Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 2
Hvernig er útsýnið?
Theodór Júlíusson
„Já, já, já — ég held ég verði að svara þeirri spurningu
þannig að útsýnið sé mjög gott. Þetta hefur gengið mjög
vel og allur hópurinn haft mikla ánægju af. Við erum að
kljást við mjög gott leikrit, erfitt og krefjandi, og við höfum
lagt metnað okkar í að skapa góða leiksýningu. Þannig að
útsýnið er bara gott."
Um hvað fjallar þetta í örstuttu...
„Ja, það er nú svolítið erfitt að segja. Þetta gerist í Brook-
lyn, New York, 1955 og fjallar um Eddie Carbone og fjöl-
skyldu hans, konu og fósturdóttur. Þau eru af ítölsku fólki
og samband hans við fósturdótturina hefur alla tíð verið
mjög náið og hann á erfitt með að sætta sig við það þegar
hún fullorðnast og vill fara að umgangast annað fólk meira
en hún hefur gert. Það koma til þeirra frændur húsfreyjunn-
ar, ólöglegir innflytjendur, bræður tveir, og milli þess yngri
og fósturdótturinnar takast ástir og þá fer veröldin að
hrynja fyrir Eddie."
Það eru semsagt aðrir karlmenn sem valda þcssu
hruni?
„Já, hann fer að gera sér allskyns grillur um strákinn og
þetta endar svo á svona frekar óhugnanlegan hátt. Þetta
fjallar nú samt aðallega um ástina, er ástarsaga ..."
Hádramatískt verk eða hvað?
„Já, þetta er það, en það er líka fyndið á köflum og ég hef
reynt í minni uppsetningu aö draga það fram."
Nú tala menn um tíma söngleikja og glamors í leikhús-
lífinu. Heldurðu að svona sýning muni eiga auðvelt upp-
dráttar?
„Það er ég efins um reyndar. Því er nú verr. Þrátt fyrir það
finnst mér það skylda leikhússins að sýna nýklassíska höf-
unda eins og Miller, það er ekki hægt að halda þeim utan
við. Við verðum að sýna svona verk þrátt fyrir að við séum
að fara út í „vogun vinnur vogun tapar" með áhorfendur."
Segðu mér aðeins um Arthur Miller. Er það ekki þann-
ig að hjónaband hans og Marilyn Monroe skyggir orðið
algerlega á hann sjálfan og verkin hans?
„Jú, það má eiginlega segja það. Hann skrifar þetta verk
1955, fyrst sem einþáttung og fullgerir það svo árið eftir.
Síðan skrifar hann ekkert í sjö ár, sem eru einmitt Monroe-
árin. Kannski má segja að þessi sambúð skyggi á hann
sjálfan og að auki má nefna að því hefur verið haldið fram
að Katrín, fósturdóttirin í verkinu, sé einskonar Monroe-
ímynd og hann sjálfur Eddie Carbone. Þetta rakst ég ein-
hvers staðar á, einhver sagnfræðingur sem hafði hug-
myndir um þetta. Hins vegar held ég að verkin sem hann
skrifar fyrir þennan tíma komi alltaf til með að standa upp
úr. Miller er svo spennandi höfundur, atburðarás og texti
spennandi. Hann segir frá venjulegu fólki pg áhorfandinn
á auðvelt með að finna sjálfan sig í verkinu. Ég vona að okk-
urtakist að ná þeim áhrifum. Þetta eru hugljúf, spennandi,
dramatísk verk sem fólki þykir gaman að ef þau takast vel."
Þetta er frumraun þín sem leikstjóri í atvinnuleikhúsi,
er ekki svo?
„Nei, ég leikstýrði Kardimommubænum fyrir tæpum
fimm árum en þetta — það var að vísu mikið púsluspil og
stórt — þetta er allt annars eðlis og ég er þakklátur leikhús-
inu fyrir þetta tækifæri. Ég er þeirrar skoðunar að fleiri eigi
að fá slíkt tækifæri sem hér hafa veriö lengi og að það eigi
að vera stefna hjá LA að setja upp eina sýningu á ári, unna
af heimafólki einvörðungu."
