Helgarpósturinn

Date
  • previous monthSeptember 1987next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Page 31

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Page 31
FRÉTTAPÓSTUR Lausn í Útvegsbankanum í sjónmáli? XJppstokkun í bankakerfinu hefur lengi verið á döfinni meðal stjórnmálamanna hérlendis og kemur frestun loka- ákvörðunar viðskiptaráðherra ekki á óvart. Báðherrann tel- ur tilboð Sambandsins og „einkageirans“ bæði í gildi og jafnrétthá. Sú hugmynd hefur komið fram, í samningavið- ræðum um sölu hlutafjár ríkisins í Útvegsbankanum, að Búnaðarbanki og Landsbanki kaupi hlutaféð. Síðan yrði bönkunum tveimur breytt í hlutafélag og þeir seldir. Með því móti yrði bönkum fækkað, viðskiptabankar í eigu ríkis- ins seldir og markmiði ríkisstjórnarinnar þannig náð. En ný útgönguleið virðist vera að opnast fyrir rikisstjórnina í sölumálunum. Starfsfólk og viðskiptamenn Útvegsbankans íhuga nú möguleika á hlutafjársöfnun á breiðum grund- velli. Viðskiptaráðherra útilokar ekki sameiginleg kaup þeirra aðila sem hafa sýnt áhuga á Útvegsbankahlutabréf- unum og framundan eru samræður þeirra um lausn á Út- vegsbankamálinu. Fréttapunktar • Meira um bankamál. Frá og með 1. sept. hækkar há- marksupphæð sú sem bankar og sparisjóðir ábyrgjast ef greitt er með tékkum og bankakorti framvísað, úr 3.000 krónum í 10.000 krónur. • Mikill skortur virðist nú vera á innlendu vinnuafli í fram- leiðslugreinar hér á landi. Þegar er farið að ráða útlendinga til starfa og eru þeir væntanlegir á næstu vikum og mánuð- um. Jafnvel hefur komið fram hugmynd hjá aðila í sjávarút- veginum um þegnskylduvinnu í fiskverkuh til að tryggja vinnuafl! • Mikill skortur er enn á fóstrum og öðru starfsfólki á dag- heimili Reykjavíkur og viðar. Allt útlit er fyrir að draga þurfi úr starfsemi nokkurra heimila á næstunni. • Mikill kennaraskortur er nú í skólum landsins. Það hefur leitt til þess að æ fleiri réttindalausir kennarar taka til starfa nú í haust. Menntamálaráðuneytinu hafa þegar bor- ist beiðnir um undanþágu fyrir á fjórða hundrað leiðbein- endur, en það verður framvegis starfsheiti réttindalausra kennara. • Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, gefur. ekki kost á sér til endurkjörs á landsfundi flokksins í haust. Með þessari ákvörðun vill hann halda sig við endurnýjunar-. reglur flokksins, sem gera ráð fyrir að formenn sitji ekki lengur að völdum en í sex ár. Ennfremur telur hann að þeir sem eru hvað mest markaðir af innanflokksátökum eigi að láta af störfum til þess að auðvelda endurskipulagningu innan forystunnar. • Hreyfing Græningja skýtur víða rótum. Nýstofnuð sam- tök þeirra á íslandi munu sem önnur Græningjasamtök berjast fyrir umhverfis-, friðar- og jafnréttismálum. • Ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda áfram hvalveiðum i visjndaskyni. • Á þingi landssambands sjálfstæðiskvenna um síðustu helgi var Þórunn Gestsdóttir endurkjörin formaður sam- bandsins. • Borgarráð hefur ákveðið að skilja að innheimtu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, að sögn til þess að hitaveitan geti veitt viðskiptamönnum sínum nægilega góða þjónustu. • Utanrikisráðherra Kína, Zheng Tuobin, var i opinberri heimsókn hér á landi um mánaðamótin. Auk