Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 31

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 31
Nálœgt gosstödvunum viö Leirhnjúk. Hér þræöir Mývetningur í fullum skrúöa vélfák sinn yfir snjóhrú milli naktra hraunhólanna þar sem heitt hrauniö hræöir af sér allan snjó. I* ' " - 'Z ?. ‘ Mývatn og nágrenni þess, Mývatnssveitin, eru ad margra áliti glæsilegasta náttúrusmíd jaröar. Þar eru stórkostlegar minjar eldsumbrota; gígar, hraunflákar, hraundrangar, sandauönir, hverir, og andstœöur þessa alls, vatniö, fjölskrúöugur gróöur og auöugt fuglalíf. Fyrir um 3.500 árum var mikil eldvirkni á hálendinu ofan dala í Suöur-Þingeyjarsýslu. Ofan Laxárdals stíflaö- ist afrennsli svœöisins svo stööuvatn myndaöist. Vatniö er fjóröa stœrsta stööuvatn á íslandi, 36,5 ferkílómetrar aö stærö, í 277 m hœö y.s. Byggö hófst snemma viö þetta fagra stööuvatn og upp byggöist Mývatnssveit. í Landnámu er getiö um nokkra bœi þar. Ariö 1703 voru íbúar sveitarinnar um 240 en nálgast nú 600. Og finnst sumum nóg komiö. Á sumrin er Mývatnssveitin ið- andi af lífi. Þangað streymir fjöldi ferðalanga sem vilja njóta útivistar og fegurðar sveitarinnar í friðsælu umhverfi. Náttúrufegurð Mývatns er landslýð vel kunn enda liggur þangað meiri ferðamannastraumur en til flestra annarra staða á íslandi. Hópferðabifreiðir á að vera jafnt sem önnur farartæki, ferma ferða- fólk til staðarins. Litskrúðugar tjald- borgir breiða úr sér á grasbölum, svo vart sér í stingandi strá, og hvert sem litið er ber fyrir augu stikandi ferðalanga upp um allar hlíðar, á fjallstoppum og úti á vatninu. Vetur gengur í garð og klæðir Mývatnssveit í hvítan vetrarham- inn. Sveitin tekur á sig annan svip í vetrarsnjónum og línur landslagsins verða mýkri. Þar sem áður var iðja- grænn kjarrgróður og grýttar hraunbreiður hvíla snjóalög, jafnvel fagurlitaðar hlíðar Námaskarðsins eru sveipaðar skjannahvítum feldi. Mývatn, sem skartaði sínu fegursta yfir sumartímann með gróðursæl- um eyjum og fjölskrúðugu lífríki, er ísilögð flatneskja. Kyrrðin hvílir yfir, þögn víðáttunnar, allt er hreint og hvítt og vegir liggja til allra átta. VELSLEÐAFAR Vetrarferðalög verða sífellt vin- sælli hér á landi og Mývatnssveit er kjörland til slíkra ferða. Auk ein- stakrar náttúrufegurðar er þar gott hótel, góð sundlaug, troðin göngu- skíðabraut og vélsleðaleiga. Er hægt að hugsa sér skemmtilegra svæði til útivistar að vetri? Undirrituð áttu kost á slíkri ferð fyrir skömmu. Árla á laugardags- morgni, í suddaveðri og leiðinda- roki, var stigið upp í flugvél á Reykjavíkurflugvelli og flog- ið skýjum ofar til Akureyrar. Á Akureyri var heiðríkja og stilla, þar beið okkar rúta sem keyrði til Mý- vatns. Eftir aðeins tveggja og hálfs tíma ferðalag frá Reykjavík var tekið á móti okkur fyrir utan Hótel Reyni- hlíð í Mývatnssveit. Hótelið er opið árið um kring og er hið glæsileg- asta. Þegar við höfðum komið okk- ur fyrir í vistlegum hótelherbergj- unum var snæddur Ijúffengur Mý- vatnssilungur — meira sælgæti