Helgarpósturinn - 17.06.1987, Page 33

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Page 33
KOLBEINN PÁLSSON forstjóri ferðaskrifstofunnar Terru byrjaði að æfa handbolta og körfubolta 13 ára gam- ail og æfði einnig fleiri íþróttir, keppti m.a. á Reykjavíkurmótinu í skautahlaupi árið 1959 þar sem hann vann til verðlauna: „Síðan þró- uðust málin þannig að ég hélt áfram að iðka bæði handbolta og körfubolta með KR og lék með meistaraflokki í báðum greinum þegar ég var 16 ára. Síðan varð ég að velja á milli því 17 ára gamall æfði ég með unglinga- landsliðinu í hvoru tveggja, og landsliðinu í körfubolta, og spilaði síðan með fjórum lið- um, bæði öðrum flokki og meistaraflokki í handbolta og körfubolta, þannig að þetta voru orðnar 11 æfingar á viku. Þá tók ég ákvörðun um að helga mig körfuknattleikn- um. Ég valdi hann vegna þess að hann er hærra stemmd íþrótt, þarf meiri hugsun, samleik og tækni. Ég byrjaði að leika með meistaraflokki í körfuknattleik árið 1962 og lék fram til ársins 1978 þegar ég sleit á mér hásinina. Ég reyndi síðar að leika aftur en var ekki fær um það, ekki í alvörunni að minnsta kosti. Ég keppti í öllum landsleikjum með íslandi á árunum 1965-1977 og var fyrir- liði í landsliðinu alla mína leiki." Því má bæta hér við að árið 1966 var Kolbeinn valinn „íþróttamaður ársins", eini körfuknattleiks- maðurinn sem hefur orðið þess titils aðnjót- andi. Meðan Kolbeinn lék með meistara- flokki KR voru unnin átta islandsmót, átta sinnum bikarkeppni og sjö Reykjavíkurmót. „Þegar ég slasaðist var ég 33 ára og í raun- inni ekki tilbúinn til að hætta. Það var í leik á móti Val sem ég meiddist og hafði þá um tíma fundið til í fæti. Það var búið að nefna við mig hvað þetta gæti verið en ég neitaði að hlíta góðum ráðum og hélt áfram að keppa. Síðan fékk ég högg aftan á lærið í miðjum leik og þar sem ég var ekki einu sinni nálægt boltanum hélt ég að einhver hefði sparkað aftan í mig og varð reiður. Sneri mér við og sá engan og vissi þá hvað gerst hafði. Eftir það var fóturinn ekki fær um að halda mér uppi. Jú, það var erfitt að þurfa að hætta á þennan hátt,“ segir hann að- spurður. Hann segir hins vegar að sér hafi ekki þótt erfitt að sjá yngri menn taka við. „Ég hafði alltaf gaman af að leika með nýjum og yngri mönnum. Á þeim tíma sem ég slasaðist vor- um við komnir með Bandaríkjamann í liðið sem bæði þjálfaði og lék með okkur og við vorum einnig að fá Jón Sigurðsson yfir í KR og ég hlakkaði mjög til þess að leika þennan vetur, sem ég hafði hálft í hvoru ákveðið að yrði minn síðasti í liðinu. Ég var í rauninni sáttur við að fara að hætta. En vissulega saknaði ég þess að vera með í liðinu, lék að vísu í úrslitaleiknum um vorið sem hálfdrætt- ingur og það hefði auðvitað ekki verið gott að slíta hásinina aftur. Á þessum tíma var ég á kafi í æskulýðs- og félagsmálum, rak Tóna- bæ um tíma, starfaði í siglingaklúbbnum og fleiru og fleiru og var m.a. í upphafsliðinu að stofna Útideildina svo ég hafði alveg meira en nóg að gera og var ekki í neinum vand- ræðum með tímann. Ef það er eitthvað sem maður fórnaði fyrir körfuboltann þá var það helst fjölskyidan. Á þessum tíma var hluti hennar byrjaður í íþróttum og ég þjálfaði m.a. elsta son minn í mörg ár. Ég var líka mikill útilegumaður og reyndi að vera eins mikið með fjölskyldunni og kostur var en vissulega hefði sá tími mátt vera meiri." Hann bætir við að kannski megi það teljast kostur að eftir að hann ætti að stunda körfu- boltann þarf hann ekki nema 6 klukku- stunda svefn í stað 8 tíma áður og sex tímarn- ir dugi sér alveg . . . Hvort hann stundi ein- hverjar íþróttir nú svarar hann: , „Ég hef aldrei sleppt hendinni af íþróttum. Ég sit í