Helgarpósturinn - 07.04.1988, Page 14

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Page 14
Tréborg, Reykjavíkurvegi 68 Steinar, Strandgötu 37 Söluturninn Miövangi ATH.! Ekki lengur í Bókabúöum Böðvars DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Það gekk nú ekkert lítið á hérna á heimilinu um það leyti sem aðrar fjölskyldur voru að skreyta allt hjá sér með gulum ungum, máluðum hænueggjum og handsaumuðum páskadúkum eftir húsmæðurnar. Allir gömlu páska-ungarnir okkar eru að vísu eineygðir eða einfættir, svo þeir punta ekki mikið, pabbi missti líka í fyrra kassann með mál- uðu eggjunum og mamma á ekki einn einasta páskadúk, þó hún hafi verið í Kvennó í gamla daga... svo þetta hefðu víst hvort sem er aldrei getað orðið almennilegir páskar hjá okkur! En það var útvarpsþáttur á Stjörnunni sem sá endanlega til þess að hátíðin rústaðist. Mamma var að reyna að búa til eitthvert sítrónufrómas seinnipart- inn á laugardaginn og kveikti á út- varpinu, vegna þess að hún veit ekkert leiðinlegra en að vesenast í eldhúsinu. En hún hefði sko betur látið sér leiðast, maður... Hún lenti nefnilega á þætti um fóstureyöing- ar, sem er eitt af þessum málum sem mamma getur froðufellt út af. Þetta var svona þáttur þar sem einn kall situr í stúdíói og svo hringir fólk í hann og segir hvað því finnst. Því miður var mamma voðalega ósam- mála flestum, sem komust að í þætt- inum, og eftir smástund var hún sest við símann — alveg óð að ná sam- bandi við Stjörnuna. (Það þarf ekki að taka það fram, að frómasið fór i tunnuna. Addi bróðir var sendur út í sjoppu eftir emmess-ís rétt fyrir lokun um kvöldið, þegar ég benti pabba á að við yrðum annars desertlaus á páskunum! Glætan...) Það var alveg hellingur af köllum, ÖKUM EINS OG MENN! eins og þú vilt að aðrir aki! UMFERÐAR RÁÐ sem hringdu í útvarpsmanninn, og sumir voru m.a.s. fullir, þó það væri ekki einu sinni kominn kvöldmatur. Þeir voru allir alveg ógeðslega mik- ið á móti fóstureyðingum og sumar konurnar reyndar líka. Svo hringdi kona, sem vildi redda málinu með því að hækka meðlagið með hverj- um krakka í 15 þúsund á mánuði. Hún sagði, að einstæð kona með eitt eða fleiri börn þyrfti auðvitað miklu stærri íbúð en ef hún væri ein (og það er auðvitað ferlega dýrt að kaupa sér húsnæði), svo þyrfti hún að borga allar ungbarnagræjurnar, pössun, mat, dót, menntun, bíóferð- ir, útilegur og alls konar. Um leið og konan var búin að tala við útvarpsmanninn hringdu fleiri kallar — alveg trylltir. Þeir sögðu að ef meðlögin yrðu hækkuð hefðu karlmenn ekki lengur efni á því að skilja við gömlu kerlingarnar sínar og byrja upp á nýtt með öðrum kon- um. Þá brjálaðist mamma og öskr- Vantar þig varahluti I bílinn? Kúplingsdiska og pressur i allar algengar geröir fólksbila, jeppa og vörubíla. Gabriel höggdeyfa ótal útfærslur í miklu úrvali. Háspennukefli, kveikjuhluti og kertaþræöi eins og það veröur best. Alternatora og startara verksmiöjuuppgeröa eða nýja, fyrir japanska, evrópska og ameriska bila. Spennustilla landsins fjölbreyttasta úrval. Kannaðu verðið. Við ábyrgjumst gæðin. aði á mig (alsaklausa) að eins og sýstemið væri núna hefðu konur ekki efni á að skilja! Því miður komst hún aldrei í samband við út- varpsmanninn og þess vegna feng- um við Addi fyrirlestur um að ef fóstureyðingar yrðu bannaðar væri verið að gera upp á milli ríka fólks- ins og fátæka fólksins. Mamma sagði nefnilega, að það væri ekkert mál að fá fóstureyðingu í London og ef það yrði bannað hér myndu allar ríku kerlingarnar bara skreppa þangað, en þessar fátæku hefðu ekki efni á því. Það væri auðvitað alveg ógeðslega óréttlátt, því lögin í landinu eiga ekki að gera upp á milli fólks!!! Bless, Dúlla. P.S. Mamma hafði meira að segja gleymt að kaupa gular servíettur á páskaborðið. Við urðum að nota jólaservíetturnar og amma á Eini- melnum fékk ,,fitt“! að er eitt atriði sem gengur eins og rauður þráður í gegnum all- ar þær nýju tillögur í húsnæðis- málum, sem nú hafa verið settar fram af sérstökum vinnuhópi í hús- næðismálum. Það er vaxtahækk- un og að lán skuli ekki lengur bera niðurgreidda vexti svo sem nú er. 1 framtíðinni er gert ráð fyrir að út- lánsvextir verði þeir sömu og tíðk- ast á almennum markaði. Þetta hef- ur í för með sér verulegan útgjalda- auka fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn, en gagnast þeim sem eru að skipta um íbúð þar sem sér- stakar vaxtabætur munu menn fá svo lengi sem þeir eru að greiða markaðsvexti af skuldabréfum sín- um. Mun láta nærri að vaxtabætur þessar verði um þrettán hundruð milljónir á ári, en um leið falla hús- næðisbætur niður. . . l einni starfsgrein er mest gróska í landinu. Það er ásviði verðbréfa- viðskipta og spretta verðbréfa- sölur upp eins og gorkúlur á haug, eða sjoppur i upphafi Viðreisnar. A síðasta ári stunduðu fimm eða sex fyrirtæki þessa starfsemi, en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra tvöfaldist á þessu ári. Fyrirtækin nærast á vaxtagreiðslum fyrirtækja og einstaklinga og segja gárungarnir, að náið samband sé á milli fjölda gjaldþrota og nauðungarupp- boða og fjölda fyrirtækja í verð- bréfaviðskiptum... FISHER 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.