Helgarpósturinn - 03.03.1988, Page 6
Eysteinn er því mótfallinn og telur
sig raunar ekki hafa til þess laga-
heimiid nema fyrir iiggi samþykkt
stjórnar fyrirtækisins í þá veru. Ein-
hvern tíma á sl. sumri á Guðjón að
hafa sett Eysteini þá úrslitakosti að
reka Geir eða vera rekinn sjálfur.
Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar í
Tímanum sl. þriðjudag hafi þá — eft-
ir miðjan ágúst — farið að berast út
alls konar gróusögur um hann.
Stjórnarfundur Iceland Seafood í
Reykjavík 9. nóvember er svo
vendipunktur í málinu. Það er ljóst,
að einn stjórnarmanna, Erlendur
Einarsson, fyrrverandi forstjóri,
leggur þar fram plögg, sem eiga að
sýna að greiðslur Iceland Seafood til
Guðjóns á forstjóratímabili hans séu
langt umfram þá samninga, sem Er-
lendur sem þáverandi stjórnarfor-
maður hafi gert við Guðjón.
Hér voru með öðrum orðum lagð-
ar fram ásakanir um meintan fjár-
drátt, sem síðar kom í ljós, að ætti að
geta legið á bilinu 300—600.000
dollara eða frá 12—30 milljónum ís-
lenskra króna. Þetta eru býsna al-
varlegar ásakanir bornar fram af
fyrrverandi forstjóra SÍS og stjórnar-
formanni Iceland Seafood, sem
hafði setið þar alla forstjóratíð Guð-
jóns, farið yfir ársreikninga með
stjórn sinni og undirritað þá, en
uppgötvar nú allt í einu tugmilljóna
umframgreiðslur, sem á tæpitungu-
lausri íslensku verða ekki kallaðar
annað en fjárdráttur. Guðjón and-
mælti þessum ásökunum þegar á
þessum fundi og kvað allar greiðsl-
ur á þessu tímabili í samræmi við
ráðningarsamning sinn og áriegar
minnisnótur Erlendar, er sendar
hefðu verið endurskoðunarfyrir-
tæki Iceland Seaíood, Laventhol og
Harward, og iögfræðingi þess til út-
færslu. Nú gat Erlendur ekki sætt sig
við þessa útfærsiu, þótt hann hefði
gert það sem stjórnarformaður und-
angengin 12 ár. (Minni Erlendar er
annars viðbrugðið eftir yfirheyrslur
í kaffibaunamálinu, en þá hafði
hann glatað því með öllu.) Hélt
Erlendur fast við, að þetta mál yrði
að rannsaka og skoða nánar.
Næsti stjórnarfundur er haldinn í
endaðan desember og sitja hann all-
ir stjórnarmenn, nema Guðjón B.
Ólafsson. Á þessum fundi eru lagðar
fram skýrslur hinna bandarísku
endurskoðenda, L&H, dagsettar 30.
nóvember og 7. desember, um að
allar greiðslur til Guðjóns á um-
ræddu tímabili séu í samræmi við
minnisblöð frá Erlendi, útfærð í
samræmi við amerísk lög og við-
teknar viðskiptavenjur. A þennan
stjórnarfund mætti einnig Eysteinn
Helgason og hlýtur að hafa þar gert
grein fyrir sínum málum.
Síðan eru haldnir stjórnarfundir
29. janúar, 12. febrúar og 24. febrú-
ar. Á fyrst talda fundinum er enn
lögð fram ný skýrsla Erlendar um
greiðslur til Guðjóns frábrugðin
hinni fyrri og dags. 2. desember,
þótt Guðjón fengi fyrst að líta hana
augum nær 2 mánuðum seinna.
Marteinn Friðriksson, stjórnarmað-
ur frá Sauðárkróki, segir í viðtali við
Tímann, að eftir fundinn 12. febrúar
hafi hann talið að málið væri útrætt.
En um mánaðamótin skrifaði for-
maður Sambandsstjórnar, Valur
Arnþórsson, bréf til stjórnar ISC og
fór þess á leit að endurskoðandi SÍS,
Geir Geirsson, fengi að yfirfara þau
gögn, sem fyrir lægju um greiðslur
til Guðjóns, og afla viðbótargagna í
bókhaldi þess vestra. Ekki munu
hafa verið greidd atkvæði um þessa
tillögu á fundinum, en formaður og
varaformaður stjórnar hafa heimil-
að þetta fyrir sitt leyti að loknum
fundi. Fyrir fundinn 12. febrúar kom
til landsins Stanford (Sandy) Snider,
yfirmaður Laventhol og Harward,
og kynnti og útskýrði gögn fyrir-
tækisins, sem áður höfðu verið lögð
fram. Annað þeirra mun hafa verið
stutt greinargerð um útreikningsað-
ferðir amerísku endurskoðendanna
án nokkurrar talnaútfærslu. Hitt
mun hafa verið öllu bitastæðara og
innihaldið útreikninga, þótt ekki
muni það geta orðið nein undir-
staða endurskoðunar endurskoð-
andans á amerísku endurskoðend-
unum. Enn bíður endurskoðandinn
eftir gögnum að vestan til að geta
hafið starf sitt. Að loknum fundinum
báru endurskoðendurnir saman
bækur sínar um framhald málsins.
