Helgarpósturinn - 21.01.1988, Síða 7

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Síða 7
FRÉTTASKÝRING Húsnœdislánakerfid LOKAÐ AFTUR INNAN ÁRS Jóhanna aö lenda í sporum Alexanders Skerðingarákvæðin duga hvergi Líkur á aö þegar útsend lánsloforö veröi ekki öll greidd út á árinu Enn vantar milljaröa í kerfiö Húsnæðislánakerfið er enn í uppnámi. Lagabreyt- ing og ný reglugerð breyta þar engu um. Það sem gerst hefur er að nýr forgangshópur var búinn til, þeir sem eiga ófullnægjandi húsnæði fyrir og þurfa að skipta um húsnæði, en biðraðirnar lengjast. Meðalbiðtími hefur lengst frá því í haust og er nú nálægt 32 mánuð- um. Biðtími víkjandi hópa nálægt 50 mánuðum. Það virðist stefna í að húsnæðislánakerfið verði fyrir Jó- hönnu Sigurðardóttur það sama og fyrir Alexander Stefánsson — pólitísk martröð. EFTIR HEIGA MÁ ARTHURSSON MYNDIR JIM SMART Markmið félagsmálaráðherra með þeim smávægilegu breyting- um sem senn koma til fram- kvæmda er að tryggja betur for- gang þeirra sem sækja um lán. Hún er líka að reyna að kaupa sér tíma til að breyta lánakerfinu í grundvallaratriðum. En ef miðað er við þann tíma sem það tók að koma í gegn breytingum sem ráð- herra undirritaði sl. föstudag, og þá andstöðu sem breytingatillögur hafa mætt á Alþingi, þá er ótrúlegt að takist að breyta lánakerfinu í bráð. Fyrir svo utan það að ráð- herra er með sex þúsund umsækj- endur á bakinu, sem verður að af- greiða áður en breytingar kæmu til framkvæmda. Pólitískt sýnist Jóhanna Sigurðardóttir standa af- ar illa. BREYTINGARNAR Ráðherra getur eftir setningu reglugerðar um lánveitingar HSR synjað eða skert lánveitingar ef umsækjendur eiga fleiri en eina íbúð, eða þá ef þeir búa rúmt í skuldlausu húsnæði. Þeir sem sótt hafa um húsnæðislán og eiga fleiri en eina eign eru mjög fáir, senni- lega innan við 2% umsækjenda að því er talið er. Niðurstaðan er því e.t.v. sparnaður upp á 300 milljón- ir í kerfi sem tekur til sín kannski 10 milljarða á ári næstu árin. Varðandi þann hóp, sem e.t.v. á rétt á skertu láni, er það að segja, að skerðingarákvæðin eru svo rúm að tiltölulega fáir umsækj- endur verða settir hjá á grundvelli þessara ákvæða. Kannski munar hér um 3—400 milljónir á ári. Við erum því að tala um skerðingu upp á 600—700 milljónir í kerfi sem tekur til sín a.m.k. 10 millj- arða á ári. Það er smár biti. í frétt frá félagsmálaráðuneytinu 21. október sl. sagði m.a.: ,,í for- sendum sem nýju húsnæðislögin byggðu á var gert ráð fyrir 3.800 umsækjendum á ári fyrstu 2 árin. Á rúmu ári hafa hinsvegar borist um 10 þúsund umsóknir, en af- greiðsla þeirra mun kosta um 15 milljarða króna, þ.e. lOmilljörðum meira en ráð var fyrir gert." Sam- kvæmt lauslegum útreikningum hefur Jóhönnu Sigurðardóttur tekist með breytingum sínum að minnka það sem upp á vantar úr 10—11 milljörðum í 9—10 millj- arða. Það er öll breytingin. LÁNSFJÁRLÖG í samþykktum lánsfjárlögum fyrir 1988 er Byggingasjóði ríkis- ins heimilt að selja skuldbréf fyrir 6,1 milljarð króna. Er hér miðað við verðlagsforsendur í fjárlaga- frumvarpi, 7% launahækkun og 10% hækkun framfærsluvísitölu. Af þessum 6,1 milljarði er gert ráð fyrir að 4.750 milljarðar gangi til Byggingasjóðs ríkisins og 1.360 til félagslegra íbúðarbygginga. Með ríkisframlaginu hefur Bygginga- sjóður um 5,3 milljörðum úr að spila. Milljarðarnir sem ganga til Byggingasjóðs ríksins duga fyrir u.