið.
Áhugi á einkarekstri er í sjálfu sér ágætur. En
þegar menn eru farnir að færa bæði skóla og
dagvistarheimili inn í einkareksturinn þá stend-
ur mér ekki á sama. Ef einkaþjónusta slíkra
stofnana á að rísa upp gegn hærra gjaldi, þannig
að einungis efnafólk geti notfært sér hana, þá
erum við á hættulegri braut. Hugmyndir í þessa
veru eru hættulegar og framandi okkar þjóðfé-
lagshugsjón."
— En nú tala menn aðeins um smávœgilegar
breytingar í þessa átt?
SÓSÍALISMINN VAR
NAUÐSYNLEGUR
„Það er rétt. Ég óttast hins vegar að svona
breytingar, þótt í smáu séu, geti orðið vísir að gjá
milli stétta sem við ekki þekkjum nú. Unga fólk-
ið sem berst gegn ríkisafskiptum gerir sér ekki
næga grein fyrir því hvað það getur verið að
kalla yfir okkur. Það er of ungt til að muna aftur
til þess tíma þegar hinir verst settu þurftu að
reiða sig á hjartagæsku þeirra sem efnameiri
voru. Við getum ekki reitt okkur á slíka hjarta-
gæsku."
— Þú hefur jafnvel veriö kennd við sósíal-
isma?
„Já, en ég hef aldrei nokkurn tíma verið sósí-
alisti. Ég er og hef alltaf verið sjálfstæðismaður.
En það þýðir ekki að ég loki augunum fyrir
þeirri staðreynd að á sínum tíma var sósíalism-
inn auðvitað nauðsynlegur. Það var mjög nauð-
■synlegt fyrir okkar þjóðfélag að fá hann hingað
á sínum tíma."
• Þessi söguskoðun auðveldar manni nokkuð
að gera sér grein fyrir pólitískum hugsunarhætti
Sigurlaugar Bjarnadóttur. Því lengur sem maður