Helgarpósturinn - 21.01.1988, Qupperneq 6
77 m.kr. kostnaðaráætlun fyrir árið
blasti við fjárvöntun upp á tæplega
14 milijónir. Varaði framkvæmda-
deildin ráðuneytið við þessari stöðu
og tilkynnti því að þegar hefði verið
frestað frekari fjárskuldbindingum
vegna verksins með óhjákvæmileg-
um töfum — nema til kæmi aukið
fjármagn þegar í stað. Afrit af við-
vörunarbréfi þessu var sent Guð-
mundi G. Þórarinssyni, formanni
byggingarnefndar listasafnsins.
Bréfinu fylgdi þágildandi fjárhags-
staða framkvæmdanna, með áætl-
un um framkvæmdakostnaðinn út
árið og til verkloka á þessu ári.
AUKAVERK OG
VIÐBÓTARHÖNNUN
í bréfi framkvæmdadeildarinnar
kemur meðal annars fram að af
þeim tæplega 56 milljónum króna
sem þegar höfðu verið greiddar
vegna framkvæmdanna hefðu um
10 m.kr. verið greiddar tii Ármanns-
fells vegna „aukaverká' og rúmlega
2 m.kr. króna „til hönnuða". í
greiðsluáætlun til ársloka var gert
ráð fyrir frekari greiðslum til Ár-
mannsfells vegna „aukaverka” upp
á 3,5 m.kr., enn 2 milljónum vegna
„hönnunar", 2 m.kr. vegna „lóða-
lögunar", rúmlega 4 m.kr. vegna
„húsgagna og búnaðar" og 3 m.kr.
vegna „stjórnunar". Alls var fjárþörf
ársins 1987 talin vera rúmlega 77
milljónir króna, en aðeins 63,6 millj-
ónir „til ráðstöfunar". Kostnaðurinn
árið 1988 var áætlaður 19,5 m.kr.,
þar af 5 milljónir vegna „húsgagna
og búnaðar", enn 2 milljónir vegna
„lóðalögunar" og nær 3 milljónir í
ófyrirséðar greiðslur.
Mánuði síðar sendi framkvæmda-
deildin ráðuneytinu enn bréf vegna
fjárskortsins. Kom þar fram að leysa
mætti málið með tvennum hætti.
Annars vegar hefði aðalverktakinn,
Ármannsfell, boðist til að fresta
greiöslum reikninga sinna upp á
7—8,5 milljónir króna og að húsa-
meistari gæti frestað innheimtu
þóknunar upp á rúma 1 m.kr., en
hins vegar þyrfti að koma til 3—4
m.kr. aukafjárveiting til að takast
mætti að opna safnið, en opnunin
miðaðist þá við nóvember. Þá hafði
ekkert svar borist um aukafjárveit-
ingu og því ákveðið að fresta
ákvörðunum um kaup á búnaði og
fleiru og fyrirséð að fresta þyrfti
frekari verkum framyfir áramót.
Það tókst að hliðra greiðslum til og
fá aukafjárveitingu, en á hinn bóg-
inn segir Guðmundur G. Þórarins-
son að uppgjör við Ármannsfell hafi
hækkað úr 7,7 m.kr. um 6 milljónir
og hefði hann engar skýringar á
reiðum höndum um ástæðu þessar-
ar hækkunar.
15 SENTIMETRA
SKJALABUNKI
Þegar Helgarpósturinn leitaði
eftir upplýsingum hjá Hákoni Torfa-
syni í menntamálaráðuneytinu
sagðist hann lítið geta sagt þar eð
hann hefði ekki heildaryfirlit yfir
málið. Aðspurður um hvort hann
hefði undir höndum áætlun um
framkvæmdakostnað fyrir árið í ár
sagði hann: „Nei, ekki svo ég muni
það,“ og aðspurður um hvort hann
hefði eitthvað í höndunum frá fram-
kvæmdadeild innkaupastofnunar-
innar um framkvæmdirnar sagðist
hann ekki muna til þess að hafa
neitt í höndunum sem gæfi heildar-
mynd af framkvæmdunum.
Hjá framkvæmdadeild varð fyrir
svörum Baldur Ólafsson í veikinda-
forföllum forstöðumannsins, Skúla
Gudmundssonar. Baldur kvað úti-
lokað að taka saman umbeðnar
upplýsingar nema með góðum fyr-
irvara. „Það er hægt að fara út í
þetta býsna sundurgreint, en það
tekur drjúgan tíma. Þetta er heil-
mikil vinna sem þú ferð fram á, sem
tekur nokkra daga. Það eina sem ég
get sagt þér núna er að kostnaður-
inn 1987 er samkvæmt bráða-
birgðatölum um 71 milljón króna og
áætlaður kostnaður 1988 um 25
milljónir. Sannleikurinn er sá að
þetta er búinn að vera alltof langur
tími sem hefur farið í þetta og skjala-
bunkinn hjá okkur orðinn svona 15
sentimetra hár! Það er óhugsandi
að vinna í þessu nema með góðum
fyrirvara."