þ.b. 2.400 lánveitingum miðað við að meðallán hækki um ca. 10% frá því sem nú er. Það er 60% af þeim fjölda lánveitinga sem reiknað er með í upphaflegum for- sendum lánakerfisins, sem félags- málaráðherra lýsti yfir í fréttatil- kynningu að stæðust hvergi! Fyrir svo utan það að ef forsend- ur fjárlagafrumvarps og lánsfjár- áætlunar standast ekki, eins og allt bendir til á þessari stundu, að þá hækka lánin og þeim fækkar sem unnt verður að afgreiða. Þá má ekki gleyma því, að skulda- bréfasalan í ár á að svara þegar út- sendum lánsloforðum, þ.e. lánslof- orðum sem gefin voru út fyrir 13. marssl.,og breytist forsendur fjár- laga er fyrirsjáanlegt, að Hús- næðisstofnun ríkisins geti á þessu ári ekki einu sinni staðið við að greiða út þegar dagsett lánsloforð. Lauslega útreiknað gæti stofn- unin þurft að fresta greiðslu um 15% þegar útsendra loforða á þessu ári. Þetta gæti haft í för með sér gífurlegan, ófyrirséðan, kostn- að fyrir þá sem þegar hafa fest kaup á húsnæði og reikna með lánum á ákveðnum dagsetning- um. Tveggja mánaða lengri bið- tími gæti þýtt aukaútgjöld fyrir þennan hóp upp á 150 þúsund krónur á mann. Húsnæðisstofnun gæti m.ö.o. lent í greiðsluerfiðleikum þegar á seinni hluta ársins 1988. Það þýðir að félagsmálaráðherra þarf að öll- um líkindum að loka lánakerfinu aftur á þessu ári á sama hátt og Alexander Stefánsson, þegar hann var búinn að gefa út inn- stæðulausa kosningaávísun sína. Eina leiðin sem ráðherra á út úr þessum ógöngum væri að létta af þeirri frystingu upp á 500 milljónir sem hún á sínum tíma greip til. Með því er hægt að lækka hlutfall- ið niður í ca. 7—8%. Geri ráðherra það ekki þá stendur hún í sporum Alexanders. Það er sú pólitíska martröð sem Jóhanna Sigurðar- dóttir stendur frammi fyrir. UPPLYSINGALEYND — FALINN BIÐLISTI Alexander Stefánsson, fyrrum félagsmálaráðherra, var á stund- um sakaður um að halda leyndum upplýsingum um raunverulega stöðu húsnæðislánakerfisins. Lánakerfið var hins vegar þannig upp byggt að það var einfalt að ná í upplýsingar og reikna út raun- verulega stöðu og fjölda umsækj- enda á biðlista. Með lagabreyting- um og setningu nýrrar reglugerð- ar opnast félagsmálaráðherra leið til að bregða huliðshjúp yfir ástandið og fela biðlistana. í gömlu lögunum voru ákvæði sem skylduðu Húsnæðismála- stjórn til að gefa út lánsloforð inn- an tveggja mánaða frá því um- sóknir bárust stofnuninni. I svari var tilgreint hvenær lán var gefið út og hve mikils menn gátu vænst í lán. Nýja fyrirkomulagið felst í því að þremur mánuðum eftir um- sókn veitir stofnunin svar um láns- rétt. Ekki dagsetningu útborgun- ar, eða fjárhæð, eða í hvaða hópi viðkomandi lendir. Síðan er gert ráð fyrir því að menn séu kallaðir inn á teppi hjá ráðgjafarstöðinni, ef þeir eru í forgangshópi, og þeim leiðbeint um kaup. Má gera ráð fyrir að þetta verði gert hálfu öðru ári áður en lán kemur til útborgun- ar og síðan, ári áður en umsækj- endur fá lánið í hendurnar, verður sent út bindandi lánsloforð með dagsetningu. í þessum kerfisfrumskógi, og með hliðsjón af því hve skilin á milli forgangshópa og víkjandi hópa eru óljós, verður erfiðara að fjalla um raunverulegt ástand í kerfinu vegna þess einfaldlega að Húsnæðisstofnun skortir upplýs- ingar til að geta veitt svör. í versta falli getur þetta leitt til þess að menn fela biðlistana, eða telja sig ekki geta veitt upplýsingar um stöðu mála. Það gæti orðið niður- staða félagsmálaráðherra, þegar hún viðurkennir að tímabundin opnun lánakerfisins nú skiptir engu um framtíð þess. Það var hrunið. Og það er hrunið. Tveir félagsmálaráð- herrar, Alexander Stefánsson og Jó- hanna Sigurðardótt- ir. Húsnæðismál felldu þann fyrr- nefnda. Sá síðar- nefndi situr á tima- sprengju, sem henni hefur enn ekki tekist að aftengja. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.