Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 18
DRAUMURINN RÆTTIST í fyrsta tölublaöi ársins birti HP viðtöl við fólk sem sagði frá draumastarfi sínu. Böðvar Magnússon, Guðrún Jóhannsdóttir og Birgir Jónsson minntust öll á flugmennskuna, sem varð til þess að flugskólinn Freyr bauð þeim í flugtíma. SÆ.LA I UPPSTREYMI BÖÐVARI MAGNÚSSYNI ÚTIBÚSSTJÓRA BAUÐST AÐ LÁTA DRAUMINN UM AÐ FLJÚGA RÆTAST. DRAUMINN SAGÐI HANN LESEND- UM HP FYRR Á ÁRINU OG FLUGSKÓLINN FREYR BAUÐ BÖÐVARI UPP í HÁLOFTIN. „Nú á seinni árum, þegar ég hef flogið á milli landa, hefur mér þó oft dottið í hug hve gaman það hefði verið að læra fljúga. Ég vildi að ég hefði vitað af því fyrr hvað það er ofsalega skemmtilegt uppi í háloftunum. Mér líður alveg sérstaklega vel í flugvél." Þetta sagði Böduar Magnússon, útibússtjóri Búnaðarbankans við Suðurlandsbraut, í fyrsta tölublaði HP á þessu ári, en þá var hann ásamt fleira góðu fólki spurður hvað hann vildi vera ef hann fengi draumastarfið upp í hendurnar. Flugmennskan á greinilega sterk ítök í mörgum, því auk Böðvars minntust á það starf Guðrún Jó- hannsdóttir, deildarfulltrúi hjá Flug- leiðum, og Birgir Jónsson hársnyrt- ir. Eftir að HP ræddi við þetta fólk tóku þeir sig til hjá flugskólanum Frey, sendu Böðvari, Guðrúnu og Birgi bréf og var þremenningunum boðið í flugtíma hvenær sem væri. Og nú er Böðvar búinn að fara í sinn fyrsta en alls ekki síðasta flugtíma og Guðrún er um það bil að drífa sig i sína fyrstu flugferð — þar sem hún er sjálf við stýri. „Mér líst mjög vel á, þetta er ofsa- lega spennandi," sagði Böðvar fyrir flugið, en oft flogið með farþega- flugvélum og mér hefur alltaf þótt gaman í loftinu. Ég er ekki vitund taugaóstyrkur, hlakka mjög til, sér- staklega held ég að það verði gam- an að skoða landið. Maður getur far- ið fram og til baka, möguleikarnir eru afskaplega miklir." ÞÚ FLÝGUR Einar Freyr Frederiksen, skóla- og flugrekstrarstjóri, var leiðsögumað- ur Böðvars. Hann hefur að sögn fróðra manna sennilega kennt vel- flestum flugmönnum landsins á ein- hverju stigi málsins, þannig að Ijóst var að Böðvar var í góðum höndum. Einar renndi yfir nokkur helstu atriðin áður en þeir lögðu af stað og þeir íhuguðu verðurhorfurnar. Sýndist þeim léttast upp með Borg- 18 HELGARPÓSTURINN arfirði og loks taldi Einar ekkert því til fyrirstöðu að halda af stað á TF- FFD, tveggja manna kennsluflugvél- inni. „Þú flýgur!" sagði hann og þeir voru roknir. Blaðamaður var skilinn eftir á jörðunni vestur við Skerjafjörð og var tækifærið notað til skoðunar á flugvélunum í flugskýli 3. Bæði var þar að sjá gamlar og ónýtár flugvél- ar sém nýjar og nothæfar. Og gaml- ar og nothæfar, t.d. TF-TOG frá því á stríðsárunum, en hún var meðal annars notuð í ljósmyndaleiðangra um landið af setuliðinu. Flugvéla- eigendur hafa annars greinilega gaman af því að leika sér með staf- ina þrjá við nafnagjöf, þarna í skýl- inu mátti sjá TF-KOK, TF-POP og úti stóð TF-NEl. En neðar, í námunda við sjóflugvélaskýlið (þar sem Einar segir að Gudjón geri kraftaverk á hverjum degi við viðgerðir á vélum), stóð einhver frægasta rella landsins, TF-FRÚ, hans Ómars Ragnarssonar. Frúnni, sem reyndar ber nafnið Kolla, hlekktist sem kunnugt er á um daginn, en það þýðir ekki að Ómar sé vængjalaus, hann ku eiga einar 5 vélar! MAÐURFÝKUR ÁFRAM... Eftir um klukkustundar flug birt- ust þeir Einar og Böðvar, höfðu farið norður með en síðan sveigt til aust- urs og flogið yfir Laugarvatnssvæð- ið, þaðan sem Böðvar er ættaður og uppalinn og þekkir hverja þúfu. „Þetta var eins og ég átti von á,“ sagði Böðvar, himinlifandi með flug- ið. Einar sagði að hann hefði sjálfur haft það náðugt því Böðvar hefði flogið allan tímann og hefði mátt ætla að hann kynni þetta allt saman utan að! Böðvar sagði hins vegar að hann