Helgarpósturinn - 21.01.1988, Síða 34

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Síða 34
Listasafn — ráðhús MÖNNUM er enn heitt í hamsi vegna fyrirhugaðrar ráðhúsbygg- ingar í og við Tjörnina, eins og sjá mátti í umræðuþætti á Stöð 2 fyrir nokkrum dögum. Á sunnudaginn kl. 15 ætla samtökin Tjörnin lifi að efna til fundar á Hótel Borg um mál- ið. Hér við hliðina birtist mynd, sem við rákumst af tilviljun á í skand- inavísku arkitektatímariti, Skala. Eitthvað þótti okkur hún kunnugleg enda minnir hún aldeilis á teikning- ar og módel af nýja ráðhúsinu. Þak- ið er af sömu gerð og lagi, þarna eru keimlíkar súlur og auk þess er gert ráð fyrir, að húsið hvíli á stöpli, t.d. til þess að það geti sómt sér vel í vatni. Hús þetta er teiknað sem safn fyr- ir glerlistamenn og fyrirhugað að reisa það í Lengen í Vestur-Þýska- landi. Höfundur er Peter Cook. Svo vill til, að hann er kennari þeirra Margrétar Harðardóttur og Steves Christer, sem teiknuðu ráðhúsið. Það skal tekið skýrt fram, að ekki er nema eðlilegt, að ungir arkitekt- ar dragi dám af lærifeðrum sínum. Hins vegar hljóta röksemdir um, að nýja ráðhúsið sé teiknað með sér- stöku tilliti til Tjarnarinnar og hús- anna umhverfis hana, að nTissa vægi sitt í umræðunni um ráðhúsið. Þá er ekki úr vegi að benda á, að þakið minnir á gamla íþróttahúsið Hálogaland, en alls ekki á burstastíl- inn á húsunum við Tjörnina. EGILL I/ILHJÁLMSSON HF. EINKAUMBOÐ riAMC Jeep T ilkynning Aukin þjónusta í E. V.-húsinu, Smiðjuvegi 4c. Bifreiðaverkstæði Egils Arnar hefur opnað í E. V.-húsinu og tekur að sér viðgerðaþjónustu fyrir AMC - Jeep. Af þessu tilefni vill AMC - Jeep umboðið bjóða Egil Örn og starfsmenn hans velkomna til þjónustu og væntir góðs af samstarfi við þá til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. Fríöbjðrn G. Jónsson, þjónustustjóri E.V. Þjónustudeild E.V. ásamt bifreiðaverkstæði Egils Arnar mun leitast við að veita eigendum AMC -Jeep bifreiða fullkomna, alhliða þjónustu. Þjónustudeild E.V. bendir á stóraukinn varahlutalager og aukna þjóriustu í sérpöntunum án aukagjalds. r% f— m BIFREIÐAVERKSTÆÐI BEAegils arnar Viðhaldsþjónusta AMC - Jeep, sími 75150. AMC - Jeep eigendur! Verið velkomnir. Við munum veita ykkur markvissa ogöruggaþjónustu. 10.000 km. skoðun - Vetrarskoðun - Smurstöð. Bílinn þinn er í góðum höndum hjá okkur. EGILL I/ILHJALMSSON HF. einkaumboð FTAMC Jeep og nr A BIFREIOAVERKSTÆÐI B EAegils arnar Viðhaldsþjónusta AMC - Jeep, sími 75150. herma mun Þjóðleikhúsið þegar hafa tekið ákvörðun um að fresta fyrirhugaðri uppfærslu á Fjalla- Eyvindi sem átti að vera næstsíð- asta sýning leikársins. Ástæða þess- arar frestunar mun fyrst og fremst vera sú að Vesaiingarnir ganga stöðugt fyrir fullu húsi en í upphafi voru aðeins ráðgerðar sýningar á verkinu út mars. Ljóst þykir nú að verkið muni ganga miklu lengur. Hins vegar eru æfingar á A Lie of the Mind eftir Sam Shephard iangt komnar en það er næsta verk- efni hússins. Eftir því sem HP fregn- ar hafa einnig hlotist töluverð vand- ræði af velgengni Bílaverkstæðis Badda á Litla sviðinu þar sem tveir af aðalleikurum þess verks, Sig- urður Sigurjónsson og Jóhann Sigurðarson, eru einnig í stórum hlutverkum í Vesalingunum og því hefur samræming sýninganna gengið eitthvað verr en áætlað var. Þjóðleikhússmenn hafa uppi hug- myndir um að gera Fjalla-Eyvind að jólaleikriti næsta árs og ku vera kurr í leikhúsfólki vegna þessa, þar sem samt sem áður er haldið fast við uppfærslu á Lygaranum eftir Goldoni, gömlum ítölskum gaman- leik, og þykir sumum súrt í broti að hinn íslenski Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar þurfi að víkja vegna þessa. Sérstaklega þegar haft er í huga að mjög átti að vanda til Fjalla-Eyvindar, m.a. gera að hon- um nýja leikgerð... s ^^igmundur Böðvarsson hdl. hefur kært Othar Örn Petersen hrl. í tengslum við meðferð á fjár- munum og síðar dánarbúi föður síns, Böðvars Bjarnasonar bygg- ingameistara. Rannsókn málsins mun væntanlega verða afbrigðileg, þar sem Othar Örn og Bogi Nils- son, rannsóknarlögreglustjóri ríkis- ins, eru mágar. Blandast hér inn í m.a. viðskipti Böðvars heitins við þá Jón Magnússon hdl. og Sigurð Sigurjónsson hdl., þegar lög- mennirnir eignuðust hluta nýbygg- ingar við Pósthússtræti. Sigmundur á því hér við að etja þrjá starfsbræð- ur sína og eru milljónahagsmunir í veði... 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.