Helgarpósturinn - 21.01.1988, Page 20

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Page 20
náttúrulega orðið mikil breyting varðandi blöðin og stjórnmálin að því leyti að menn eru ekki nærri því eins fastir í flokkum og þá var. Allir sem vildu vera menn með mönnum voru í flokki!" ÞÁ GIFTU MENN SIG EKKI FYRR EN AÐ LOKNU NÁMI Að loknu stúdentsprófi frá MA 1945 ætlaði Tómas að leggja leið sína til Reykjavíkur en verkfall strandferðaskipa kom í veg fyrir að hann kæmist fyrr en líða tók á haustið: „Þá fór ég strax að vinna sem ritari á Fiskiþingi, en faðir minn hafði verið fulltrúi á Fiskiþingi mjög lengi. Þar var ég ritari fram undir áramótin en fór þá heim. Byrjaði í lögfræðinni um veturinn 1946, enda fannst mér vænlegast að fara í lög- fræði með tilliti til þess að sinna pólitík. Annars hafði hvarflað að mér á tímabili að verða tannlækn- ir... — Eg hafði miklu meiri ánægju af lögfræðinni en menntaskóla- greinum." Tómas fékk styrk 1951 til fram- haldsnáms í lögfræði í Bandaríkjun- um og nam í eitt ár við Harvard-há- skólann í Cambridge: „Það var ómetanleg reynsla að vera þar," seg- ir hann um þennan tima. „Ég lærði mikið þar." Varstu giftur þá? „Já, það var nú þannig á þessum tíma að menn giftu sig ekki fyrr en þeir voru búnir í skóla," segir hann og hlær. „Önnur breyting! Ég var einn af þeim og gifti mig ekki fyrr en ég hafði lokið lögfræðinámi frá há- skólanum. Konunni minni, Þóru Kristínu, hafði ég kynnst fyrst fyrir austan, enda er hún líka Austfirð- ingur, frá Neskaupstað. Síðan hitt- umst við aftur hér í Reykjavík." Þurftirdu aö eltast mikiö viö ftana? „Svona hæfilega mikið," svarar Tómas brosandi. ÉG HEFÐI GETAÐ SETIÐ LENGUR SEM ÞINGMAÐUR Það er ógjörningur að ræða við Tómas án þess að nefna stjórnmál, eins ríkur þáttur og þau hafa verið í lífi hans. Við spyrjum fyrst hvort hann líti stjórnmál öðrum augum eftir að hann hætti afskiptum af þeim: „Nei það held ég nú ekki," svarar hann. „Ég lít stjórnmál mjögsvipuð- um augum og áður. En það er geysi- lega mikil breyting að hætta virkni í stjórnmálum eftir langan tíma." Var þér ýtt út úr stjórnmálunum? „Nei,“ svarar hann hiklaust. „Þeg- ar ég var kosinn síðast á þing var ég orðinn sextugur og ég hafði sagt mínum nánustu stuðningsmönnum á Austurlandi að ég myndi ekki bjóða mig fram aftur, þ.e.a.s. þegar því kjörtímabili yrði Iokiö. Við stjórnarmyndunina '83 kom til tals að ég færi í Seðlabankann — og ég vissi að fyrir því var fylgi. Þá tók ég þá ákvörðun að segja af mér þing- mennsku og segja jafnframt af mér sem forstjóri Framkvæmdastofn- unar og fara í Seðlabankann. Ég held ég hefði getað setið áfram sem þingmaður hefði ég viljað. Ég hafði áður hætt sem ritari flokksins að eigin frumkvæði. Mér fannst ein- faldlega að minn tími væri kominn. Þá hafði ég verið viðloðandi þingið frá 1956 sem varaþingmaður og fastur þingmaður frá 1974. Það er kannski svolítið fróðlegt — svona innan sviga — að þegar ég fór af þingi í árslok 1984 var held ég að- eins einn þingmaður eftir af þeim sem höfðu verið á þingi þegar ég kom fyrst inn 1956. Það má því segja að á þessum tíma hafi þingið alveg endurnýjast." Huernig skitgreiniröu Kvennalist- ann? „Kvennalistann skilgreini ég sem stjórnmálasamtök sem reka svokallaða „kvennapólitík". Ég mundi vilja skilgreina það þannig að Kvennalistinn ræki pólitík sem varðaði fyrst og fremst konur." Huaö meö barnaheimilismál, eru þau eingöngu kuennamál? „Þau eru kannski frekar mál kvenna en karla. Það er nú einu sinni þannig að börnin eru í meiri tengslum við mæður sínar en feður. Þannig hefur það að minnsta kosti verið og ég held ekki að það muni breytast." Huer er þín skoöun á ráöningu bankastjóra i ríkisbankana. Eiga þeir aö vera pólitískt skipaöir eöa ekki? „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það sé hollt fyrir bankastarfsem- ina i landinu að í bankastjórastöður veljist jöfnum höndum bankamenn og menn úr öðrum störfum í þjóðfé- laginu." Hver er framtíöarstjarnan í Fram- sóknarflokknum aö þínu mati? „Ég held að Halldór Ásgrímsson sé númer tvö-maður í Framsóknar- flokknum, alveg tvímælalaust." HARKAN ORÐIN PERSÓNULEGRI Finnst þér