Helgarpósturinn - 21.01.1988, Page 9
80ft
Ef nahagsþróunin
70y.
60}
50/!
40}
30/.
2QÍ
íosp
0
-+-
■+-
Uel Ssnilega Illa
Huernig líst þér á efnahagsþróunina?
hækkanir hafa gengið yfir á opin-
berri þjónustu og þannig er draug-
urinn magnaður upp.
Sú klára viðmiðun er sett upp að
semji fólk um einhverja kauphækk-
un verði hún aftur tekin með geng-
isfellingum og óðaverðbólgu."
Hvernig líst þér á svokallada núll-
lausn, sem sett hefur verið fram?
„Mér sýnist satt að segja að það
verði einhverjar tölur fyrir framan
núllið þegar verðbólgan er annars
vegar og að sá stafur geti verið
nokkuð stór. Það blasir við, svo ég sé
það ekki sem neina lausn eins og
málum er háttað núna.“
Þannig að þú telur ákvœði um
verðtryggingu eða rauð strik nauð-
synleg í komandi samningum?
„Fortakslaust."
Þœr skattkerfisbreytingar sem
verið er að gera, — telur þú að þœr
geti dregið úr þenslu í þjóðfélaginu?
„Um þessar aðgerðir má segja að
betri jöfnuður í ríkisfjármálum dreg-
ur úr þenslu. Það er jafnaugljóst að
aðgerðir eins og matarskatturinn
þrengja það hörmulega að lágtekju-
fólki, að það hlýtur að kalla á mjög
sterk viðbrögð.
Það er reiknað með að skattbyrði
tekjuskatts þyngist um 25% milli ára
og skattbyrði útsvars hækkar um
7—9%. Samanlagðar breytingar á
söluskatti og tollum áttu að koma út
á núlli nú um áramótin, en hækkun-
in sem varð í ágúst á matarskatt-
lagningunni er eícki inni í þeim út-
reikningi. Þó að meðaltalið komi út
á sléttu er alveg ljóst að lágtekjufólk
eyðir meiru í matvörur og minna í
þær vörur sem lækka í sköttun. Auk
þess kaupir lágtekjufólk meira af
þeim matvörum sem hækka mest.
Því má jafnvel reikna með um 3%
hækkun á framfærslukostnaði lág-
tekjufólks.
Eru einhverjar sérstakar aðgerðir
sem þú telur nauðsynlegt að grípa
til á peningamarkaðinum?
„Verðbréfamarkaðir hafa vaxið
hér mjög hratt, með forgangsfyrir-
komulagi af hálfu stjórnvalda. Þeir
lúta ekki af hálfu stjórnvalda sömu
skuldbindingum og bankar og spari-
sjóðir og eru t.d. undanskildir
bindiskyldu og kröfum um lausafjár-
stöðu, en vegna þeirra krafna verða
bankar að leggja 21% af innstæðum
á litlum vöxtum í Seðlabanka. Verð-
bréfamarkaðurinn er kannski tíundi
hluti af markaði banka og spari-
sjóða og er kominn alveg undan
stjórn Seðlabankans og nýtur hag-
kvæmari rekstrarforsendna en
bankakerfið. Þetta misgengi gerir
það að verkum að peningamarkað-
urinn verður einfaldlega stjórnlaus.
Afleiðing er að við stöndum frammi
fyrir okurvöxtum á öllum lána-
markaðinum. Ég held að eina leiðin
til að ná utan um þetta sé að setja
bindiskyldu á verðbréfamarkað-
inn.“
Gengisfelling núna, er hún nauð-
synleg?
„Gengisfelling færir upp tekjur út-
flutningsatvinnuveganna en jafn-
framt hækkar hún erlend lán og að-
föng fyrirtækja sem og framfærslu-
kostnað heimilanna, þannig að þeg-
ar upp er staðið held ég að gengis-
felling sé tæplega lausn fyrir nokk-
urn aðila."
Ráðamenn bera sig oft aumlega
undan of mikilli eyðslu almennings.
Hvernig litist þér á að grípa til hafta
á innflutningi á vissum sviðum, t.d.
bílainnflutningi?
