Helgarpósturinn - 17.06.1987, Síða 17
SIGURLAUG BJARNADÓTTIR FRÁ VIGUR
ræðir við hana þeim mun auðveldara á maður
með að skilja hvers vegna hún kaus að gera þá
uppreisn sem hún gerði á Vestfjörðum í kosning-
unum 1983.
„Þegar þessir menn höfðu ítrekað komið í veg
fyrir prófkjör og liðin voru heil 12 ár frá því próf-
kjör hafði síðast verið haldið á Vestfjörðum,
einu kjördæma, þá var sérframboð einfaldlega
óumflýjanlegt. Það varð ekki komist hjá sér-
framboði. Sjálf átti ég ekki frumkvæðið, en ég
iðrast einskis. Þetta var stríð á meðan á því stóð
og við svipaðar kringumstæður myndi ég end-
urtaka það.
VONA AÐ SJÁLFSTÆÐISMENN
SAMEINIST
— Hvað sýnist þér um ástandid í Sjálfstœdis-
flokknum og tilkomu Borgaraflokksins?
,,Það er nú erfiðara að spá um framtíð Sjálf-
stæðisflokksins en margt annað í dag. Eins og
fleirum hefur mér þó fundist flokkurinn vera að
þróast í átt til meira flokksræðis. Mér finnst ég
finna að það hafi einkum verið fólk sem á minna
undir sér sem fór yfir til Borgaraflokksins, fólk
sem ekki telst til hinna breiðu baka í þjóðfélag-
inu.
— livad um hugsanlega sameiningu?
„Auðvitað vona ég að menn sameinist á ný, en
þá verður líka forysta Sjálfstæðisflokksins að
breyta talsvert um vinnubrögð og reyna að
höfða meira til venjulegs fólks. Einhvern veginn
hefur forystumönnum flokksins tekist verr en
oft áður að virkja hinn almenna flokksmann. Ég
vil samt alls ekki afskrifa Þorstein Pálsson. Að-
staða hans hefur verið nokkuð erfið. Hann kom
upphaflega úr þessum frjálshyggjuhópi. Nú
verður hann að gæta þess að sigla byr beggja.
Þorsteinn kemur mjög skyndilega inn í þetta og
það er mikið álag á ekki eldri og reyndari
mann.“
Við Sigurlaug ræðum um síðustu þingkosn-
ingar og ég spyr hana m.a. hvort hún hafi ekki
verið svolítið hrifin af Þjóðarflokknum.
„Jú, ég hafði mikla samúð með Þjóðarflokkn-
um. Vestfirðingar, ekki síst vestfirskar konur,
hefðu átt að sjá sóma sinn í að kjósa efsta mann-
inn á lista hans, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur."
VANTAR EITTHVAÐ í ÞÁ
ÍSLENDINGA
— Hefdir þá gert þaö?
„Já, alveg hiklaust. Ég er óánægð með fram-
gang Sjálfstæðisfiokksins í byggðamálum og
finnst hugsjón flokksins um jafnvægi í byggð
landsins heldur farin að daprast. Ég tel mikla
hættu steðja að landsbyggðinni. Byggð á íslandi
er ákaflega viðkvæm. Þetta er ekki eingöngu
spurning um arðsemi heldur alla okkar þjóð-
menningu. Sveitir landsins eru í mikilli hættu og
mér finnst hreinlega að það vanti eitthvað í þá
Islendinga sem láta sér afdrif þeirra í léttu rúmi
liggja“
— Að lokum Sigurlaug. Megum við eiga von á
að sjá þig í slagnum á ný?
„Nei, það er ekkert sem bendir til þess að svo
verði. Væri ég tuttugu árum yngri hefði ég ör-
ugglega ekki lagt árar í bát. En í dag finnst mér
nóg til af ungu og hæfileikaríku fólki sem full-
fært er um að taka við.“
Við þökkum Sigurlaugu fyrir spjallið og óskum
henni góðrar ferðar í stúdentsafmælið á Akur-
eyri.
HÉLGARfÓeRHiðíHW 17
viðtal Garðar Sverrisson
mynd Jim Smart