pólitíkin vera oröin ill- skeyttari nú en hún var? „Ja, pólitík hefur alltaf verið meira og minna illskeytt. En hún er orðin persónulegri finnst mér. Það var meiri málefnaharka hér áður en nú beinist harkan meira gegn ákveðnum persónum. Nei, mér fannst ekki mannskemmandi að vera í pólitík. Ég held að þátttaka í stjórnmálum hljóti að vera bundin við það að við erum lýðræðisþjóð og til þess að lýðræði fái notið sín, þ.e.a.s. meirihlutinn ráði, þá þurfa menn auðvitað að bindast saman í samtökum til að mynda meirihluta. Þannig að stjórnmálaflokkar eru að mínu mati forsenda fyrir lýðræði. Menn sjóast í þessu með árunum og ég var aldrei viðkvæmur þótt skot- um væri beint að mér. Ég var sjálfur aldrei persónulegur í mér í stjórn- málunum og varaðist alltaf að ráð- ast á menn persónulega. Það finnst mér vera utan við stjórnmálin." Spaugarar í stjórnmálum gáfu þér uiöurnefniö ,,Tommi á teppinu". Huernig kom þetta viöurnefni til? „Ég var starfsmaður í utanríkis- þjónustunni í sex ár, frá 1953—^60. Þegar Varnarmálaskrifstofan var sett á laggirnar var ég þeirrar skoð- unar að það þyrfti að vera svolítil reisn yfir henni, við þyrftum að halda okkar reisn gagnvart Banda- ríkjamönnum og það sjónarmið varð ofan á. Þessi skrifstofa var sett á fót af talsverðum myndarskap. Þegar við vorum búnir að kaupa það sem til þurfti, húsgögn og áhöld fyrir skrifstofuna, var talsvert eftir af þeirri fjárveitingu sem hafði verið ákveðin. Þá stakk samstarfsmaður í þessum málum upp á því að við keyptum teppi á skrifstofurnar. Ég samþykkti það og við gerðum það, en ég hafði það upp úr þessari ákvörðun að vera kallaður „Tommi á teppinu". Þessi mál voru umdeild og viðkvæm og mikil harka í þessu, bæði í mínum flokki og öðrum, því menn voru aldeilis ekki á einu máli. Það urðu því mikil skrif um þessi mál og ég var talsvert umtalaður af þeim sökum og þá kom það ein- hvern tíma í einu blaði að ég var kallaður „Tommi á teppinu"." Er þaö sérkenni íslenskra stjórn- mála aö menn uppnefni huer ann- an? „Ég veit það nú ekki. Það hefur auðvitað alltaf verið tilhneiging til þess að uppnefna menn. Mér hefur alltaf fundist þetta meinlaust og aldrei verið viðkvæmur fyrir þessu." Viö beinum talinu aö ísverslun sem Tómas átti eitt sinn hlut í. Held- ur hann ekki aö auöveldara heföi veriö aö halda áfram aö selja ís en aö helga sig stjórnmálum? „Jú, án efa! En það vék auðvitað allt fyrir pólitíkinni. Þorvarður BREYÍTUR persónuafsláltur: Nú14.797kr. fyrir hvem mánuð Persónuafsláttur í sta&greiðslu opin- berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797 krónur fyrir hvem mánuð á tfmabilinu jan,- júní 1988. wmmmmL- Þessi breyting á persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem fengu sín skattkort fyrir 28. des. sl., heldur ber launagreiðanda að hækka persónu- afsláttinn við útreikning staðgreiðslu. 'igii pÉÉWÉmm Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann persónuafslátt, sem fram kemur á þessum skattkortum og aukaskattkortum (öllum grænum og gulum kortum), um 8,745% (stuðull 1,08745). ÆKBBKKff. Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á að standa óhreyfð til ársloka. Hins vegar ber að taka tillit til orðinnar hækkunar við útreikning staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt- korti hans. Hann afhendir launagreiðanda kort- ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort. Skattkort sem gefin eru út 28. desember og síðar bera annan lit en þau skattkort sem gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið janúar-júní 1988 og þarf því ekki að hækka persónuafslátt þann sem þar kemur fram við útreikning staðgreiðslu. Heimilt er að millifæra 80% af ónotuðum persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um hjón og sambúðarfólk, sem hefur heimild til samsköttunar. Launagreiðandi millifærir persónu- afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80% þeirrar upphæðar sem fram kemur á skatt- korti og aukaskattkorti maka, hafi það verið afhenthonum. Launagreiðendur afhugið að hœkka upphœð persónuafsláltar á eldri skatlkorfum um 8,745% dqi/ 3SKATTSTJÖF L 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.