er ekki hægt að bera á borð. Að lokn- um málsverði var okkur dembt á vélsleða og þeyst í norðurátt. Á um hundrað kílómetra hraða var haldið á vit öræfanna og gos- stöðvanna norðan Mývatns. Farið var að Hlíðarfjalli, ekið á Sauða- hnjúk og aðra tinda þar í nágrenn- inu, en útsýni er ægifagurt þar til allra átta. Geyst var yfir yngsta hraun á íslandi, er upp kom í sept- ember árið 1984 í svokölluðum Kröflueldum. Hraunið bræðir ekki af sér snjóinn nema í nánasta um- hverfi gíganna. Þar var ekið í gufu- mekki og yngstu gosstöðvar á Is- landi kannaðar. Inni á hraunbreið- unum hafa Mývetningar reist fjalla- skála, grjót og torf hið ytra en plast- kúluhús með parketi að innan. Hús- ið er nefnt Snæbjarnarhíði og stendur ólæst en þar er tilvalinn staður til að snæða nesti. Komið var að Víti og vélsleðunum beitt þangað ofan í og bensíngjöfin sett í botn. Ekki var laust við að þeir sem aldrei höfðu stjórnað vélsleða áður ættu í nokkrum erfiðleikum með að kom- ast upp aftur. Eftir um sjö klukku- tíma þeysireið um óbyggðir var komið í byggð á ný. AÐ DORGA Á ÍS Eftir að kinnarjóðum vélsleða- köppum hafði verið skenkt kaffi á Hótel Reynihlíð var haldið í spyrnu- keppni og kappakstur á ísiþöktu Mývatni — þar sem Mývetningar sátu að dorgveiðum við Geiteyjar- strönd. Hver holan rekur aðra niður um 80 sentimetra þykkan ísinn og sitja mývetnskar ungmeyjar þar við hlið mývetnskra öldunga og pota öngli niður um ís. Á önglinum er rækja úr kaupfélaginu og öðru hvoru lætur Mývatnssilungurinn glepjast af rækjunni og er skömmu síðar al- blóðugur ofan íss. Sumir Mývetn- ingar hafa um 60 ára reynslu af dorgveiði og þykir veiðin mikil íþrótt og eru menn misfengsælir. Eftir að hafa bariö Mývetninga augum við dorgveiðar — en þá skemmtun ættu fæstir að láta fram hjá sér fara — héldum við á hótelið. Það sem heillar þó alltaf mest í Mývatnssveit — fyrir utan Mývetn- ingana sjálfa — er náttúrufegurðin og lítum aðeins á hvernig Mývatns- sveit varð til. Mývatnssveit er í vesturjaðri eld- virka beltisins, sem liggur um Norð- urlandið þvert frá norðri til suðurs, og eru allar jarðmyndanir því mjög ungar á jarðsögulegan mælikvarða. Ekki eru nema rúmlega 10.000 ár síðan meginjökull huldi allt Island og alla Mývatnssveit. Ekkert Mý- vatn var þá til og breiddi kaldur jökullinn sig eins langt suður og augað eygir. En með hlýnandi veðr- áttu hörfaði jökullinn og skildi eftir sig grjót og möl sem hrúgaðist upp við jökulröndina. Eftir síðasta kuldaskeið ísaldar- innar greinist jarðsaga Mývatns- sveitar í tvö tímabil, sem hvort um sig hófst með mikilli eldvirkni. Fyrra tímabilið hófst fyrir um 8.000 árum með miklu eldgosi og mynd- uðust þá Lúdentsborgir, sérkennileg gígaröð. Lúdentsgígurinn, sem borgirnar draga nafn sitt af, er sprengigígur sem líklega hefur orð- ið til við gos í grunnu stöðuvatni. Eftir Lúdentsgosið hélt eldvirkni áfram með hléum í áratugi eða aldir. ELDVIRKNI Næsti stórviðburður sem hafði af- gerandi áhrif á landslag Mývatns- sveitar hófst fyrir um 