Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 9
■ ERLEND YFIRSÝN Hrollurinn eftir Reykjavíkurfund situr í evrópskum NATO-leidtogum Eftirhreytur frá tveim fundum í Reykjavík móta and- rúmsloftið á fundi leiðtoga ríkja Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel, sem lýkur í dag. Bandalagið verður aldrei samt og áður eftir fund Reagans og Gorbatsjoffs í Höfða í október 1986. Stjórnir Evrópuríkja í NATO gleyma ekki að þar lét Bandaríkjaforseti leiðast til þess, án minnsta samráðs við bandamenn sína og illa undirbúinn, að ræða við leiðtoga Sovétríkjanna um út- rýmingu kjarnorkuvopna, sem komið yrði í kring árið 2000. EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON Guðmundur V. Óskarsson, stjórnar- maöur í STRV. „Þaö er vitaö aö margir sem hafa áhuga á því aö nýta sér þessar heim- ildir í samningsréttarlögunum frá 1986, um stofnun nýrra stéttarfélaga, eiga erfitt meö aö sætta sig viö þá til- hugsun aö afsala sér jafnframt öllum eignum sem þeir hafa byggt upp meö framlagi sínu í gegnum tíðina og byrja á núllpunktinum. Fjöldi þess fólks inn- an STRV sem getur nýtt sér þessar heimildir í dag er á annað þúsund af rúmlega þrjú þúsund félagsmönnum, aö mínu áliti. A síðasta BSRB-þingi var samþykkt að stefna aö því aö rýmka enn frekar þennan sjálfstæöa samn- ingsrétt til enn fleiri aöila. Það er bein- línis nauðsynlegt að mæta slíkri breyt- ingu að okkar mati og um það snerist samþykkt síðasta aöalfundar. Ég tel þessar breytingar stefna í rétta átt og vera eðlilegan fylgifisk samningsrétt- arlaganna. En meirihluti stjórnarinnar hefur gagnrýnt þetta og notaö sam- eiginlegan vettvang félagsins til aö upphefja einhliða áróður fyrir aðal- fundinn. Hérá ég annars vegar viöfor- ystugrein formannsins í fréttabréfi fé- lagsins og hins vegar viö bréf meö hausi félagsins til allra félagsmanna meö einhliöa áskorun um að fella þessar hugmyndir, en bréf þetta var samiö á fundi sem minnihlutinn var ekki boðaðurá. Enn má nefna sérstakt bréf sem sent var eftirlaunaþegum fé- lagsins á sömu nótum. Ég lít á þetta sem mjög alvarlegt hlutleysisbrot þessara forystumanna. En þrátt fyrir þetta verð ég var við aö hugmyndum þessum eykst stööugt fylgi og eftir því sem talaðer meira um þetta þykirfólk- inu þessar breytingar eðlilegri." því, aö eftir að dómstörf hafa verið tekin frá sýslumönnum muni þeir, hver í sínu umdæmi, fara eingöngu með stjórnsýslu ríkisins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um á hverjum tíma. Þar undir falla lögreglustjórn, tollstjórn og inn- heimta opinberra gjalda að því leyti sem hún er ekki falin öðrum. Sérfyrirkomulag verður í Reykja- vík en þar mun störfum þeim er sýslumenn í öðrum umdæmum gegna skipt á þrjá aðila, þ.e. lög- reglustjórann í Reykjavík, tollstjór- ann í Reykjavík og sýslumanninn í Reykjavík. Starfsemi þeirra tveggja fyrrnefndu mun að vísu ekki breyt- ast frá þvi sem nú er. Þau störf sem verða í verkahring hinna almennu sýslumannsembætta og falla ekki undir lögreglustjóra eða tollstjóra nú falla iangflest undir hinn nýja sýslumann í Reykjavík. Eins og áður kom fram verður núverandi yfir- borgarfógeti í Reykjavík sjálfkrafa sýslumaður, enda mun töluvert af störfum borgarfógeta færast til hans. Landið mun skiptast í 21 stjórn- sýsluumdæmi utan Reykjavíkur. Einungis verður um sýslumenn að ræða. Heitið bæjarfógeti mun leggj- ast af og auk þess embætti þeirra á Ólafsfirdi, á Neskaupstaö og í Bol- ungarvík. Tvö embætti sýslumanns verða lögð niður, þ.e. embætti sýslu- mannsins í Dalasýslu og í V-Skafta- fellssýslu. TILFÆRSLA VERKEFNA Umboðsstörf sem verða felld undir hinn almenna sýslumann samkvæmt drögunum eru ákœru- vald í umboði ríkissaksóknara í ýmsum smærri málum. Almennar leyfisveitingar, s.s. til rekstrar vín- veitingahúsa, yrðu færðar frá dóms- málaráðuneytinu til sýslumanna og ennfremur ýmis verkefni varðandi sifjamálefni, málefni barna og lög- rœöismál. Ýmis málefni liggja á mörkum þess að teljast dómsathafnir eða stjórnsýslustörf og geta verið hvort sem er, í höndum dómstóla eða Haraldur Hannesson, formaöur STRV. „Þama erfólk aö rugla saman tveim- ur gjörsamlega óskyldum atriöum, annars vegar nýjum samningsréttar- lögum og hins vegar eignum félag- anna sem það er í. Það stendur hvergi í þessum lögum að þaö eigi að skipta upp eignum félaganna. Það hefur margsinnis gerst að félagar hafi kosið að ganga úr sínu gamla stéttarfélagi og stofna nýtt, en þaö hefur engum dottið í hug að þeir ættu þá tilkall til samansafnaöra áratugagamalla eigna síns gamla stéttarfélags. Á það er einnig að líta aö svona félög verða ekki stofnuð nema félagar úr öörum bæjar- starfsfélögum gangi í stéttarfélag með þeim og þá má spyrja hvernig fara eigi meö eignirnar. Viö teljum aö hópar ut- an af landi eigi ekki nokkra hönk upp á bakið á okkur, að við séum aö styrkja ný stéttarfélög þeirra á þennan hátt. Okkar eignir hafa byggst upp á 62 ár- um, mikið til fyrir hagsýni og gríðar- lega sjálfboðavinnu. Hver á þessa vinnu? Er hægt að setja samasem- merki á milli þess, að hafa greitt í fé- lagssjóð STRV í 32 ár og vera kominn á eftirlaun og hins aö vera haus í þriðja hluta-starfi og ætla aö fara út úr félag- inu í nýtt stéttarfélag? Því miður skaöa þessar deilur okkur öll, á því er ekki vafi og ef á aö kljúfa félögin á þennan hátt, meö illu, hver veröur þá samstaöa þessara hópa innan BSRB? Þetta er mjög slæm staða, þetta eru fljótfærn- isleg vinnubrögö og ég vil nánast kalla þetta græögi." stjórnvalda. Svo er því t.d. farið með lögbókandagerðir. í tillögunum er gert ráð fyrir að þær verði í verka- hring sýslumanna. Pinglýsingar telj- ast í dag dómsathöfn en nefndin leggur til að lögum um þetta verði breytt þannig þær falli undir sýslu- menn sem stjórnsýslustörf og telur að með því séu engar grundvallar- reglur íslenskrar stjórnskipunar brotnar. Einnig er gert ráð fyrir að umboðsstörf varðandi búskipti, sem hafa verið á hendi dómstóla, verði aðgreind frá dómstörfum og flutt til sýslumanna. Nefna má að fram- kvœmd fullnustugerða yrði flutt frá dómstólum til stjórnsýsluhafa þó eins og áður þyrfti úrskurð dóms um hvort slík athöfn mætti fara fram. Að lokum skal þess getið að fram- kvœmd nauðungaruppboðs, s.s. auglýsing, uppboð og sala, verður alfarið í höndum sýslumanna, skv. drögunum, og dómstólar úrskurða einungis um hvort krafan sjálf um nauðungaruppboð sé réttmæt og eigi að ná fram að ganga. Af öllu þessu sést að um verulega tilfærslu verkefna er að ræða frá dómsvaldi til framkvæmdavalds í þessum efnum. Gert er ráð fyrir í frumvarps- drögunum að þau taki gildi 1. júlí 1990. Aætla nefndarmenn þann tíma heppilegan, vegna þess þörf er breytinga á fjölda laga og ennfrem- ur þarf að kynna hina breyttu skip- an rækilega. Mál Jóns Kristinssonar hefur af mannréttindanefnd Evrópu verið talið tækt til efnismeðferðar fyrir mannréttindadómstól Evrópu, en það þýðir að líkur eru á að um brot sé að ræða. Það sem reynir á í því máli er hvort það að sami maður rannsaki og dæmi mál samrýmist nútíma mannréttindum. Ljóst er að meðferð þess máls ýtir verulega á framgang frumvarpsins, því íslend- ingar hafa skuldbundið sig til þess að hlíta niðurstöðum dómstólsins og ekki væri það íslendingum til sóma að fá á sig dóm vegna mann- réttindabrots. Samtímis studdi Reagan ákvörð- un sína um viðleitni til að koma upp varnarkerfi í geimnum ekki síst þeim rökum, að kjarnorkufæl- ingarstefnan í hernaði, hótun um gagnárás með gereyðingarvopn- um til að halda gagnaðila í skefj- um, væri ósiðleg og þjóðum óþoí- andi til langframa. Þar með gerði leiðtogi forusturíkis Atlantshafs- bandalagsins meginatriði hernað- arstefnu þess tortryggilegt. Nú er kvaddur saman fundur leiðtoga NATO-ríkja í því skyni fyrst og fremst að sýna samstöðu bandalagsins og efla þar með Ron- ald Reagan, þegar hann gengur til fjórða fundarins með Gorbatsjoff í Moskvu fyrripart sumars. Það sem kann að torvelda að þetta mark- mið náist eru eftirköstin í Vestur- Þýskalandi af því sem á undan er gengið í framhaldi af fundi æðstu manna risaveldanna í Reykjavík. Gömlum baráttumönnum á hægri væng vestur-þýskra stjórn- mála fyrir sem öflugustum víg- búnaði á vegum Atlantshafs- bandalagsins var öllum lokið, þeg- ar Bandaríkjastjórn beitti stjórn- ina í Bonn þrýstingi til að fá hana til að fallast á eyðingu 72 gamalla kjarnorkueldflauga af gerðinni Pershing-IA, sem eru í eigu vestur- þýska hersins en kjarnahleðslurn- ar í flaugarnar í vörslu bandaríska hersins í Vestur-Þýskalandi. Þetta atriði var síðasti þröskuldurinn í vegi fyrir samkomulagi risaveld- anna um svonefnda tvöfalda núll- lausn, sáttmála um eyðingu allra meðaldrægra og skammdrægra kjarnorkuskeyta á landi. Þá eru eftir á vegum Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins í Mið-Evrópu svo- kölluð vígvallarkjarnorkuvopn. Það eru jarðsprengjur, hleðslur í fallbyssur og sprengjuvörpur og skeyti af ýmsu tagi með kjarna- oddum, sem draga allt að 490 kíló- metra. Mestallan þennan vopna- búnað er að finna á landi þýsku ríkjanna tveggja, og þar yrði þeim aðallega beitt, yrði til slíks vopna- búnaðar gripið. Þetta er ástæðan til að Vestur- Þjóðverjum finnst þeir settir í hættu umfram aðrar NATO-þjóðir, og meðal þeirra á hljómgrunn hugmyndin um þriðju núlllausn- ina, útrýmingu vígvallarkjarn- orkuvopna úr Evrópu. Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, stjórnarandstöðuflokkur sósíaldemókrata og áhrifamenn á hægri væng kristilegra demó- krata, flokks Kohls kanslara, hafa allir tekið upp hugmyndina um þriðju núlllausnina í einhverri mynd. Þar er að mæta yfirherstjórn NATO, landvarnaráðherra Banda- ríkjanna og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Þessir aðilar leggja nú allt kapp á að framkvæma áform NATO frá fundi í Montobello í Kanada 1983 um endurnýjun vígvallarvopna. Nóg sé að ræða við Sovétríkin um að eyða misræmi í hefðbundnum herafla og vopnabúnaði milli hernaðarbandalaganna. Frekari viðræður um kjarnavopnabúnað verði að bíða eftir samkomulagi á því sviði, og áður verði NATO að hafa endurnýjað og eflt vígvallar- kjarnavopn sín. Einkum hefur Frank Carlucci, nýbakaður landvarnaráðherra Bandaríkjanna, hamrað á stjórn Vestur-Þýskalands að vera ekki með neitt múður og taka við þeim vígvallarvopnum sem að henni séu rétt. Ráðstefnan International Wehrkunde var haldin í 25. sinn í síðasta mánuði í Múnchen. Þar hafði Carlucci í beinum hótunum við Vestur-Þjóðverja. Kvaðst hann hljóta að íhuga, hvort réttlætan- legt væri að hafa bandarískan her áfram í Vestur-Þýskalandi, réði lið- ið ekki lengur yfir þeim kjarn- orkufælingarmætti sem Banda- ríkjastjórn teldi með þurfa. Svo ramt kvað að ýfingum milli Bandaríkjamanna og Vestur-Þjóð- verja í Múnchen, að Kohl kanslari gerði sér ferð á fund Reagans. Þar mun hafa orðið niðurstaða, að reyna að draga fjöður yfir ágrein- inginn á leiðtogafundinum í Bruss- el, til að spilla ekki ómissandi ein- ingarsvip út á við. Að sögn Altons Keel, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, hafði bandaríska sendi- nefndin við undirbúning tilkynn- ingar frá fundinum fyrirmæli um að leggja höfuðáherslu á sam- stöðu um leiðir til að draga úr hefðbundnum herafla og vopna- búnaði í Evrópu. Er markmiðið að ríkjum NATO takist að leggja fram sameiginlega tiliögu um þetta efni í sumar í viðræðum við Varsjár- bandalagsríkin. En vestur-þýska stjórnin situr við sinn keip, hvað sem sagt kann aö verða á einingarhátíðinni í Brussel. Það gerði Kohl kanslari ljóst á þingi í Bonn á fimmtudag í síðustu viku. Greip hann málstað sínum til framdráttar til niður- stöðu NATO-ráðsins á fundi í Reykjavík í júní í fyrra. Vestur-þýski kanslarinn komst svo að orði, að stjórn sín myndi ekki ljá máls á neinni endurnýjun vígvallarkjarnavopna, fyrr en fram hefði farið á vegum Atlants- hafsbandalagsins starf sem þyrfti til að öðlast heildaryfirsýn um vopnaþörf til að viðhalda fæling- armætti út tíunda áratug aldarinn- ar. Vitnaði Kohl til ákvörðunar þessa efnis frá ráðsfundi banda- lagsins í Reykjavík. Fréttaritari Washington Post í Bonn ber embættismenn NATO fyrir því, að sú úttekt sem Kohl krefjist, áður en hann taki afstöðu til endurnýjunar vígvallarvopna, muni að öllum líkindum standa fram á árið 1990. Volker Ruhe, einn af varnarmálasérfræðingum kristilegra demókrata, lét hafa eft- ir sér, að vel mætti fækka vígvall- arkjarnorkusprengjum NATO í Evrópu um helming og samt ráða yfir ærnum fælingarmætti, væri vopnabúrið samsett á þann hátt sem áhrifamestur yrði í raun. Og fjórum dögum fyrir leiðtoga- fundinn í Brussel lét Mitterrand Frakklandsforseti málið til sín taka. Hann er á leiðtogafundi NATO, fyrstur franskra forseta frá því de Gaulle takmarkaði þátttöku Frakklands í bandalaginu. Mitterrand lét aðstoðarmenn sína skýra frá því, að hann myndi leggja til í Brussel, að NATO leggi á hilluna áform um að endurnýja vígvallarvopn í Vestur-Þýskalandi. Það fylgdi sögunni, að Frakk- landsforseti teldi mikilvægt að veita Kohl kanslara liðsinni á leið- togafundinum. En hér býr ýmislegt fleira undir. Mitterrand minnir með frum- kvæði sínu á að það er hann, for- setinn, sem mótar stefnu Frakk- lands í utanríkis- og öryggismál- um, ekki Chirac forsætisráðherra, væntanlegur keppinautur hans í fyrri umferð forsetakosninga eftir rúman mánuð. Mestu skiptir þó fyrir Frakka, að treysta bandaiagið við Vestur- Þýskaland gagnvart Margaret Thatcher og tilhneigingu hennar til að skáka gagnvart meginlands- ríkjum í hróksvaldi sérstaks sam- bands Bretlands við Bandaríkin. Á fundi EB í Bonn um daginn hreytti Chirac í Thatcher svo hroðalegu frönsku klámyrði, að enginn við- staddra Breta skildi, og Kohl kansl- ari varð úr forsetastól að skipa franska forsætisráðherranum að biðjast afsökunar. Mitterrand for- seti hefur náð sér niðri á járn- frúnni með glæsilegri og áhrifa- meiri hætti. Mitterrand (t.v.) kemur fyrstur forseta fimmta lýðveldisins í Frakklandi á NATO-fund til að styðja Kohl kanslara gegn Thatcher. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.