Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 11
S................... - síðastliðinn sunnudag undir- skriftaherferð gegn byggingu ráðhúss í Tjörninni. Er fólk þar beðið að setja nafn sitt undir ein- falda yfirlýsingu þess efnis að það sé mótfallið byggingu ráðhúss við norðurenda Tjarnarinnar. Hafa samtökin á að skipa vöskum hópi sjálfboðaliða og er ætlunin að farið verði i hverja einustu götu í bænum og hvert einasta hús. Þannig á að gefa öllum Reykvíkingum tæki- færi á að tjá hug sinn í þessu máli, en þó einungis þeim sem eru átján ára og eldri, það er að segja á kosn- ingaaldri. Gera aðstandendur sér vonir um góðar undirtektir borgar- búa, en hafa þó sem viðmið að aldrei hafa safnast fleiri en um tíu þúsund undirskriftir í viðlíka her- ferðum í höfuðborginni. Síðan er bara að bíða og sjá hvernig til tekst og hvort Davíð Oddsson borgar- stjóri tekur mið af vilja samborgara sinna í þessu máli jafnt sem öðr- um. . . U ndirskriftaherferð samtak- anna Tjörnin lifi, sem hófst í byrj- un vikunnar, er ekki eingöngu bundin við húsvitjanir, heldur eru listar iátnir liggja frammi í Háskóla Islands. Þar hafa nemendur nánast staðið í biðröðum eftir að fá að setja nafn sitt á blað. Þá hafa sjáif- boðaliðar samtakanna einnig farið í stórmarkaði í nafnaleit. Forráða- menn þeirra hafa hins vegar tekið misvel í þetta lýðræðislega framtak samtakanna og i Kringlunni mun þeim hafa verið vísað út úr húsi... Þ að hefur líklega farið framhjá fæstum að hér á landi verður Lista- hátið dagana 4.—19. júní. Margt góðra gesta mun sækja okkur heim og sömuleiðis verða margir íslensk- ir listamenn í deiglunni. Meðal góðra gesta sem nú hefur verið ákveðið að komi er íslendingurinn Jóhann Eyfells, en hann er pró- fessor í myndlist við Flórída-háskól- ann í Bandaríkjunum. Jóhann kem- ur hingað með verk sem unnin eru í pappa og verður hér á vegum Gall- erís Svarts á hvítu og sýnir þar þá daga sem hátíðin stendur yfir. Jóhann hefur hlotið töluverða við- urkenningu fyrir list sína erlendis og sýnt verk sín víða ytra, en hér hefur hann aðeins sýnt tvisvar á undangengnum tuttugu árum, síð- ast á Listahátíð fyrir fjórum árum á sýningunni 10 gestum ... INNRÖnSIVEUN' Nilsen állistar nýjar gerðir og litir Plaköt og myndir Fjölbreytt úrval Sérverslun með innrömmunarvörur Alhliða innrömmun, smellu- rammar, tilbúnir álrammar. 25 stærðir - álrammar 17 stærðir - smellurammar >■■■■ [■■■■ RAMMA A MIÐSTOÐIN LWJ Sigtúni 10,105 Reykjavík, sími 25054. Næg bílastæði v/dyrnar. OPH) LAUGARDAGA KL9-16 Sending frá LouisFéraud PARIS Laugavegi7l II hæð Simi 10770 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.