„Það finnst mér alveg geta komið
til skoðunar. Ég hef hins vegar ekki
verið mikill haftatalsmaður og það
er ekki lausnin sem mér finnst eðli-
legust. Það sem okkur vantar er al-
menn efnahagsstjórn. Það er grund-
vallarmál að það ríki jafnvægi í
efnahagslífinu og ef það jafnvægi er
ekki til staðar eru höft á einstökum
sviðum ekki líkleg til að skila stór-
kostlegum árangri."
Hvert er þitt mat á efnahagsþró-
uninni á nœstu mánuðum og kom-
andi samningum?
„Það verða viðbrögð stjórnvalda
og atvinnurekenda sem koma til
með að skipta mestu máli um efna-
hagsþróunina á næstunni. Yfirlýs-
ingar atvinnurekenda um að það
eigi að skera kaupmátt niður, ann-
aðhvort með óbættum launum í
verðbólgu eða lítið hækkuðum
launum í enn hærri verðbólgu, eru
dæmalaust ósvífnar og beinlínis til
þess fallnar að mana fólk til að-
gerða.
Með hótunarstefnu atvinnurek-
enda og stjórnvalda yfirvofandi
bendir fátt til þess að einhvers konar
þjóðarsáttarsamningar verði til
umræðu. Ef fram heldur sem horfir
stefnir í hörð átök,“ sagði Ásmundur
Stefánsson, forseti ASI.
GREINAR6ERÐ SKÁÍSS
Spurt var: Hvernig líst þér á efnahagsþróunina hér á landi?
Fjöldi % af útaki % af þeim sem tóku afstöðu
Vel eða mjög vel 38 4,9% 5,7%
Sæmilega 146 18,8% 21,9%
llla eða mjög illa 482 62,1% 72,4%
Óákveðnir 96 12,4%
Svara ekki 14 1,8%
Alls 776 100,0%
Þar af tóku afstöðu 666 85,5% 100,0%
í greinargerð SKÁÍSS eru tekin dæmi um svör fólks. Þar segir að mjög margir
kvarti undan háu vöruverði, sérstaklega á matvörum, og nefni þá oft svokallaðan
matarskatt. Á svipaðan hátt var talað um of háa vexti, vaxandi verðbólgu og
ranga vaxtastefnu. Þeir sem leist ekki nægilega vel á efnahagsástandið lýstu því
með orðum eins og „óskiljanlegt, svart, fáránlegt og furðulegt". Á hinn bóginn
töldu sumir að gefa þy rfti stjórnvöldum vinnufrið, að efnahagsstefnan væri raun-
sæ og aðgerðir stefndu að því að bæta innheimtu skatta. Þá segir í greinargerð
SKÁISS að „flestir, og jafnvel einnig þeir sem tóku jákvæða afstöðu til efnahags-
stefnunnar, voru sammála um að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar væru
mjög óvinsælar".
ERLEND YFIRSÝN
Nýtt líf færist í fridar-
áætlun ríkja Mið-Ameríku
Fyrir fund forseta fjögurra Mið-Ameríkuríkja um síð-
ustu helgi var áhorfsmál hvort friðaráætlun kennd við
einn þeirra, Oscar Arias Sánchez, forseta Costa Rica,
yrði þar að engu. Eftir fundinn er nýtt líf hlaupið í
áformið. Stjórnir Honduras og Nicaragua hafa fallist á
að stíga friðunarskref, sem þær höfðu til þessa þver-
skallast við að taka.
stendur fram á kjörtímabil næsta
forseta. Áður en þingmenn fóru i
jólaleyfi varð um það samkomu-
lag milli forystumanna þing-
flokka, að fulltrúadeildin greiddi
atkvæði 3, febrúar um beiðni for-
setans um nýja fjárveitingu til
Kontranna, og er gert ráð fyrir að
hann fari fram á 270 milljónir doll-
ara í því skyni á fjárhagsárinu.
Oskastaðan til að koma málinu
________________________________________________ fram er að málsvarar Reagans á
eftir magnús torfa ólafsson Þ*ngi geti leitt að því rök að Sand-
------------------------------------------------ inistar séu þverir í friðargerðinni,
Oscar Arias Sánchez, forseti Costa Rica, tekur við friðarverðlaunum Nób-
els í Osló í vetur. Egil Aarvik, formaður nóbelsnefndar norska Stórþingsins,
afhendir verðlaunin.
