Helgarpósturinn - 07.04.1988, Page 15

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Page 15
» LAUSAR TENNUR Að undanförnu hefur umræða um íslenskt leikhús ver- ið töluverð í blöðum og útvarpi. Reikna má með því að umræðan hafi verið álíka lífleg manna á milli. Gagnrýn- endur hafa til dæmis verið neikvæðir á flestar sýningar Þjóðleikhúss í vetur og sumir gengið svo langt að kalla stöðu íslenskra leikhúsmála kreppu. Leikfélag Reykja- víkur hefur oftast fengið litlu betri umsögn og einbeitir sér aðallega að íslenskum söguleikjum sem sífellt slá að- sóknarmet. Ljósir punktar eru þó íslensku verkin (vel að merkja) Dagur uonar eftir Birgi Sigurðsson og Bílaverk- stœöi Badda eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þó umræöa um leikhús hafi oft veriö neikvæð er hún og getur ekki verið annað en jákvæð fyrir leik- húsið, Jjegar til lengri tíma er litið. Öll gagnrýni miðar að því að benda á það sem miður fer, og felur þannig í sér óskir og von um framfarir. Leik- listargagnrýni gengur ekki út á að auglýsa þekkingu og ritsnilld gagn- rýnanda, heldur er hún sjónarhorn utanaðkomandi leikhúsfróðra manna og auga gestanna. Gagnrýni er varla sett fram af illgirni, heldur vegna áhuga og kæringar viðkom- andi um velferð leikhússins. Því hlýtur að vera kjánalegt að taka ekki mark á gagnrýni og úthrópa hana sem marklaust hjal, auðvitað má alltaf gera betur. Gagnrýni er hins vegar enginn stóridómur. Góð gagnrýni getur verið sannverðug umsögn um sýningu, en léleg gagn- rýni getur að sama skapi gefið ranga mynd. Því verður gagnrýn- andi að gera sömu kröfur til sjálfs sín, faglegar og ekki, og hann gerir til leikhúsfólks. Þetta er sjálfsögð krafa. Það er alþjóðleg saga að leikarar og leikstjórar taki neikvæðri gagn- rýni afar illa, og gagnrýna þá gagn- rýnandann enn harðar en hann þá. Jákvæð gagnrýni er hins vegar haf- in til skýjanna, nánast. Slík við- brögð eru í mótsögn viö sig sjálf. En leikarar og aðstandendur sýningar eru sammála um að blása á nei- kvæðar raddir: ,,Við sem hrærumst hér inni í leikhúsinu hljótum að hafa rétt fyrir okkur og þeir stakir þarna úti rangt." Til verður „leikhúselíta" sem stendur þétt saman og hristir af sér neikvæðu bylgjurnar eins og gæs vatn og lætur ekkert sundra sér. Ef slíkt gerist er Ieikhús komið á hættulegt einstigi. SAFARÍKASTA STYKKIÐ Viðbrögð leikhúsfólks við gagn- rýni eru oft útskýrð með því að hér sé á ferð afar tilfinninganæmt fólk sem tekur flesta hluti nærri sér. Sem betur fer eru leikarar tilfinninga- næmir, annars hefðum við ekki leik- hús. En það má varla vera á kostnað nauðsynlegrar gagnrýnnar um- ræðu um leikhús. Ef leikhúsfólk tek- ur slíkt nærri sér þá verður bara að hafa það, umræðunni má ekki fórna. Annars kemur upp sú staða að enginn þorir að opna munninn af ótta við útskúfun frá hópunum sem í leikhúsunum starfa og dauðaþögn verður viðvarandi ástand, eins og í einræðisriki. Gagnrýn umræða skyldi þvert á móti (og er vonandi?) vera hvað heitust innan veggja leik- hússins. Ef svo er ekki er hætta á öðru: Leikarar og góðir leikstjórar sem hafa aðrar skoðanir um leikhús og þora að fara eigin leiðir verða annaðhvort útundan í verkefnum eða komast aldrei inn í leikhúsið, fá ekki tækifæri. í leikhúsumræðu síð- ustu mánuði hefur meðal annars verið talað um leikstjórakreppu í Þjóðleikhúsi. Samt eru leikstjórar starfandi í borginni og á lands- byggðinni sem sannað hafa ágæti sitt annars staðar, en fá ekki tæki- færi í stofnanaleikhúsunum. Er skýringin sú sem áður var lýst? Við erum of fá til að útiloka hæfileika- fólk af alls kyns annarlegum ástæð- um. Að íslenskum fámennissið er síðan hvers kyns skoðun og gagn- rýni tekið sem persónulegri árás, mönnum er sífellt blandað við mál- efni. Til aö móðga engan verður þá öruggara og auðveldara að þegja. Allt þetta drepur niður gagnrýna og heilbrigða umræðu um leikhúsmál og leikhússtefnu. I viðtali við sjónvarp sagði leik- hússtjóri Þjóðleikhúss, sem jafn- framt er leikstjóri Hugarburdar (eftir Sam Shepard), að hér væri á ferðinni safaríkasta stykki sem leik- húsið hefði sett á svið um árabil. Leikritið hefur fengið hörmungar- dóma hjá öllum gagnrýnendum nema einum. Ekki að leikverkið sé lélegt eða þýðingin gölluð, heldur hitt að meðferð leikaranna og leik- stjórans á verkinu væri röng. Hvað verður þá um hin verkin, þegar safaríkasta stykkið fær þvílíka út- reið? ÚLFUR, ÚLFUR Einhver fleygði þeirri spurningu á loft hvort