Helgarpósturinn - 03.03.1988, Side 32
VETTVANGUR
Dylgjur HP í garð Alþýðublaðsins
Herra ritstjóri.
I síöustu tveimur tölublöðum af
Helgarpóstinum (18. febrúar og 25.
febrúar sl.) hafa birst greinar sem
blaðamaðurinn Ólafur Hannibals-
son er skrifaður fyrir og fjalla um
valdabaráttuna innan SÍS.! þessum
umgetnu greinum er fjallað um Al-
þýðublaðið á mjög rangan og mis-
vísandi hátt og ber mér skylda til að
leiðrétta þennan fréttaflutning ef
einhverjir lesendur Helgarpóstsins
skyldu hafa álpast til að trúa skrif-
um blaðamannsins Ólafs Hannibals-
sonar.
í grein Helgarpóstsins þ. 18. febrú-
ar, sem birtist undir fyrirsögninni
„Forstjóri SÍS milli steins og
sleggju?", er þeirri kenningu haldið
fram, að áhrifamikil öfl rói nú að því
öllum árum að rýja forstjóra SÍS,
Guðjón B. Ólafsson, trausti og tiltrú
innan Sambandsins sem utan. Síðan
segir: „Víðtæk ófrægingarherferð
er í gangi innan veggja Sambands-
ins og teygir hún iðulega anga sína
Áfram heldur blaðamaðurinn
Ólafur Hannibalsson að vitna í Al-
þýöublaðið og er það of langt mál til
að endursegja í stuttri svargrein. En
inntak greinar blaðamannsins, hvað
Alþýðublaðið varðar, er þetta:
Röngum og neikvæðum upplýsing-
um um Guðjón B. Ólafsson var kom-
ið fyrir í Alþýðublaðinu til að sverta
mynd forstjórans. Þessum upplýs-
ingum hafi verið „plantað" skipu-
lega og í réttri tímaröð í Alþýðublað-
ið með það eitt fyrir augum að grafa
undan forstjóranum.
Um þessar fullyrðingar Ólafs
Hannibalssonar er það eitt að segja,
að þær eru endaleysa og hugar-
burður blaðamannsins frá upphafi
til enda.
Alþýðublaðið hóf fyrst íslenskra
fjölmiðla umfjöllun um átökin innan
SÍS. Fyrsta grein Alþýðublaðsins um
valdabaráttuna í SIS birtist þ. 6.
febrúar sl. Reyndar hafði birst ítar-
legt viðtal við Guðjón B. Ólafsson,
forstjóra SÍS, í sumar eða þ. 13. júní
6. febrúar. Ég vísa því alfarið á bug
sem ritstjóri Alþýðublaðsins að ut-
anaðkomandi öfl hafi á nokkurn
hátt komið röngum upplýsingum
fyrir í Alþýðublaðinu í því skyni að
draga upp svarta mynd af Guðjóni B.
Ólafssyni, enda hefur Alþýðublaðið
enga löngun til að sverta forstjóra
SÍS né nokkurn annan mann sem
hjá Sambandinu starfar, heldur hef-
ur þá einu stefnu í þessu máli að
segja á sem réttastan og hlutlægast-
an hátt frá atburðunum innan SIS.
í Alþýðublaðinu 13. febrúar ritaði
blaðamaður Alþýðublaðsins, Hauk-
ur Holm, grein um áframhaldandi
átök innan SÍS í kjölfar þess að
Smárahvammslandið hafði verið
selt undan Sambandinu. Þar var
staða Guðjóns B. Ólafssonar til um-
fjöllunar en eins og komið hefur í
ljós hafa sú sala og önnur mál sem
ekki hafa gengið upp hjá SÍS á síð-
ustu misserum verið notuð sem
vopn í valdabaráttunni. Að öðru
leyti var meginuppistaðan í grein
inn í fjölmiðla. Einna gleggst hefur
hún komið upp á yfirborðið i Al-
þýðublaðinu síðustu tvo laugar-
daga. Þar er haft eftir ónafngreind-
um háttsettum mönnum innan
Sambandsins að stjórnarferill hans
sé ein samfelld ,,óhappakeðja“:
Slæm skuldastaða SIS, rekstrarerfið-
leikar kaupfélaganna, Útvegs-
bankamissirinn, Sölvhólsgötusalan,
Kirkjusands-,,ævintýrið“ og nú
„Smárahvammshvarfið"."
í Helgarpóstinum 25. febrúar er
blaðamaðurinn Ólafur Hannibalsson
enn þeirrar trúar að menn innan
Sambandsins sem stundi ófræg-
ingarherferð gegn forstjóra sínum
komi fyrir lygasögum um Guðjón B.
Ólafsson í Alþýðublaðinu. Olafur
Hannibalsson skrifar: „Sá orðrómur
fékk byr undir báða vængi að ísfirð-
ingarnir Guðjón og Kjartan R Kjart-
ansson hefðu samið alvarlega af sér
í viðskiptum við ísfirðinginn Jón B.
