Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 7
FRÉTTASKÝRING
á
Ráðherrar Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson
Jóhanna á undir högg að sækja innan ríkisstjórnar og þingflokks Alþýðuflokksins. Vangaveltur um það hvort hún segir af sér embætti ágerast innan flokks og utan.
VAXANDI ANDSTAÐA VIÐ JÓHÖNNU
Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, var ekki
höfð með í ráðum, þegar forystumenn Alþýðuflokksins
gengu til samkomulags um efnahagsaðgerðir ríkisstjórn-
arflokkanna þriggja um síðustu helgi. Henni mun hafa
verið stillt upp fyrir gjörðum hlut síðla sunnudags og
staðið frammi fyrir því að samþykkja verulegan niður-
skurð á fjárveitingum til félagsmálaráðuneytis, eða
„skaða stjórnarsamstarfið með alvarlegum hætti ella“,
eins og einn þingmanna Alþýðuflokksins sagði í samtali
við HP í gær.
EFTIR HELGA MÁ ARTHURSSON MYNDIR JIM SMART
Endurtekinn undansláttur for-
ystumanna Alþýðuflokksins í mál-
efnum félagsmálaráðuneytisins og í
málaflokkum sem heyra undir fé-
lagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, vekja sífellt meiri undrun.
Og menn spyrja sig þeirrar spurn-
ingar hve lengi Jóhanna Sigurðar-
dóttir heldur það út að vera sífellt
slegin niður, eða hve lengi hún líður
að láta stöðugt gera samkomulag á
milli flokkanna á kostnað mála sem
heyra undir félagsmálaráðuneytið.
LAUGARDAGSFUNDUR
Félagsmálaráðherra tók ekki þátt
í viðræðum fulltrúa þingfiokks Al-
þýðuflokksins um aðgerðir í efna-
hagsmálum, sem haldinn var sl.
laugardag undir forystu formanns
flokksins, Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, fjármálaráðherra. Til fundar-
ins mættu, auk fjármálaráðherra,
Eiður Guðnason, Karl Steinar
Guðnason, Sighvatur Björgvinsson
og Jón Sigurðsson. Á þessum fundi
mun hafa verið tekin ákvörðun um
hvar Alþýðuflokkurinn gæti gefið
eftir í sambandi við þær aðhaldsað-
gerðir sem í smíðum voru.
Eftir því sem HP kemst næst var
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála-
ráðherra og varaformaður Alþýðu-
flokksins, ekki höfð með í ráðum.
Henni mun, eins og áður sagði, hafa
verið stillt upp fyrir gjörðum hlut á
sunnudegi. Var þá þegar búið að
ganga frá og ákveða í smáatriðum
niðurskurð til byggingasjóðanna og
að fresta fyrirhuguðum breytingum
á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga, þvert ofan í vilja og yfirlýsing-
ar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Eftir því sem heimildir HP herma
er það þetta sem fyrst og fremst
varð til þess að Jóhanna Sigurðar-
dóttir bókaði andstöðu sína við
ákveðna þætti efnahagsaðgerð-
anna á ríkisstjórnarfundi sl. mánu-
dag. Með bókun þessari og hugsan-
legri hjásetu við af greiðslu málsins á
þingi er ekki óhugsandi að sambúð
félagsmálaráðherra og ráðherra og
þingflokks Alþýðuflokksins kólni
hratt og leiði e.t.v. til þess, að Jó-
hanna hverfi úr ráðherrastóli. Kjósi
félagsmálaráðherra að greiða at-
kvæði gegn efnahagsfrumvarpi rík-
isstjórnarinnar, eins og ætla mætti
af bókun ráðherra í ríkisstjórn, er
frumvarpið ekki lengur ríkisstjórn-
arinnar allrar og víst að krafa um af-
sögn kæmi fram af hálfu forsætis-
ráðherra.
