Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 21

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 21
ur ýmislegt neikvætt hent mig. Ég hef gert stór mistök. Sumt hefur verið gott en annað ekki. En það verður enginn óbarinn biskup. Reyndar er ég enginn biskup." Enginn trúmaöur? „Nei, það held ég ekki. Annars var ég hjá Friðriki Friðrikssyni í KFUM sem drengur og þar komst maður í kynni við ákveðna siðfræði sem eimir eftir af. Svo það er tóm vitleysa að segja að maður sé trú- laus." Huad með lífsnautnirnar? „Já, ég veit ekki, það fer eftir því hvernig þær eru skilgreindar. Góður matur, gott vín, mynd- og ijóðlistin — allt er þetta mér að skapi og reyndar fleira sem ég nefni ekki. Svo þykir mér óskaplega gaman að umgangast gott fólk og ég hef verið svo heppinn að eiga góða vini, flesta síðan á menntaskólaárunum, og að auki unnið undantekningarlítið með mjög góðu fólki. Það er gífur- lega mikils virði. Ekki síst að starfa með listamönnum, sem ég hef mik- ið gert, í bókaútgáfu, gallerísrekstri og öðru. Núna síðast í höfundar- réttarmálunum.“ HÖFUNDARRÉTTUR Segðu mér aöeins af því sem þú ert aö fást við um þessar mundir, höfundarréttinum. „Ég hafði lengi haft áhuga á að kynna mér þessi mál og þegar ég hætti með Listmunahúsið fór ég til Danmerkur og var þar í fjóra mán- uði við að kynna mér þau. Áhuginn á óneitanlega rætur að rekja tif áhuga míns á myndlistinni. En ég hef reyndar ekki síður verið að vinna að höfundarréttarmálum fyr- ir Samtök rétthafa myndbanda og að þessu hef ég einbeitt mér undan- gengin tvö ár. í myndlistinni urðu ákveðin tímamót núna síðast þegar myndlistarþingið var haldið og þessi mál rædd og ekki síður þegar ég opnaði þessar skrifstofur, sem vonandi eiga eftir að verða einhvers konar miðstöð fyrir höfundarrétt. Fermingartilboð til dæmis eftir þegar ég var að kaupa mér fermingarföt. Þá stóð ég í biðröð og einir tuttugu á eftir mér. Ef maður ætlaði að kaupa bomsur þá var líka biðröð þannig að það er ólíku saman að jafna. Það má segja að við höfum náð í dreggjarnar á gamla tímanum. Þegar ég var ungur maður, orðinn lögfræðingur, drakk ég stundum morgunkaffi með Lud- vig Storr, dönskum konsúl, sem áð- ur var giftur móðursystur minni. Hann var þá orðinn gamall maður, bar með sér andblæ upphafs aldar- innar. Fylgdist samt vel með og ég lærði margt af honum. Það er þrosk- andi fyrir ungt fólk að umgangast eldra fólk. Hann átti merkilegt málverkasafn og eitt fallegasta heimili í Reykjavík. Hann ánafnaði, ásamt eiginkonu sinni, Svövu Storr, háskólanum alla húseignina á Laugavegi 15. Kannski er myndlist-' aráhuginn að einhverju leyti líka frá honum kominn." Er það rétt að þú hafir í huga að opna nýtt gallerí? „Nei, minn tími í gallerísrekstri er liðinn. Ég hef ekkert í það að gera lengur, enda er komið yngra fólk sem hefur yfirtekið það sem ég var að reyna að gera og vonandi tekst því vel upp. Eg veit að svo verður. Maður verður að finna hvenær er kominn tími á að hætta. Það getur stundum verið erfiðara en að byrja. Mun erfiðara. Þetta er eins með höf- undarréttinn. Ég hætti með hann eftir einhver ár. Það verður að vera hreyfing." En þau tímamót eru kannski meira persónuleg. Svo má nefna lögin um fylgirétt sem kveða á um að lista- menn skuli fá greitt í hvert sinn sem verk þeirra eru seld áfram, að 10% af verði verksins renni til myndlist- armannsins sjálfs eða erfingja hans. En það er mikið óunnið enn og ég fylgi í kjölfar þeirra Sigurðar Reynis Péturssonar og Ragnars Aðalsteins- sonar. Sigurður hefur unnið fyrir STEF og er eiginlega guðfaðir höf- undarréttarins hér á landi, Ragnar aftur verið fyrir rithöfunda. Miðað við þá er ég bara barn í þessum mál- um. í kvikmyndunum er það helst að gerast að ég hef ásamt Magnúsi G. Kjartanssyni, framkvæmdastjóra Samtaka rétthafa, verið að vinna að því að hreinsa myndbandamarkað- inn af ólöglegu efni og ennfremur að stofna heildarsamtök þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Þau verða vonandi að veruleika innan tíðar. Þetta er mjög spennandi mál, höf- undarréttur, ekki síst með tilliti til nýrrar tækni. Þá koma inn í þetta gervihnattasendin gar, tölvuforrit og margt fleira þess háttar." FORTÍÐ OG HREYFING Þetta gamla hús sem við erum í núna og þú hefur gert upp. Hefurðu mikinn áhuga á þvíumlíkum mál- um? „Ég er mjög mikið fyrir gamla tíma — að því tilskildu að hægt sé að nota þá til einhverrar viðmiðunar í samtímanum. Mín kynslóð hefur lif- að gífurlegar breytingar og ég man W VISA sem samanstendur af; Kransaköku, rjómatertu, Sachertertu, „Allt fyrir konuna“, Mokkatertu, brauðtertu, skúffuköku og snittum Losnið við áhyggjur og fyrirhöfn Heimsendingarþjónusta Verðhugmyndir 20 manna veisla 13.500.- 30 manna veisla 18.900.- 40 manna veisla 24.400.- Þéttni og þykkt beina eykstþar til um fertugsaldur. Mikilvægt er að bein hafi náð fullum styrk og þroska þegar úrkölkun ágerist. Einnig verðurað gæta þess að fá nægilegt kalk úr fæðunni til að hamla á móti beingisnun. \ Við eðiílegar aðstæður getur mjólk dregið úr tannskemmd- um. Hið háa hlutfall kalks, fosfórs og magnium er verndandi fyrir tennurnar. Tilþess að beinabygging verði eðlileg þarfhlutfall hinna ýmsu steinefna í fæðunni að vera rétt. I mjólk eru þessi hlutföll mjög hagstæð. Hvernig ertuinn viö beinið? Hefurðu hugsað út í það að beinin eru kalkbanki líkamans-banki sem er í stöðugri endurnýjun, líka á fullorðinsárum. Ef líkaminn fær ekki nægilegt kalk úr fæðunni gengur hann á forða kalkbankans og úrkölkun beina (beingisnun) á sér stað. Þess vegna er afar mikilvægt að tryggja sér nægilegt magn af kalki úr fæðunni alla ævi. Mjólkog mjólkurvörur eru lang mikilvægasti kalkgjafinn og alhliða næringargildi mjólkurinnar er með því besta sem við þekkjum. Kalkþörfin er mismunandi eftir kyni og aldri frá 2-4 mjólkurglös á dag. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.