Helgarpósturinn - 07.04.1988, Side 17

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Side 17
Hér stendur Guömundur við auga sjálfs Liszts. Andartaki síöar og örlítiö til hœgri var flugiö tekiö inn um augaö og inn í sálardjúpin. VIÐ ERUM AÐ SKOÐA SAMTÍMANN segir leikstjórinn, Sigrún Valbergsdóttir TONLISTARHRYSSUFLUG á sýningu Guömundar Björgvinssonar á Kjarvalsstööum Áhugaleikfélagið Hugleikur frumsýnir nú á laugar- dagskvöldið íslenskt leikrit með hið langa og sérkenni- lega nafn ,,Um hið sorglega, átakanlega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríðar daginn eft- ir brúðkaupið og leitina að þeim“. Verkið verður sýnt á Galdraloftinu í Hafnarstræti. Þetta er 5. uppfærsla Hug- leiks, en áhugaleikhópurinn var stofnaður 1984. EFTIR JÓN GEIR ÞORMAR Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstödum sýning á verkum Gudmundar Björgvinssonar. Petta er viðamikil sýning, á henni eru ein 49 málverk, allar myndirnar gerðar með akrýl á striga á síðastliðnu ári og þessu. Sýningin hefur þá sér- kennilegu yfirskrift: Martin Ber- kofsky spilar ungverska rapsódíu nr. 10 eftir Franz Liszt. Eftir því sem Guðmundur segir sjálfur á eins konar uppiýsingablaði, sem hann lætur gestum í té, er kveikjan að sýningunni ferð hans á tónleikar þar sem Martin Berkofsky spilaði einmitt áðurnefnda raps- ódíu. Við þetta varð Guðmundur fyrir hughrifum og brá skjótt við. Málaði ferðalag sem í senn er tónlist og mynd, ferðalag hans sjálfs, en um leið Berkofskys, um undraheima tónlistarinnar. Þaðmá sjá Berkofsky í ýmsum myndum á sýningunni. í upphafi hátíðlegan og alvarlegan leika á pjanóið sitt en síðar flýgur hann um með flygilinn — einhvers staðar í sjöunda himni. Guðmundur Björgvinsson hefur haldið einkasýningar síðan árið 1976, þetta er sú tíunda í röðinni. Hann hefur jafnan komið fólki á óvart, eins og hann gerir nú. Með hans eigin orðum: ,,Maður skiptir um stil eins og sokka.“ Hann hefur afbakað og skrumskælt verk gam- alla meistara á ferð sinni í gegnum listasöguna og dregið fram hinar undarlegustu fígúrur. Það hefur hann og ekki síður gert í bókum sín- um, sem eru tvær; Allt meinhægt og Næturflug í sjöunda himni. Hans gallerí er fjölskrúðugt og þar kennir margra grasa, án efa næstum því og- kannski alltof margra. Að þessu sinni leggjum við af stað á vængj- aðri hryssu tónlistarinnar og eftir því sem listamaðurinn segir á eng- inn afturkvæmt úr þvíumlíkri ferð. kk Að leikritinu standa nokkrir höf- undar, Hjördís Hjartardóttir; lngi- björg Hjartardóttir, Sigrún Oskars- dóttir og Unnur Guttormsdóttir. Tónlistina semur Árni Hjartarson. Hönnuður leiksviðs er Hanna Hall- grímsdóttir, Ijósahönnuður Olafur Orn Thoroddsen og búningahönn- uður er Vilborg Valgarðsdóttir. 17 leikarar koma fram í leikritinu, en með aðalhlutverkin fara Rúnar Lund, Marta Eiríksdóttir, Helga Sveinsdóttir og Hjördís Hjartardótt- ir. Alls um 40 manns aðstoða við uppfærsluna. Leikstjóri erSigrún Valbergsdóttir og hún var beðin að segja svolítið frá verkinu. „Eins og titillinn gefur til kynna er þetta spennuleikrit, það hafa horfið þarna ung brúðhjón í dal upp til sveita og leikritið segir frá leitinni að þeim og fólki sem viðriðið er málið. Þarna koma ýmsir við sögu, svo sem kvenkyns sýslumaður, fuglafræðingurinn Flóki, nemendur og kennarar við fámennan hús- mæðraskóla og prestur sem giftur er danskri konu. í plássinu er verið að reisa verslunarmiðstöðina Klein- una og stórgrósserinn og kona hans eru einnig viðriðin málið. Auðvitað má ekkert segja hvað orðið hefur um fólkið, en hvarfið er að lokum upplýst og kemur mjög á óvart. Þetta byggist á rammíslenskri frá- sagnarhefð, það er ekkert fengið að láni úr amerískum bíómyndum né annars slaðar frá, þó helst úr ís- lenskum þjóðsögum og ævintýr- um.“ Manni heyrist á þessu að þrátt fyr- ir að um spennuleikrit sé að rœða sé húmorinn ekki langt undan. ,,Ég myndi segja að það væri með gamansömu ívafi." Er ádeila í verkinu? ,,Við erum að skoða samtímann og um leið og við gerum það á leik- sviði sjáum við hann í svolítið öðru og hlægilegra ljósi en þegar við er- um sjálf í miðjum hrærigrautnum." Þetta furðulega nafn á leikritinu, hvaðan er þaö komið? ,,Það segir eiginlega um hvað leikritið er. Við vorum eiginlega að velta því fyrir okkur hvort við kæm- umst í Heimsmetabókina, þetta er víst lengsta nafn á leikriti í íslenskri leiklistarsögu. Svo má segja það að manni finnst það vera mikil forréttindi að fá að frumvinna nýtt verk sme ekki hefur áður komið á svið, fyrir utan það að fá að vinna með stórum og skemrritilegum hópi eins og þessi Hugleikshópur er.“ JGÞ RUNNI HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.