Hvernig er aö leikstýra kollegum sínum til margra ára?
„Já, maður var svolítið nervös við það í upphafi. Eg kveið
því óneitanlega að fara leikstýra fólki sem ég hef lengi unn-
ið með sem leikari, í erfiðum hlutverkum. En það hefur
gengið ágætlega, enda var ég búinn að ganga úr skugga
um hug félaga minna til þess fyrrrfram ogfttanniif,biánn að
gulltryggja mig áður en ég tdk þetta a® vnérf'
Er frumsýningarskrekkuráin melri.en ella?
„Já, hann er það og allt ödojvísillíka. Þatd erau<Jvjfldara
að halda honum í skefjum þegar maðurer leikari. Éger að
verða óhemjuspenntur og sá spenningur beiníst mest að
því að sjá hvernig fólk bregst við þeirri gífurlegu vinnu sem
búið erað leggja í þetta. Ég treysti leikurunum fullkomlega
en hvernig þessu verður tekið, það er aðalspenningurinn."
Leikfélag Akureyrar frumsýnir annað kvöld, föstudagskvöld, Horft
af brúnni eftir Arthur Miller. Leikstjóri verksins er Theodór Júlíus-
son, leikari til margra ára fyrir norðan, og er þetta aðeins annað
skipti sem hann leikstýrir hjá atvinnuleikhúsi. Næstu sýningar
veröa á laugardags- og sunnudagskvöld. HP sló á þráðinn til
Theodórs.
FYRST OG FREMST
ÞAÐ getur verið leiðinlegt að
hafa engan til að fara með út að
borða í hádeginu. Að raun um það
komst hann, granni maðurinn sem
hafði vanist því að fara með
vinnufélaganum á veitingastaði í
matartímanum sínum. Vinnufélag-
inn tók upp á því að fara í megrun
með þeim afleiðingum að hinn
granni nennti ekki út í hádeginu.
Megrunin fór á þann veg að sá
sem mátti ekki við að grennast
missti þrjú ktló á einni viku
meðan hinn stóð í stað...
AÐFOR lögreglu að ungurn
Eskfirdirtgi sem hrasaði í hálku á
dögunum hefur auðvitað vakið
mikla athygli. Það er staðreynd að
handtökuheimild var ekki fyrir
hendi svo sú aðferð lögreglu að
taka lögin í sínar hendur minnir í
þessu tilfelli um margt á aðferðir
herforingjastjórna við að klekkja á
„óæskilegum" einstaklingum. A
Dagsbrúnarfundi á dögunum risu
menn úr sætum og mótmæltu
niðurstöðunum og sumir gengu
svo langt að kæra úrslitin til ASÍ
vegna meints kosningasvindls.
Kosningasvindl þekkjum við utan
úr heimi en höfum verið bless-
unarlega laus við slíkt hingað til.
Ríkisstjórnin hefur fellt gengið um
6 prósent og utanríkisráðherra
hefur þegar boðað aðra gengisfell-
ingu á árinu. Gengisfellingar hafa
hingað til þýtt aukna verðbólgu.
Fyrir nokkrum árum töluðu
margir um suður-ameríska verð-
bólgu á íslandi og sumir gengu
svo langt að tala um bananalýð-
veldi. Þetta rifjast upp þegar
einkenni þeirra birtast í íslensku
samfélagi...
ÞAÐ var forvitnilegt að aka um
götur Reykjavíkur 1. mars á fyrsta
degi nýrra umferdarlaga. Því fór
fjarri að allir ökumenn væru
spenntir í beltin. Leigubílstjóri
sagðist aldrei hafa notað belti og
sá ekki ástæðu til að byrja á því
nú, enda hefði starfsstétt hans
undanþágu. Margir höfðu Ijósin
slökkt þrátt fyrir úrhellisrigningu,
dumbung og slæmt skyggni.
