Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 18
Knútur Bruun lögfrœðingur og listunnandi er í HP-viðtali hætta Madur má ekhi Fyrst byggði ég strax eftir að ég lauk prófi í háskölanum. Við vorum átta lögfræðingar sem tókum okkur saman og byggðum hálfa blokk eða eitt stigahús. Svo hef ég byggt þrjú einbýlishús og tvisvar atvinnuhúsnæði, ég held að það séu orðin ein sex skipti sem ég hef staðið í þessu. Og er ekki hættur enn og vil það heldur ekki. Ég á mér draum um að láta Jón Haralds- son, góðvin minn og hárfínan arkitekt, teikna handa mér lítið hús áður en yfir lýkur — maður má ekki hætta, það er í lagi að minnka við sig en maður má ekki hætta alveg. Ekki fyrr en maður deyr... svo líkar mér vel við lyktina af blautri steypu og timbri. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART Knútur Bruun. Danskættaður lögfræðingur og athafnamaður. Umdeildur en sérdeilis geð- ugur viðræðu. Hann er að koma upp því sem hann vonar að verði eins konar miðstöð fyrir höfundarrétt í húsnæði í miðborginni sem hann hefur nýlega fest kaup á. Um þessar mundir er hann á kafi í höfundarréttarmálum myndlistar- manna og líka fyrir Samtök rétthafa mynd- banda. Búinn að vinna að því í tvö ár, hefur mið- að vel áfram, enda er hann ekki maður neins hálfkáks eins og ferill hans sýnir. Á veggjunum í skrifstofunum hans hangir líf hans og yndi. Myndlistin. Karl Kvaran, Þorvaldur Skúlason, Jóhanna Yngvadóttir og í íbúðinni á efri hæð- inni er myndlistin sömuleiðis ráðandi. „Því miður byggði ég alltaf svolítið framfyrir mig. Ég hef oft hugsað um það hve gaman það hefði verið ef maður hefði haft sjö miiljónir — bara svona í „lommen" — og byggt þannig. Þeg- ar ég var að byrja var það hins vegar þannig að menn urðu „fallítt" þegar þeir byrjuðu á þessum húsbyggingum en eftir þrjú fjögur ár var allt orð- ið í lagi. Verðbólgan sá um að éta lánin sem voru gjöf. Þetta er orðið allt annað í dag. Verðtrygg- ingin gerir að verkum að ungt fólk getur hvorki eignast eitt né neitt. Hvort um sig er auðvitað öfgar en ég held að verðtryggingin sé verri — hún skapar stéttskiptingu í landinu, sem er vont mál. Ég hef oft velt því fyrir mér í þessu sam- bandi hvað íslendingar eru rólegir í pólitík. Það er undarlegt að þeir sem hafa stjórnað og gert líf húsbyggjenda eins og það er skuli ekki hafa verið settir til hliðar.“ Þú hefur náttúrlega alltaf verid sjálfstœðis- madur? „Já, ég hef alltaf verið það. Alveg frá sjö ára aldri heid ég. Hins vegar hef ég þróast í frjáls- lyndisátt eftir því sem árin hafa liðið. Ætli megi ekki segja að ég sé mikill hægrimaður með skynsamlegu vinstraívafi. Annars finnst mér pólitíkin vera orðin fjandi leiðinleg" FJÁRREiÐUR í VASABÓKUM Segdu mér adeins frá skólagöngunni. „Eg fór í Menntaskólann á Akureyri eftir að hafa fallið í þriðja bekk í MR. Fékk þar leyfi til að reyna við haustpróf og náði því og fór þess vegna beint í fjórða bekk og komst hjá því að missa úr einn vetur. Hann hafði ég nefnilega misst þegar ég féll á landsprófi. Það var móður minni að þakka að ég fór norður. Hún kom því í kring að ég fengi að reyna við þetta haustpróf til að komast inn í fjórða bekk. Hún var reyndar ailtaf mjög ákveðin í því að ég ætti að ganga menntaveginn og hvatti mig og örvaði til þess. En mér hefur sennilega hvergi liðið betur en á Akureyri þau ár sem ég var þar, þrátt fyrir að hafa komið þar í hálfgerðum hreppaflutningum. Tengsiin við staðinn eru svo sterk að þegar ég fer þangað finnst mér ég alltaf vera að koma heim. Skólameistari þá var Þórarinn Björnsson og hann er einhver merkilegasti maður sem ég hef kynnst, gríðarlega mikill menningarmaður og menningin geislaði af öllu sem hann gerði. Hann stjórnaði af ákveðni en um leið af mikilli mildi og þrátt fyrir að reglur allar væru strangar tókst honum að láta líta svo út að þær væru sjálf- sagðar, eins og að loka hálffullorðið fólk inni á heimavist eftir klukkan tíu á kvöldin. Þetta var stórskemmtilegur tími. Maður sat á Hótel KEA hálfu og heilu dagana og drakk molakaffi og milli þess reyndi maður að þykjast iæra.