Hannibalsson við söluna á Sölvhóls-
götueignunum svo að næmi eitt
hundrað milljónum króna. Var með-
al annars séð um að leka þessum
upplýsingum í Alþýðublaðið sem
var að vonum fegið, að geta gefið
fjármálaráðherranum rós í hnappa-
gatið fyrir þessa samninga."
En blaðamaðurinn Ólafur Hanni-
balsson hefur þar með ekki sagt sitt
síðasta orð um hlut Alþýðublaðsins
í valdaátökunum innan SÍS. Hann
skrifar aftar í sömu grein: „Nú þótti
tími til kominn að hefja áróðurinn
gegn Guðjóni B. í Alþýðublaðinu 6.
febrúar birtist grein um „Átök í SÍS“,
sem „áhrifamaður innan SÍS“ er
borinn fyrir. Þar er slegið á strengi
Alþýðuflokksins og byrjað á því að
segja, að spurningar hafi vaknað
um framtíðarstefnu Sambandsins,
hvort SÍS eigi að vera „neytenda-
samvinnufélag eða nánast ein-
göngu framleiðslusamband"."
sl. þar sem hann ræddi um málefni
Sambandsins og sagði m.a. að rekst-
urinn hefði reynst þyngri en hann
átti von á.
Við þetta er að bæta, að Alþýðu-
blaðið átti efnismikið viðtal við
Guðjón B. Ólafsson forstjóra þ. 28.
nóvember sl. og birtist það á heil-
síðu í laugardagsblaði Alþýðublaðs-
ins. Þar talaði forstjóri SIS opið um
málefni Sambandsins og tjáði sig
m.a. um hag og framtíð SÍS i kjölfar
þeirrar ákvörðunar stjórnar SÍS að
flytja höfuðstöðvar Sambandsins að
Kirkjusandi í stað þess að byggja á
Smárahvammslandinu eins og flest-
ir töldu að gert yrði á þeim tíma.
Þessi viðtöl og þau viðtöl sem Al-
þýðublaðið hefur átt við Guðjón B.
Ólafsson forstjóra síðan hafa i einu
og öllu mótast af gagnkvæmu
trausti þar sem leikreglurnar hafa
verið virtar á báða bóga.
I grein Alþýðublaðsins þ. 6. febrú-
ar sl. fjallaði Kristján Þorvaldsson,
fréttastjóri Alþýðublaðsins, á yfir-
vegaðan og vandaðan hátt um þau
átök sem eiga sér stað innan SÍS og
rakti erfiða rekstrarstöðu fyrirtækis-
ins og helstu ágreiningsatriði milli
gömlu forystunnar og hinnar nýju.
Við gerð fréttaskýringarinnar átti
Kristján samtöl við fjölda manna í
Sambandinu og samvinnuhreyfing-
unni. Að sjálfsögðu voru menn ekki
fúsir á þessu viðkvæma stigi málsins
— þegar átökin voru fyrst opnuð
opinberlega í fjölmiðli — að segja
staðreyndir undir fullu nafni. Enda
er hverjum fjölmiðli skylt að verja
heimildir sínar ef svo ber undir. Það
reyndist erfitt að ná upplýsingum
saman um valdabaráttuna í SÍS en
Kristján Þorvaldsson fréttastjóri
sýndi bæði úthald og vandvirkni við
að koma brotunum saman í heillega
fréttaskýringu sem vakti geysilega
athygli þegar hún birtist í blaðinu þ.
Hauks Holm umfjöllun um þær
framkvæmdir sem nýir eignaraðilar
að Smárahvammslandinu hyggjast
hefja á landinu. Fréttaskýring
Hauks Holm var byggð á fjölmörg-
um samtölum við ýmsa aðila innan
SÍS og utan og vakti ennfremur
mikla athygli lesenda. Það er al-
rangt og hrein ímyndun blaða-
mannsins Ólafs Hannibalssonar að
upplýsingum í þessa grein Hauks
hafi verið „plantað" af andstæðing-
um Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra.
Báðir umgetnir blaðamenn,
Kristján Þorvaldsson og Haukur
Holm, eru einkar vandaðir og gætn-
ir blaðamenn sem vanda vel til
vinnu sinnar. Atvinnurógur á borð
við þann sem blaðamaðurinn Ólaf-
ur Hannibalsson hefur gert sig sek-
an um að dreifa um starfsbræður
sína er mjög alvarlegur og verður
að teljast brjóta í bága við eina af
greinum siðareglna Blaðamanna-
félagsins.
Þriðja grein Alþýðublaðsins um
átökin í SlS-veldinu birtist 20. febrú-
ar sl. Þá birti Alþýðublaðið ítarlegt
viðtal við Guðjón B. Ólafsson, for-
stjóra SÍS, þar sem hann var spurður
um átökin í Sambandinu. Blaða-
maður Helgarpóstsins, Ólafur
Hannibalsson, minnist hvergi á það
viðtal í hinni makalausu grein sinni
þ. 25. febrúar sl., enda kannski erfitt
að staðhæfa að ítarlegu viðtali upp
á fjórar síður við Guðjón B. Ólafsson
hafi verið „plantað" af andstæðing-
um hans í Álþýðublaðið.