í ÞINGFLOKKI ÁN
STUÐNINGS
Jóhanna Sigurðardóttir nýtur
ekki mikils stuðnings í þingflokki
Alþýðuflokksins. Eru það einkum
Árni Gunnarsson og Jón Sæmundur
Sigurjónsson sem tekið hafa undir
með Jóhönnu í svokölluðum félags-
málum; húsnæðismálum, trygg-
ingamálum og öðrum hefðbundn-
um málum jafnaðarmanna. „Jó-
hanna Sigurðardóttir lagði gríðar-
lega áherslu á húsnæðismál í kjölfar
vasklegrar framgöngu á Alþingi
þegar Alexander Stefánsson fór
með þennan málaflokk í síðustu rík-
isstjórn, en nú rekur hún sig á það
að verða að gera málamiðlanir við
samstarfsmenn í ríkisstjórn, sem
eru allt annað en sáttir við þær
áherslur sem hún hefur kosið í hús-
næðismálum," sagði einn þing-
manna Alþýðuflokksins í samtali
við HP. Annar heimildarmaður HP í
þingflokki Alþýðuflokksins orðaði
það svo, að Jóhanna væri föst fyrir
og ósveigjanleg í viðskiptum við
samstarfsfíokkana. Andstæðingar
hennar á Alþingi og í ríkisstjórn
hefðu komið því rækilega á fram-
færi að hún vildi fara sínu fram og
gengi þvert á meint samkomulag í
ríkisstjórn. Þetta væri farið að hafa
'áhrif inn í þingflokk Alþýðuflokks-
úns og menn þar orðnir þreyttir á
stímabrakinu sem ráðherrann stæði
sífellt í og taldi að félagsmálaráð-
herra stæði höllum fæti innan þing-
flokksins.
Þetta kemur heim og saman við
þá staðreynd að svo virðist sem fé-
lagsmálin hafi verið gerð að málum
Jóhönnu Sigurðardóttur og ekki Al-
þýðuflokksins, a.m.k. hafa þing-
flokkurinn og hinir ráðherrarnir að
því er virðist enga skoðun á hús-
næðismálum, svo dæmi sé tekið,
þegar málaflokkur þessi er til um-
ræðu. Húsnæðismálin eru hengd á
Jóhönnu Sigurðardóttur. Flokkur-
inn virðist helst vilja sleppa út úr
þeirri umræðu.
AFGREIÐSLUKONTÓR
Nánustu stuðningsmenn Jóhönnu
Sigurðardóttur halda því fram í sam-
tali við HP, að þingflokkur Alþýðu-
flokksins starfi fyrst og fremst sem-
afgreiðslustofnun fyrir nafnana Jón
Baldvin Hannibalsson fjármálaráð-
herra og Jón Sigurðsson dóms- og
viðskiptaráðherra. Þeir hafi sitt
fram athugasemdalaust, enda í
góðu samstarfi við þungaviktar-
menn innan þingflokksins á borð
við Kjartan Jóhannsson, Eið Guðna-
son og Sighvat Björgvinsson. Þau
mál sem Jóhanna Sigurðardóttir
leggi áherslu á séu að vísu rædd í
þingflokknum, en hún hljóti þar oft-
ar en ekki dræmar undirtektir við
því sem hún vill gera og að með því
flytji þingflokkurinn ábyrgðina af
sjálfum sér og yfir á ráðherra félags-
mála.
Og þegar Árni Gunnarsson, þing-
maður Norðurlandskjördæmis
eystra, var spurður um stöðu Jó-
hönnu Sigurðardóttur innan jring-
flokksins þá svaraði hann: ,,Eg vil
ekkert segja um stöðu Jóhönnu í
þingflokknum. Jóhanna er hörð af
sér og mikill vinnuþjarkur. Það er
hins vegar íhugunarvert, að and-
stæðingar hennar í ríkisstjórnar-
flokkunum leggja sig fram um að
gera lítið úr henni og tala niður til
hennar á Alþingi. Þetta er óþolandi
framkoma, sérstaklega vegna þess
að meðferðin sem Jóhanna fær nú
verður ekki rakin til annars en þess
að hún er kona. Afstaðan til hennar
einkennist af fordómum."