“ „Komdu,“ segir Knútur svo, ,,ég verd aö sýna þér svolítid," og viö förum niöur í kjallara hjá honum þar sem hann dregur upp gamla vasa- bók frá menntaskólaárunum ogsýnir méryfirlit yfir fjárreidur sínar þá. ,,Hér er t.d. einhver sem skuldar mér tíu krónur fyrir kaffi og annar sem skuldar tvœr krónur," segir hann og hlœr ,,Þad erallt fœrt tilbókar, hérskulda égsjádu. Égfann þetta um daginn þegar ég var ad róta í gömlu dóti, hér eru meira aó segja Ijód eftir mig." Þú hefur semsagt stefnt á að verða skáld? „Nei, blessaður vertu. Ja, reyndar langaði mig einu sinni til þess að skrifa, það tengdist mest áhuga mínum á norrænu, eins og það hét þá í háskólanum. Annars er það áreiðanlega óskap- leg vinna, helgun og menn þurfa að fórna ansi miklu fyrir það. Eða kannski er það öfugt... það var eins gott ég fór ekki út í það.“ Þú vœrir þá kannski virtur rithöfundur núna. „Nei, það hefði ég aldrei orðið. Þetta var bara eins og hjá öllum ungum mönnum. Einhver löngun í að verða eitthvað sérstakt. Skilja eitt- hvað eftir sig. Við tókum okkur voðalega hátíð- lega, ungu mennirnir, á þessum árum. Eins og þeir gera sjálfsagt enn.“ „SLÆGTEN BRUUN" Það er fjöldi kassa í kjallaranum og upp úr ein- um dregur Knútur mikla bók og merkilega. „Slægten Bruun, slægten Bruun," segir hann. Ættartala sem nœr aftur á sextándu öld og hefst á einhverju fólki sem er áreiðanlega meö blátt blóð í œðum. Alls kyns listamenn, teiknarar og tónskáld í röðum. Fjölskyldan á œttir að rekja til Elsass-Lothringen í Þýskalandi. Seinna kemur í Ijós að móðurœttin er líka merkileg. Ihenni m.a. Jóhann Sigurjónsson skáld. Lítil pennateikning af skáldinu eftir Kjarval afhjúpar tengslin. Segðu mér af þessu nafni — Bruun. „Já, faðir minn, sem var Dani, hafði þetta ætt- arnafn. Hann hét Kaj Bruun og var gleraugna- sérfræðingur — kom til Islands skömmu eftir 1920 og hafði verslun á Laugavegi 2. Hann ílengdist hér, fór reyndar aldrei aftur til Dan- merkur eftir að hann kom hingað. Samt hef ég nú ekki haft mikil tengsl við Danmörku og Dani fyrr en í seinni tíð eftir að ég fór að fara þangað sjálfur. Faðir minn var mikill málamaður — hafði vald á einum átta tungumálum og þar á meðal talaði hann íslensku mjög vel, sem var ekki algengt með Dani í þá daga. Þess vegna var alltaf töluð íslenska heima og ég var aldrei neitt góður í dönsku. Kennarar mínir bjuggust hins vegar alftaf við að svo væri en það var nú öðru nær. Móðir mín var hins vegar af Laxamýrarætt og hét Snjólaug Sigurðardóttir." PRÓFESSOR í SKURÐI Þú talar um áhuga á norrœnu. Það hefursem- sagt fleira komið til greina en lögfrœðin. „Já, á endanum var þetta spurning um prakt- ík, að maður sæi fram á að fá góða vinnu og geta lifað sómasamlegu lífi. Valið stóð á milli lögfræð- innar og tannlæknadeildar og til altrar ham- ingju valdi ég lögfræðina. Ég hefði að vísu vafa- lítið orðiö efnaðri maður sem tannlæknir, en ég myndi þó ekki vilja skipta í dag. Þetta var skemmtilegur tími meðan ég var í lögfræðinni, námið var að vísu kynduglega uppbyggt. Fyrst voru tekin undirbúningspróf og þurfti að ná ákveðinni einkunn til að halda áfram. Svo kom ekkert próf í þrjú ár en þá tók maður fyrrihluta- próf. Flestir notuðu þessi þrjú ár í glaum og gleði, vinnu og eitthvað annað. Sjálfur var ég rit- stjóri tímaritsins Flugmála. Reyndar vissi ég hvað sneri aftur og fram á flugvél en það var ekki miklu meira. Svo luku menn seinnihluta- prófi á u.