Á síðast talda fundinum, 24. febr-
úar, töldu Sigurður Markússon,
framkvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar SÍS, og Marteinn Friðriks-
son, framkvæmdastjóri Fiskiðjunn-
ar á Sauðárkróki, að nægar upplýs-
ingar væru komnar fram um
greiðslur til Guðjóns frá Icelandic
Seafood, og að þær væru í fullu sam-
ræmi við gerða samninga við
Erlend Einarsson, þáverandi stjórn-
arformann. í framhaldi af því var
samþykkt að víkja Eysteini Helga-
syni og Geir Magnússyni þegar í
stað frá störfum, enda töldu frysti-
húsamenn SÍS aðkallandi að bæta
úr því ófremdarástandi, sem þeir
töldu orðið ríkja í fyrirtækinu vestra
og stefndi hagsmunum þeirra í
voða. Samþykkti fundur sambands-
frystihúsanna fullt traust á Guðjón,
honum til styrktar í aðgerðum fram-
undan.
Þann 26. febrúar fljúga þeir Guð-
jón B. og Sigurður Markússon vestur
um haf, taka stjórn verksmiðjunnar
í eigin hendur, setja sölustjórann,
Marty Finkelstein, forstjóra til
bráðabirgða og hefjast handa um að
endurreisa móralinn hjá starfsfólk-
inu, sem þeir segja hafa verið í mol-
Eysteinn Helgason á blaðamannafundi um brottreksturinn.
Fullyrðir að hafa verið rekinn að ástæðulausu. Segist engan þátt eiga í umræð
um um launamál Guðjóns B. Ólafssonar.
um, svo og traust viðskiptavinanna,
sem þeir segja hafi verið hartnær
þorrið.
Og nú hefst sannkölluð fjölmiðla-
hátíð. Hver frétt endist naumast
nema fram að næsta fréttatíma eða
næsta blaði, þegar hún er yfir-
skyggð af næstu frétt. Á sunnudag
birta báðar sjónvarpsstöðvarnar
frétt byggða á ónafngreindum heim-
ildum, sem kveða mismun þeirra
upphæða, sem raunverulega eru
greiddar Guðjóni, og þeirra, sem
Erlendur telur ha.fa átt að greiðast
samkvæmt samningum sínum við
hann, nema 600 þúsundum dollara
á 5 árum, sem önnur stöðin reiknar
sem allt að 30 milljónir króna, en
hin sem 24 milljónir. í DV daginn eft-
ir er upphæðin orðin 12 milljónir á
12 árum, eða ca. 300 þúsundir doll-
ara.
Á mánudag fékk Eysteinn Helga-
son útvarps- og sjónvarpstíma af
blaðamannafundi sínum, eins og
þjóðhöfðingi hefði verið að stíga af
stóli út af kvennafari.
Eftir helgina fer að heyrast frá
Guðjóni svo um munar:
„Fljótlega eftir að ég hafði látið mín-
ar hugmyndir um það sem hér þyrfti
að gera (reka Geir Magnússon, síðar
einnig Eystein Helgason) í ljós fóru
að berast fyrstu gróusögurnar um
mín fjármál. Þær mögnuðust og svo
fór, að mér var gefið til kynna aftur
og aftur, að ef ég héldi mig við að
segja þessum mönnum upp þá yrði
farið í fjölmiðla á íslandi með þessar
gróusögur." (DV, þriðjudag.)
„ „Ef ég ekki hætti við þessi
áform, þá yrði þetta eða hitt gert að
blaðamat á Islandi. Þessi þrýstingur
fór vaxandi og svo kom að nýlega
gerði ég mér ljóst, að ef ég endur-
skoðaði afstöðu mína til þess að
mennirnir hættu hér störfum, þá
væri boðið upp á, að þessi spurning
um greiðslur yrði úr sögunni." Hann
vildi ekki nefna neina aðila sérstak-
lega í sambandi við þetta atriði, en
svona hefðu málin verið lögð fram.”
(Tíminn þriðjudag.)
„Guðjón sagði, að eins og allur
málatilbúnaður væri í sambandi við
launamál sín væri engu líkara en að
hér væri um skipulagt samsæri að
ræða.“ (Morgunblaðið miðvikudag.)
Þannig standa málin í dag. Það er
járn í járn. Annars vegar ásakanir
Erlendar um „ofgreiðslur”, sem á
venjulegu máli verður að kalla fjár-
drátt. Hins vegar frá Guðjóni um
ógnþvinganir („blackmail"). Þjóðin
stendur agndofa. Samvinnuhreyf-
ingin, 46 þúsund manna fjöldahreyf-
ing, eins og það heitir í hátíðarræð-
um, heimtar spilin á borðin. Guðjón
kemur heim í dag. Eysteinn er á för-
um aftur. Hvað gerist næst?