ALDREI MEININGIN AÐ
BYGGJA ÓDÝRAN BRAGGA
— segir Guömundur G. Þórarinsson, formaöur byggingarnefndar Lista-
safns íslands.
Guömundur, nú á ad opna nýja
safnhúsid 30. janúar. Veröur öllum
framkuœmdum þá lokiö?
„Þetta hefur verið mjög marg-
brotin framkvæmd í svona lista-
safni. Það má segja að Ármannsfell,
sem er síðasti verktakinn, hafi lokið
sínu í desember. En það eru ýmsir
hlutir eftir og við vonumst til að fá
fjárveitingu á næsta ári til þess að
Ijúka safninu endanlega hvað þenn-
an áfanga varðar — því draumurinn
er sá að þetta sé bara fyrsti áfang-
inn. Að síðar meir rísi skrifstofuhús-
næði og seinna geti safnið svo yfir-
tekið Kvennaskólann þar sem fram
fari kennsla í myndlist. En þessum
áfanga lýkur væntanlega á næsta
ári þegar við náuum að Ijúka við að
kaupa búnað og ljúka lóðarfram-
kvæmdum og slíku."
Nú viröist ómögulegt aö fá upp-
gefna upphaflega kostnaöaráœtl-
un. Geturþú upplýst meö góöu móti
hversu mikiö framkvœmdirnar hafa
fariö fram úr áœtlun?
„Vandinn er sá, þegar um svo
langan byggingartíma er að ræða,
að meta þetta á raunhæfan hátt. Er-
um við að tala um verðlag hvers árs
eða allt uppreiknað til verðlagsins í
dag? Það er vinna að taka saman
slíka hluti. Það er verið að vinna í
þeim, en ég hef það hins veg-
ar á tilfinningunni að við séum
búin að eyða í þetta á verðlagi í dag
um 270 milljónum króna. Ég mundi
giska á að þetta endaði í um það bil
300 milljónum. Ég geri ráð fyrir að
það sé ekki fjarri lagi, en ég er þó
ekki með neitt bókhaldsuppgjör á
þessu. Ef við segjum að safnið sé um
3.000 fermetrar þá gerir þetta um
100.000 krónur á fermetra. Sem er
álíka og dýr, vönduð skrifstofubygg-
ing myndi lenda í. Það hefur ekki
verið sparað í þessu safni, það var
aldrei mín meining að byggja yfir
Listasafn Islands ódýran bragga.
Hugmyndin var einmitt að þetta
yrði glæsilegt og fallegt safn, ekki
síst vegna þess að gífurlegur hluti af
þessum fjármunum er gjafir ein-
staklinga."
Pó nokkur kostnaöarauki er óum-
deilanlegur. Hvaö er þaö nánar til-
tekiö aö þínu mati sem helst hefur
fariö fram úr áœtlunum fyrri ára?
„Á svona langri leið gerist ýmis-
legt, meira að segja hugmyndir
manna um hvernig listasafn eigi að
vera breytast. Þegar menn eru hálf-
an annan áratug að byggja slíkt safn
skipta menn um skoðun á hlutum —
menn halda ekki endalaust í gamlar
áætlanir þegar eithvað hentugra og
betra kemur í Ijós. Þá kemur til kasta
endurhönnunar og önnur aðlögun
að nýjum viðhorfum."
Viö höfum upplýsingar um aö
mjög mikill kostnaöur hafi veriö
vegna aukaverka undir þaö síöasta.
Hvaö er hér um aö rœöa?
„Já, mér hefur virst þetta og þetta
á ég einmitt eftir að fá lista yfir. Inn-
kaupastofnunin hefur eftirlit með
þessu og þar tjá m enn mér að það sé
talsvert um aukaverk ..
Samkvœmt okkar heimildum
fóru um 10 milljónir á síöasta ári til
Armannsfells vegna aukaverka og
ógreitt fyrir aukaverk hjá þeim upp
á 3,5 milljónir?