Forvitnilegast var þó að sjá hvort
eitthvað hefði dregið úr Miklu-
brautarstórsviginu. Svo var ekki.
Ökumenn voru reyndar eitthvað
að væflast með nýju boðin með
því að halda sig vinstra megin,
eða hægra megin, en kösin sýnd-
ist nánast söm. Nokkrir misstu
þolinmæðina og tóku upp gömlu
sikk sakk-aðferðina. Annars
kemur árangur lagabreytinganna
fyrst í ljós um næstu áramót þegar
hægt verður að mæla slysatíðni
ársins og bera hana saman við
undanfarin ár. Þangað til er hægt
að reka áróður fyrir bættri
umferðarmenningu og veitir ekki
af...
A FYRSTA degi bókamarkadar
forlaganna í Kringlunni var valin-
kunnum hópi boðið að svamla
svolítið um í rjómanum á undan
pöpulnum. Þetta voru útsendarar
skólabókasafna, safnarar, sérstakir
vinir og ekki síst fornbókasalar
borgarinnar. Þeir keyptu víst
margir upp lagerinn af rarítetum
markaðarins til að selja svo sjálfir
í smáskömmtum á töluvert hærra
verði. Menn verða að kunna skil á
lögmálum framboðs og eftir-
spurnar í fleiri viðskiptum en
kartöflubransanum ...
Á LISTAHÁTIÐ verður frum-
sýnt leikritið Marmari eftir
Guömund Kamban, í tilefni af því
að hundrað ár eru liðin frá
fæðingu skáldsins. Helga
Bachmann verður leikstjóri en
hún vildi hins vegar ekki gefa upp
hverjir leika í verkinu þar sem
leikararnir vita enn ekki af því
sjálfir. Hins vegar ku Helga í tví-
gang hafa hengt upp hlutverka-
lista sem í bæði skiptin hafa horfið
jafnharðan með dularfullum hætti.
Þjófurinn líklegast einhver sem
vonast til að nafn hans verði á
listanum þá er hann birtist þriðja
sinni.
SKÓRINN kreppir nú hjá
RíkisúWarpinu sem aldrei fyrr.
Menntamálaráðherra hefur lýst því
yfir að starfsemi útvarpsins sé
alltof dýr í rekstri og þá sérstak-
lega dagskrá rásar eitt. Það sem
ráðherrann hefur fyrir sér í þessu
er sennilega samanburður á
rekstrarkostnaði frjálsu útvarps-
stöðvanna og útvarpi allra lands-
manna. Útsend mínúta á rás eitt
mun vera á bilinu sjö til tíu sinn-
um dýrari en á Stjörnunni til
dæmis. Þetta er að sjálfsögðu
óhæfa finnst menntamálaráðherra.
Sérhver deild ríkisútvarpsins verð-
ur að skera niður og helst jafnmik-
ið og þessu nemur. Mismunur á
dagskrárgerð þessara ólíku stöðva
virðist liggja milli hluta og einnig
menningarlegar skyldur ríkisút-
varpsins. Menningar- og fræðslu-
deild ríkisútvarpsins sér fram á að
spila vínarvalsa flestöll kvöld og
helgar frá miðju sumri miðað við
það fé sem deildin hefur til ráð-
stöfunar...
HELGARPÚSTURINN
UMMÆLI VIKUNNAR
Samband íslenskra
samvinnuörðugleika
Erlendur sem áöur SÍS
af alúð stýrði á smánarlaunum.
Afturgenginn upp nú rís
angandi af kaffibaunum.
„Hún er ekki neitt neitt."
GÍSLI JÓNATANSSON, KAUPFÉLAGSSTJÓRI Á
FÁSKRÚÐSFIRÐI, UM ENDURSKOÐUN
BANDARÍSKA ENDURSKOÐUNARFYRIRTÆKISINS
LEVENTHOL OG HORWATH.
2 HELGARPÓSTURINN