Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Blaðsíða 31
FRÉTTAPÓSTUR Lausn í Útvegsbankanum í sjónmáli? XJppstokkun í bankakerfinu hefur lengi verið á döfinni meðal stjórnmálamanna hérlendis og kemur frestun loka- ákvörðunar viðskiptaráðherra ekki á óvart. Báðherrann tel- ur tilboð Sambandsins og „einkageirans“ bæði í gildi og jafnrétthá. Sú hugmynd hefur komið fram, í samningavið- ræðum um sölu hlutafjár ríkisins í Útvegsbankanum, að Búnaðarbanki og Landsbanki kaupi hlutaféð. Síðan yrði bönkunum tveimur breytt í hlutafélag og þeir seldir. Með því móti yrði bönkum fækkað, viðskiptabankar í eigu ríkis- ins seldir og markmiði ríkisstjórnarinnar þannig náð. En ný útgönguleið virðist vera að opnast fyrir rikisstjórnina í sölumálunum. Starfsfólk og viðskiptamenn Útvegsbankans íhuga nú möguleika á hlutafjársöfnun á breiðum grund- velli. Viðskiptaráðherra útilokar ekki sameiginleg kaup þeirra aðila sem hafa sýnt áhuga á Útvegsbankahlutabréf- unum og framundan eru samræður þeirra um lausn á Út- vegsbankamálinu. Fréttapunktar • Meira um bankamál. Frá og með 1. sept. hækkar há- marksupphæð sú sem bankar og sparisjóðir ábyrgjast ef greitt er með tékkum og bankakorti framvísað, úr 3.000 krónum í 10.000 krónur. • Mikill skortur virðist nú vera á innlendu vinnuafli í fram- leiðslugreinar hér á landi. Þegar er farið að ráða útlendinga til starfa og eru þeir væntanlegir á næstu vikum og mánuð- um. Jafnvel hefur komið fram hugmynd hjá aðila í sjávarút- veginum um þegnskylduvinnu í fiskverkuh til að tryggja vinnuafl! • Mikill skortur er enn á fóstrum og öðru starfsfólki á dag- heimili Reykjavíkur og viðar. Allt útlit er fyrir að draga þurfi úr starfsemi nokkurra heimila á næstunni. • Mikill kennaraskortur er nú í skólum landsins. Það hefur leitt til þess að æ fleiri réttindalausir kennarar taka til starfa nú í haust. Menntamálaráðuneytinu hafa þegar bor- ist beiðnir um undanþágu fyrir á fjórða hundrað leiðbein- endur, en það verður framvegis starfsheiti réttindalausra kennara. • Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, gefur. ekki kost á sér til endurkjörs á landsfundi flokksins í haust. Með þessari ákvörðun vill hann halda sig við endurnýjunar-. reglur flokksins, sem gera ráð fyrir að formenn sitji ekki lengur að völdum en í sex ár. Ennfremur telur hann að þeir sem eru hvað mest markaðir af innanflokksátökum eigi að láta af störfum til þess að auðvelda endurskipulagningu innan forystunnar. • Hreyfing Græningja skýtur víða rótum. Nýstofnuð sam- tök þeirra á íslandi munu sem önnur Græningjasamtök berjast fyrir umhverfis-, friðar- og jafnréttismálum. • Ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda áfram hvalveiðum i visjndaskyni. • Á þingi landssambands sjálfstæðiskvenna um síðustu helgi var Þórunn Gestsdóttir endurkjörin formaður sam- bandsins. • Borgarráð hefur ákveðið að skilja að innheimtu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, að sögn til þess að hitaveitan geti veitt viðskiptamönnum sínum nægilega góða þjónustu. • Utanrikisráðherra Kína, Zheng Tuobin, var i opinberri heimsókn hér á landi um mánaðamótin. Auk viðræðna við ráðamenn spilaði hann golf á Grafarholtsvelli í grenjandi rigningu og lét vel af. Hann telur að kínverskir golfarar geti margt lært af íslendingum um rekstur golfvalla. • Löngun til þess að takast á við ný störf og breyta til varð til þess að hagfræðingur ASÍ sl. 7 ár, Björn Björnsson, sló til og gerðist aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fj ár málaráðherra. • Hörð gagnrýni á stjórn VMSÍ kom fram á formannafundi sambandsins á dögunum. Stjórninni er borið á brýn að sýna ekki nægilega hörku og dugnað í hagsmunabaráttunni. • Bæjarfógeti Hafnarfjarðar, Már Pétursson, telur ólíklegt að höfðað verði meiðyrðamál á hendur ríkisútvarpinu vegna ummæla í frétt sjónvarpsins af svokölluðu Svefneyjamáli. • IJm síðustu helgi náði ofbeldisgleðin hámarki á landinu. Reykvíkingur var skorinn á háls í miðborginni, Dalvíking- ur var stunginn í brjóst og í Njarðvík var ungur maður stunginn til bana. Það er vonandi að útrásinni sé nú lokið. • Ný útvarpsrás verður opnuð á Bylgjunni á næstu mánuð- um. Dagskrárstjóri nýju rásarinnar hefur verið ráðinn Jón- as R. Jónsson. • Millilandafargjöld hjá Flugleiðum hækkuðu um 7,5—9% um síðustu mánaðamót. • Frammarar urðu sigurvegarar Mjólkurbikarkeppninnar eftir leik kattarins að músinni, er þeir unnu Víði í Garðimeð 5 mörkum gegn engu. • Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson unnu öruggan sigur í Ljómarallinu. Þeir höfðu forystu allan tím- ann og komu 23 mínútum á undan næsta bil í mark. 1/ið hefjum starfsemina með rómantiskum argentinskum tangó. Stutt, hnitmiðað námskeið (7,—12. sept.), kennari: Charles Leuthold frá Sviss. Morgun- og hádegistímar í leikfimi, teygjuleikfimi og dansleikfimi fyrir konur og karla hefjast einnig 7. sept. Aðrir tímar hefjast 14. sept. Aðal kennari vetrarins er Bandaríkjamaðurinn Cle’ H. Douglas. KRAMHÚSIÐ býður fjölbreytt úrvai vandaðra námskeiða. . „„ tejett - afrocarabianjass - stepp. ,ss-n—tíW ^ Kennari: S'griður Eyþórsdótt"9 ~ teuyÍu,eikfimi - dansleikfimi. Rokk’n ’ Roll. ennarar. Hafdis - Eíisabet — Bryndís. Kennari: Didda Rokk. Kennari: Gestakennari Kramhússins: Cle’ H. Douglas Menntun: Ballett: Boston Ballet Theater. - Royal Ballet, Montreal. Modern: Boston Ballet Theater. - Horton Technique, Alvin Ailey Dance Center New York. Graham Technique, Gramham School of Modern Dance, New York. Jass: Fred Benjamin - New York. Harlem School of Dance, New York. La Choreographique Jazz de Paris. Afro: Jamaica National Dance Theater, Jamaica. - Trinidad New Dance Studio, New York. Yarburough Dance Theater, Haiti. Innritun hafin! Pantiö strax! Símar 15103 og 17860. Dans og leiksmiðja v/Bergstaðastræti. S X s N HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.