nauðsynleg textakrufning (analýsa) með og fyrir samlestur væri nægilega markviss. Er kafað nægilega í texta leikritsins, sem hvern annan bókmenntatexta, áður en leikarar fara að skiptast á setn- ingum? Auðvitað hlýtur merking verks að liggja fyrir áður en fariö er að túlka. Gagnrýnendur Hugar- burdar bentu meðal annars á að svo virtist sem leikarar skildu ekki texta sinn á stundum og voru því oftlega ófærir um að skila margræðri merk- ingu hans. í staðinn var gripið til þess ráðs að hrópa úlfur, sögðu gagnrýnendur. Annað, sem mjög hefur verið gagnrýnt, er verkefnaval stofnana- leikhúsanna. Auðvitað verða menn aldrei sammála um hvað setja skal á svið. Klassísk verk skyldu eiga greiða og stöðuga leið á íslenskar fjalir, um það eru flestir sammála. Samt er eins og þau slæðist hingað fullkomlega handahófskennt. Af yngri verkum er mikið úrval af stór- verkum svo aldrei ætti að vera þörf fyrir mislukkufarsa og dýra afþrey- ingarsöngleiki. Leikhúsin skyldu eðlilega sýna barnaleikrit á hverj- um vetri, því hverjir eru framtiðar- gestir leikhúsa? Klassíkin og eldri verk togast eðlilega á við yngri verk og ný sem þó eru jafnnauðsynleg, því leikhússagan skrifast um leiö og hún gerist. Því er nútíminn síst ónauðsynlegri en fortíðin í leikhúsinu. Islensk verk má varla vanta. Ef tilraunaleikhús fengi síðan inni gæti útkoman orðið lifandi og spennandi leikhús. STEFNIR ÞANGAÐ? Leikhúsin eiga í harðri samkeppni við aðra menningarmiðla og þar er sjónvarpið efst á blaði. Aðrir eru kvikmyndahús, bækur, dagblöð og jafnvel skemmtistaðir, sem setja nú upp hvert „sjófið" á fætur öðru við miklar og góðar undirtektir (segja auglýsingarnar). Leikhúsið befur auðvitað sérstöðu. Það krefst þess að fólk standi upp úr sætum sínum og bregði sér bæjarleiö til aö horfa á sjónleik, að sjá og heyra sögu og verða fyrir áhrifum. En markaðurinn ræður hér ríkj- um sem annars staðar. Eins og sjón- varpsstöðvarnar keppast um að verða skemmtilegri og sniðugri í að drepa tímann er vaxandi hætta á því að leikhúsin elti sömu formúlu. Þá erum við farin að tala um afþrey- ingu. Það má ekki láta markaös- hópnum (fólkjnu) leiðast, honum má ekki liða illa, þaö má ekki valda honum óþægindum, liann skal helst ekki þurfa að hugsa. Leikhúsferö er skemmtiferð, eins konar eftirréttur góðrar máltíöar eða fordrykkur kráarápara. Ég hef þá skoöun, og reyndar fleiri, aö því miöur gæti þess í verkefnavali stofnanaleikhús- anna að veriö sé að svara afþrey- ingarkröfum. Þetta er reyndar vandamál í öllum hinum vestræna heimi. Mörgum viröist þá sem frek- ar séspurt um aösókn ogafkomu en listrænan árangur og kröfur. Fer þá að fara um vestræna menningu þeg- ar markaðslögmál afþreyingarinnar veröa ráðandi. Það má ekki gleym- ast að leikhúsið hefur alls ekki minni skyldur við leiklistina en fólk- ið og má þvi ekki alfariö elta mark- aðslögmálin. MEÐ KONFEKT í POKAHORNINU Litlu leikhúsin hafa verið margfalt duglegri við að miðla vaxtarbrodd- um í leikhúsi og taka áhættu, þó af- koma þeirra sem við þau vinna sé sífellt í húfi. Skýringin er kannski sú að þau eiga ekkert og liafa því engu að tapa. Það er reyndar alþjóðleg staðreynd aö litlir og lítið styrktir leikhópar, óháðir rótgrónum stofn- unum, ganga fremstir með tilraunir og sköpun og þaðan koma ný nöfn bæði leikara og leikritahöfunda. Vonandi verða litlu leikhúsin ís- lensku langlíf, þau eru lífsnauðsyn- leg viöbót við íslenskt leikhúslíf, sem án þeirra væri margfalt geld- ingslegra. Það er hins vegar stað- reynd að einungis einn af hverjum tíu leikhúsgestum situr sýningar litlu leikhúsanna á meðan hinir níu láta fara vel um sig með konfekt í poka í stofnanaleikhúsunum. í þessu Ijósi verður listræn ábyrgö stóru leikhúsanna margföld og gagnrýni á þau sömuleiðis nauð- synleg. Þess vegna er staða ís- lenskra leikbúsmála það áhyggju- efni sem margir vilja meina. Ef leikhúsið siglir inn í skemmtun og afþreyingu gerir það sig fljótlega óþarft. Þar höfum við nóg fyrir, í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Leikhúsið skyldi miklu fremur taka áhættu með listrænan metnað og kröfur sem fyrirsögn, þó við það fækki áhorfendum eitthvað. Franska, rúmenskættaða leikskáld- ið Eugene Ionesco sagði einu sinni að betra væri gott leikhús tómt en vont fullt. En umfram allt þarf gagn- rýn umræða að vera stöðug og opin, þó það kosti kannski hjartastopp á stundum hjá viðkvæmum. FÞ HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.