Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 39

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 39
FRÉTTAPÖSTUR Efnahagsaðgerðir r íkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin kynnti nýjar efnahagsaðgerðir í byrjun vikunnar, í kjölfar samninga Verkamanna- sambandsins og vinnuveitenda. Um er að ræða í fyrsta lagi 6% gengisfellingu krónunnar og í öðru lagi samdrátt í framkvæmdum og útgjöldum hins opinbera. Uppsafnaður söluskattur í fiskvinnslu og útgerð verður endurgreiddur, alls 587 milljónir króna. Launaskattur í sjávarútvegi og samkeppn- isgreinum fellur niður frá 1. júli, sem gera 200 milljónir króna. Skuldbreytingar eiga sér stað í sjávarútvegi upp á 370 m.kr. Útgjöld til vegamála lækka frá því sem ætlað var um 125 m.kr. og fram- lag til byggingasjóða ríkisins um 100 m.kr. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lét bóka mótmæli sin við þessu síðasttalda, enda var hún í óðaönn að mæla fyrir nýju en umdeildu frumvarpi um kaupleiguíbúðir og ekki var hún heldur ánægð með þá ákvörðun rikisstjórnarinnar að fresta um ár áformum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem á að spara 260 milljónir. Gjald á erlendar lántökur verður 6% í stað 3%, en fellur niður á næsta ári, og þetta á að skila inn 290 m.kr. Ýmislegt fleira á að gera, en i heild þýða aðgerðirn- ar að tap fiskvinnslunnar verður 1,5% í stað 5%. Verðbólga frá upphafi árs til enda verður 15% i stað 10% og á milli ára 25% í stað 18%. Samningar Samningar vinnuveitenda og atvinnurekenda hafa nú verið bornir undir atkvæði í nokkrum fé- lögum. Þeir hafa sums staðar verið felldir en sam- þykktir annars staðar. Á fundi verkamannafélags- ins Dagsbrúnar í Reykjavík voru samningarnir samþykktir naumlega, með 240 atkvæðum gegn 217. Þegar úrslit lágu fyrir brutust út mikil mót- mæli á fundinum og fjöldi manna gekk úr salnum. Atkvæðagreiðslan fór fram með handauppréttingu og hefur nú verið kærð til ASÍ þar sem þeir er sáu um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar eru ásakað- ir um að hafa talið rangt. um var gert að greiða 100.000 kr. í skaðabætur og málskostnað. Þessi dómur er einstæður fyrir þá sök að þetta er í fyrsta sinn sem maður er bæði dæmdur til fangelsis- og hælisvistar hér á landi. Ekkert hæli er til i landinu fyrir afbrotamenn. SBIwj'V*'’1*" ; " ;.r; .7 „dvirsk»ð«dl--1S _e- íatV cvörðun um brottrete .fAi Vmrft að taka f y1 Sambandsmál Margslungin deilumál hafa risið innan Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. í siðustu viku rak stjórn dótturfyrirtækis sambandsins, Ice- landic Seafood Co., forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þá Eystein Helgason og Geir Magn- ússon, úr starfi vegna persónulegs ágreinings við stjórnarformanninn Guðjón B. Ólafsson, sem jafn- framt er forstjóri sambandsins. Einnig blandast inn í málið krafa Vals Arnþórssonar, stórnarfor- manns SÍS, og Erlendar Einarsonar, frv. forstjóra SÍS, að rannsökuð verði sú staðhæfing að Guðjón hafi fengið laun umfram samninga er hann var sjálfur forstjóri Icelandic Seafood, en áður höfðu bandariskir endurskoðendur staðhæft að um slik- ar greiðslur hefði ekki verið að ræða. (Sjá nánari umfjöllun annars staðar í blaðinu.) Fréttapunktar • Hæstaréttardómur er fallinn i máli Steingrims Njálssonar vegna kynferðisafbrota gegn þremur ungum drengjum. Steingrímur var fundinn sekur og dæmdur til 9 mánaða fangelsisvistar, auk 15 mánaða hælisvistar að fangelsisvist lokinni. Hon- • Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú sent skýrslu til rikissaksóknara vegna kæru 20 ára Eskfirðings á hendur lögreglunni, en hann tví- brotnaði á hægri handlegg i meðförum lögreglunn- ar. Málið bíður nú afgreiðslu hjá saksóknara- embættinu. • í nýjasta hefti _ Heilbrigðistíðinda, timarits Krabbameinsfélags íslands, kemur fram að hjarta- og æðasjúkdómar eru langalgengustu dánarorsak- ir á íslandi. Á árunum 1981—1985 voru að meðal- tali um 50% dauðsfalla af þeirra völdum. • Dómsmálaráðherra, Jón Helgason; hefur sett 190% jöfnunargjald á innfluttar franskar kartöfl- ur en gjaldið var áður 40%. Stutt er siðan fjármála- ráðherra, J 'm Baldvin Hannibalsson, gaf innflutn- ing á frönskum kartöflum frjálsan en gjaldtakan þýðir að verð kartaflnanna mun tvöfaldast. • Greiðslur útvarps- og sjónvarpsstöðva til menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva voru til umræðu á Al- þingi en mörgum þótti sem greiðslur Stöðvar 2 væru lágar miðað við þá hlutdeild sem stöðin hefði í auglýsingamarkaðnum. Birgir ísleifur Gunnars- son hét því að málið yrði kannað nánar. • Jón Loftur Árnason var efstur á Reykjavíkur- skákmótinu eftir sex umferðir og með betra tafl í biðskák sjöundu umferðar þar sem hann tefldi við næstefsta mann mótsins, Þröst Þórhallsson. Tefld- ar verða ellefu umferðir á mótinu. • Ný umferðarlög tóku gildi 1. mars. Breytingarn- ar eru umtalsverðar, en helst er að nefna að nú á að hafa ljósin á allan sólarhringinn við akstur og bíl- belti framsæta spennt sömuleiðis, að viðlagðri sekt. Nefna má að við minniháttar umferðaróhöpp þarf ekki lengur að kalla til lögreglu, heldur útfylla eyðublöð sem hver ökumaður á að hafa í bíl sinum. • Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um kaup- leiguíbúðir hefur mætt óvenjuharðri andstöðu af stjórnarfrumvarpi að vera. Stjórnarliðar hafa gert ýmiss konar athugasemdir við frumvarpið og vinnubrögð ráðherra og hefur ráðherra brugðist hart við þessum röddum og telur hugsanlegt að verið sé að gera henni óbærilegt að gegna starfi sinu. Andlát Látin er Guðrún Á. Simonar óperusöngkona, 64 ára að aldri. GÆÐI = HAGNAÐUR Plastkörin, vörupallarnir og aðrar umbúðir frá Borgarplasti stuðla að auknum gæðum. ★ Fisskör, 310 - 1000 lítra. ★ Vörupallar, þrjár stærðir. ★ Línubalar, tvær stærðir. ★ Humartunnur. ★ Lýsistankar. ★ Fiskeldisvörur. ★ Fjölmörg önnur ílát. í allar okkar vörur eru notuð efni viður- kennd af U.S. F.D.A. undir matvæli. Komið á bás D 101 á Sjávarútvegssýn- ingunni og látið sannfærast. Vörupallar Fiskikör 660 lítrar PÍÚIH i Vesturvór27 200 Kópavogur, Island Sími 46966 Telex 3000 Simtex IS Símnefni: Borgarplast HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.