„Ég er nú ekki með bókhaldið hjá
mér, en ef ég ætti að kasta fram ein-
hverjum tölum út frá síðustu áætl-
unum þá er ég ekki frá því að þessi
bygging hafi farið 20—30 milljónir
króna fram úr áætlunum sem ég var
með fyrir 4—5 árum, á verðlagi í
dag. Þetta gera í kringum 10% og ég
veit ekki hvort menn hafa farið öllu
nær áætlunum en þetta á íslandi."
Samkvœmt áœtlun Húsameistara
ríkisins frá því 1983 var taliö aö þaö
mcetti Ijúka því sem ólokiö var fyrir
95—100 milljónir króna á núgild-
andi verölagi, aö undanskildum
hönnunar- og eftirlitskostnaöi.
Framkvœmdakostnaöurinn frá
þeim tíma ernú ekki undir 170 millj-
ónum króna. Okkur ber ekki sam-
an.
, „Þetta eru tölur sem ég hef ekki.
Ég hugsa að það vanti ýmislegt inn
í þessar tölur þínar, eins og innrétt-
ingar, búnað, lóðaframkvæmdir og
fleira...“
Nei, þarna var rætt um lokafrá-
gang allt fram aö því aö húsiö yröi
málaö og meö öllum búnaöi inni-
földum.
„Ég hef ekki trú á því að þetta séu
réttar tölur og betra að fara varlega
með þær. Ég skal þó ekki alveg full-
yrða hvernig þessar tölur húsa-
meistara eru, en ég mundi áætla út
frá mati mínu fyrir svona 3 árum að
þetta væru svona 20—30 milljónir
sem þetta fer framyfir það sem ég
reiknaði með. Ég á sjálfur eftir að fá
skýringar á þessu, en geri ekki mik-
ið með það. Ef þú lítur á endaniegar
tölur, um 100.000 á fermetra, þá tel
ég alls ekki að þetta hafi endað dýrt
miðað við svona byggingu. En auð-
vitað er maður alltaf ergilegur þeg-
ar áætlanii standast ekki."
Eg minntist áöan á aukaverk Ár-
mannsfells, án þessaö fá skýringu á
þeim. Nú kannast Ármann ekki viö
þessar 10 milljónir sem greiddar
voru fyrir aukaverk, sem þó eru
skjalfestar sem slíkar hjá Inn-
kaupastofnun samkvœmt okkar
upplýsingum, sem viö teljum óyggj-
andi. Hvernig erþá staöan gagnvart
ÁrmannsfeUi?
„Það er nú svo, að samkvæmt
uppgjöri Innkaupastofnunarinnar í
ágúst sl. gagnvart Ármannsfelli
KANNAST EKKIVIÐ
ÞESSAR GREIÐSLUR
— segir forstjóri Ármannsfells um 10 milljóna
króna greiöslu fyrir aukaverk
Samkvœmt óyggjandi heimild-
um Helgarpóstsins einkenndust
framkvœmdirnar viö nýbyggingu
LÍá síöasta ári ekki síst afmiklum
aukaverkum Ármannsfells. í
ágúst kemur fram í áœtlunum
framkvœmdadeildar Innkaupa-
stofnunar ríkisins aö þá þegar
heföu 10 milljónir króna veriö
greiddar fyrirtœkinu vegna auka-
verka og aö ógreiddar vœru vegna
aukaverka 3,5 milljónir króna.
Þessar upphæöir samsvara um
þaö bil því sem framkvœmdirnar
töldust hafa fariö fram úr áœtlun
þessa árs. HP leitaöi skýringa á
þessu hjá Ármanni Erni Armanns-
syni, forstjóra Ármannsfells.
Viö höfum upplýsingar um aö
vegna aukaverka á fyrri hluta árs-
ins 1987 hafiykkur veriö greiddar
um 10 milljónir króna vegna ný-
byggingar Listasafns Islands.
Hvernig eru þessi aukaverk til-
komin?
„Það er eitthvert rugl. Það held
ég að megi segja, án þess að ég
hafi tölurnar hjá mér. Ég get bara
sagt þér það, að byggingarkostn-
aður við þetta hús er samkvæmt
minni 20 ára reynslu af opinberum
byggingum ekki hár og aukaverk
vel innan eðlilegra marka. Það
komu þarna upp nokkur vanda-
mál vegna þess að verið er að
byggja nýtt hús af gömlu, en þarna
er nú líka verið að byggja listasafn
og það lögðu sig allir mjög fram
um að hafa það sem best úr garði
gert. En aukakostnaður er ekki
þannig að það sé nokkurt hið
minnsta fréttaefni. Ég segi þetta
alveg hlutlaust."
Þú kannast þá ekki viö 10 millj-
ónir á síöasta ári vegna auka-
verka?