(fnn í þessa tilraun til atburðaskip-
unar í tímaröð vantar að mestu Vals
þátt Arnþórssonar. Hann neitaði að
láta hafa nokkuð eftir sér. Sömuleið-
is Geir Magnússon.)
KEDJUSPRENGING
ERLENDAR GÆII
TORTÍMT SÍS
Maöurinn, sem í nœstsídasta
HP var uppmálud hógvœrdin og
lítillœtid, stendur nú á midju
svidi og badar sig í skini kast-
Ijósanna. Hann hefur reynst vera
lykilpersónan í því ógnþrungna
drama, sem leikid hefur veriö
eins og framhaldsópera í öllum
fjölmidlum landsins síðustu
vikuna: „Sláturtíö I SÍS-moU".
Skúrkur eða skírlífisseggur? Það
er of snemmt að svara því.
Þetta er auðvitað Erlendur
Einarsson, sem fyrir hálfum
mánuði „vildi ekkert tjá sig um
málefni SÍS og neitaði að svara
spurningum Helgarpóstsins um
átök og óánœgju innan
fyrirtœkisins. „Ég vil ekki blanda
mér beint í málefni
Sambandsins, ég er hœttur að
starfa þarna, og má ekki sem
fyrrverandi forstjóri fara að
blanda mér í þessi mál. Þú
veröur aö tala viö einhvern
annan en mig." “
Svo reyndist hann vera
maöurinn, sem haföi komiö
sprengjunni fyrir á leiksviöinu
miöju, gert hana virka, tímasett
gangvirkiö og búiö hana þeirri
nœmni aö hver, sem reyndi aö
fitla viö hana til aö aftengja
hana, hlaut sjálfur aö farast!
Hér er auövitaö átt viö
greinargerð Erlendar, sem hann
lagöi fram á stjórnarfundi
Icelandic Seafood Corp. (ISC) 9.
nóvember síöastliöinn um
„ofgreiöslur” til Guöjóns B.
Ölafssonar miöaö viö þá
samninga, sem Erlendur haföi
sjálfur viö hann gert sem
stjórnarformaöur. Mörgum finnst
undarlegt aö Erlendur skuli nú
fyrst aö lokinni stjórnar-
formennsku hafa „upplýsingar"
sem honum hafa ekki veriö
tiltcekar áöur. Menn hljóta aö
skipa þessu í samhengi viö þaö,
sem á undan er gengiö: Hótun
um brottrekstur forstjóranna
Eysteins og Geirs. Flestir munu
álykta, sem svo: Þegar menn
finna aö sér þrengt sjá þeir um
aö koma upplýsingum af þessu
tagi úr bókhaldi fyrirtœkisins á
framfœri viö hliöhollan mann og
túlka þœr einhliða sér í hag.
Þessar nýju upplýsingar, sem
Erlendur kom aldrei auga á í
stjórnarformennskutíö sinni,
hljóta aö hafa veriö tilreiddar t
Harrisburg af þeim Geir eöa
Eysteini eöa báðum og a.m.k.
með vitund beggja. Þessu þver-
Erlendur Einarsson
neitar Eysteinn. Erlendur hljóti
allt í einu aö hafa fariö aö yfir-
vega reikningana meö meira
innsœi en áöur og hafi byggt
sinn málatilbúnaö allan upp
sjálfur. Er hann einn? Eru fleiri?
Er þetta samsœri?
Um hvaöa kosti átti Guöjón aö
velja eftir aö þessi tímasprengja
var gangsett? Þiggja friö um fjár-
mál stn gegn því aö hrófla ekki
viö mönnunum, sem hann var
sannfœröur um aö vœru aö fara
meö óskabarn hans og eftirlœti,
ISC, til fjandans. Þaö mundi svo
fylgja honum eins og skuggi
allan feril hans, aö þarna heföi
veriö eitthvað meira en lítiö
grunsamlegt á feröinni, þótt góö-
viljaöir og þcegilegir menn heföu
hjálpaö honum að krafsa yfir
þaö til aö skaöa ekki fyrirtœkiö.
Þvœla máliö án afgreiöslu á
annan hvorn veginn. Eöa
kostinn, sem hann tók. Halda
sínu striki og fá mannorö sitt
sprengt í tœtlur í fjölmiölum.
Undir öllum kringumstceöum
hlaut SÍS aö stórtapa, bíöa
mikinn álitshnekki, sem erfitt
yröi og tímafrekt aö vinna upp
aftur. Svo mikiö er víst aö SIS
veröur ekki samt aftur. Hver sem
ber efri hlut í endataflinu veröur
aö endurskipuleggja og opna
þetta risaveldi viöskiptanna,
leita endurnýjaös trausts
félaganna, sýna fram á að þetta
er ekki risi á brauöfótum, heldur
samkeppnishœft og trúveröugt
fyrirtœki, sem lifaö getur af
sjálfu sér.
Annars mun þessi Erlendar-
sprengja enda í keöju-
sprengingum, sem tortíma því.
6 HELGARPÓSTURINN