Auk Arias frá Costa Rica undirrit-
uðu forsetar El Salvador, Guate-
mala, Honduras og Nicaragua frið-
aráætlun 7. ágúst í fyrra. Var þá
ráð fyrir gert að hún yrði komin til
framkvæmda 5. nóvember. Þegar
að þeirri dagsetningu kom var
fresturinn framlengdur fram yfir
áramót. Fyrir fundinn um helgina
í San José, höfuðborg Costa Rica,
var óvissa um hvort forsetarnir af-
réðu að ítreka fyrri heit og fram-
lengja frestinn enn, eða hvort upp
úr samstarfi þeirra slitnaði.
Fulltrúar skæruherja í El Salva-
dor og Guatemala hafa rætt við
ríkisstjórnir landanna, en enginn
marktækur árangur orðið af þeim
fundum. En miklu meira máli
skiptir, hverju fram vindur í
Nicaragua og Honduras. Frá því
1981 hafa sveitir gerðar út af
bandarísku leyniþjónustunni, sem
ganga undir nafninu Kontra, haft
bækistöðvar í suðurhéruðum
Honduras og herjað þaðan á
Nicaragua. Stjórn Sandinista í
Nicaragua hefur neitað að eiga
viðræður við Kontra og boðið í
staðinn viðræður við yfirboðara
þeirra og kostnaðarmenn, stjórn
Bandaríkjanna. Þóttust Sandinist-
ar uppfylla ákvæði Arias-áætlun-
arinnar um vopnahlésviðræður
með því að skiptast á skoðunum
við fulltrúa Kontra fyrir milli-
göngu Miguels Obando y Bravo
kardínála, yfirboðara kaþólsku
kirkjunnar í Nicaragua.
Stjórn Honduras hefur fyrir sitt
leyti engan lit sýnt á að stugga við
Kontrum í herbúðum þeirra og
vopnabúrum við landamærin að
Nicaragua. Hefur sú enda verið
raunin, að José Azcona forseti
ræður litlu um framvindu mála í
Honduras. Herforingjar fara þar
sínu fram, og þeir hafa frá upphafi
hernaðaraðgerða CIA verið á
mála hjá bandarísku leyniþjónust-
unni en uppfyllt í staðinn þarfir
Kontra.
Ljóst er að sú fylking innan
Bandaríkjastjórnar, sem ræður
stefnunni í Mið-Ameríku, er stað-
ráðin í að ónýta Arias-áætlunina á
sama hátt og hún kom áður Conta-
dora-áætlun Mexíkó og fleiri ríkja
um friðargerð á svæðinu fyrir
kattarnef. Ronald Reagan og
mönnum hans nægir ekkert ann-
að en hrekja stjórn Sandinista í
Managua frá völdum. Til þess er
jöfnum höndum beitt hernaðar-
aðgerðum, viðskiptabanni og
þrýstingi á stjórnir nálægra landa.
Þannig beitti Bandaríkjastjórn
áhrifum sínum á stjórnir E1 Salva-
dor, Guatemala og Honduras til að
stöðva viðleitni Contadora-ríkj-
anna til að stilla til friðar. Hvenær
sem horfur voru á að árangur
næðist voru einhverjar þeirra látn-
ar setja fram nýja skilmála, sem
vitað var að stjórn Nicaragua
gengi ekki að.
Nú hefur sú breyting orðið, að
borgaraleg stjórn er tekin við
völdum í Guatemala, og það eru
Mið-Ameríkuríkin sjálf sem eiga
frumkvæði um friðarviðleitni. Þá
greip Bandaríkjastjórn til þess
ráðs fyrir fundinn í San José um
síðustu helgi, að senda á vettvang
Colin Powell hershöfðingja og þjóð-
aröryggisráðgjafa Reagans. Hann
er því eftirmaður þeirra Poindext-
ers og McFarlanes, sem frægir
urðu að endemum í Írans-Kontra-
hneykslinu.
