Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.01.1988, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Qupperneq 5
Nýbygging Listasafns íslands 100 MILLJONIR IIMFRAM AHLUN Heildarkostnaöur um 300 milljónir. Kostnaður við lóðarfrágang nífaldast. Aukaverk fyrir 10—20 milljónir. 6 milljóna króna bakreikningur frá Ármannsfelli hf. Innkaupastofnun að drukkna í skjölum! Nýbygging Listasafns íslands Áætíaður heildarkostnaður 1983 var 200 milljónir. Nú er heildarkostnaðurinn áætlaður 300 milljónir. Nýbygging Listasafns íslands við Fríkirkjuveg verður loks opnuð formlega 30. janúar, rúmum áratug eftir að fyrstu teikningar hússins sáu dagsins ljós. Elstu kostnað- aráætlanir eru svo gamlar að þær finnast ekki með góðu móti, en ljóst er að út frá áætlunum frá 1983, eftir að upp- steypu hússins var lokið sem og frágangi þaks, hefur framkvæmdin frá þeim tíma farið allt að 70% fram úr áætlunum um kostnað til verkloka. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYNDIR JIM SMART Árið 1983 stóðu vonir til þess að ljúka mætti framkvæmdunum, fullnaðarfrágangi nýbyggingarinn- ar og gamla Glaumbæjarhússins, á árinu 1985. Að mati Gardars Hall- dórssonar, húsameistara ríkisins, þurfti til þessa um 95 milljónir króna að núvirði og þá innifalinn kostnað- ur vegna búnaðar og húsa- og lóða- kaupa, en án hönnunarkostnaðar. Ljóst er, að 1983 og fyrr hafði þegar verið ráðstafað um 100 milljónum króna í framkvæmdirnar og heild- arkostnaðurinn því áætlaður um 200 milljónir króna á föstu verðlagi. En 95 milljónirnar hjá húsameistara verða við opnunina orðnar ekki færri en 170, með hönnunarkostn- aði. ENDAR í 300 MILUÓNUM Samkvæmt þeim upplýsingum sem Helgarpósturinn hefur aflað sér nam heildarkostnaðurinn vegna áranna 1986 og fyrr alls rúmlega 163 milljónum króna. Hjá fram- kvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins fékkst uppgefið að þegar væri vitað um 71 m.kr. kostnað á ár- inu 1987, en uppgjöri ólokið og á þessu ári er áætlað að ekki minna en 25 m.kr. fari í að klára verkið og greiða skuldir. Heildarkostnaður framkvæmdanna á föstu verðlagi verður við opnunina á bilinu 260—270 milljónir króna. í samtali við Guömund G. Þórarinsson, formann bygginganefndar LÍ, kemur fram að ekki verður lokið að fullu kaupum á búnaði og frágangi á lóð fyrr en á næsta ári og að heildarkostnaður muni að líkindum verða þá um 300 m.kr. 4—5 ára gamlar kostnaðaráætlanir um 200 m.kr. heildarkostnað munu þá hafa hækkað um 50% á föstu verðlagi. Til samanburðar má nefna að framkvæmdir vegna flugstöðvar Leifs Eiríkssonar töldust hafa farið um 40% fram úr fjárlögum og þótti mönnum nóg um. Ljóst er að fjármagnsskortur hef- ur verulega dregið úr framkvæmda- hraðanum, þrátt fyrir ítrekaðar aukafjárveitingar. Það var t.d. ekki fyrr en um vorið 1986 að samið var við Ármannsfell um innanhússfrá- gang og skyldi þeim framkvæmd- um ljúka á bilinu frá árslokum 1986 til miðs árs 1987, þegar til stóð að opna húsið í síðasta lagi. Sú áætlun stóðst ekki fremur en síðari áætlun um opnun í nóvember sl. GRIPIÐ í TAUMANA Dæmi um gróflega vanreiknaðan framkvæmdakostnað er frágangur lóðar, gróðurj hellulögn, útilýsing og þess háttar. Árið 1983 áætlaði húsa- meistari að til að ganga frá þessum þáttum þyrfti á núgildandi verðlagi um 860 þúsund krónur. Sýnt þykir á hinn bóginn að kostnaður vegna þessara þátta í fyrra og í ár verður vart undir 7,5 milljónum króna og hefur áætlunin þá nærfellt nífaldast og frágangi þó ólokið. 1986, eftir að samningar voru gerðir við Ár- mannsfell um innanhússfrágang, var áætlað að 10% færu í svokölluð aukaverk eða um 6,5 m.kr., en þess- ar greiðslur eru nú vart áætlaðar undir 18 m.kr. Greiðslur á verðbót- um vegna framkvæmda Ármanns- fells hafa að vonum farið fram úr áætlunum eða úr rúmum 3 milljón- um í 6 milljónir 1987, enda fóru allar tímaáætlanir úr böndum. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins þótti framkvæmdakostnað- urinn keyra úr hófi fram á síðasta ári og sendi framkvæmdadeild Inn- kaupastofnunar ríkisins viðvörun- arbréf til Hákonar Torfasonar, deildarstjóra menntamálaráðuneyt- isins, í ágústlok á síðasta ári. Sam- kvæmt fjárlögum skyldi varið til byggingarframkvæmdanna á því ári 64 milljónum króna, að meðtöldum aukafjárveitingum 1986 og 1987 upp á 19,5 m.kr. í bréfinu var bent á að framkvæmdir ársins við lista- safnið væru komnar upp í tæplega 56 m.kr. og að miðað við rúmlega HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.