hefði ekki gert neinar ráð- stafanir fyrir flugið eða frá þeim tíma sem hann tjáði sig um drauma- starfið í HP. „Það kom yfir mig þessi sælutil- finning sem ég finn alltaf fyrir í há- loftunum. Það var virkilega nota- legt að sitja í þessari litlu vél, að finna hversu snertingin var nálæg og auðvitað ennþá skemmtilegra að sitja sjálfur við stýrið! Þetta var stór- kostleg upplifun og ég er alveg ákveðinn í að fara aftur á loft eitt- hvað. Ég skal ekki segja hversu langt ég fer á endanum, en ég er ákveð- inn í að taka að minnsta kosti ein- flugsprófið. Þá getur maður flogið einn, en með leyfi og undir eftirliti kennarans. Þetta liggur örugglega á borðinu. Ég hreinlega get ekki sleppt þessu tækifæri, það var svo geysilega gaman að fljúga þetta, t.d. yfir fæðingarslóðirnar, að sjá þær frá þessum sjónarhóli. Þar flaug ég kannski ákveðnara fyrir þá sök að þar voru kunnugleg kennileiti sem maður gat miðað út frá og vissi hvað maður ætlaði að sjá og fara. Það er alveg ótrúlegt hvað þessar vélar eru léttar og skemmtilegar og láta vel að stjórn." Böðvar sagði að sumu leyti væri þetta svipað og að keyra bíl en samt allt öðruvísi. Flugvélin léti ef eitt- hvað er betur að stjórn. „Við flugum meðal annars meðfram Hlöðufelli og þar var mikið uppstreymi og þar fann ég fyrir mikilli sælutilfinningu þegar straumurinn lyfti vélinni. Maður fýkur áfram! Það er einstakt að geta verið í svona náinni snert- ingu við landið, að geta veifað sér á milli staða eftir því hvað maður vill skoða." ÞÁ GERI ÉG MÉR UPP ERINDI Við ræddum hversu algengt væri og sterkt i mönnum að vilja fljúga. Ég innti hann eftir því hvort hann tryði á framhaldslíf einhvers konar og teldi þá mögulegt að hann hefði verið flugmaður í fyrra lífi, hefði kannski verið að f ljúga litlum rellum á fyrri helmingi aldarinnar. „Það getur svo sem vel verið! En ætli það sé ekki bara þessi draumur manns- ins sem við erum að tala um, draum- urinn um að svífa um loftin blá. Maður finnur mun betur fyrir þess- ari tilfinningu á lítilli vél en í stórri farþegaflugvél. Ég get ekki sagt að ég finni fyrir þessari sérstöku sælu- tilfinningu undir neinum öðrum sambærilegum kringumstæðum. Annað hefur maður látið eftir sér sem áhugi hefur vaknað á, eins og t.d. hestamennskuna. Þetta var nokkuð sem ég uppgötvaði ekki fyrr en um tvítugt og þá varð ég strax var við þetta," sagði Böðvar. Sem fyrr segir stendur til að Guð- rún Jóhannsdóttir hjá Flugleiðum fari í flugferð hjá Einari og félögum í Frey og varð hún enda óð og upp- væg er HP hafði samband við hana. „Þeir sendu mér þetta bréf á sínum tíma og ég er þeim afskaplega þakk- lát. Það er alveg víst að ég ætla að gera þetta, ég get ekki annað! Ég þarf bara að drífa mig í þessu. Mér finnst svo gaman að fljúga að ég geri mér upp erindi ef fyrirtækið sendir mig ekki eitthvert, ég er t.d. að fara á eigin vegum til Lúxem- borgar á morgun og kem daginn eft- ir! En vitaskuld verður það allt öðru vísi að fljúga í svona lítilli vél, hvað þá að taka sjálf í stýrið. Þetta er al- veg hrikalega spennandi og ég hreinlega verð að fara," sagði Guð- rún. Blaðamaður sjálfur varð náttúru- lega að skreppa í flugtúr með Einari úr því hann komst ekki með honum og Böðvari. Ekki er hægt að segja að flugáhugi hafi þjakað umræddan blaðamann, en óneitanlega var undarleg tilfinning að fljúga svona lágt yfir landið og sjá það frá nýju sjónarhorni. Eitt er víst: að fljúga á þennan hátt er reynsla sem allir ættu að verða sér úti um. eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart og fl. Böðvar Magnússon, til haegri, og Einar Frederiksen, skóla- og flugrekstrarstjóri Freys, í vélinni TF-FFD. „Þú flýgur," tilkynnti Einarog Böðvarsá æskuslóðir sínar í fyrsta skipti frá nýju sjónarhorni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.