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var
spurð um vaxandi ágreining á milli
ráðherra Alþýðuflokksins varðandi
áherslur flokksins í félags- og hús-
næðismálum vildi hún engu svara.
Hún viðurkenndi hins vegar, að hún
væri ósátt við að sífellt væri gert
samkomulag um húsnæðismál og
taldi að þrátt fyrir að mönnum ætti
að vera ljós hinn gríðarlegi vandi
sem þar væri við að glíma, þá væri
eins og menn vildu horfa framhjá
þeim vanda. Þetta gilti um ráðherra
í ríkisstjórn. Aðspurð um það hvort
hún myndi greiða atkvæði gegn
ef nahagsf rumvarp i ríkisstjórnarinn-
ar svaraði hún því til „að það ætti
eftir að koma í ljós“.
HVAÐ GERIR JÓHANNA
— EÐA FLOKKURINN?
Alþýðuflokkurinn hefur í þrígang
slegið af í húsnæðismálum gagnvart
samstarfsflokkunum. Þetta bitnar
fyrst og síðast á félagsmálaráðherra
sem einsetti sér í upphafi ráðherra-
ferils síns að koma stjórn á húsnæð-
ismálin eftir breytingarnar sem
gerðar voru á lánamálum haustið
1986.
Ástæðan fyrir undanslætti Al-
þýðuflokksins í þessu máli sérstak-
lega er sennilegust sú, að flokkurinn
glímir enn við goðsögnina frá 1979,
þ.e. forystu flokksins er mikið í mun
að láta ekki á sig sannast að Alþýðu-
flokkurinn hlaupi frá hálfkláruðu
verki, eins og sagt er að hann hafi
gert þegar hann sprengdi ráðuneyti
Olafs Jóhannessonar í október
1979. Þingmenn Alþýðuflokksins
sem HP hafði samband við voru
sammála því, að stjórnarslitin 1979
yllu flokknum „ákveðnum erfiðleik-
um í núverandi stjórnarsamstarfi",
eins og einn þingmanna kaus að
orða það.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur gef-
ið í skyn í fjölmiðlum, að stuðnings-
menn ríkisstjórnarinnar vildu e.t.v.
sjá á eftir henni úr ráðherrastóli.
Oðru vísi væri ekki hægt að skilja
ummæli sumra stjórnarsinna. Hún
vildi í samtali við HP ekki útlista
nánar hvað hún ætti við í þessu sam-
bandi. Aðspurð vildi hún ekkert láta
hafa eftir sér um það hvort hún
hefði íhugað sjálf að segja af sér ráð-
herraembætti.
Heimildarmenn HP í þingflokki
Alþýðuflokksins telja að nauðsyn-
legt sé að jafna ágreininginn um Jó-
hönnu Sigurðardóttur innan ríkis-
stjórnarflokkanna, að öðrum kosti
gætu „hlutirnir þróast með óheppi-
legum hætti", eins og einn viðmæl-
andi blaðsins orðaði það.
Árni Gunnarsson svaraði spurn-
ingu blaðsins um hugsanlega afsögn
Jóhönnu með þessum orðum: „í
mínum huga kemur ekki til greina
að Jóhanna víki úr ráðherra-
embætti. Það væru að mínu mati
slæm mistök hjá henni, og ennþá
verri mistök, ef flokkurinn iætur sér
koma slíkt til hugar."
Alþýduflokkur gefur eftir í hús-
nœöismálum
Rádherra nýtur takmarkaös
stuönings í þingflokki
Fráleitt aö hugsa sér aö Jóhanna
segi af sér, segir Árni Gunnarsson
HELGARPÓSTURINN 7