Powell hershöfðingi ferðaðist á
milli höfuðborga Costa Rica, El
Salvador, Guatemala og Honduras
með þann boðskap frá Banda-
ríkjastjórn, að stjórnir þessara
ríkja skyldu hugsa sig um tvisvar
áður en þær stuðluðu að því að
Kontrum yrði gert ómögulegt að
herja lengur á Sandinista, því
Bandaríkjastjórn skyldi sjá um að
þær hefðu verra af. Samkvæmt
frásögn fréttaritara New York
Times hótaði Powell hershöfðingi
stjórnum Mið-Ameríkuríkjanna
fjögurra bæði pólitískum þrýstingi
og efnahagslegum refsiaðgerðum
af hálfu Bandaríkjastjórnar, létu
þær ekki að vilja hennar í þessu
efni.
Reagan og mönnum hans var
mikið í mun að fundurinn í San
José færi út um þúfur, og unnt
væri að koma sökinni á stjórn
Sandinista í Nicaragua. En aðrir
áhrifaaðilar í Bandaríkjunum ala
með sér aðrar óskir. Þrír hópar
bandarískra þingmanna voru í
höfuðborg Costa Rica meðan
fundurinn stóð. Mest þótti sá eiga
undir sér sem Christopher Dodd,
öldungadeildarmaður frá Conn-
ecticut, veitti forustu.
Dodd er einn helsti andstæðing-
ur Kontra-hernaðar bandarisku
leyniþjónustunnar á þingi. Hann
átti langar viðræður í San José við
Daniel Ortega Saavedra, forseta
Nicaragua, og er talinn hafa átt
meginþátt í að sannfæra hann um
að tilslakana væri nú þörf af hálfu
Sandinistastjórnarinnar.
Málið snýst í rauninni um það í
svipinn, að óðfluga nálgast at-
kvæðagreiðsla á Bandarikjaþingi,
sem líklegt er að ráði úrslitum um
það, hvort stjórn Reagans verður
sjálf að gera hreint eftir sig í blóð-
svaöinu í Mið-Ameríku, eða hvort
ófriðurinn sem hún efndi þar til
og því þurfi að efla Kontra til að
þrýsta á þá. Það oili því uppnámi
í herbúðum Kontra-sinna í Wash-
ington, þegar Ortega forseti lýsti
yfir verulegum tilslökunum af
hálfu stjórnar sinnar í lok fundar
forsetanna í San José.
Mestum tíðindum sætti, að
Sandinistar eru nú fúsir tii að ræða
vopnahlé við Kontra sjálfa milli-
liðalaust. Þar að auki verður aflétt
neyðarástandslögum, sem gilt hafa
í Nicaragua i sex ár. Loks verða
látnir lausir pólitískir fangar, bæði
þeir sem dæmdir eru fyrir stuðn-
ing við Kontra og eins þjóðvarðlið-
ar frá tímum Somoza einræðis-
herra. Þar í hópi eru alræmdir
múgmorðingjar og böðlar, og gæti
orðið erfitt að vernda þá utan
fangelsa fyrir fólki sem á harma
að hefna.
Fyrstu viðbrögð málsmetandi
manns í Bandarikjastjórn við þess-
ari nýju stöðu komu frá Elliott
Abrams. Hann er aðstoðarutan-
ríkisráðherra, fer með málefni
Rómönsku Ameríku og varð á sín-
um tíma að biðjast afsökunar fyrir
að hafa logið að Bandaríkjaþingi
um írans-Kontra-hneykslið. Nú
lýsti hann yfir, að tilslakanir
stjórnar Nicaragua væru fyrirslátt-
ur einn og að engu hafandi. Síðan
hefur Reagan forseti reynt að gera
niðurstöðuna í San José að rök-
semd fyrir að nú ríði á að styðja
Kontra, en demókrataleiðtogar á
þingi gera gys að þeim málflutn-
ingi.
Nýjustu tíðindi eru svo þau, að
Azcona forseti hefur lýst yfir, að
alþjóðleg eftirlitssveit fái loks að
koma til Honduras samkvæmt
ákvæðum Arias-áætlunarinnar,
og muni hún komast að raun um
að þar sé engar stöðvar Kontra að
finna. Eina leiðin til að tryggja
slíka niðurstöðu er að fjarlægja
þær sem verið hafa við lýði í
landamærahéruðunum í sex eða
sjö ár.
HELGARPÓSTURINN 9