Helgarpósturinn var stofnaður ár-
ið 1979 af hugsjónamönnum í ís-
lenskri blaðamennsku; blaðamönn-
um sem óskuðu einskis fremur en
að geta stundað fag sitt í friði fyrir
pólitískum þrýstingi blaðeigenda.
Sú stefna sem Helgarpósturinn
markaði, að stunda aðeins hlutlausa
og óháða fréttamennsku, hefur
staðist í megindráttum gegnum tíð-
ina. Sumir hafa viljað kalla Helgar-
póstinn brautryðjanda rannsóknar-
blaðamennsku á Islandi.
Þess vegna vekur það furðu mína,
að blaðamaður skuli leyfa sér einka-
skoðanir í pólitískum umræðugrein-
arstíl í fréttagrein i Helgarpóstinum.
Þegar við bætist að sami blaða-
maður gerir starfsbræðrum sínum á
öðrum miðli upp óvönduð vinnu-
brögð. og sakar þá beinlínis um
dómgreindarleysi og aðild að
ófrægingarherferð er málið að sjálf-
sögðu orðið öllu alvarlegra. Og ekki
batnar ritstjórnarstefna Helgar-
póstsins þegar títtnefndur blaða-
maður, Ólafur Hannibalsson, dreg-
ur greinilega taum forstjórans Guð-
jóns B. Ólafssonar í hinu flókna
valdatafli og stefnuágreiningi sem
nú á sér stað innan Sambandsins. Þá
fer maður að spyrja sig: Hvað er
orðið um hina óháðu og sjálfstæðu
rannsóknarblaðamennsku Helgar-
póstsins?
Nema að ný ritstjórnarstefna ráði
ríkjum á Helgarpóstinum.
Með þökk fyrir birtinguna,
Ingólfur Margeirsson,
ritstjóri Alþýðublaðsins.
Ingólfur Margeirsson er ritstjóri
Alþýðublaðsins. Ég á því láni að
fagna að vera það ekki. Ingólfur
Margeirsson ræður því efni og fram-
setningu Alþýðublaðsins, en ekki
lengur efni og framsetningu Helgar-
póstsins. Ég hef ekki gert athuga-
semdir við ritstjórn hans á Alþýðu-
blaðinu, eða blaöamennsku á því
ágæta blaði, eins og Ingólfur gerir
nú við ritstjórnarstefnu Helgar-
póstsins.
Það er rétt hjá Ingólfi Margeirs-
syni, að umræddar greinar Alþýðu-
blaðsins vöktu mikla athygli les-
enda, þar á meðal mína. Ég hafði
áður ekki heyrt þá kenningu, að for-
ráðamenn SÍS hefðu glutrað niður
100 milljónum króna á sölu Sölv-
hólsgötueignanna. Ég spurði því
þessa forráðamenn hreint út og
fékk hjá þeim gögn um staðreyndir
málsins. Einnig þóttu mér athyglis-
verð samskipti SÍS og bæjarstjórnar
Kópavogs varðandi Smárahvamms-
landið og spurði því áðurgreinda
forráðamenn SÍS um þeirra viðhorf
til úrslita þess máls og kom þeim á
framfæri, enda höfðu áður birst í
blöðum (þar á meðal Alþýðublað-
inu) sjónarmið annarra aðila máls-
ins.
Það, sem þó ekki síður vakti at-
hygli mína í greinum Alþýðublaðs-
ins, var sú staðreynd, að innan SÍS
skyldi slíkur orðrómur vera á kreiki
um þessi mál, sem þar kom fram. Ég
ákvað því að kanna málið í sam-
ræmi við gróna rannsóknarblaða-
mennskuhefð Helgarpóstsins. Nið-
urstaðan var grein sú, sem ég birti í
síðasta blaði. Eftirleikurinn hefur
sýnt óvefengjanlega fram á, að þar
hafði ég í öllum atriðum, sem máli
skipta, rétt fyrir mér.
Ég vísa á bug öllum ásökunum um
að ég hafi verið með dylgjur um
heilindi blaðamanna Alþýðublaðs-
ins. Þvert á móti er ég blaðinu þakk-
látur fyrir að hafa komið upp á yfir-
borðið og á prent þeim rógi Hildi-
ríðarsona, sem greinilega hafði
grasserað nokkurn tíma innan vé-
banda Sambandsins, og koma hon-
um þannig í svo áþreifanlegt form,
að hægt var að taka á honum og
rekja hann til föðurhúsanna.
Skoðanir manna á því, hvernig
blaðamenn halda á sínum málflutn-
ingi, eru eðlilega skiptar, og ef Ing-
ólfi finnst að Alþýðublaðið hafi
ástundað góða blaðamennsku í
þessu máli, en ég vonda, vil ég ekki
verða til að svipta hann þeirri
ánægju.
Og óháða fréttamennsku mun ég
áfram stunda, en um hlutleysi lofa
ég Ingólfi engu, enda man ég ekki til
að það hafi verið aðalsmerki Helg-
arpóstsins hingað til gagnvart
rangsleitni, kúgun og illgirni og
verður vonandi ekki í framtíðinni.
Ólafur Hannibalsson
32 HELGARPÓSTURINN