íþróttaráði á vegum borgarinnar stunda skíði af miklu kappi og er formaður Bláfjallanefndar núna, auk þess sem ég syndi daglega. Ég fylgist vissulega með og við eldri kapparnir leikum okkur í körfu- bolta. Auðvitað fylgist ég náið með því sem er að gerast í íþróttalífinu og helst vill maður sjá sína menn í KR þegar þeir eru góðir. Maður þolir alltaf illa að sjá þá tapa! Því fer fjarri að menn missi áhugann á íþróttum þótt þeir keppi ekki sjálfir. Athyglin og áhuginn eru alitaf bundin íþróttum. Því fer fjarri að ég sjái eftir þessu og ég sé æ bet- ur hversu mikilvægar íþróttir eru í þjóðfélag- inu. Þær kenna fdlki að tapa, sem er vand- meðfarið og hver og einn kynnist einhvern tíma í lífinu, og þær kenna manni að sigra, sem er bæði hættulegt og gott. Frá uppeldis- legu sjónarmiði eru íþróttirnar æskilegasta tómstundaiðjan í dag. Ég held að enginn hafi annað en gott af því að stunda íþróttir, að minnsta kosti voru þær mér mjög mikilvæg- ar og ánægjulegar og eru enn.“ GRÍMUR SÆMUNDSEN læknir hætti einnig að keppa í fótbolta haustið 1985 en hann hafði þá leikið með meistaraflokki Vals í 12 ár. Hann segir því fylgja bæði söknuð og frelsi að hætta í keppnisíþrótt: „Þegar maður keppir með fót- boltaliði kemst ekkert annað að. Það er erfitt að þjóna tveimur herrum í einu og ég varð var við það að ég gat ekki þjónað bæði starf- inu og boltanum með góðu móti. Ég varð því að velja, og eðlilega tók ég þá afstöðu að hætta í fótboltanum. í fyrra var fyrsta sumar- ið í 12 ár sem ég tók ekki þátt í keppni — og satt að segja fann ég ákaflega lítið fyrir því enda hafði ég svo mikið að gera að ég sá ekki fram úr verkefnum. Það eru gerðar svo miklar kröfur til manna sem stunda keppnisíþróttir og það þarf gífur- legan tíma til að gera það vel. Ég verð þó að viðurkenna að ég finn til svolítils saknaðar núna. Það má kannski rekja til þess að ég sit í svonefndu meistara- flokksráði hjá Val og þegar maður finnur að þarna er gott lið á ferðinni, lið sem líklegt er til sigurs, fer ekki hjá því að löngunin til að vera með geri vart við sig. Það er ólýsanleg tilfinning að keppa í sigurstranglegu liði. Auðvitað kitlar mann mest að vera í hringið- unni. Mér fannst í rauninni ekki erfið ákvörðun að hætta í fótboltanum. Það gleymist oft að keppnismenn eiga fjölskyldur, eiginkonur og börn, sem sitja á hakanum því maður gerir lítið annað en æfa og keppa. En svona ákvörðun tekur enginn og ákveður svo allt í einu að núna vilji hann vera með, því sá sem ætlar að keppa verður að vera með í þjálfun alveg frá byrjun og maður gerði hvorki sjálf- um sér né öðrum það að fara í liðið óundirbú- inn. Ég held að íþróttamenn hljóti að verða háðir sinni íþrótt það sem eftir er lífsins og þótt þeir hætti halda þeir alltaf einhverjum tengslum við íþróttina, sprikla með félögum sínum eða horfa á íþróttina leikna. Eg held að það sé aðeins í sérstökum tilvikum að fólk hætti alveg að hafa áhuga á „sinni” íþrótt, til dæmis ef fólk verður fyrir aivarlegum meiðslum. Fólk heldur þd örugglega sam- bandi við félagsskapinn því stór hluti þeirrar ánægju sem menn verða aðnjótandi með því að stunda íþróttir er félagsskapurinn og ánægjan. Ég fiktaði örlítið við golf meðan ég var í fótboltanum og er ákveðinn í að kynn- ast þeirri íþrótt betur og einnig hef ég snúið mér meir að laxveiði. Veiðin og golfið sátu auðvitað alltaf á hakanum því fótboltinn gekk fyrir öllu. Það er því ákveðið frelsi sem felst í því að vera hættur að keppa jafnframt því sem örlítill söknuður gerir vart við sig. Það eru tvær hliðar á þessu máli eins og öðrum." Eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur myndir Jim Smart HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.