viðræðna við ráðamenn spilaði hann golf á Grafarholtsvelli í grenjandi rigningu og lét vel af. Hann telur að kínverskir golfarar geti margt lært af íslendingum um rekstur golfvalla. • Löngun til þess að takast á við ný störf og breyta til varð til þess að hagfræðingur ASÍ sl. 7 ár, Björn Björnsson, sló til og gerðist aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fj ár málaráðherra. • Hörð gagnrýni á stjórn VMSÍ kom fram á formannafundi sambandsins á dögunum. Stjórninni er borið á brýn að sýna ekki nægilega hörku og dugnað í hagsmunabaráttunni. • Bæjarfógeti Hafnarfjarðar, Már Pétursson, telur ólíklegt að höfðað verði meiðyrðamál á hendur ríkisútvarpinu vegna ummæla í frétt sjónvarpsins af svokölluðu Svefneyjamáli. • IJm síðustu helgi náði ofbeldisgleðin hámarki á landinu. Reykvíkingur var skorinn á háls í miðborginni, Dalvíking- ur var stunginn í brjóst og í Njarðvík var ungur maður stunginn til bana. Það er vonandi að útrásinni sé nú lokið. • Ný útvarpsrás verður opnuð á Bylgjunni á næstu mánuð- um. Dagskrárstjóri nýju rásarinnar hefur verið ráðinn Jón- as R. Jónsson. • Millilandafargjöld hjá Flugleiðum hækkuðu um 7,5—9% um síðustu mánaðamót. • Frammarar urðu sigurvegarar Mjólkurbikarkeppninnar eftir leik kattarins að músinni, er þeir unnu Víði í Garðimeð 5 mörkum gegn engu. • Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson unnu öruggan sigur í Ljómarallinu. Þeir höfðu forystu allan tím- ann og komu 23 mínútum á undan næsta bil í mark. 1/ið hefjum starfsemina með rómantiskum argentinskum tangó. Stutt, hnitmiðað námskeið (7,—12. sept.), kennari: Charles Leuthold frá Sviss. Morgun- og hádegistímar í leikfimi, teygjuleikfimi og dansleikfimi fyrir konur og karla hefjast einnig 7. sept. Aðrir tímar hefjast 14. sept. Aðal kennari vetrarins er Bandaríkjamaðurinn Cle’ H. Douglas. KRAMHÚSIÐ býður fjölbreytt úrvai vandaðra námskeiða. . „„ tejett - afrocarabianjass - stepp. ,ss-n—tíW ^ Kennari: S'griður Eyþórsdótt"9 ~ teuyÍu,eikfimi - dansleikfimi. Rokk’n ’ Roll. ennarar. Hafdis - Eíisabet — Bryndís. Kennari: Didda Rokk. Kennari: Gestakennari Kramhússins: Cle’ H. Douglas Menntun: Ballett: Boston Ballet Theater. - Royal Ballet, Montreal. Modern: Boston Ballet Theater. - Horton Technique, Alvin Ailey Dance Center New York. Graham Technique, Gramham School of Modern Dance, New York. Jass: Fred Benjamin - New York. Harlem School of Dance, New York. La Choreographique Jazz de Paris. Afro: Jamaica National Dance Theater, Jamaica. - Trinidad New Dance Studio, New York. Yarburough Dance Theater, Haiti. Innritun hafin! Pantiö strax! Símar 15103 og 17860. Dans og leiksmiðja v/Bergstaðastræti. S X s N HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3944
Mál:
Árgangir:
10
Útgávur:
530
Registered Articles:
2
Útgivið:
1979-1988
Tøk inntil:
02.06.1988
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Árni Þórarinsson (1979-1988)
Björn Vignir Sigurpálsson (1979-1988)
Útgevari:
Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi (1979-1988)
Keyword:
Lýsing:
Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue: 35. tölublað (03.09.1987)
https://timarit.is/issue/53938

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

35. tölublað (03.09.1987)

Actions: