Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 10
VETTVANGUR
HELGARPÓSTURINN
Ritstjóri: Helgi Már Arthursson
Blaðamenn:
Prófarkir:
Ljósmyndir:
Útlit:
Framkvæmdastjóri:
Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóðsson, Friðrik Þór
Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján
Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson.
Sigríður H. Gunnarsdóttir
Jim Smart
Jón Óskar
Hákon Hákonarson
Dreifingarstjóri:
Sölu- og markaðsstjóri:
Auglýsingar:
Áskrift:
Afgreiðsia:
Aðsetur blaðsins:
Utgefandi:
Setning og umbrot:
Prentun:
Birgir Lárusson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson.
Guðrún Geirsdóttir
Bryndís Hilmarsdóttir
er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511.
Goðgá hf.
Leturval sf.
Blaðaprent hf.
Endataflið er eftir
Forstjóri Sambandsins, Guðjón B. Ólafsson, hefur látið
hafa það eftir síðustu daga að honum hafi verið hótað
með fjölmiðlum ef hann endurskoðaði ekki þá ákvörðun
sína að reka frammámenn fisksölufyrirtækis í Bandaríkj-
unum. Forstjórinn hefur enn ekki látið uppi nöfn í þessu
sambandi en það liggur í hlutarins eðli, að þeir sem geta
hótað með fjölmiðlum eru ekki almennir fulltrúar hjá SÍS
heldur miklir valdamenn. Getgátur hafa verið uppi um
að forstjórinn eigi hér við þá Erlend Einarsson og Val
Arnþórsson. En það eru getgátur. Guðjón B. Ólafsson
svarar því vafalaust á næstu dögum hvað hann á við. Hitt
er víst að heldur eru þetta óskemmtilegar stjórnunarað-
ferðir og nýstárlegar hér á landi, að minnsta kosti ekki
mikið umtalaðar fyrr en nú. Og mikill álitshnekkir er það
fyrir samvinnuhreyfinguna í landinu að einmitt þar skuli
slíkum aðferðum vera beitt, en auðvitað mestur fyrir þá
sem halda að tilgangurinn helgi meðulin.
Gagnrýnin og rógurinn um Guðjón B. Ólafsson hafa
lekið út úr röðum sambandsmanna sjálfra. Merki þess að
hann annaðhvort ógnar smákóngunum sem þar voru
fyrir, eða hefur komið í veg fyrir að einhverjir þeirra hafi
náð á tindana sem þeir hugðust klífa eftir að Guðjón B.
varð forstjóri SÍS.
Uppskiptin sem urðu á miðborðinu í refskákinni innan
SÍS fyrir helgi þýða að nú er komið að endataflinu. Og
staðan ekki jafnteflisleg. Það uppgjör innan Sambands-
ins sem menn bíða nú eftir gæti haft það í för með sér
að Guðjón B. Ólafsson þakkaði fyrir stuttan stans í Hvíta
húsinu við Sölvhólsgötu, en líklegra þykir að hann dragi
fram á vígvöllinn þá sem spjótunum stýra og máti and-
stæðinginn. Eða hefur SÍS efni á að missa Guðjón B.
Ólafsson úr þjónustu sinni?
Ráðherra á útleið?
Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki átt sjö dagana sæla
í embætti félagsmálaráðherra. Hún tók við gjaldþrota
búi í húsnæðismálum eftir Alexander Stefánsson og
hefur ekki tekist að sannfæra þingmenn stjórnarflokk-
anna um þann vanda sem við blasir í húsnæðismálum.
Við ofurefli er að etja og það kæmi ekki á óvart þótt
Jóhanna Sigurðardóttir tæki þá ákvörðun að standa upp
úr ráðherrastóli, ef ekki veröur breyting á afstöðu ríkis-
stjórnar og fylgismanna hennar í húsnæðismálum.
Ráðherra húsnæðismála gerði sennilega þau mistök í
upphafi ráðherraferils síns að endurskoða ekki strax hús-
næðislánakerfið frá grunni og reyna að koma fram nýju
húsnæðiskerfi strax sl. haust í stað þess að freista þess að
lappa upp á kerfi VSÍ og ASÍ til þess eins að lengja biðrað-
irnar hjá Húsnæðisstofnun ríkisins.
Alþýðuflokkurinn lagði mesta áherslu á húsnæðismál
— kaupleiguíbúðir — í kosningabaráttunni fyrir síðustu
kosningar. Síðan hefur flokkurinn slegið af kröfum sín-
um um byltingu í húsnæðismálum og vandræði í þeim
málaflokki aukist síðustu mánuði í stað þess að minnka.
Það er því ekki aðeins um framtíð Jóhönnu Sigurðardótt-
ur að tefla í þessu sambandi. Menn spyrja um trúverðug-
leika Alþýðuflokksins.
Alþingismenn eru um fimmtugt að meðaltali. Það
kann að vera skýring á því áhugaleysi sem þeir sýna hús-
næðismálum. Kannski er skýringin sú að vandamálið sé
of stórt — að það vaxi alþingismönnum svo mjög í aug-
um að þeir horfi framhjá því. Vilji ekkert af því vita. Eða
biðröðinni, sem mun telja á þrettánda þúsund manns um
komandi áramót.
10 HELGARPÓSTURINN
Bíladella tryggingafélaganna
Nú barma Iryggingafélögin sér.
Þau eiga sér sameiginlegan uelt-
vang sem þau nefna ,,Samstarfs-
nefnd íslensku bifreidatryggingafé-
laganna" (kallast hér SAMTRYGG-
!NG) og hefur þessi nefnd sent frá sér
fréttatilkynningu þess efnis, ad í bif-
reiöatryggingunum hafi félögin tap-
aö hundruöum milljóna á liönu ári,
sem gerir um 30% af iögjaldatekj-
um félaganna. ,,Veröi iögjöldin ekki
fœrö til samrœmis viö kostnaö og
áhœttu er gjaldþoli einstakra félaga
stefnt í hœttu og munu tjónþolar þá
ekki fá tjón bœtt," hóta félögin.
Og Tryggingaeftirlitiö tekur heils-
hugar undir ákallið, en hlutverk
þess er að fylgjast með afkomu
tryggingafélaganna og halda uppi
neytendaþjónustu fyrir viðskipta-
vini þeirra. Tryggingaeftirlitið fær
gögn frá SAMTRYGGINGU - ein-
hliða — og hefur úrskurðað að
grunntaxtar lögboðinna ábyrgðar-
trygginga þurfi að hækka um 60%
að meðaltali, fyrir utan hækkun
vegna nýrra umferðarlaga.
Rétt er það, að afkoman í bifreiða-
tryggingunum hefur farið síversn-
andi hin síðustu ár. Árið 1986 var
gjaldþoli Ábyrgöar, tryggingafélags
bindindismanna, stefnt í voða og
þurfti félagið að auka hlutafé um 20
milljónir króna til að uppfylla sett
skilyrði. Bifreiðatryggingarnar voru
að auki reknar með tapi hjá Bruna-
bót, hjá Samvinnutryggingum og
hjá Hagtryggingu, en síðan hefur
Sjóvá reyndar tekið síðasttalda fé-
lagið upp á arma sína. Og í fyrra var
sem sagt svo komið að tapið nam
hundruðum milljóna króna, enda
hefur bílum stórlega fjölgað og tjón
gerast æ kostnaðarsamari. Ekki
hjálpar til að samkvæmt SAM-
TRYGGINGU hafa iðgjöldin verið of
lág miðað við tjónakostnað og um-
ferðarlögin nýju setja nýtt strik í
reikninginn.
Eiga þá bíleigendur ekki bara að
vera hæstánægðir með að iðgjöldin
skuli ekki hækka enn meira? Er ár-
leg óánægja þeirra með hækkun ið-
gjalda óþörf með öllu? Eða eru til
önnur ráð en einblína á hækkun ið-
gjalda?
Samkvæmt ársskýrslum Trygg-
ingaeftirlitsins hefur tjónakostnað-
ur aukist verulega hin síðari ár. Það
reiknaði út að á föstu verðlagi mið-
að við neysluvöruvísitölu hefðu
reiknuö tjón sjö bifreiðatrygginga-
félaga af átta hækkað úr 470 millj-
ónum króna árið 1979 í 774 milljón-
ir árið 1986 eða um 65% að raun-
gildi. Að á þessu átta ára tímabili,
1979—1986, hefðu tjónin alls hljóð-
að upp á 4.950 milljónir króna.
Á sama tíma hafa iögjöld ársins
hins vegar hækkað úr 753 milljón-
um króna árið 1979 í 976 milljónir
árið 1986 eða um „aðeins" 30% á
móti 65% hækkun tjóna.
Á þessum árum hljóðuðu iðgjöld
upp á alls 7.000 milljónir króna á
móti tæplega 5.000 milljóna króna
tjónum og að því leyti lítur dæmið
þokkalega út. En á hitt er að líta að
á sama tímabili nam liðurinn
,,kostnaöur og umboöslaun" alls
1.860 milljónum króna, sem nær
brúar bilið þarna á milli á tímabil-
inu. Á síðasta ári tímabilsins hljóð-
uðu tjónin, kostnaðurinn og um-
boðslaunin alls upp á 1.025 milljónir
króna en iðgjöld ársins upp á 976
milljónir og tapið því 50 milljónir
samkvæmt þessu, tap sem á síðasta
ári var komið upp í „hundruð millj-
óna" samkvæmt SAMTRYGGINGU.
Árið 1986 var liðurinn „kostnaður
og umboðslaun" einmitt 50 milljón-
um króna hærri hjá þessum félög-
um en 1979.
Vitað er að bifreiðatryggingarnar
eru kostnaðarsamasti þátturinn í
rekstri tryggingafélaganna. Áðan
kom fram að Ábyrgð og Hagtrygg-
ing stæðu einna lakast þessara fé-
laga, enda eru þetta þau þeirra sem
byggja í rekstri sínum mest á bif-
reiðatryggingum. Þannig má sjá í
gögnum Tryggingaeftirlitsins að á
meðan kostnaður og umboðslaun
voru 17,4% af iðgjöldum ársins hjá
Tryggingamiöstööinni 1986 og
22,2% hjá Almennum tryggingum
var samsvarandi hlutfall 37,3% hjá
Hagtryggingu og 28,8% hjá Ábyrgð.
Við stöndum frammi fyrir öðrum
valkosti en að hækka eilíft iðgjöldin
um tugi og hundruð prósenta. Hann
er sá að fækka þeim tryggingafélög-
um sem sjá um bifreiðatryggingar
og draga um leið úr vaxandi rekstr-
arkostnaði og umboðslaunagreiðsl-
um. í gögnum Tryggingaeftirlitsins
kemur skýrt fram, að á Norðurlönd-
um hefur þróunin verið sú á undan-
förnum áratugum, að félög hafa
runnið saman í tiltölulega stórar
einingar, en ísland hefur þá sér-
stöðu, að hér eru tiltölulega mörg
félög miðað við fólksfjölda. 1985
var staðan þannig að hér var eitt
skaðatryggingafélag á hverja 34
þúsund íbúa, en í Svíþjóð og Finn-
landi eitt á hverja 300 þúsund íbúa
og í Danmörku eitt á hverja 120 þús-
und íbúa. Norðmenn voru með eitt
slíkt félag á hverja 87 þúsund íbúa.
Samruni félaga á Norðurlöndum
hefur einmitt átt sér stað í því skyni
„að treysta fjárhag félaga og til að
spara rekstrarkostnað, sem oft á tíð-
um hefur verið forsenda áframhald-
andi starfsemi vegna krafna um fjár-
hagslegt öryggi og í samkeppni milli
félaganna", svo vitnað sé í Trygg-
ingaeftirlitið. Hér á landi hefur
Sjóvá gleypt Hagtryggingu, sem á
sínum tíma var einmit stofnað af Fé-
lagi íslenskra bifreiðaeigenda vegna
óánægju með iðgjaldaþróunina!
Hvernig væri að Benedikt Sveins-
son, Björn Hallgrímsson og Ingvar
Vilhjálmsson í Sjóvá, Guöfinnur
Einarsson, Jón Ingvarsson og Sig-
uröur Einarsson í Tryggingamið-
stöðinni, Hjalti Geir Kristjánsson,
Gunnar S. Björnsson og Davíö
Scheving Thorsteinsson í Almenn-
um tryggingum og bindindismenn-
irnir í Abyrgð settust nú að samning-
um til að forða félögum sínum frá þó
ekki væri nema hluta af þessum
„hundruðum milljóna" sem bif-
reiðatryggingafélögin nú eru að
tapa? Friðrik Þór Guðmundsson