3.500 árum með miklu eldgosi austan Bláfells og myndaðist þá m.a. Ketildyngja. Hraunið breiddist yfir suðurhluta Mývatnssveitar og stíflaði afrennsli svæðisins svo stöðuvatn myndaðist. Hraunið hélt áfram niður Laxárdal og út í Aðaldal, langleiðina til sjávar í Skjálfanda. Að loknu gosinu í Ketildyngju var Mývatnssveit svört eyðimörk. Fyrir um 2.800 árum gaus Hekla gífur- legu gjóskugosi og sveitin varð aftur eyðimörk, nú hvít. Eldvirkni hófst að nýju fyrir um 2.500 árum og myndaðist þá nátt- úruperla Mývatnssveitar, Hverfjall, á nokkrum dögum eða vikum. Gos- ið kom upp á 7,5 km langri sprungu og liggur Hverfjall syðst á sprung- unni. Hverfjall myndaðist í gífur- legu sprengigosi er vatn náði að snöggkæla kvikuna í gígrásinni. Nú líða ekki nema 500 ár þar til annað eldgos brýst út og skyggir í mikilleik sínum á öll önnur umbrot á þessu svæði á nútíma, Þrengsla- borgagosið. Gossprungan var 10 km löng frá Hverfjalli til Bláfjalls. Nyrðri hluti sprungunnar nefnist Lúdentsborgir, en syðri og meiri hluti sprungunnar nefnist Þrengsla- borgir. Hraunið flæddi yfir Mývatns- sveit og þakti land frá Þrengslaborg- um til Mývatns. Hraunið flæddi út í vatnið og þakti það allt. Streymdi niður Laxárdal og hylur stóran hluta Aðaldals. í Þrengslaborgahrauninu eru Dimmuborgir, sem eiga ekki sinn líka. Allir gervigígar Mývatns- sveitar og flestar eyjar vatnsins eru einnig sköpunarverk þessa hrauns. Að gosinu loknu var Mývatnssveit orðin að þeim undrastað, sem nú laðar að ferðamenn um langan veg. Það tók nokkrar aldir að klæða hraunið gróðri, en grundvöllurinn var lagður að því landslagi Mývatns- sveitar er við þekkjum í dag. Síðan hafa orðið nokkur eldgos, t.d. Mý- vatnseldar árið 1727 og nú síðast svokallaðir Kröflueldar, sem hófust árið 1975 og standa enn. Ef „heppn- in“ er með er möguleiki á eldgosi inn við Leirhnjúk nú þegar vélsleða- mótið stendur sem hæst. Sá undraheimur sem hér hefur verið lýst er engu síðri að vetri en sumri. Raunar breytist umhverfið svo mjög við vetrarskrúðann að sá er þekkir Mývatnssveit vel að sum- arlagi getur auðveldlega villst þar sökum ókunnugleika á veturna. Fyrir þá sem einhvern tímann hafa á vélsleða stigið og vita hve stórkostlegt það er að þjóta á feikna- hraða um snævi þa ktar breiður ættu ekki að láta Mývatnssveit framhjá sér fara. Fyrir hina sem aldrei hafa reynt farkostinn er hér um hina mestu ævintýrareið að ræða og síst hættulega þó geyst sé farið. Að loknum góðum vetrardegi í Mývatnssveit er upplagt að slappa af í ágætri sundlaug Mývetninga og eru þar heitir nuddpottar og „sauna". Enginn verður vonsvikinn af helgardvöl í vetrarparadís Mývatns- sveitar þar sem berja má augum andstæður elds og íss og njóta frið- sældar í vinalegri sveit. Þess ber og að geta að þó kynni við náttúru sveitarinnar skilji mikið eftir eru Mývetningar ekki síður sérstakir en náttúran þar. Kynni við þá gleymast seint. Adalheiður E. Ásmundsdóttir, Björn Hróarsson jarðfræðingur. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.