„Nei, ég kannast ekki við það,
en ég er annars ekki með þetta
fyrir framan mig. Það voru vissu-
lega einhver viðbótarverk hjá
okkur, en ég held að það sé fráleitt
að tala um aukaverk okkar vegna
upp á 10 milljónir. Ég get náttúru-
lega ekki vitnað í neinar skýrslur
framkvæmdadeildarinnar. Eg er
að vissu leyti að tala óábyrgt, því
ég hef ekki neina skýrslu í hönd-
unum, en það er ekki ósennilegt
að í upphaflegri kostnaðaráætlun
hafi ekki verið gert ráð fyrir lóðar-
löguninni eins og hún var gerð síð-
ar. Það má ef til vill kalla það auka-
verk, lagfæringar á umhverfinu í
kring. Ég geri frekar ráð fyrir því
að það séu þær tölur sem blandast
þar inn í. Ég læt mér detta þetta í
hug þegar þú nefnir þessa upp-
hæð. Þessi bygging var þannig að
það var afar lítið um svokölluð
aukaverk miðað við það sem við
eigum að venjast sem erum alltaf
að byggja opinberar byggingar."
Og var þá lóöarlögun þessi í
verkahring Ármannsfells?
„Nei. Afar lítið af henni."
Viö teljum okkur aftur á móti
hafa óyggjandi upplýsingar um aö
í gögnum framkvœmdadeildar-
innar séu þessar 10 milljónir skil-
greindar sem greiösla til Ar-
mannsfells og aö auki séu ógreidd-
ar fyrir aukaverk til ykkar rúmar
3 milljónir í viöbót?
„Ég held að þú verðir þá að leita
þér nánari upplýsinga hjá Skúla
Guðmundssyni í þessu máli, for-
stöðumanni framkvæmdadeildar,
ef þú vilt hafa það sem réttara
reynist. Ég kannast ekki við 10
milljón króna aukaverk. Þú hefur
sjálfsagt þínar upplýsingar, en ég
er búinn að segja allt sem ég hef
að segja um þetta og verð að vísa
þér til verkkaupans um annað,
framkvæmdadeildarinnar."
Guömundur G. Þórarinsson
Maöur veröur alltaf ergilegur þegar
áætlunum er varla hægt að komast.
áætlanir standast ekki. En öllu nær
hljóðuðu skuldirnar þar upp á alls
7,7 milljónir króna. Ég hef hins veg-
ar núna nýjar tölur frá þeim, þar
sem fram kemur að þetta hafi aukist
um 6 milljónir króna og ég á eftir að
fá skýringar á því í hverju þetta ligg-
ur, því hér er um hreina viðbót að
ræða. En í svona flóknum verkum
gerast bæði breytingar og aukaverk
koma upp sem menn sáu kannski
ekki fyrir."
Þú talar um breytingar. Sam-
kvœmt okkar heimildum renna
rúmar 4 milljónir króna til hönnuöa
á síöasta ári og þessu. Er þetta
vegna einhverra sérstakra vand-
kvæöa sem upp komu?
„Ég er ekki með uppgjörið gagn-
vart Húsameistaraembættinu fyrir
hönnun, en þetta kann að vera og
inni í slíku er ekki bara hönnun,
heldur og eftirlit og stjórnun. Ég get
nefnt að lýsing í svona safni er gífur-
lega viðkvæmt mál og það kann að
vera inni í þessu talsverð vinna hjá
rafmagnsverkfræðingunum. Þá hef-
ur öryggiskerfið verið mjög í sviðs-
Ijósinu, enda mikið mál i svona
safni. En ég hef þetta ekki sundur-
liðað hjá mér“.
Viö höfum upplýsingar um aö
nœrfellt 10 milljónir króna eigi aö
fara í húsgögn og búnaö á sama
tímabili. Hvaö er hér nánar tiltekiö
um aö rœöa?
„Það er gífurlegur búnaður sem
fer í svona nýtt safn og þú flytur ekki
gamla draslið í þetta úr gamla safn-
inu, sem var vanbúið fyrir. Við ná-
um því ekki að kaupa allan búnað-
inn fyrir opnunina, en við lögðum
áherslu á að kaupa vandaðan búnað
og mikil áhersla á að hann „harm-
óneri" vel við húsið, hönnun þess og
útlit. Það er mjög mikið atriði
hvernig stólar, sófar, borð og annað
(ara inni í þessu öllu. En það er með
þetta eins og verki allt, að það er
auðvelt að vera með sleggjudóma.
Ég held að verkið og útlitið tali sínu
máli og þá sjá menn hvar endanleg-
ur kostnaður liggur."
6 HELGARPÓSTURINN