þ.b. tveimur árum. Það má kannski fylgja með að ég bjó þessi ár á Garði, sem var mjög gott og skemmtilegt. Eitt sinn var nætur- vörður á Hótel Garði Jón Böðvarsson, skóla- meistari og núverandi ritstjóri Iðnsögu íslands. Einhverju sinni þegar við, ásamt fleirum, sátum að næturlagi og drukkum kaffi, eða svölluðum, ég man það ekki, þá heyrðist okkur kallað á hjálp. Við þustum þegar út og sjáum þá að það er verið að grafa heilmikinn skurð fyrir skólp- ræsi sem náði niður í Skerjafjörð. Upp úr þessum skurði, sem var a.m.k. tveggja metra djúpur, heyrum við eitthvert vein og þegar að skurðin- um er komið sjáum við mann ofan í honum, all- an forugan. Við gátum náð honum upp og þá kom í ljós að þetta var Steingrímur Þorsteinsson prófessor. Hann var vanur að ganga alltaf sömu leið heim til sín á kvöldin og var talsvert utan við sig og tók ekki eftir skurðinum og féll í hann. Komst ekki upp hjálparlaust. Það tókst mikill vinskapur með honum og Jóni eftir þetta og mér er það minnisstætt að í skriflegum prófum kom hann alltaf til mín og sagði nokkur hlýleg orð. Hann var þá prófstjóri og þetta hvatti mig og örvaði í prófunum. Annars þegar minnst er á próf er rétt að geta þess að þegar ég kláraði lög- fræðina voru bæði munnleg og skrifleg próf og munnlegu prófin, fimm að tölu, voru öll sama daginn. Eftir það þriðja var maður hættur að muna eigið nafn. Ármann Snævarr, sá heiðurs- maður, hafði hins vegar sérstakt lag á að róa stúdenta og ég er viss um að hans hlutur í minni prófeinkunn hefur verið töluverður þess vegna. Þetta var eitthvað það erfiðasta sem ég hef kom- ist í. Mikil manndómsraun." BISKUPAVEISLA „Eftir að ég lauk lögfræðinni fór ég að vinna sem aðalfulltrúi hjá borgarstjóraembættinu, var ekki í þeirri deild sem fékkst við fjármál heldur ýmislegt annað og eitt af því var meðal annars að skipuleggja veislur á vegum embættisins og ein þeirra var í tengslum við Skálholtshátíð. Það komu einir fjórir norrænir biskupar til landsins og borgarstjóri, sem var þá Geir Hallgrímsson, hélt öllu þessu fína fólki veislu í Hótel Valhöll á Þingvöllum. Það var mikið búið að spekúlera, hvað ætti að borða, hvar hver ætti að sitja og hverjir myndu halda ræður o.s.frv. Nema undir borðhaldinu stendur upp danskur maður, reynd- ar mikill íslandsvinur, og heldur langa tölu, utan dagskrár. Hann vitnaði stöðugt í biblíuna og allt- af sama tilvitnunin: Kast dit bred pá vandet. Þetta var heldur bagalegt og vegna þess hve ræðan var löng ákvað borgarstjóri að bjóða upp á koníak með kaffinu sem ekki var áætlað og þá sagði Gunnlaugur Pétursson borgarritari: Kast dit brod pá vandet og du fár koniak tilbage. — Þegar starfstíma mínum hjá borgarstjóraem- bættinu lauk fór ég til Kaupmannasamtakanna og var þar í þrjú ár. Það var erfitt, enda logaði allt í illdeilum um sígilt deilumál, opnunartíma verslana, og ég tel að það hafi staðið félags- starfseminni þá mjög fyrir þrifum. Þá tók ég til við að praktísera lögfræði, opnaði stofu og rak mín mál.“ VINÁTTA VIÐ SVERRI Þú kynnist Sverri Haraldssyni á þessum árum. „Ég kynntist Sverri Haraldssyni líklegast ’65 eða 6, þegar ég hjálpaði honum að setja upp sýningar og sömuleiðis við að byggja hús í Mos- fellssveit, þar sem þau hjónin fengu vinnuað- stöðu. Þetta var upphafið að því að ég fékk þennan brennandi áhuga á myndlistinni. Við vorum þarna með búskap, einar tuttugu hænur, en svo kom Sverrir til mín og sagðist ekki vilja hafa hænurnar áfram nema ég gæti skaffað raddbandalausar hænur. Það gat ég ekki og því lagðist þetta af. Ég starfaði með Sverri allt til árs- ins 1973. Þá lauk því samstarfi enda vorum við líklegast búnir að fá nóg hvor af öðrum. Sam-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.